Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 16
SNJOBOLTINN RÚLLAR Hildigunnur Rúnarsdóttir er annað tveggja staðartónskálda í Skálholti að þessu sinni og verða tvennir tónleikar sönghópsins Hljómeykis í Skálholts- 1 cirl :ju helgaðir verkum hennar um helgina. ORRI PÁLL ORMARSSON fór að finna hana á þessum sögufræga staó, sem er öllu friósælli í dag en þegar Gissur jarl Þorvaldsson og Orækja Snorrason öttu þar kappi fyrir 754 árum. Morgunblaóið/Þorkell HILDIGUNNUR Rúnarsdóttir hóf nám í tónsmíðum fyrir forvitni sakir. „Ég fann hins vegar fljótt að þetta átti vel við mig og upp frá því varð ekki aftur snúið.“ MARGIR sögulegir at- burðir hafa gerst í Skálholti og sumir hveijir verið hinir örlagaríkustu í sögu lands og þjóðar. Um helgina fellur sagan hins vegar í skugg- ann af Hildigunni Rúnarsdóttur staðartón- skáldi og frumflutningi sönghópsins Hljóm- -feykis á glænýju kórverki hennar, Þremur Davíðssálmum. „Það er mikill heiður að vera staðartón- skáld í Skálholti og tvimælalaust hápunkturinn á mínum ferli til þessa. Það verða tvennir tónleikar, á tónleikahátíð sem jafnan er vel sótt, helgaðir verkum mínum um helgina en slíka athygli hef ég ekki fengið áður á ferli mínum sem tónskáld," segir Hildigunnur sem er yngsta staðartónskáldið í sögu Sumartón- leika í Skálholtskirkju og önnur tveggja kvenna sem hlotið hafa þá nafnbót. En þar með er ekki öll sagan sögð því Ríkisútvarpið mun hljóðrita tónleikana sem síðar verður útvarpað víðsvegar um Evrópu á vegum Evr- ópusambands útvarpsstöðva. „Þetta er góð kynning fyrir mig og vonandi tekst mér að fylgja þessu eftir.“ Tónsmíðar eru ung atvinnugrein á íslandi en Hildigunnur kveðst fljótt hafa fengið góðan meðbyr — snjóboltinn hafi snemma farið að rúlla. í dag hefur hún mörg járn í eldinum. „Ég hef verið heppin og er ekki í nokkrum vafa um að sú staðreynd að ég hef verið virk í kórstarfi frá sjö ára aldri hefur hjálpað mér mikið. í gegnum það starf hef ég komist í samband við marga aðila sem pantað hafa hjá mér verk.“ Ein úr hópnum Sagt hefur verið að óþarfi sé að sækja vatn- ið yfir lækinn og líkast til hafa forsvarsmenn Sumartónleika í Skálholti haft það í huga þegar þeir gerðu Hildigunni að staðar- tónskáldi í ár. Þannig er nefnilega mál með ‘ vexti að hún starfar með sönghópnum Hljóm- S eyki sem tekur nú þátt í tónleikaröðinni tí- j unda árið í röð. „í tilefni af þeim tímamótum hefur þeim sennilega þótt við hæfí að hafa ' tónskáldið úr hópnum," segir Hildigunnur. SÖNGHÓPURINN Hljómeyki mun deila sviðsljósinu með Hildigunni Rúnarsdóttur í Skálholti um helgina en um er að ræða sérstaka hátíðarhelgi í tilefni af tíu ára samstarfi sönghópsins við Sumartónleika í Skálholtskirkju. Auk flutnings á kórverkum Hildigunnar í dag og á morgun mun Hljóm- eyki flytja verk eftir Bach, Mendelsohn og Britten á seinni tónleikunum í dag og syngja við messu á morgun. Bemharður Wilkinson stjómandi Hljóm- eykis segir að um gjörólíka tónleika sé að ræða sem endurspegli þá stefnu sem for- sprakkar Sumartónleika í Skálholtskirkju hafi tileinkað sér. „Fjölbreytnin hefur löng- um verið einkenni þessarar tónleikaraðar, í Skálholtskirkju er lögð áhersla á að flytja jöfnum höndum tónverk frá barokktíman- um til dagsins í dag“. Fyrsta verkið á efnisskrá síðari tónleik- anna er ein lengsta mótetta Johanns Sebast- ians Bach, Jesu, meine Freunde. Annað verkið er Sechs Spriiche eftir Felix Mend- elsohn, sex stutt vers sem hann samdi fyrir Hún segir staðartónskáld í Skálholti hafa tiltölulega fijálsar hendur — nema hvað verk þeirra þurfi að vera kirkjuleg. Skyldi engan undra því kristni á Islandi hefur verið knýtt fastari böndum við Skálholt en nokkurn annan stað. „Ég byijaði því á að finna mér viðeig- andi texta til að vinna út frá og varð biblían fyrir valinu, nánar tiltekið Davíðssálmarnir en þar er bæði aðgengilega og söngræna kafla að finna. Ég ákvað að hafa textann á latínu, meðal annars til að gera verkið aðgengilegra fyrir erlenda sönghópa.