Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 5
í Viðey. Helstu rit Styrmis fróða voru: Styrmis- bók Landnámu, afritun og e.t.v. endurskoðun Sverrissögu Karls ábóta á Þingeyrum, Saga af Olafi helga, aðeins líkleg brot úr því verki til, en líklegt er talið að Snorri Sturluson hafí að einhverju leyti stuðst við verk Styrmis. Harðar saga, frumgerð hennar er samin af Styrmi hinum fróða. Samkvæmt athugunum og niðurstöðum Þórhalls Vilmundarsonar í formála að Harðarsögu 1991, er svo til ótvír- ætt að Styrmir hafí haft Sturlu Sighvatsson sem fyrirmynd. Sturla kemur af fundi Hákonar konungs og hyggst ná fullum völdum yfir land- inu, aðgerðir hans stefndu að því að sigrast á öllum helstu valdamönnum á íslandi og tryggja völd sín meðal annars með nokkurskonar „kastalagerð" m.a. í Geirshólma í Hvalfírði. Fyrirmyndin var sótt til „kastalagerðar" og virkja Hákonar konungs við strendur Noregs. Þórhallur Vilmundarson rekur þessar forsendur að háttemi Sturlu og að þeir samtímaatburðir hafi orðið kveikjan að samantekt Styrmis með Harðarsögu. Eftir að bent hefur verið á þessi tengsl virðist niðurstaða Þórhalls augljós stað- reynd. Ofdirfð Sturlu Sighvatssonar varð honum og ætt hans að faili, en bókagerð þeirra ætt- menna, Snorra og Sturlu Þórðarsonar tryggði ættinni þá frægð sem völdin gera ekki. Vitað er um náin tengsl Snorra Sturlusonar og Styrm- is hins fróða. Rím II, rit byggt á tölvísi, stjörnufræði og rímfræðum, kerfisbundnar tímatalsreglur, eða almanak sniðið eftir þeim. Álykta mætti eftir heimildabrotum að Styrmir hinn fróði hafi átt hlut að Ártíðaskrá Viðeyjarklausturs, en „árt- íðaskrá var bók sem haldin var við kirkjur yfir dánar- og minningardaga þeirra, sem þar skyldi minnast með fyrirbæn" - Þórir Stephensen: menntasetur að Viðeyjarklaustri. „Sterkar Iíkur eru á því, að Kjalnesinga saga ... og Flóamannasaga hafi verið skrifuð þar“ - Sama heimild. Ritunartími þessara sagna er frá því um 1240-1330. Styrmir Kársson lést 1245. Samfara fræðistörfum, afskriftum bóka og bókasöfnum, fór fram skólahald, ætlað prestl- Hvert býli milli Reykjaness ogBotnsár; þar sem ostur var gerdur; skyldigjalda einn osthleif til Viöeyj- ar. Munkar ogkenni- menn í Videy skyldu í stabinn biöjafyrir gjaldendum. ingum og reglubræðrum allt fram til siðskipta. Svo var um önnur klaustur hér á landi. í mál- daga Þorvaldar og Magnúsar Gissurarsonar frá 1226 segir: „Kirkja sú er stendr í Viðey er helguð með guðMarie, johanne baptista. Petro oc Pavlo, sancto Avgustino ... “ Síðan eru talin tvö ölturu helguð helgum mönnum... Kirkju- munir, stjakar, styttur og omament voru keypt til allra kirkna landsins og hvað þá til klaustur- kirkna. Gera má ráð fyrir því að svo auðugt klaustur sem Viðeyjarklaustur, hafi varið mikl- um fjármunum til listaverkakaupa svo lengi sem klaustrið stóð. í Oddgeirsmáldaga 1367 eru taldir upp fjöl- margir gripir og munir úr góðmálmum, messu- klæði, skriftir og dúkar. Þótt sumir þessir munir færu forgörðum í kirkjubrunanum seint á 14. öld, þá var stöðug endurnýjun kirkjugripa í Viðey, sem við aðrar kirkjur. Um klausturbyggingar er lítið vitað og þar sem uppgröftur hefur verið stöðvaður verð- ur bið á því að vitneskja fáist þar um. Líklegt