Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 12
4 Reykjarfjöróur liggur milli Geirólfsgnúps oð auslan og Þara- lótursness að vestan. Inn af firðinum liggur breióasti dalurinn ó þessum slóóum, allt inn aó Dranggjökli og gnæfa Hljóóabungg og Hrolleifsborg fyrir botni dalsins. EFTIR TÓMAS EINARSSON undanfömum árum hefur ÆÆ straumur ferðamanna um firði, fjöll og dali norðan K og austan við ísafjarðar- djúp, sem í daglegu tali er kallað Hornstrandir, aukist K stórlega. Til þess liggja að sjálfsögðu margar ástæð- ur. Þetta svæði, sem hafði verið byggt frá landnámstíð lagðist að mestu í eyði fyrir hart- nær 50 árum. Þá fluttu íbúarnir brott og fundu sér staðfestu í öðrum byggðum. En eftir stóðu húsatóttir, ruddar varir og tún sem vitnuðu um það líf sem áður var. Nú leita afkomendur þessa fólks aftur á slóðir feðra sinna og mæðra, bæði til að vitja eigna sinna og eins til að halda minningu þeirra á lofti. Landslag Homstranda, er eitt hið hrikaleg- asta á landinu. Ströndin er mjög vogskorin, eins og menn vita, þar ganga fjöllin þverhnýpt í sjó fram svo víða er ógerlegt að fylgja strönd- inni, en milli þeirra eru þröngir firðir með grunnum dölum. Gönguleiðirnar liggja því víða yfir fjaliaskörð 400-500 m y.s. Þetta hvorttveggja, sagan um byggðina horfnu og hrikalegt landslag laðar að og ögrar þeim gönguglöðu ferðamönnum sem vilja fá orku sinni útrás í glímu við óræð náttúruöfl. Þeir sem nú fara um þessar slóðir verða að treysta á mátt sinn og megin, því um Strandir Iiggja engir vegir, allir lækir og ár eru óbrúað- ar og merki mannshandarinnar sem óðast að hverfa. Þessar aðstæður örva og hvetja menn til átaka. Gönguferðir um Homstrandir þarf að skipu- leggja með fyrir- hyggju. Gætnir og skynsam- ir menn ana ekki af stað undirbúnings- laust. Þeir afla sér upplýsinga hjá kunnugu fólki, ákveða dagleiðir og náttstaði, og síðast en ekki síst kanna vel útbúnað allan, tjald, föt, vistir og skó. Ef þetta er í fullkomnu lagi, þarf mikið að ganga á svo ferð um Homstrand- ir endi með slysalegum hætti. Og sem betur fer telst það til algjörra undantekninga. Fyrir hálfri öld skrifaði Þórleifur Bjamason Hornstrendingabók, mikið og merkt rit um Hornstrandir, sem hefur verið nokkurskonar „Biblía“ þeirra er hafa viljað kynna sér lands- hætti og sögu byggðarinnar þar. Árbók Ferða- félags Islands 1994 heitir Ystu strandir norðan Djúps og íjallar um svæðið frá Kaldalóni að Ingólfsfirði. Höfundur er Guðrún Ása Gríms- dóttir. Gerir hún efninu afar góð skil. Útkoma bókarinnar vakti mikla athygli og var tilnefnd til jslensku bókmenntaverðlaunanna það ár. í hugum margra eru Aðalvík og Homvík þeir staðir á „Ystu ströndum norðan Djúps“, sem áhugaverðastir eru. Ekki dreg ég það í efa því það svæði þekki ég af eigin raun. Enda hafa þeim verið gerð ítarleg skil í máli og myndum á liðinni tíð. Snemma á þessari öld munu um eða yfir 200 manns hafa verið heimil- isfastir í Aðalvík einni og eiga því margir ræt- ur sínar að rekja á þær slóðir. í Hornvík var jafnan fjölmenni á vorin þegar sigið var í björg- in og þar bjuggu landsþekktir þjóðhagasmiðir og kraftaskáld, og ekki fælir Hombjargið ferða- langana burtu. A Austurströndum þ.e. svæðinu milli Horn- bjargs og Drangaskarða er ekki síður að fmna áhugaverða staði, sem