“ Hildigunnur segir það sér í lófa lagið að semja tónverk við ákveðinn texta. Hún byiji yfirleitt á því að setja niður grunn en láti síð- an textann um að leiða sig áfram. „Ég skrifa tónlistina sjaldan áður en ég hef hugað að textanum, það kemur þó fyrir.“ Þrír Davíðssálmar litu dagsins ljós í apríl síðastliðnum — um líkt leyti og dóttir Hildi- gunnar. Kveðst tónskáldið hafa kostað kapps um að ljúka við verkið í tíma; ekki einungis fyrir hinar síðarnefndu sakir heldur jafnframt þar sem það sé afar mikilvægt fyrir sönghóp á borð við Hljómeyki að hafa rúman tíma til að undirbúa frumflutning tónverks. „I þessu tilliti kom reynsla mín af kórstarfi í góðar þarfir." Leitast vió aö lita textana Tónverkið er samið fyrir blandaðan kór, einsöngvara og orgel og kveðst Hildigunnur öðrum þræði hafa valið síðastnefnda hljóðfær- ið með flutning í framtíðinni í huga — kór- verk séu oftar flutt við undirieik orgels eða píanós en flestra annarra hljóðfæra. Um innihaid Þriggja Davíðssálma segirtón- skáldið: „í þessu verki er leitast við að lita textana. Fyrsti og síðasti sálmurinn eru fagn- aðarsöngvar, en sá í miðið hefur á sér íhugun- arblæ, Drottinn hefur afhent mannkyninu jörðina, en hvernig höfum við farið með hana?“ Hildigunnur mun ekki standa í eldlínunni í Skálholti með félögum sínum í sönghópnum. Því veldur þó ekki sú staðreynd að verk henn- ar verða leidd til öndvegis á tónleikunum — „Bernharður Wilkinson er svo ákveðinn stjórn- andi að það hefur ekki truflandi áhrif á hann að tónskáldið sé í kórnum“ — heldur þar sem hún er með barn á bijósti. Hún hyggst hins Morgunblaóið/Þorkell HUÓMEYKI kemur nú fram á Sumartón- leikum í Skálholtskirkju tíunda árið í röð. átta radda kór á tímabilinu frá 1840-1845. Túlka þau allt frá dýpstu gleði til auðmjúkr- ar iðrunar eftir timum kirkjuársins. Loks flytur Hljómeyki kantötuna Rejoice in the Lamb eftir Benjamin Britten, sem samin var 1943 fyrir fjórar sólóraddir, kór vegar taka upp þráðinn í næstu starfslotu Hljómeykis í haust. Tónskáldið hefur þrátt fyrir þetta ekki látið sig vanta á æfingar sönghópsins að undan- förnu enda þykir því ekki iakara að geta fylgt verkum sínum úr hlaði. Það ættu reyndar að vera hæg heimatökin þar sem foreldrar Hildi- gunnar og systkinin þijú eru öll virk í starfi Hljómeykis. Slík aðstaða hlýtur að vera harla fágæt en kemur hún í góðar þarfir? „Vita- skuld, það er mikill kostur fyrir tónskáld að gjörþekkja raddirnar sem það er að skrifa fyrir.“ Hildigunnur Rúnarsdóttir lagði stund á nám við Tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykja- vík með tónsmíðar sem aðalgrein og voru aðalkennarar hennar Þorkell Sigurbjörnsson og Atli Heimir Sveinsson. Lauk hún þaðan prófi árið 1989. Síðan sótti hún tíma í Ham- borg hjá professor Gúnther Friedrichs og í Kaupmannahöfn hjá dr. Svend Hvidtfeld Niels- en. Meðal helstu verka Hildigunnar eru barna- óperan Hnetu-Jón og gullgæsin, hljómsveitar- verkið Myrkvi, Marr, fyrir strengjakvartett, flautu og klarinett og Bóthildarkvæði fyrir fimm einsöngvara, kvennakór og píanó. Lét skeika aó sköpuóu Islensk tónskáld, ekki síst konur, hafa lengst af öldinni átt undir högg að sækja — starfsöryggi þeirra hefur verið lítið. Hildigunn- ur lét hins vegar skeika að sköpuðu og segir að það hafi öðru fremur verið forvitnin sem rak hana inn á gólf til Þorkels og Atla Heim- is. „Ég fann hins vegar fljótt að þetta átti vel við mig og upp frá því var ekki aftur snúið.