má telja að klaustur hafi verið byggð í sama stíl og viðgekkst annars staðar á Vesturlöndum. Þijú hundruð og fjórtán ára sögu klausturs- ins í Viðey lauk með landtöku barbaranna í Viðey á hvítasunnudagsmorgun 1539. Þar fóru málaliðar Kristjáns III danakonungs, sem skyldu taka klaustrið og allar eigur þess til handa konungi. Diðrik von Minden var fyrir liðinu sem stóð að innrásinni í klaustur og kirkju og aðfarirnar voru allar í grófasta lagi og öllu fémætu rænt, öðru spillt. Þótt framferði Diðriks væri fársfullt, þá var annar siðaskiptamaður sem kórónaði aðgerðirnar, Pétur Einarsson - Gleraugna Pétur - bróðir Marteins biskups Einarssonar. Hann settist að í Viðey og vann staðfastlega að því að útmá öll merki um páp- ísku, svívirti grafreiti og lét rífa niður klaustur- húsin. Pétur fór með hirðstjóravald um tíma og starfaði að svipuðu niðurrifí í klaustrum víð- ar. Aðferðimar, eyðilegging bóka og listaverka, niðurbrot húsa og rán flest allra kirkjugripa úr góðmálmum, rúðu þjóðina margra alda safni listmuna og listaverka. Því er raunsönn lýsing Bjama Borgfirðingaskálds Jónssonar (1560- 1640) í Aldasöng: „allt skrif og ornament er nú rifið og brennt, bílæti Kristi brotin, blöð og líkneski rotin... og klauftroðnar kúabeitir eru kristinna manna reitir". Hmn staðarins í Viðey var upphafíð að hmni hins forna menningarheims, þar orkaði pólitísk stefna Danakonunga, veðurfarsbreyting með upphafí Iitlu ísaldar, sem stóð rúm 300 ár, sam- dráttur framleiðslunnar sem orsakaðist af því. Saga Viðeyjar næstu aldir var saga niðurkoðn- unar og niðurlægingar, en svo verða þáttaskil. Þáttaskil Þáttaskil í sögu Viðeyjar verða 1750, þegar Skúli Magnússon er skipaður landfógeti. Ætlun- in var að stiptamtmaður og landfógeti sætu báðir í Viðey, en svo fór að landfógeti sat þar. Efnt var til stórbyggingar sem ætluð var báð- um, en byggingin var minnkuð nokkuð eftir að stiptamtmaður hvarf frá búsetu. Hafíst var handa við byggingu Viðeyjarstofu 1753 og henni lokið 1755. Nefnt Slotið í Viðey - þá stærsta hús á íslandi. Með þessum framkvæmd- um og stórbúskap ásamt búnaðartilraunum, hefst Viðey til helstu stórbúa landsins á þeirra tíma mælikvarða. Samfara þessu var hafínn undirbúningur að viðreisn landsins með „inn- réttingunum" og margvíslegustu tilraunum til aukins afraksturs í landbúnaði og sjávarútvegi. Með þessum áætlunum og framkvæmdum hófst nýr þáttur í atvinnusögu landsmanna. Og Viðey var höfuðstöð þessara umbreytinga hér á landi og önnur höfuðstöðin var Kaupmanna- höfn, en þaðan barst meginhluti þess fjár sem varið var til viðreisnarinnar, úr sjóðum sljómar- innar. Valdamiklir menn innan dönsku stjórnar- innar studdu Skúla í Viðreisnartilraunum hans, Thott greifí, Molk te og Rantzau stiptamtmaður voru stuðningsmenn hans. Margt varð til þess að áætlanimar um við- reisn landsins náðu ekki þeim árangri sem stefnt var að. Harðindi, Skaftáreldar 1783-84 og andúð úrtölumanna og fjandmanna Skúla með- al kaupmanna. En þrátt fyrir það urðu þessar tilraunir til þess að sanna landsmönnum að gjörlegt var að framkvæma það, sem áður var talið vonlaust. Skúli Magnússon bjó í Viðey í um 40 ar. Ólafur Stephensen stiptamtmaður tók við Viðey og bjó þar við mikla