Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 10
ÚR sýningunni Iphiginie auf Tauris. Óperan er byggð á forngrískum goðsögum og sungu söngvararnir í stúkunum en dansarar túlkuðu hlutverkin á sviðinu. „MENNINGARMARAÞON" í EDINBORG r A hverju ári í ágústmánuói er haídin aíþjóóleg menningar- og listahátíó í Edinborg. Þessi hátíó er stærsta lista- og menningarhátíó í heimi og í ár var hún haldin í fimmtugasta sinn. BERGLJOT ARNALDS sótti Edinborgarhátíóina í ágúst. ÞAÐ snjóaði heilmikið i sýningunni og í lokin skall á stormur. Fjúkið var svo mikið að snjókornin þyrluðust yfir áhorfendur allt á aftasta bekk. Edinborgarhátíðin er svo umfangs- mikil, að hún er löngu búin að sprengja allt utan af sér. Þar er hægt að finna allt frá óperu til kabaretts, frá 100 manna sýningu til smæsta leikhúss í heimi. í borginni er troðið upp alls staðar, þar sem hægt er, og eru fleiri en fimm hundruð menningarvið- burðir auglýstir á degi hverjum. Það er því vandi að velja og auðvitað fara magn og gæði ekki alltaf saman. Edinborgarhátíðin skiptist að mestu í tvær hátíðir, annars vegar aðalhátíðina (The Edin- burgh International Festival) og hins vegar óháðu hátíðina (Edinburgh Festival Fringe). Á aðalhátíðinni koma aðeins fram þekktir lista- menn. Þar er lögð mikil áhersla á klassíska tónlist en einnig er boðið upp á margar dans- og leiksýningar. Á óháðu hátíðinni koma fram bæði þekktir og óþekktir listamenn og eru auglýstar yfír ijögur hundruð uppákomur á degi hveijum. Þar má fínna dragsýningar, dramatiskar leik- sýningar, grínista, tónleika, óperur og svo mætti lengi telja. Eins og gefur að skilja er barist um áhorf- andann og bæklingar og blöð flæða yfir sak- lausan vegfarandann. Sumar sýningar ganga vel og þá er uppselt langt fram í tímann en á aðrar selst ekki neitt. Sjálfspilandi pianó í aðalhlutverki Það er náttúrulega ekki á færi einnar mann- eskju að sjá nema brot af öllu því, sem í boði er, hvað þá að flalla um allt. En mig langar að nefna hér nokkrar sýningar, sem ég hafði gaman af. Á aðalhátíðinni bar nokkuð á sýningum sem voru sambland af óperu og kóreografíu. Þar ber fyrst að nefna sýningu Pinu Bausch;:Ifige- neia á Taurus (Iphigenie auf Tauris). Operan er byggð á fomgrískum goðsögum og var hún flutt á þýsku. Söngvaramir sungu í stúkunum en dansarar túlkuðu hlutverkin á sviðinu. Umgjörð sýningarinnar var ákaflega stílhrein og falleg og allar hugmyndir vandlega unnar. Persónumar voru skýrt dregnar og ég verð að viðurkenna að ég hef sjaldan séð túlkun dansara jafntilfínningaþrungna. Búningar voru fallega hannaðir og margir hverjir mjög skemmtilegir. Til að mynda var þama risastór leðurfrakki sem var svo stífur að hann gat staðið sjálfur einn og óstuddur á sviðinu. Frumlegasta og villtasta óperusýningin var líklega sýning Carles Santos frá Katalóníu á Spáni. Sýningin nefnist L’esplendida vergonya del fet mal fet, sem útleggst eitthvað á þá leið að vera hin stórfenglega skömm þess sem illa er gert. Þessi sýning er mjög súrrealísk. Santos er tónskáld og segist hann vera að sviðsetja tónverk svo fólk geti bæði heyrt það og séð. Þar sem tónverk þarf ekki endilega að hafa söguþráð eða merkingu þarf sviðsverk- ið það ekki heldur. í sýningunni lék sjálfspi- landi píanó aðalhlutverkið. Tónlistin og uppá- komur á sviðinu fléttuðust skemmtiiega saman og var leikmyndin iðulega barin til að gefa villtan trommutakt. í einni senunni var risavax- inn ísskápur ýmist opnaður eða honum lokað aftur með tilheyrandi skellum og öðru hveiju sást í nakta karlmenn sem skræktu þar inni. Ein skemmtilegasta senan var svo þegar fljúg- andi fiðluleikari