“ Hvað kynferðið varðar segir Hildigunnur að það sé vissulega rétt að konur hafi ekki verið fyrirferðarmiklar í Tónskáldafélagi ís- og orgel. Textinn kemur úr ljóðabálknum Jubilante Agno eftir skáldið Christopher Smart (1722-1771). Sá var mjög trúhneigður og var um tíma talinn geðveikur og lokaður inni á hæli. Hljómeyki var stofnað árið 1974 og starf- aði þá í nokkur ár undir stjórn Rutar L. Magnússon. Hefur sönghópurinn komið víða fram en þungamiðja starfseminnar á undanförnum árum hefur verið að flylja ný tónverk á Sumartónleikum í Skálholts- kirkju. Segja má að nafn Hljómeykis sé í seinni tíð að verða samofið Sumartónleikum í Skálholtskirkju. Þykir sönghópnum alltaf jafngaman að koma þar fram? „Já, tvímæla- laust,“ segir Bernharður. „Það er bráðnauð- synlegt fyrir okkur borgarbúana að geta skipt um umhverfi og notið náttúrunnar á stað sem þessum, en við dveljumst hér jafn- an í viku fyrir hveija tónleika, svo ekki sé minnst á veðrið, en Skálholt var einn heit- asti staðurinn í Evrópu í upphafi vikunnar. Þetta kallar maður að njóta lífsins." lands í gegnum tíðina — þær séu þó að sækja í sig veðrið, að minnsta kosti í samanburði við stöllur sínar á hinum Norðurlöndunum. „Ég tel til að mynda að sú staðreynd að ég er kvenkyns tónskáld hafi aldrei staðið í vegi fyrir mér.“ Flestar tónsmíðar Hildigunnar hafa til þessa verið kórverk og sönglög enda er hún þar á heimavelli. En hyggst hún reyna í auknum mæli fyrir sér á öðrum vettvangi? „Já, það væri spennandi. Ég hef jafnframt lært á fiðlu og hef tekið virkan þátt í flutningi kammertón- listar, þótt dregið hafi úr því upp á síðkastið, þannig að það form á vel við mig líka. Ég tek hins vegar einn hlut fyrir í einu.“ Fleiri verk á ef nisskránni Frumflutningurinn á Þremur Davíðssálmum eru vitaskuld hápunkturinn á tónleikum helg- arinnar en fleiri verk Hildigunnar munu þó hljóma í Skálholtskirkju, þannig verður annað smærra verk, Mig lát, Jesú, frumflutt en jafn- framt verða sex eldri verk tónskáldsins á efnis- skránni, Missa brevis, Herra, mig heiman bú, Ó Jesús séu orðin þín, Maríuljóð, Lofsöngur og Ave Maria. „Þetta verður nokkurskonar þverskurður af mínum tónsmíðaferli.“ Hiidigunnur horfir björtum augum til fram- tíðar enda hefur starf hennar á liðnum misser- um verið uppfullt af áskorunum. Hún hefur til að mynda lítið svigrúm til að sinna öðrum tónsmíðum en þeim sem pantaðar eru hjá henni. „Það er helst tækifæristónlist eins og þegar einhver í fjölskyldunni giftir sig,“ segir hún og skellir upp úr. Líkt og margir starfsbræður hennar fæst Hildigunnur jafnframt við að útsetja tónlist og er næsta verkefni á dagskrá einmitt af þeim toga, íslensk þjóðlög fyrir einsöngvara og dægurlög fyrir kór. Ennfremur stendur til að hún taki á næstunni saman námskrá í tón- heyrn en það fag hefur hún kennt um tíma ásamt tónfræði. Þá hefur tónskáldið í hyggju að endurskoða barnaóperuna sína í því augna- miði að senda hana í keppni í Austurríki. Úrslit í henni ráðast reyndar ekki fyrr en um aldamót en Hildigunnur Rúnarsdóttir mun að líkindum ekki sitja með hendur í skauti í millitíðinni. Dagskrá helgarinnar Laugardagur Kl.14: Sr. Kristján Valur Ingólfsson flytur erindi um samspil trúar og tónlistar Kl.15: Hljómeyki og Douglas Brotchie orelleik- ari flytja verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Kl.17: Hljómeyki flytur verk eftir Bach, Britt- en og Mendelsohn. Sunnudagur Kl.15: Hljómeyki flytur verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, endurtekið. Kl.17: Messa með þáttum úr tónverkum helg- arinnar og sálmaútsetningum Hildigunnar Rúnarsdóttur. ÞETTA KALLAR MAÐUR AÐ NJÓTA LÍFSINS 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13.JÚLÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.