rausn. Mikill munur var að litast um í Viðey í tíð Skúla og Ólafs eða árið 1703, þegar eyjan var í eyði, niðumídd. Magnús Stephensen keypti Viðey 1817 og flutti þangað Leirárgarða - og síðar Beitistaða- prentsmiðju 1819. Þar með hefst aftur bóka- gerð í Viðey. Magnús rak prentsmiðjuna til dánardags 1833 og sonur hans Ólafur sekret- eri til 1844. Þeir ættmenn bjuggu í Viðey þar til 1901 og seldu þá eyna. „Nútiminn" hef st ■ Viöey Grundvöllur íslensks borgaralegs þjóðfélags hefst með stjórnarstefnu Hannesar Hafsteins og heimastjórninni upp úr aldamótunum. Fyrstu framkvæmdir þeirrar stefnu hefjast í Viðey. Þar er brotið blað í atvinnuþróun landsmanna, stofnað er til stórbúskapar og framleiðslan mið- uð við vaxandi_ markað í Reykjavík, þ.e. mark- aðsbúskapur. Ýmsir athafnamenn stofna félag til alhliða atvinnureksturs í eynni, stórútgerðar og stórbúskapar. Fyrsta hafskipahöfnin við Faxaflóa er gerð þar, og járnbraut lögð í sam- bandi við fískvinnsluna. Birgðageymslu fyrir kol og olíutönkum er komið upp og um tíma verður höfnin í Viðey helsta útflutnings og inn- flutningshöfn landsmanna. íbúum fjölgar mjög við allar þessar framkvæmdir, íbúar töldust um 100 á 3ja áratugnum. Ibúunum var séð fyrir vatni, rafmagni og símaþjónustu. Skólahúsi var komið upp sem Steinn Steinarr skáld keypti eftir að „Viðeyjarstöð" fór í eyði 1943. Frumkvæði Skúla Magnússonar að viðreisn og nýbreytni í íslenskum atvinnuháttum hófst á sínum tíma í Viðey um miðja 18. öld. Hann stóð að eflingu Reykjavíkur og er oft nefndur „faðir Reykjavíkur". í Viðey sátu voldugustu og áhrifamestu menn þjóðarinnar frá 1755 til 1833, þaðan bárust þau áhrif sem mótuðu at- vinnu- og menntalíf þjóðarinnar. Og í upphafi 20. aldar hefst „nútíminn" í Viðey, endurtekn- ing frumkvæðis Skúla Magnússonar. Reykjavík tekur síðan við frumkvæði Viðeyj- ar. Framhaldið verður þar og er. Eftir að Reykjavíkurborg eignast Viðey, á 200 ára afmælinu, heljast gagngerar endurbæt- ur á stofu og kirkju og öllu umhverfí. Á afmæl- isdegi borgarinnar 18. ágúst 1988 voru endur- bætt hús nálægt upphaflegri gerð tekin i notk- un. Þar með galt Reykjavíkurborg Skúla Magn- ússyni „föðurlaunin". RAINER MARIA RILKE HLÉBARÐINN (I Jardin des Plantes, París) Helgi Hálfdanarson þýddi Hann skrefar fyrir innan ótal stengur, og augnaráðið löngu tómt og þreytt, því utanvið er engin veröld lengur, einungis stengur; — síðan ekki neitt. Með fímu spori, föstum mjúkum gangi fetar hann krappa hringa, líkt og dans er kraftar stíga, er stendur innst sem fangi hinn sterki drungasvæfði vilji hans. Það á sér stað, að augans fortjald stígur eitt andartak. — Og mynd sem fyrir bar í gegnum limu fjaðurstillta flýgur að fylgsnum hjartans, — hverfur þar. í Lesbók 14. sept. sl. birtist þýðing á hinu (ræga Ijóði R.M.Rilkes, Der Panther. Þýð- andinn var ekki allskostar ánægður með aðra þýðingu, sem hafði birzt í Lesbók 24. ágúst og áður hafði þetta sama Ijóð birzt í Lesbók í þýðingu enn annars þýð- anda. Hins vegar mun vera elzt þýðing Helga Hálfdanarsonar, sem ekki hefur áður birzt i Lesbók, en birtist í kverinu A hnotskógi, 1955, og síóar í safninu Erlend Ijóð fró liðnum tíma, 1982. Sú þýðing birtist hér. OLINA ÞORVARÐARDOTTIR ÍSHJARTA Skyndilega