Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 9
jjafl á baðstofu, hlaðinn úr kvíahnaus og streng. »TS AUGA íKÓLI í Reykjavík. Arkitektar: Guðmundur nnarsson og Sveinn ívarsson, 1991. íslenzka starfsbræður sína til þess að taka saman lista yfir athyglisverð hús um allt land. Safnað var saman nokkur hundruð myndum. Næsta skref í undirbúningnum var það, að hingað komu Mogens Brandt fyrrverandi rekt- or Arkitektaskólans í Arósum og Per Kruse, lektor við skólann. Þeir unnu síðan úr þeim gögnum sem búið var að safna. „Þeir komu að þessu mati án þess að vera bundnir af einu eða neinu“, sagði Guðmundur Gunnarsson. Og ennfremur: „ Það sem okkur fannst sögulega merkilegast fékk ekki endilega samskonar vægi í þeirra augum. Við höfðum haft í fyrirrúmi að gæta jafnvægis milli arki- tekta og tímabila, en slík sjónarmið skiptu þá ekki máli. Þeir litu algerlega á málið með gests auga og það kom ekki á óvart. Hitt kom meira á óvart, hvað þeim fannst mörg dæmi um góðan arkitektúr og það átti jafnt við um göm- ul hús og ný. Þeim fannst við eiga margar góðar, nýjar byggingar. Fyrst var ætlunin sú að líta einungs á það sem byggt hafði verið á lýðveldistímanum. En eftir því sem þeir sáu fleira, urðu þeir ákveðn- ari i að teygja sig aftur í tímann til miðrar 18. aldar þegar okkar fyrstu varanlegíi hús voru byggð. Þeir skoðuðu líka Keldnabæinn og Glaumbæ í Skagafirði og hrifust mjög af torfhleðslunni, sérstaklega klömbruhnaus. Það er samdóma álit erlendra arkitekta sem hafa kynnst þessari torfhleðslutækni að þeir eru mjög hrifnir af henni og spyrja þá gjarnan: Hversvegna í ósköpunum nota íslendingar þetta ekki í tengslum við nútíma arkitektúr - til dæmis eins og Færeyingar torfþökin.“ Sýningin í Tjarnarsal Ráðhússins er byggð á ljósmyndum. Þar eru litmyndir í rennsli á tjaldi og stórar litmyndir á sýningarspjöldum PERLAN á Öskjuhlíð. Arkitekt: Ingimundur Sveinsson, 1991. GLJÚFRASTEINN í Mosfellssveit. Arkitekt: Ágúst Pálsson, 1940. RÁÐHÚSIÐ i'Reykjavík. Arkitektar: Margrét Harðardóttir og Steve Christer, 1992. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. JÚLÍ 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.