Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 4
SLAG- VERKS- BACH ÞEIR kalla sig Safri, sem er samsuða úr nöfnum þeirra; Uffe Savery og Morten Friis, auk þess sem það hefur yfir sér fjarlægan og dularfullan blæ. Savery og Friis eru danskir slag- verksleikarar sem hafa gert garðinn frægan víða í Evrópu, með óvenjulegum útgáfum á sígildum verkum. Þeir segj- ast feta í fótspor hinnar skosku Evelyn Glenny, sem segja megi að hafi komið slagverkinu „út úr skápnum". A nýleg- um geisladiski Safri sem Chandos gefur út, leika þeir félagar verk eftir Bach, Mendelsohn, Chopin og Ravel. A meðal þess sem þeir leika á er marimba og svokallaður súperxýlófónn, sem er nokkurs konar blanda xýlófóns og víbra- fóns. Savery og Friis kynntust þegar þeir voru öllu lægri í loftinu og léku í drengjahljómsveit Tívolísins í Kaup- mannahöfn fyrir margt löngu. Báðir hafa lagt stund á nám í slagverksleik við tónlistarakademiuna þar í borg. Safri hefur leikið einna mest af verk- um eftir Bach. Þá munu þeir frumflytja verk eftir landa sinn Per Norgaard á næsta ári, en verkið kallar hann einmitt „Bach to the Future“. Þeir segja lítinn vanda að fást við verk Bachs, enda hafi hann útsett þau á ýmsan hátt og mörg verkanna hafi ekki verið samin með nein sérstök hljóðfæri í huga. Hver viti hver árangurinn hefði orðið, hefði Bach kynnst marimba? KAREL PAUKERT AFTURÁÍSLANDI KAREL Paukert organisti frá Bandaríkjunum kemur fram á tónleikum í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Eru þetta aðrir tónleikarnir í tónleikaröðinni Sumarkvöld við orgelið. Islenskir tónlistarunn- endur muna ef til vill eftir Pau- kert því hann var um tíma fyrsti óbóleikari Sinfóníuhljómsveitar íslands á sjöunda áratugnum. Tónleikarnir hefjast á Sonata de clarines eftir katalónska prestinn Antonio Soler en í kjöl- farið koma tvö verk eftir Johann Sebastian Bach, Kommst du nun, Jesu og Prelúdía og fúga í D-dúr. Næst á efnis- skrá organistans eru þijú bandarísk verk en þau voru sérstaklega skrifuð fyrir hann. Hið fyrsta er eftir tékknesk-bandaríska tónskáldið Karel Husa og ku kveikjan að því vera „sólarljósið sem ávallt umlykur okkur, býr til kröftugar myndir, liti og skugga á himni og á jörðu. Því næst leik- ur Paukert verk James Primosch, What Wondrous Love is This, sem var samið sérstaklega fyrir tónleika hans í Vínarborg á liðnu ári og síð- asta verkið í þessum þætti er Tilbrigði við Ameríku eftir Charles Ives, sem var einungis sautján ára þegar hann skrifaði það. Loks leikur Paukert Postlude pour l’office de Complines eftir franska tónskáldið Jehan Alain, Tokkötu og fúgu í f-moll eftir Tékkann Bedrich Antonin Wi- edermann og Final eftir César Franck. Karel Paukert er fæddur í Tékkóslóvakíu og stundaði nám við Kon- unglega tónlistarháskólann í Ghent í Belg- íu. Síðan 1974 hefur hann starfað við Cle- veland Museum of Art í Bandaríkjunum, þar sem hann gengst reglulega fyrir tón- leikum og skipuleggur tónleikahald safns- ins. Eftir þrjátíu ára fjarveru hélt Paukert aftur til föðurlands síns árið 1991 og fékk hlýjar móttökur; í íslandsheimsókn sinni mun hann einnig efna til tónleika á vegum Sumartónleika á Norðurlandi. Karel Paukert HVER mynd er einstök bæði í formi og lit. Ég vinn út frá ferhyrningi en bæti annað- hvort lítillega við hann eða tek af honum. Það gefur mér óendanlega möguleika í sköp- un verka. Uppsetningu myndanna er einnig hægt að haga á margan hátt. Núna ákvað ég að láta alltaf eina línu í hverri mynd, mynda 90 gráðu horn við gólf eða loft. Fyrsta myndin næst glugganum ræður því hvemig hinar raðast upp þannig að línan, sem myndirnar eru hengdar upp í, hallar frá gólfi. Stærð salarins ræður síðan fjölda myndanna," segir hollenski listamaðurinn Kees Visser sem hefur opnað sýningu á verkum sínum í Gallerí Ingólfsstræti 8. „Möguleikarnir sem þessi myndsköpun gefur mér eru líkir möguleikum í notkun tungumáls. Allt sem við segjum byggist upp á 26 stafa kerfí og fiest tungumál hafa orðaforða upp á 80 - 100.000 orð, það era sem sagt alltaf einhver takmörk, en í tján- ingu okkar eru engin takmörk. Þetta er það sem í stærðfræði varðar rakningu eða endur- kvæmni.“ Tviræóni óhugaveró Ein myndaröð er við gólf en önnur við loft. Hann sagði að myndirnar, sem ekki er hægt að kalla hefðbundin málverk, væru táknrænar fyrir sjálfstæði sitt. Hann hefur sýnt svipaðar seríur áður en aldrei í tveimur röðum á sama vegg. Neðri myndirnar eru á bakvið gler og speglast fætur áhorfenda í því. Það segir listamaðurinn vera tilvísun í fyrstu sýningu hans hér á landi fyrir 20 árum í Gallerí Súm þar sem hann setti upp myndir og spegla á svipaðan hátt. Aðspurður sagði Kees að blekkingin sem verkin mynda í salnum væri ekki það sem hann væri einkum að reyna að ná fram, heldur tvíræðni. „Ef eitthvað er tvírætt þá finnst mér það áhugavert. Það er hægt að hafa stjórn á því hvað fólk upplifir en ekki hvernig það túlkar verkin. Mér finnst blekk- ingar rugla fólk í sinni upplifun og það er ég ekki að reyna. Verkið á sýningunni er tvírætt og um leið og fólk sér verkið og segir að gólfið halli þá uppgötvar það að það hallar ekki.“ Kees er Islendingum að góðu kunnur. Þetta er sextánda einkasýning hans hér á landi en hann var búsettur hér um tíma. Hann býr nú í París þar sem hann hefur freistað þess síðustu þtjú ár að kynna list sína á þeim markaði og kynnast listalífinu í París og nágrenni hennar. Myndlistarmaóurinn Kees Visser sýnir verk sín í Gallerí Ingólfsstræti 8. Þettg er 16. einkasýning hans en 20 ár eru frá fyrstu sýningu hans hér á landi. Morgunblaðið/Golli HALLAR EN HALLAR EKKI 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13.JÚLÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.