heyrði ég veikan brest, og hann hrökk í sundur — kerta- stjakinn hans Sigga. Fallegi, sex- hyrndi kristalstjakinn sem hann fékk frá ömmu sinni á fermingar- daginn. Hann líktist risastórum, rauðleitum demanti og braut sólar- geislana í ótal litbrigði þegar þeir skinu í gegnum hann. Þessi kerta- stjaki var eins og brot af heim- skautaís — eins og flís úr milljón ára samþjöppuðum jökli, svo hreinn, fallegur og óbrjótanlegur að því er virtist. Við kölluðum hann íshjartað því hann minnti okkur á ísafjörð, þaðan sem hann var kominn, og í honum hafa logað fallegustu kertin í lífi fjölskyldunnar til þessa. Alla afmælisdaga lifði Ijós í þessum stjaka. Öllum hátíðar- og bæna- stundum stafaði hann stilltum loga í sínum þúsund litbrigðum. Og hann brást ekki skyldu sinni í gær — daginn sem snjóflóðið féll. Frá því fyrstu fréttir bárust af at- burðinum snemma morguns, vakti bænaljósið í honum. Hægt og stillt brunnu kertin eitt af öðru, hvert þeirra tendraði nýtt Ijós á þvínæsta. Þannig leið heill dagur í þögulli bæn, og kyrrlátur loginn speglaðist í litaspili stjakans. Smám saman fundu þeir fólkið — drógu það líf- vana upp undan helköldu farginu: Þrír fundnir látnir — sex látnir — tólflátnir — sextán, sautján, nítján. Loks voru allir fundnir nema litla stúlkan. .. og enn brann Ijósið í stjakanum. Eitt kerti, tvö — tíminn silaðist áfram. ÖII nóttin leið og næsti morgunn framundir hádegi — fjögur kerti, fímm. í hríðarbylnum brutust örþreyttir björgunarsveitar- menn áfram við vinnu sína og sár- fættir hundarnir með blóðrisa þófa og kalin trýni. Veik dagsbirtan of- urliði borin af dimmviðrinu, uns degi tók að halla á ný. Fimmta kertið er alveg að brenna niður og ég bý mig undir að kveikja á því sjötta þegar fréttin berst að eyrum mínum frá útvarpstækinu: — Litla stúlkan, sem leitað hefur verið frá því snjóflóðið féll í gær- morgun, fannst látin fyrir stundu... Nú er Ijóst að tuttugu manns hafa farist í snjóflóðinu á Flateyri. — Og þá gerðist það — í hljóðlaus- um bresti hrökk stjakinn í sundur. Höfundur er þjóöfræðingur. 1 a a PJETUR ST. ARASON NÆTURFERÐ / nótt dreymdi mig að ég væri einn á gangi að kvöldlagi. Ég var stadd- ur í suðrænni borg, pálmatré uxu á umferðareyjum og ég gekk útúr borginni. Sífellt fór gróðrinum hnignandi eftir því sem ég gekk lengra. Svo ég velti því fyrir mér að snúa við, en uppgötvaði að ég rata ekki til baka. Fuglarnir búnir að týna upp brauðmolana sem ég skildi eftir í slóð minni. Áfram geng ég og geng, þangað til ég er allt í einu staddur í eyðimörk, þar er enginn gróður bara sandur, hvert sem augað eygir tómur sandur. Ég Höfundur er kennari á Stöðvarfirði. er einn. Ég krota í sandinn Esse est Percipi — Er ég þá ekki til leng- ur fyrst enginn er til að skynja mig? Geng lengra en hann brestur á með stormi og blindu. Krot mitt í sandinn máist út, en ég læt ekki bugast og held áfram að ganga í storminum. Bregð trefli fyrir vit mín eins og ég hef séð gert í bíó- myndum. Held áfram göngu minni, veðrinu slotar og ég sé í fjarska vin í eyðimörkinni, held í þá átt en áður en ég næ þangað leysist draumurinn upp fyrir augum mér. I 1 i i t t I I Höfundur er rithöfundur. i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.