gaman og fróðlegt er að kynnast nánar. Það má gera með tvennum hætti. Að leggja tjald og nesti á bakið og ganga um það á nokkrum dögum eða setjast um kyrrt á einum stað, hafa þar bækistöð og fara þaðan í styttri eða lengri ferðir. Ef síðari leið- in er valin er Reykjarfjörður kjörinn dvalarstað- ur. Reykjarfjörður liggur milli Geirólfsgnúps að austan og Þaralátursness að vestan. Inn af firðinum liggur breiðasti dalurinn á þessum REYKJARFJÖRÐUR, Sigluvikurnúpur nær, Geirólfsnúpurfjær. Árbók Fl 1994. Ljósm.:Björn Þorsteinsson. REKAVIÐUR og blómgresi ífjöru í Sigluvík undir Geirólfsgnúp. slóðum, allt inn að Drangajökli. Fyrir botni hans gnæfa tvö heldstu kennileiti jökulsins, Hljóðabunga (825 m y.s) vestar og Hrolleifs- borg (851 m y.s) austar. Skriðjökull gengur ofan í dalinn, er nefnist Reykjarfjarðaijökull. Austan við dalinn yst við sjó er Sigluvíkurnúp- ur (299 m y.s.), en Miðmundahorn (636 m y.s.) sunnar og nær jökli. Á milli þeirra eru Fossadalir og Fossadalsheiði, en um hana ligg- ur aðalleiðin til Bjarnarfjarðar og Dranga. Að vestanverðu er Reykjarfjarðarháls (sem endar á Þaralátursnesi) og suður frá honum er Háls- bunga (338 m y.s.) gegnt Miðmundahorni. Þar upp er greið og auðveld gönguleið á jökulinn. Frá skriðjöklinum rennur allvatnsmikil á sem heitir Reykjarfjarðarós. (Á þessum slóðum heita allar ár ó_sar s.s. Þaralátursós, Furufjarðarós o.s. frv.) Áin fellur til sjávar í dalnum austan- megin. Hún ber fram mikinn sand og leir, sem þekur svæðið meðfram ósnum svo og alla ströndina fyrir íjarðarbotni, sem er 4-5 km löng. Að baki íjörunnar eru sandbakkar grónir melgresi. Að vestanverðu er dalurinn klettótt- ur. Þar eru skjólsælar, grösugar brekkur og þar eru aðal beitilöndin. Mikill jarðhiti er í Reykjarfirði einkum við Kirkjuból, Hestvallalaug og Heimalaug, en hún er næst bænum. Byggð mun hafa verið í Reykjarfirði frá öndverðu. í heimildum er getið um þtjá bæi, Sæból, Kirkjuból og Reykjarfjörð, en ekki er víst að þeir hafi allir verið byggðir samtímis. I Guðmundar sögu góða segir að hann hafi brotið „fót sinn á Ströndum og var einn vetur á Sæbóli í Reykjarfirði". Á Kirkjubóli sér enn fyrir tóttum. Þar mun hafa verið kirkja og kirkjugarður, en með tímanum lagðist ósinn að garðinum og braut hann niður. Er í frásög- ur fært að mannabein hafi staðið þar út úr árbakkanum á tímabili. Árið 1754 fóru þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson rannsóknarferð um Strandir. Svo segir í Ferðabók þeirra: „í Reykjarfirði er fallegt og grösugt, enda voru hér nokkrir bæir. Tveir þeirra voru byggðir á síðastliðinni öld, Annar þeirra, Kirkjubær, fór ekki í eyði fyrr en fyrir 10 árum. Þar var kirkja og áttu Reyk- firðingar og aðrir bæir þar norður á Ströndun- um sókn þangað. Hvergi á íslandi höfum við séð jafngrösugt tún og hér, og við undruðumst það, að þessi sveit skyldi vera í eyði, þar sem bæir eru þó á báðar hliðar ekki mjög fjarri. Þar ætti að endurreisa kirkjuna og fá þangað góðan og dugandi prest, því að ein meginorsök þess, að sveitir þessar hafa lagst í eyði er vafa- laust sú, að ráðvandir og dugandi menn, sem aldir voru upp í guðsótta og óskuðu eftir sam- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13.JÚLÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.