Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 13
„Hvergi á íslandi höfum viö séö jafngrösugt tún og hér• og viö undruöumstþaö, aö þessi sveit skyldi vera í eyöi> þar sem hæir eru þó á háöar hliöar ekki mjögfjarri^. vistum við kristið fólk, gátu ekki náð í prest, þegar skíra þurfti þörn, éf einhver sýktist o.s.frv.“. Ekki varð þeim félögum að ósk sinni að öllu leyti. Engin kirkja var byggð í Reykjarfirði, en dalurinn byggðist aftur og mönnum búnað- ist'vel. Á fyrri hluta þessarar aidar var fjöl- mennt í Reykjarfirði. Þá bjuggu þar hjónin Matthildur Herborg Benediktsdóttir og Jakob Kristjánsson. Þau eignuðust 14 börn og kom- ust 13 þeirra á legg. Þá var líf og fjör í daln- um. Árið 1938 byggðu synir þeirra hjóna stein- steypta sundlaug heima við bæinn og leiddu þangað vatn úr Heimalaug. Er sundlaugin um 16 m á lengd. Var kennt þar sund næstu árin. Um og eftir 1950 fóru jarðirnar í nágrenni Reykjarfjarðar að leggjast í eyði hver af ann- arri. Lengst mun hafa verið búið í Reykjar- firði, en árið 1964 hættu hjónin Magnús Jak- obsson og Bjarnveig Samúelsdóttir þar búskap og síðan hefur jörðin verið í eyði. En „römm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til“ kvað Sveinbjörn Egilsson skáld á sinni tíð.- Það á með sönnu við fjölskylduna frá Reykjarfirði, því fljótlega var snúið til baka. Nú er dvalið þar sumarlangt og hlunnindi jarð- arinnar nytjuð, einkum viðarreki og sjófang margskonar. Árbók FÍ 1994. Ljósm.:Björn Þorsteinsson. Asíðari árum hafa eigendurn- ir endurnýjað húsakost og bætt hafnaraðstöðu, svo nú geta allir smærri bátar lagst þar að bryggju. Og ekki hafa þeir látið þar við sitja, heldur lagt fiugbraut, þar sem smærri flugvélar geta lent, endurbætt sundlaugina og reist búningsklefa við hana, byggt smáhýsi og inn- réttað á ný gömul hús til að taka á móti ferða- mönnum til gistingar og dvalar. í ágústbyrjun sl. átti ég þess kost, ásamt nokkrum félögum mínum að dvelja nokkra daga í Reykjarfirði. Guðmundur Jónsson bóndi á Munaðarnesi v. Ingólfsfjörð flutti okkur þangað á báti sínum síðla dags og eftir að hafa stigið á land fór tíminn í að koma sér fyrir. Tjaldstæðið var á sléttum bala í gamla túninu við bæjarlækinn. Sýnilegt var að þarna hafði verið unnið þarft yerk ferðamönnum til þæginda, rennandi vatn var úr krana og sal- erni til reiðu. Enginn vandi var að eyða tímanum og skipuleggja dvölina. Við vorum svo heppin að alla þessa viku var bjart og gott veður og því var unnt að halda þá áætlun, sem gerð hafði verið. Fyrsta daginn var farið rólega af stað því framundan voru erfiðari verkefni. Við rölt- um um næsta nágrenni í fyrstu, en eftir hádeg- ið var gengið út á Þaralátursnes og nokkurn spöl inn með Þaralátursfirði. Þar eru Hvítsand- ar, sérkennilega fagurt, ljósleitt og sandorpið svæði niðri við sjó. Setur það mikinn svip á austurströnd fjarðarins. Annan daginn var gengið á Geirólfsgnúp (af mörgum nefndur Geirhólmur). Reykjarfjarðarós hefur oft verið erfiður yfirferðar, en þegar menn fá rétta tii- sögn með vöðin, má ösla nokkuð djúpt áður en illa fer. Svo var í þetta sinn. Skýr gata liggur út með sjónum neðan Sigluvíkurnúps og upp á Sigluvíkurháls, en þaðan hallar ofan í Skjaldabjarnarvík. Þar í túninu er leiði Hall- varðs