Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 4
I AKIHABARA í Tokyo, eitt helzta verzlunarhverfi borgarinnar fyrir rafeindavörur. Ljósmyndir/Gunnhildur Gunnarsdóttir ÓENDANLEGA FLÓKIÐ AÐ TJÁ SIG Á JAPÖNSKU Gunnhildur Gunnarsdóttir lauk námi í arkitektúr frá Oslóar- háskóla og síóan stundaói hún framhaldsnám í Japan. Hún er nú komin heim eftir hálft f jóróa ár í Japan og segir í spjalli við GÍSLA SIGURÐSSON frá japanskri húsagerðar- list, en einnig frá tungumálinu, þjóófélaginu og þeim vanda að vera útlendingur í svo framandi samfélagi. Ekki sætir það sérstökum tíðind- um að ungt fólk leiti í fram- haldsnám til hinna nálægari landa, þar sem tungumálin valda engum vandkvæðum og hægt að halda áfram að lifa, leika sér og vinna eftir þekkt- um leikreglum vestrænnar menningar. Annað mál og erfiðara er að fara í slíkt nám utan Vesturlanda og verða bæði að tileinka sér gersamlega framandi tungumál og menningu. Það gæti virzt fram- andlegt að að innritast í kínverskan há- skóla, eða ráða sig þar í vinnu. En þeir sem bezt þekkja til, segja að þrátt fyrir mikinn mun, séu vestræn menning og kínversk nær hvor annarri en kínversk og japönsk. Af því má ráða, að með því að setjast að í Japan sé Vesturlandamaðurinn kominn eins langt í burtu frá eigin menningu og orðið getur. í fljótu bragði sýnist þó að svo geti ekki verið; við sjáum á myndum, að Japanir ganga gjarnan í vestrænum jakkafötum, skyrtu og bindi, og þeir aka að sjálfsögðu í samskonar bflum og við kaupum af þeim í stórum stfl. Á myndum frá Tokyo og öðr- um stórborgum í Japan virðist manni að heildin sé með harla vestrænum svip, að því undanskildu þó að auglýsingar og skilti eru okkar gersamlega óskiljanleg. En það er ekki allt sem sýnist og undir þessu vest- ræna yfirborði leynist annar heimur, sá jap- anski. Sá sem ætlar sér að innritast í jap- anskan háskóla eða að setjast að í landinu í öðrum tilgangi, verður að kynna sér þann heim, leikreglur hans svo og tungumálið. Rannsóknarnemi i Japan Gunnhildur Gunnarsdóttir arkitekt er ein þeirra sem stigið hafa þetta stóra skref á menntunarbrautinni. Hún átti þess raunar kost að starfa áfram í Japan, en fannst þessi austræni heimur full fjarlægur þeim íslenzka til þess að ílendast þar öllu lengur. Hún kom heim í mai síðastliðnum og er að koma sér fyrir sem starfandi arkitekt í Reykjavík. Gunnhildur er fædd á Sauðarkróki 1963, en flutti kornung til Hafnarfjarðar og síðar á Álftanesið þegar hún var 12 ára. Hún varð stúdent frá Fjölbrautaskóla Garðabæj- ar 1982 og vann í hálft annað ár í mennta- málaráðuneytinu áður en hún hóf nám í Arkitektaskólanum í Osló. Þaðan útskrifað- ist hún 1990. í þessum norska arkitektaskóla rákust á fernskonar áherzlur eða afstöður, segir hún. í fyrsta lagi norsk þjóðemisrómantík, í öðru lagi strangur módernismi, í þriðja lagi svo- nefndur post-módernismi og í fjórða lagi félagsleg stefna í arkitektúr. Það voru kennarar af ’68-kynslóðinni og aðeins eldri, sem predikuðu hana. Af þessum stefnum átti módernisminn sér formælendur flesta og það var stefnan sem Gunnhildur gekk til liðs við. Einhverntíma á þessari leið kviknaði áhugi á Japan og japanskri húsagerðarlist, til dæmis vegna þess að japanskir gestafyrir- lesarar kynntu hana fyrir nemendum og kennurum í Osló. Eftir tveggja ára starf á arkitektastofu í Stokkhólmi, sótti Gunnhild- ur um og fékk styrk frá japanska mennta- málaráðuneytinu. Hún var samþykkt sem „rannsóknarnemi“ við háskóla í Japan. Umsóknin sýnist hafa verið byggð á nokk- urri bjartsýni þar sem Gunnhildur kunni ekki stakt orð í japönsku. Raunar fóru fyrstu 5-6 mánuðirnar í japönskunám; annað var ekki hægt. Hún segir að sá hluti námsins hafi eigin- lega verið innilokun; hálfgert klausturlíf. Þá er einungis unnið að því að ná einhveij- um tökum á málinu. Samt dugði það aðeins til að skilja það helzta og geta sagt einfald- ar setningar. Að læra japönsku er ekki eins og að læra þýzku eða ensku; framburðar- reglur, málfræði og svo framvegis. Mergur- inn málsins er sá, að japanskan sem tungu- mál er ekki svo flókin. Það er hinsvegar SPIRAL - Menningarmiðstöö í einkaeign í Tokyo. Arkitekt: Fumihiko Maki. óendanlega flókið hvernig maður tjáir sig með málinu. Það er leikið á blæbrigði máls- ins og þessi blæbrigði eru hárfín, en hafa gífurlega mikið að segja. Inntakið í því sem Japani segir felst ekki beint í orðunum, heldur í því hvernig þau eru sögð. Þess- vegna er auðvelt að misskilja og maður fær sjaldan eða aldrei skýr skilaboð, segir Gunn- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6.JÚLÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.