Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 2
MILLJON SEÐLAR Eftir þrjátíu ár er áætlað að fornmálsorðabókin Ordbog over det norrone prosasprog verói lokió. Fyrsta bindió er nú komió út á vegum Arnanefndar í Kaupmannhöfn og eru ritstjórar fimm. ÖRLYGUR SIGURJONSSON ræddi vió tvo þeirra, þau Helle Degnbol og Christopher Sanders, á Arnastofnun og greindu þau frá eðli og umfangi vinnu sinnar. Morgunblaðið/Golli CHRISTOPHER Sanders og Helle Degnbol, tveir ritstjórar nýju fornmálsorðabókarinnar. FORNMÁLSORÐABÓKIN nýja er söguleg merkingarorðabók, sem merkir m.a. að lögð er áhersla á að tímasetja þau handrit sem hafa textann að innihaldi. Þessu er gerð mjög nákvæm skil í fylgi- riti fommálsorðabókarinnar, en það kom út árið 1989. Það inni- heldur skrár yfir útgáfur og handrit textanna sem orðabókin nær yfir. Þó að skrámar séu skilgreindar sem fylgirit hafa þær jafnframt sjálfstætt gildi sem yfírlit yfír varðveislu og útgáfur íslenskra og norskra miðaldate'xta í lausu máli. Sem dæmi má nefna að ekki létu orðabókarmenn sér nægja að fara yfír t.a.m. Egils sögu í ákveðinni útgáfu heldur vom öll handrit sögunnar yfírfarin og orðin borin sam- an milli handrita. Áratuga vinna Fommálsorðabókin er afrakstur áratuga vinnu fræðimanna og má rekja upphafíð til ársins 1939 þegar Stefán Einarsson prófessor í Bandaríkjunum hóf að skrá upplýsingar og safna orðaseðlum, sem nú eru orðnir um ein milljón talsins. „Seðlasafnið varð þannig tii að menn lásu bókmenntatexta og strikuðu undir orðin sem áttu að fara í orðabókina. Síðan var orðið skrifað á seðil ásamt lesbrigð- um og stundum samsvarandi orðum úr hlið- stæðum erlendum textum,“ segir Christopher. Dr. Jakob Benediktsson og Dr. Ole Widding urðu aðstoðarritstjórar Stefáns í Danmörku við gerð bókarinnar og þegar Stefán hætti formlega árið 1942 tóku þeir Jakob og Widd- ing við. Jakob kom síðan til íslands fjórum ámm seinna til að taka við forstöðu Orðabók- ar Háskólans, en fleiri starfsmenn hafa bæst við með ámnum. „Vinnan gekk fremur hægt fyrir sig framan af vegna mannfæðar en nú em ritstjórar orðnir fímm og aðrir starfsmenn sex fyrir utan ritara," segir Christopher. Fjölþjódlegur hópur Hópurinn af aðstoðarmönnum er fjölþjóð- legur, þar sem í honum em tveir Danir og tvær ítalskar konur sem em í doktorsnámi auk tveggja íslendinga. Ritstjórar era, fyrir utan Helle og Christopher, tveir Danir, Bent Christian Jakobsen og Eva Rode og einn ís- lendingur, Þorbjörg Helgadóttir. „Það er ekki laust við að það sé nokkuð viðkvæmt mál að útlendingar séu að vasast í útgáfu á íslenskum bókmenntaverkum, en ég held að það sé kostur að hafa blandaðan hóp fræðimanna og starfsmanna af mismun- andi þjóðemi þvi það fjölgar sjónarhomum á verkefnið sem unnið er að,“ segir Christopher. Réttlæting verksins Að taka saman fornmálsorðabók í ellefu bindum er tröllaukið verkefni og víst er að fjárhagslegur ávinningur er lítill með svona útgáfu. Menningarleg réttlæting hlýtur því að vera nærtæk og Helle segir frá því þegar verkefnið var samþykkt í Danmörku fyrir fjór- um ámm. „Þar sem danska ríkið átti að standa SAFNIÐ Á HÆÐINNI Á HÆÐ einni í Los Angeies rís nú ein dýr- asta safnabygging heims en það er Paul Getty-sjóðurinn sem að henni stendur. Safnið verður opnað haustið 1997 og verður alls um 18.000 fermetrar að stærð, þar af fara 5.100 fm undir sýningarsali. Kostnaðurinn er áætl- aður rúmir 60 milljarðar ísl. kr. en bygging- una teiknar arkitektinn Richard Meier. Sex byggingar mynda safnið og auk sýningarsala verður leiksvið, tónleikasalur og tvð kaffi- hús, svo fátt eitt sé talið. Stórt bókasafn verður í