Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 10
 -• 't-ó; . \ \ Si I i %| | ALÞINGISHÚSIÐ, þingsalurinn. Arkitekt: F. Meldahl, 1881. og með þeim eru textar. Ljósmyndirnar tóku Aage Lund Jensen, arkitekt frá Arkitektaskó- lanum í Árósum og Per Kruse. Sýningarskrá- in hefur að geyma samþjappaðan, prýðilegan fróðleik um atriði eins og íslenzka torfbæinn, steinhúsagerð á 18. öld, og íslenzka húsa- gerð á 20. öld. í formála Mogens Brandt Poulsen segir m.a. svo: „Menn bræða með sér framandi hugmynd- ir og aðlaga þær þeim skilyrðum sem eru fyrir hendi hvað snertir húsagerð á íslandi, þ.e.a.s. þeim mjög svo erfiðu aðstæðum sem taka verður tillit til. Ásamt skarpskyggni á fortíðina virðist þetta ætla að leiða til sjálf- stæðrar tjáningar í húsagerðarlist, þar sem fanga er leitað í náttúrunni við húsagerð sem er stórbrotin að megingerð og nákvæm í útfærslu. Einbýlishús Högnu Sigurðardóttur, Ráð- hús Reykjavíkur frá Studio Granda og „Perla" Ingimundar Sveinssonar eru góð dæmi þess hvernig náttúran verður þáttur í byggingarlistinni á eigin forsendum. Óskandi væri að á þessi hús yrði síðar litið sem dæmi frá upphafi þeirrar aldar í húsagerðarlist þjóðarinnar sem jafna mætti til 4. áratugar aldarinnar þegar nýtistefnan tók völdin í Reykjavík. Mikilvægt erfyrir arkitekta lands- ins og þjóðfélagið í heild að skilningur sé á því sem nú er í geijun, þannig að skynugum húsbyggjendum og hæfileikaríkum arkitekt- um gefist tækifæri til að sjá íslenska húsa- gerðarlist þróast í fullu samræmi við stór- brotna og íðilfagra náttúru landsins.“ Margt af því sem Danirnir völdu á sýning- una fínnst okkur áreiðanlega eðlilegt og sjálf- sagt að sjá þar. Hús eins og Safnahúsið við Hverfisgötu, Norræna Húsið, Ráðhúsið í Reykjavík og Perluna, svo eitthvað sé nefnt af því sem við teljum að sé frambærilegt. Annað kemur meira á óvart, trúlega vegna þess að við höfum ekki gaumgæft það sem skyldi. Af slíkum dæmum má nefna Lista- safn Einars Jónssonar að utanverðu og ekki síður að innanverðu (sjá forsíðumynd). Einn- ig Alþingishúsið sem að innanverðu er aug- ljóslega ein af okkar skærustu perlum, þótt ekki sé stærðinni fyrir að fara. Sama má segja um kirkjuna í Viðey sem að innan er fögur í einfaldleika sínum eins og fram kem- ur á myndinni. Þad kom dönsku dóm- nefndinni á óvart hvaö vid áttum mörg dœmi umgóöan arki- tektúr. VIÐEYJARKIRKJA að innan. Arkitekt: G.D. Anthon, 1766. JÓN FRÁ PÁLMHOLTI GLEYMSKAN Mig dreymir þig um daga einsog um nætur dulúð þín vekur mér söng í friðlausu brjósti er vaki ég einn eða treð í götunnar gjósti við glaum hins hraðfleyga Iífs og daganna þrætur. í sumarsins angan og vetrarins viðsjálu tíðum verður mér hugsað til þín er stundirnar hverfa. Þú bíður mín trygg er vindar sál mína sverfa og svæfir hvern harm í þungum fjármannahríðum. Þér fórna ég lífinu og læt þér eftir að geyma í Ijósbroti hverfullar grímu allt sem ég vinn allt sem ég hugsa og veit heyri og sé heimsins fegurstu drauma ég læt þér í té. í gleymskunnar víðlenda ríki frið ég finn og fagna því að eiga þar síðan heima. Höfundurinn er skáld í Reykjavík. HANS MAGNUS ENZENSBERGER LJÓÐ UM ÞÁ SEM ALLT Á VIÐ OG VITA ÞAÐ VEL Gauti Kristmannsson þýddi. Að eitthvað verði að gera og það strax það vitum við vel að það sé hins vegar of snemmt að gera eitthvað að það sé hins vegar of seint að gera eitthvað það vitum við vel og að okkur gangi vel og að þetta sé gangur lífsins og að það hafi engan tilgang það vitum við vel og að við séum sek og við getum ekkert að því gert að við séum sek og að okkur finnist nóg komið það vitum við vel og að það væri kannski betra að halda kjafti og að við munum ekki halda kjafti það vitum við vel það vitum við vel og að við getum ekki hjálpað neinum og að enginn getur hjálpað okkur það vitum við vel og að við séum vel gefin og við getum valið milli einskis og aftur einskis og að við verðum að fara í saumana á þessu vandamáli og að við setjum tvo mola í teið það vitum við vel og að við séum á móti kúgun og að sígaretturnar verði dýrari það vitum við vel og að við sjáum þetta alltaf fyrir og að við séum alltaf í rétti og að það hafi engar afleiðingar það vitum við vel og að það sé allt satt það vitum við vel og að það sé allt logið það vitum við vel og það að þrauka skipti ekki öllu heldur engu það vitum við vel og að við þraukum það vitum við vel og að ekki sé allt nýtt og að lífið sé indælt það vitum við vel það vitum við vel það vitum við vel og að við vitum það það vitum við vel Höfundurinn er eitt þekktasta skáld Þýzkalands. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13.JÚLÍ1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.