Hallssonar eins frægasta Hornstrend- ings frá fyrri öldum, sem átti þar heima síð- ustu ár ævi sinnar, en hann andaðist árið 1799. Af hálsinum er stutt að ganga á Geir- hólminn. Þaðan er mikið og vítt útsýni yfir Austurstrandirnar allt frá Hornbjargi til Drangaskarða, austur á Skaga og til fjalla við Húnaflóa vestanverðan. Þessi ganga tók lungann úr deginum, allt að 7 klst. með göngu- hraða hins forvitna ferðamanns. Næsti dagur var sóibjartur og fagur, erfið- asti en jafnframt eftirminnilegasti dagur ferð- arinnar. Þá gengum við á Drangajökul og upp á Hljóðabungu. Jökulgangan hafði frá upp- hafi verið á dagskránni og því höfðum við meðferðis gönguskíði og viðeigandi skó. Við gengum fyrst upp á Reykjafjarðarháls þaðan Úr Feróabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pólssonar. á Hálsbungu og að jökulrönd. Þetta kostaði allmarga svitadropa. Við vorum allt að íjóra tíma því leiðin er um eða yfir 10 km. Þar settum við á okkur skíðin og eftir það var gangan léttari. Af Hljóðabungu er víðsýnt til allra átta. Flest þau kennileiti sem sjást af Geirhólmi blöstu við, en að auki hálendið og fjöll beggja vegna Húnaflóa langt til suðurs. Við tilltum okkur þarna niður og nutum stund- arinnar. En tíminn leið skjótt. Nöpur golan setti að okkur hroll og sannaðist hér hið forn- kveðna að „tvisvar verður sá feginn, sem á steinninn sest“. Var því ekki til setunnar boð- ið og hugað að heimferð. Framundan var ca. 5 km löng skíðabrekka, sem hægt var að þverskera- sitt á hvað að vild hvers og eins. Þessi ferð niður ávala hjarnbunguna borgaði erfiði dagsins að fullu. Að hallandi degi var svo rölt í rólegheitum niður Hálsbungu og Reykjarfjarðarháls heim í tjaldstað en þangað náðum við eftir 11 tíma ferð. Og þá lá beinast við að bregða sér í laug- ina góðu, sem jafnast á við þær bestu sem í boði eru hér á landi. Næstu tvo daga var nóg að sýsla. Gangan með ósnum inn dalinn að jökli var dtjúg og tók sinn tíma og svo var skroppið vestur yfir Reykjarfjarðarhálsinn í Þaralátursfjörð, en hann var þekktur fyrr á tímum sem lífhöfn sjófarenda. Við gengum að Óspakshöfða, all- myndarlegum klettahól í miðjum dal. Þar eru mikiar breiður af eyrarrós. Setja dumbrauðar breiður hennar mikinn svip á gróðurinn í daln- um. í Eyrbyggjasögu er sagt frá sakamannin- um Óspaki Kjallakssyni, sem flúði á Strandir við fimmtánda mann. „Þeir bjuggust fyrir norður í Þaralátursfirði og söfnuðu að sér mönnum ... Þeir gerðu þar mikið hervirki í ránum og manndrápum, voru þar allir samt fram til veturnátta. Þá söfnuðust þeir saman Strandamenn, Ólafur Eyvindarson frá Dröng- um og aðrir bændur með honum og fóru að þeim; höfðu þeir þá enn virki um bæ sinn þar í Þaralátursfirði og voru þá saman nær þrír tigir manna. Þeir Ölafur settust um virkið og þótti torsóttligt vera“, segir í sögunni. Óspak- ur bauð þá samning: að hætta öllum óspektum á Ströndum gegn því að fá að fara burtu óáreittur. Ólafur og hans menn gengu að því boði og kom ekki til bardaga. Við Óspaks- höfða er vað á Þaralátursós og þaðan er glögg, vörðuð og rudd gata yfir hálsinn að Reykjar- fjarðarbæ. Röltum við eftir henni í bakaleið. Ef tími og vilji er fyrir hendi má lengja þessa gönguferð með því að fara frá Þaralát- ursfirði yfir Svartaskarð í