húsinu og um 750.000 bækur, auk straum af kostnaði þurfti að skoða og meta okkur. Spurningin snerist um það hvort rétt væri að þessu farið og hvort yfírhöfuð væri þörf á þessu verki. Það var skipuð nefnd fímm sérfræðinga í orðabókagerð og á norrænum sviðum og þeir skrifuðu langa skýrslu um okkur. Niðurstaða þeirra var að þeir hrósuðu bókaskránum frá 1989 í hástert." Christopher bætir við að árið áður höfðu ritstjórar verið beðnir um að útbúa nýja skýrslu um tímaáætl- un fyrir vinnslutíma allra bindanna ellefu. „Þetta var erfítt og við reiknuðum heil ósköp, en við komumst að þeirri niðurstöðu að hægt yrði að ljúka verkinu árið 2024. Okkur var því gleðiefni,“ segir Christopher brosandi, „að nefndin hafði komist að því að okkur hafði aðeins skeikað um eitt ár. Hún gerði þá ráð fyrir að verkinu yrði lokið árið 2025!“ Það sem sérstakt þykir við vinnsluna á bókaskránni og fommálsorðabókinni er að allur texti kemur beint af gagnagmnni. „Þetta er eina orðabókin sem við vitum um að sé unnin eingöngu úr gagnagmnni í kerfí sem ritstjórar hafa byggt upp sjálfír, en það er kannski ástæðan fyrir því hversu langan tíma þetta fyrsta bindi var í vinnslu," segir Helle. Strangar timaáeetlanir Að jafnaði er gert ráð fyrir að hvert bindi taki tæplega þrjú ár í vinnslu. Þá er reiknað með að unnið sé nánast sleitulaust, en að sögn þeirra Christophers og Helle hefur slík lotuvinna sína galla. „í raun hefur maður ekki tíma til að halda uppi sambandi við aðra fræðimenn eða til að sinna heimsóknum gesta sem koma fullir áhuga á orðabókarvinnunni. Oft era þetta fræðimenn sem vilja skiptast á upplýsingum og óskandi væri að geta fengið sér kaffi með þeim og rætt málin, en við emm bundin af ákveðnum timamörkum,11 segir Helle. Unnið er úr 2.400 seðlum á mánuði um tveggja milljóna ljósmynda af listaverk- um. Getty-sjóðurinn á um 350.000 listaverk og fornmuni og verður brot af þeim sýnt í safninu nýja. Safnstjórnin vonastþó til þess að geta keypt verk á næstu mánuðum sem geti orðið skrautfjaðrir í hatt safnsins en og þar af er prentaður þriðjungur, sem gera 20 síður í bindi. Til að forðast of mikinn próf- arkalestur er lagt upp með hundrað síður í senn og segir Helle að afgreiðsla hvers seðils eigi að taka nokkrar mínútur, en þegar tiltek- ið orð krefst frekari rannsóknar og uppflett- ingar getur vinnslutími eins seðils farið upp í hálfan dag og til að halda áætlun verður í staðinn að vinna- um kvöld og um helgar. Lærdómsrík vinna Eins og heitið ber með sér; l:a-bam nær umfang þessa fyrsta bindis yfir öll a-orðin og byijunina á b-orðunum. Þau Christopher og Helle segja að a-in séu frekar óaðgengileg vegna þess að mikið er af forsetningum sem byija á a. „Það er heljarverk að skilgreina forsetning- ar,“ segir Christopher, „og það er erfítt að ákveða hvaða orðmynd á að setja upp sem flettiorð. Sá sem skrifar fyrstu drög verður að ákveða hvort tiltekinn orðliður sé innan tímabilsins sem er viðfangs og einnig að kanna hvort um sé að ræða misskilning í eldri heim- ildum eða villu,“ segir Christopher. „Við höfum vissulega komið með eigin tilgátur um orð og oft verðum við að hafna eigin uppástung- um, en af þessu lærir maður og það er hreint stórkostlegt að nýta sér þekkingu gærdagsins til að ráða fram úr vandamálum morgundags- ins.