og sjálfspilandi píanóið döns- uðu saman svo fiðluleikarinn endaði með því að spila á hvolfí, þar sem hann hékk í reipinu. Robert Wilson var með tvær sýningar á hátíðinni. Wilson hefur mjög sterkan stíl þar sem mikil áhersla er lögð á hið sjónræna. Hann birtir okkur frumlegar og flottar myndir sem að mörgu leyti eru kaldar. Fyrri sýningin sem hann var með, er unnin upp úr sögunni Orlando eftir Virginíu Woolf. Sagan fjallar um dreng frá Elísarbetartímanum sem ferðast um aldirnar og endar sem kona á tuttugustu öld. Seinni sýningin var aftur á móti ópera eftir Virgil Thomson („Four Saints in Three Acts“) við texta Gertrude Stein. Óperan var samin á fyrri hluta þessarar aldar og olli hún miklu fjaðrafoki á sínum tíma enda er tónlistin og orðfærið mjög afstrakt. Það sem lagt er til grundvallar óperunni er daglegt líf heilagra manna á Spáni á 16. öld en Wilson segir að óperan sé fyrst og fremst óður til lífsins. Leiksýningin Tíminn og rúmið (Time and the Room) eftir samtímahöfundinn Butho Strauss var yndislega absúrd. Textinn var nákvæmur og skemmtilegur og persónumar mjög skýrt dregnar. Eins og titillinn gefur til kynna þá fjallaði sýningin um tímann og rúm- ið þar sem velt var upp spumingum um tilvist okkar. Af hveiju erum við nákvæmlega hér? Til hvers? Geta fimm mínútur til eða frá breytt öllu lífí okkar? Er ekki absúrd að við munum aldrei fá svar við öllum þessum spurningum? Sýningin birtir þjóðfélag okkar í tiltölulega köldu og fjarlægu ljósi, en hefur um leið fal- lega einlægni og trúin á ást við fyrstu sýn skýtur upp kollinum. Margt annað áhugavert var á aðalhátíðinni. Ég nefni hollenska dansflokkinn Nederlands dans Theater, hljómsveitirnar The Russian National Orchestra og The Clevelands Orc- hestra og úr hópi tónlistarmanna þá András Schiff, Kurt Sanderling og Evgeny Kissin. Dauóinn á stultum og dópistar i kirkjum Á óháðu hátíðinni vom einnig margar alþjóð- legar sýningar. Þar á meðal var pólskur götu- leikhúshópur Teatr Biuro Podrozy sem sýndi verk um stríðið í Bosníu. Þar var dauðinn per- sónugerður og eldur notaður óspart. Það var margt flott í þessari sýningu en ég verð að viðurkenna að hún hafði ekki mikil áhrif á mig. Kannski var það vegna þess að maður fékk ekki að kynnast persónum heldur fjallaði verkið meira um stríð almennt. Slava Polunin frá Rússlandi hefur verið að þróa trúðslist sína síðustu 15 árin. Á hátíðinni var hann með snjósýningu sína (The Snow- show), sem var ekki síður ætluð fullorðnum en börnum. Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að sýningin í heild sinni hafí ekki heillað mig þá upplifði ég þama flottasta tækniatriði sem ég hef séð í leikhúsi. Það snjóaði heilmikið í sýningunni og í lokin gerði slíkan byl, að snjókomin þyrluðust yfír áhorfendur allt á aftasta bekk. Ég sat örlítið til hliðar þannig að það blés ekki á mig en ég sá hvemig hárin stóðu beint aftur á fólkinu sem sat fyrir miðju. Senan átti sér stað við undirspil óperunnar Carmina Burana og í lok sýningarinnar var allur áhorfendasalurinn þakinn hvítu. Það var ekki aðeins stormurinn og tónlistin sem hafði áhrif heldur líka hversu óvænt þetta allt gerð- ist. Þrátt fyrir að hátíðin væri mjög alþjóðleg mátti finna þarna þó nokkrar skoskar sýning- ar. Ein sú óvenjulegasta („Headstate") var sett upp í meira en tvö hundruð ára gamalli kirkju en fjallaði aftur á móti um forfallna dópista. Þegar áhorfendur komu inn í kirkjuna var eins og þeir væru komnir inn á diskótek. Reykur, danstónlist og blikkljós umluktu þá. Bekkirnir höfðu verið ijarlægðir og var leikið 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.