Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 15
Ingiríður Ólafsdóttir með nokkur verka sinna. Gluggasýning í Sneglu KYNNING á verkum eftir Ingiríði Ólafsdótt- ur, textílhönnuð, stendur yfir í Sneglu dag- 'ana 12.-28. júlí. Ingiríður lauk námi frá Textíldeild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1986 og hefur hún unnið að textílhönnun síðan. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Í gluggunum getur að líta púða sem eru í ýmsum formum og eru þeir allir þrykktir á hör. Snegla listhús er á horni Grettisgötu og Klapparstígs og er opið virka daga frá kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Marianne á brautarstöð ELLILÍFEYRISÞEGI virðir fyrir sér brjóstmynd af „Marianne" táknmynd franska lýðveldisins, en höggmyndir af henni prýða nú Republic-brautarstöðina í París. Margar þekktar franskar konur hafa verið fyrirmyndir „Marianne" í gegnum tíðina og má nefna Catherine Deneuve, Brigitte Bardot, og Mirelle Mat- hieu. Sýningin stendur til 14. júlí og er úr einkasafni Pierre nokkurs Bonte, sem á yfir 500 Marianne-höggmyndir. KJ ARVALSS YNING í GIMLI, KANADA AÞJÓÐHÁTÍÐARDAG Kanada þann 1. júlí sl. var opnuð í Gimli sýning á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals. Þessi fyrsta sýning á verkum Kjarv- als í Gimli er til komin vegna frumkvæðis nýstofnaðra Menningar- og menntamála- nefndar í Gimli sem starfar í tengslum við safnið í Gimli. Sýningin er unnin í samvinnu við Kjarvals- staði sem skipulögðu sýninguna og lánuðu verk. Á sýningunni eru 6 olíumálverk en auk þess vatnlistamyndir og andlitsteikningar, öll úr eigu Kjarvalsstaða. Eimskip og Flug- leiðir styrktu gerð sýningarinnar sem einnig var styrkt af kanadískum aðilum. Opnun sýningarinnar var hluti af hátíðar- dagskrá vegna þjóðhátíðardags Kanada og fór fram í blíðviðri fyrir utan Ganila skólann í Gimli að viðstöddu fjölmenni. Ávörp fluttu Gary Filmon, fylkisstjóri Manitobafylkis, Bill Barlow, bæjarstjóri í Gimli, Neil Bardal, ræðismaður, Kristín G. Guðnadóttir, safn- vörður Kjarvalsstaða ojg auk þess flutti Vest- ur-íslendingurinn og Islandsvinurinn Stéfan Stefansson ávarp á íslensku. Sýningin, sem haldin er í Gamla skólanum í Gimli, sem er nýuppgerður og hýsir í dag m.a. Gimli-safn, mun standa til loka ágúst- mánaðar. Búist er við að fjöldi manns muni sjá sýninguna, sérstaklega fyrstu helgina í ágúst, þegar hinn árlegi íslendingadagur verður haldinn. KJARVAL Exhibition kelams Greatest Artist First C.anadian Shatcing Kjarval er íbúum Gimli ekki óþekktur, því Bether hið þekkta elliheimili í Gimli á stórt Kjarvalsverk sem elliheimilinu var gefið, en einnig er til í Winnipeg olíumálverk af Snæ- fellsjökli í eigu háskólabókasafns Manitoba- háskóla. Vélmenni og valmenni mönnum en hefur öðlast sjálfstætt líf á sögu- slóðum myndarinnar, fjarlægri plánetu undir aldamótin 2100. Þessi illvígu, hálflífrænu skrýmsli geta brugðið sér í allra kvikinda líki og eru búin sagarblaði sem Black and Decker ínc., gæti verið fullsæmt af. Öðlingurinn Hendrickson (Peter Weller) er æðstur að tign af eftirlifandi hermönnum á plánetunni og reyn- ir að koma sínu fólki aftur heim til móður Jarðar. Hugmyndin að kvikyndinni, sem fengin er úr sögu Philips K. Dicks (Total Recall), er svo sem ekkert verri en mörg önnur vísindaskáld- skaparfantasían. Það sem gerir gæfumninn er að handritshöfundinum Dan O’Bannon tekst aldrei að gera persónur né atburði virkilega forvitnilegar eða spennandi, á þó að baki hand- rit að úrvals s.f.-myndum einsog Alien og Tot- aI Recall. Þá hefur ekki verið bruðlað með féð í framleiðsluna, sem virðist tekin utan- og inn- andyra á yfirgefnu námusvæði sem reynt hefur verið að hressa uppá með hátæknibúnaði og hvers kyns hafurtaski. Það eina sem vel er gert eru nokkrar brellur sem eru rösklega skammlausar, annars á þetta efni ekki annars- staðar heima en á myndbandamarkaðnum. Frægðarsól Peters Wellers er við það að setjast í ládeyðu slakra B-mynda sem þessar- ar, eftir nokkurn fjörkipp í Robocop. Að þessu sinni riijjar hann upp túlkun sína á vélmenninu og virðist einnig sækja í smiðju Eastwoods á dögum nafnlausa mannsins í „spaghettívestr- um“ Leones: Útkoman freðin og heldur óyndis- leg, þó ekki allskostar laus við fjarstæðu- kenndan sjarma. Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNPIR Laugarásbíó ÖSKUR („SCREAMERS") ★ Vi Leikstjóri Christian Duguay. Handritshöfundar Dan O’Bannon og Miguel Tejada-Flores, byggt á skáldsögu Philips K. Dick. Kvikmyndatöku- stjóri Rodney Gibbons. Tónlist Normand Cor- beil. Aðalleikendur Peter Weller, Jennifer Ruben, Roy Dupuis, Andy Lauer, Ron White. Bandarísk. Triumph Films 1995. ÖSKRARAR þeir sem þessi B-geimhroll- vekja dregur nafn sitt af er vopn hannað af Martin Frewer fiðluleikari og Sigurður Marteinsson píanóleikari. Sumartónleikar í Stykkishólmi SJÖTTU tónleikarnir í sumartónleikaröð í Stykkishólmskirkju verða næstkomandi mánu- dagskvöld. Fram koma Martin Frewer fíðlu- leikari og Sigurður Marteinsson píanóleikari. Á efnisskrá verða vinsæl verk, svo sem .Jalo- usie eftir Gade, tango eftir Albeniz, Þú ert eftir Þórarin Guðmundsson ásamt verkum eft- ir fíðlusnillingana Kreisler og Wieniawski. Martin Frewer stundaði fiðlunám í Bret- landi frá unga aldri. Hann lauk stærðfræði- námi frá Oxford University og stundaði jafn- hliða fiðlunám, en sneri sér síðan að tónlist- inni og nam á Guildhall School of Music and Drama í London. Frá 1983 hefur Martin leik- ið með Sinfóníuhljómsveit íslands, en hann er einnig kennari við Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar. Sigurður Marteinsson hóf píanónám 13 ára gamall hjá Evu Snæbjörnsdóttur á Sauðár- króki. Þá tók við nám hjá Philip Jenkins London og Áma Kristjánssyni í Reykjavík. Hann hefur síðan verið virkur við nám og störf, hefur sótt tíma hjá Bohumílu Jedlicovu í Kaupmannahöfn og komið víða fram sem einleikari og undirleikari. Hann er nú kenn- ari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Sýning í Safnahúsi Vestmanneyja í SAFNAHÚSINU í Vestmannaeyjum stend- ur yfír myndlistarsýningin „Horfðu í augun á sjálfum þér” og er þetta farandssýning á sjálfsmyndum barna frá Norðurlöndum. í hveiju landi voru valdir fjórir bekkir með 10-12 ára nemendum frá ólíkum stöðum. ís- lensku nemendurnir eru úr Foldaskóla í Reykjavík, Setbergsskóla í Hafnarfírði, Grunnskólanum á Siglufirði og Hamarsskóla í Vestmannaeyjum. Sýningunni lýkur 14. júlí. Kot verður höll í DAG kl. 16 verður opnuð sýningin í draumi sérhvers kots í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg 6. í kynningu segir: „í draumi sérhvers kots er útilistaverk sem lýsir sálarkreppu íslenskr- ar húsagerðarlistar og smáþjóðar með minni- máttarkennd gagnvart erlendum hugmyndum og áhrifum." Listamaðurinn lllur hefur breytt útliti Stöðlakots og kallar það nú Stöðlahöll. Sýningin er opin frá kl. 12 - 18 og stend- ur til 27. júlí. Björn Birnir sýnir BJÖRN Birnir opnar málverkasýningu í Galleríi Laugavegi 20b (gengið inn frá Klapparstíg) I dag, laugardaginn 13. júlí. Sýningin verður opin virka daga frá kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14 og mun standa fram eftir sumri. Yfirlitssýning í Gerðarsafni SIGURÐUR Örlygsson listmálari opnar yfirlitssýn- ingu á verkum sínum í Gerðarsafni, Listasafni Kópa- vogs, í dag kl. 14. í ár eru liðin 25 ár frá fyrstu málverkasýningu hans, en hann hefur haldið margar einkasýningar hér heima og erlendis og tekið þátt í fjölda samsýninga. Mörg verka hans eru í opin- berri eigu og hann hefur hlotið ýmsar viðurkenning- ar fyrir verk sín. Sex í list sýna Við Hamarinn LISTAHÓPURINN Sex í list stendur fyrir sýningum í sýningarsalnum Við Hamarinn í Hafnarfirði í sum- ar. Um er að ræða sex listamenn nýlega útskrifaða úr MHÍ. Næstu helgar þ.e. 13.-27. júlí sýna Berglind Svavarsdóttir og Olöf Kjaran málverk og teikning- ar. í ágúst sýna Ásdís Pétursdóttir og Ingibjörg María Þorvalsdóttir. Sýningarnar verða opnar laugardaga og sunnu- daga frá kl. 13-20. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Nú er fáanlegt í Bóksölu stúdenta fyrsta bindiö af fommálsorðabók Amanefndar í Kaupntannahöfn: Ordbog ovcr det norrone prososprog A Dlctlonófy of Old Norsc Prof o Ordbog over det norrone prosasprog 1: a-bam Bóksala stúdenta viö Hringbraut sími: 561 5961 fax: 562 0256. Þetta er fyrsta bindið af ellefu og verðið er hóflegt, aðeins 3.500 kr. Orðabókin hefur að geyma orðaforða allra íslenskra og norskra miðaldatexta í lausu máli. Merkingarskýringar eru á dönsku og ensku. Ómissandi verk fyrir alla, sem hafa áhuga á fornbókmenntum íslendinga. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1 3. JÚLÍ 1996 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.