“ Hveijir eiga svo að nota fornmálsorða- bók? Christopher segir það ekki óvarlegt að allir sem einhvem áhuga hafí á fornsögum og miðaldamenningu yfírhöfuð geti nýtt sér bókina. „Við höfum ekki hugsað bókina fyrir þröngan hóp fræðimanna heldur miðum við að breiðari hópi. Þar em meðtaldir þeir sem fást við mannfræði, sögu, fornleifafræði, þjóð- háttafræði og málvísindi almennt, hvort sem um ræðir nemendur eða fullnuma fræði- menn,“ segir Christopher að lokum. meðal verka, sem nú þegar eru í eigu þess, eru mynd Van Goghs, „Sverðliljur". Safn- stjórinn, John Walsh, játar fúslega að safnið sé eitt hið auðugasta í heimi en að menn ímyndi sér ekki að þeim takist að endur- skapa söfn á borð við Louvre í París og MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Mótunarárin ! list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Náttúrusýn í ísl. myndlist til 31. ágúst. Listasafn Islands Sýning á verkum Egon Schiele og Arnulf Rainer til 14. júlí. Þjóðminjasafnið Sýning á silfri til sept.loka. Safn Ásgríms Jónssonar Sumarsýn. á úrvali verka Ásgríms til 31. ágúst. Gallerí Sævars Karls íris Elfa Friðriksdóttir sýnir. Gallerí Greip Veronique Legros sýnir ljósmyndaverk til 28. júlí. Nýlistasafnið Hrafnkell Sigurðsson, Daníel Magnússon og Þóroddur Bjarnason sýna til 28. júlí. Gallerí Úmbra Karen Kunc sýnir til 17. júlí. Sólon íslandus Sigurlaug Jóhannesdóttir sýnir til 28. júlí. Sjónarhóll Anna Líndal sýnir til 21. júlí. Mokka Gunilla Möller sýnir til 10. ágúst. Norræna húsið Sýning á verkum eftir Nínu Tryggvadóttur í anddyrinu til 14. júlí. Listhús Ófeigs Margret Sehopka sýnir til 13. júlí. Listhús 39 Maðurinn í svörtu og Páll Heimir sýna til 22. júlí. Snegla Ingíríður Óðinsdóttir sýnir verk sín í glugg- um listhússins til 28. júlí. Gallerí Hornið Árni Rúnar Sverrisson sýnir til 17. júlí. Smíðar & Skart Elísabet Magnúsdóttir er með kynningu á verkum sínum til mánaðamóta. Hafnarborg Sýning á verkum Arthur A. Avramenko, listmálara, til 29. júlí. Ingólfstræti 8 Sýning á málverkum Kees Visser til 2. ágúst. Listasafn Siguijón Ólafssonar Höggmyndasýningin Vættatal með verkum eftir Siguijón Ólafsson og Pál Guðmunds- son frá Húsafelli. Við Hamarinn - Hafnarfirði Berglind Svavarsdóttir og Ólöf Kjaran með málverk og teikningar til 27. júlí. Galleri Laugavegur 20b Björn Birnir sýnir málverk fram eftir sumri. Slunkariki - ísafirði Frédéric Grandpré sýnir til 21. júlí. Deiglan - Akureyri Claudia Heinermann og Rob Von Piekartz sýna til 16 júlí. Ketilhús - Akureyri Pálína Guðmundsdóttir sýnir til 16. júlí. Listasafnið á Akureyri Karola Schlegelmilch sýnir. Kaffi Hótel - Hjalteyri Kristinn G. Jóhannsson sýnir til 20. júlí. Listasetrið Kirkjuhvoll - Akranesi Sýningin „Á heimaslóð" til 4. ágúst. Á Seyði - Seyðisfirði Samsýning til 25. ágúst. Laugardagur 13. júlí Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju í júlí og ágúst kl. 12-12.30. Sumartónleikar í Skál- holtskirkju hefjast kl. 14. Sumartónleikar á Norðurlandi í Reykjahlíðarkirkju v/Mý- vatn kl. 21. Sunnudagur 14. júlí Orgeltónleikar ! Hallgrímskirkju kl. 20.30. Sumartónleikar í Skálholtskirkju heljast kl. 15. Sumartónieikar á Norðurlandi í Akureyrarkirkju kl. 17. Miðvikudagur 17. júlí Einleikstónleikar í Dómkirkjunni alla mið- vikudaga í sumar kl. 11.30. Stefán Örn Arnarsson, sellóleikari, verður með tónleika í Listasafni Siguijón kl. 20.30. Fimmtudagur 18. júlí Iládegistónleikar ! Hallgrímskirkju í júlí og ágúst kl. 12-12.30. Laugardagur 20. júlí Orgeltónleikar ! Hallgrímskirkju k\. 12,- 12.30. LEIKLIST Loftkastalinn Á sama tíma að ári laug. 20. júlí. Borgarleikhúsið Stone Free 2. sýn. laug. 14. júlí, 3. sýn. fim. 18. júlí, 4. sýn. fös. 19. júl. 5. sýn. laug. 20. júlí. Liglit Nights - Tjarnarbíó Öll kvöld nema sunnudagskvöld kl. 21; Leikþættir úr íslendingasögum og þjóðsög- um. Fiutt á ensku. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13.JÚLÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.