Furufjörð, eða út með Furufjarðarnúp og skoða Könnu, hinn furðulega klett, sem til að sjá er eins og risaf- íll _með langan rana. í austurátt frá Reykjarfirði er einnig um áhugaverðar eins til tveggja daga gönguleiðir að ræða. Á einum degi má ganga yfir Sigluvík- urháls í Skjaldabjarnarvík og skoða leiði Hall- varðar Hallssonar. Ef menn eru reiðubúnir að bæta einum degi við er þrautalaust að ganga þaðan, fyrir Bjarnarfjörð að Dröngum, gista þar og koma til baka næsta dag. Þá þarf að vaða Bjarnarfjarðarós, sem er lífsreynsla og ævintýri út af fyrir sig. Meðan á dvöl okkar stóð yar flogið daglega með skemmtiferðafólk frá ísafirði og einnig komu flugvélar frá Hólmavík og Gjögri. Auk þess voru allmargir göngumenn, innlendir og erlendir, á ferðinni, ýmist á austur- eða vestur- leið. Er 'ekki ofmælt að um 100 gestir hafi heimsótt Reykjarfjörð þessa daga. Það sýnir glöggt í hvaða áttir straumurinn liggur og er það vei. Að kvöldi þriðjudagsins 8. ágúst tókum við farangurinn saman og Ragnar Jakobsson í Reykjarfirði ók honum á traktor niður á bryggju. Þangað kom Óskar KristinSson frá Dröngum á hraðbátnum sínum og á tilskyldum tíma skilaði hann okkur að landi í Munað- arnesi þar sem bílarnir biðu okkar. Eftirminni- legri sumarleyfisferð var að ljúka. •Heimild: Guörún Ása Grímsóttir: Ystu strandir norðan Djúps. A STRONDUM LÁRUS JÓN GUÐMUNDSSON ÁSTARBLÓMIN Efst á grænni þúfn státinn stendur stór og kátur fífill, goiu kyssir. „Elsku fluga ef þú bara vissir, ástin mín er gul með grænar hendur. “ Yndisfögur sóley kolli kinkar, kankvíst lítur upp og brosir feimin. Flugan suðar hátt og hugsar dreymin, hjörtun slá í takt og ástin vinkar. Og fyrr en varir hefur blærinn bundið blómin tvö, en það er lífsins saga, blómafrævill blómafrævu leitar, því aldrei hefur nokkur fífill fundið fyrir slíkri ást um vora daga né önnur sóley elskað fífil heitar. HUGSUNIN Ljúft leikur penni í lipurri hönd um háloftin hugsunin líður og lendir hjá henni sem hugþekka strönd sporar og spyrjandi bíður. „Hvað býr að baki?“ er býsna vel spurt, og hugsun í hugljómun breytist: Að vináttan vaki þótt vinur á buif til fjarlægrar framtíðar þeytist. Höfundurinn býr í Hafnarfirði og er yfir- sjúkraþiálfari á Hjúkrunarheimilinu Eir, for- ritari og framkvæmdastjóri hjá Þjálfa ehf. HALLDÓRA JÓNASDÓTTIR ÖRVÆNTING Mér líður eins og ég sé EIN í heiminum. Stundum mæti ég fólki, fallegu fólki með fögur orð. Ég treysti því, elska og virði, armar þess umljúka mig í algeri sælu. Svo kemur reiðarslagið. Húðin flettist af því og það er rotið að innan. En ég slepp ekki, armar þess umljúka mig. Áður en ég losna líð ég vítiskvalir og rotna með. Mynd... aðeins mynd... augnablik fest á pappír. En augnaráðið fangar mig samt. Augun... Þau virka sem þau væru lifandi, grétirðu blóði ef ég rifi myndina? Þá tilfinningu hef ég... þau bora sig inn í mig, lýsa allt upp hið innra... sjá allt. Fyrir þér er ég nakin. Dýrmæt, ómetanleg tilfinning... nakin geng ég á móti þér... óhrædd... frekar vil ég upplifa höfnun og nístandi sársaukann sem fylgir frekar en að hafa aldrei... aldrei notið. Höfundurinn er ung Reykjavíkurstúlka. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. JÚLÍ 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.