Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Page 10
ÍRSKIR uppreisnarmenn með frumstæðan vopnabúnað hafa komið sér fyrir uppi á þaki. FYRIR uppreisnina: Sjálfboðaliðar í Dublin, flestir vopnlausir og ekki líklegir til hernaðarlegra afreka. ATTATÍU ár voru síðastliðið vor liðin frá Páskaupp- reisninni svonefndu í Du- blin, höfuðborg írlands. Á öðrum degi páska, þann 24. apríl 1916, hrifsuðu upp- reisnarmenn öll völd á aðal- pósthúsi Dyflinnar og gerðu að höfuðbækistöðvum sínum en pósthús- ið stendur við götuna sem nú heitir O’Connell- stræti og ætti að vera íslenskum ferðamönnum að góðu kunn enda í miðbæ borgarinnar. Annar í páskum var almennur frídagur og því veittu ekki margir þessari skrýtnu skrúð- göngu athygli. Það var heldur alls engin ný- lunda að sjá vopnaða menn á götum úti því undanfarin þijú til fjögur ár höfðu sprottið upp alls kyns öfgasamtök. Fólk var auk þess ýmsu vant því heimsstyijöldin fyrri var í algleymingi. Þegar uppreisnarmenn höfðu tekið öll völd á pósthúsinu drógu þeir niður breska fánann en hófu í staðinn á loft grænan fána írska Jýðveldisins. Á tröppum pósthússins fór Patrick nokkur Pearse fyrir hönd uppreisnarmanna að lýsa yfir sjálfstæði írlands. Reyndar hlýddu einungis örfáir á mál hans og sýndu því tak- markaðan áhuga. Þessi fámenni hópur upp- reisnarmanna virtist sennilega ekki til mikils líklegur og viðstaddir afskrifuðu Pearse sjálf- sagt sem ruglukoll. Atburðir daganna sem á eftir fylgdu áttu hins vegar eftir að móta fram- tíð íbúa á eyjunni grænu. Hverjir voru uppreisnarmenn? Patrick Pearse rak einkaskóla og hafði eytt ævi sinni við kennslustörf. Hann átti sér köllun sem hann eyddi dijúgum tíma í þvi hann var einn af ötulustu frammámönnum menningar- afla sem undanfarin tuttugu ár höfðu barist hetjulega gegn útrýmingu hins gelíska tungu- máls. Upphaf þessarar hreyfingar má rekja til stofnunar The Gaelic League árið 1893 en markmið samtakanna frá upphafi var að efla þjóðlega arfleifð íra sem átti undir högg að sækja vegna breskra áhrifa. Barátta The Gaelic League var ávallt friðsam- leg og Patrick Pearse snerist seint á sveif með öfgasinnaðri öflum. Um síðir missti hann trúna á starf samtakanna og taldi brátt að hið eina sem dygði til að frelsa írsku þjóðina undan hrammi breskra menningaráhrifa væri kröftug uppreisn sem siiti öll tengsl við heimsveldið. Hann gekk því til liðs við hin gamalgrónu upp- reisnarsamtök Irish Republican Brotherhood sem eru eins konar forfaðir IRA nútímans. Meðlimir IRB trúðu því að írland yrði að öðlast frelsi en það myndi aldrei nást nema með upp- reisn. Samtökin leiddi meðal annarra hinn ein- beitti Tom Clarke en hann hafði setið fimmtán é,r í fangelsi fyrir að eiga aðild að sprengjutil- ræði í Bretlandi seint á nítjándu öld. Innan IRB náði Pearse ftjótt frama og átti að heita yfirmaður uppreisnaraflanna í Pás- kauppreisninni árið 1916. Að tjaldabaki kipptu hins vegar Clarke og félagar í spottana þótt þeir sæju sér hag í því að menningarsinninn Pearse væri andlit uppreisnarinnar út á við. Þegar til kom var það síðan sósíalistinn James Connolly sem stjómaði á vígvellinum enda hæfari til þess en Pearse sem mátti vart líta blóð augum. Connolly trúði því að áður en sósíalismi kæmist á þyrfti írland að losna undan valdi Bretlands sem var holdgervingur kapítalismans a þessum tíma. Connolly hafði þess vegna lengi stefnt að uppreisn ásamt öflum þeim sem hann hafði yfir að ráða í verkalýðshreyfingunni. Það var snemma árs 1916 sem Clarke og Pearse tókst að sannfæra Connolly um að betra væri PÁSKAUPP- REISNIN í DUBLIN 1916 EFTIR DAVÍÐ LQGA SIGURÐSSON Þaó tók nokkra daga aó vinna bug á uppreisnar- mönnunum sem böróust hetjulega. Föstudagsmorg- uninn 28. apríl uróu leiótogar þeirra aó flýja höfuó- stöóvar sínar í pósthúsinu, enda stóó þaó í Ijósum logum. Daginn eftir var sú ákvöróun tekin aó frek- ari mótspyrna væri tilgangslaus. að þeir fylktu liði saman því það gæfi betri von um árangur. í þessum þremur mönnum; Pearse, Clarke og Connolly, kristölluðust þau ólíku öfl sem nú komu saman til að undirbúa uppreisn. Tíminn var að þeirra mati ákjósanlegur enda voru þeir sammála þeirri gömlu kenningu að ógæfa Bretlands væri tækifæri írlands; á með- an Bretar áttu í stríði í Evrópu sættu þeir færis og gerðu uppreisn heimafyrir. Forsagan Á árunum 1880-1890 hafði írski heima- stjórnarflokkurinn náð dágóðum árangri með þingræðislegum aðferðum sínum. Héldu marg- ir að innan skamms hlyti írland heimastjórn. Árið 1891 klofnaði flokkurinn hins vegar í tvennt og á svipuðum tíma hafnaði breska þingið frumvarpi að heimastjóm til handa ír- landi. Nýjar kenningar í upphafi aldarinnar rötuðu í fijóan jarðveg meðal íra og lögðu sitt af mörkum til að ijúfa tengslin við Bretland. Heimastjórnarflokkurinn efldist hins vegar á ný á árunum 1906-1914 og um 1912 leit allt út fyrir að hann næði fram markmiðum sínum innan skamms. í nyrstu sýslu írlands, Ulster, risu hins vegar upp gegn heimastjórn sam- bandssinnar sem höfnuðu því algerlega að sambandið við Bretland yrði rofið. Sambands- sinnar voru flestir mótmælendatrúar og tók deilan fljótt á sig mynd trúardeilu því þjóðfrels- ismenn í suðri voru flestir kaþólikkar. Sambandssinnar voru í meirihluta í Ulster og gerðu allar áætlanir um heimastjóm erfiðar í framkvæmd því þeir vom tiibúnir til að beij- ast fyrir sambandinu við Bretland, jafnvel við bresku ríkisstjómina ef hún ætlaði að þvinga upp á þá heimastjóm. Fyrir ríkisstjómina var það þvi kannski kærkomin undankomuleið frá þessu erfiða máli þegar heimsstyijöldin hófst árið 1914 því þá gat hún skotið áformum um heimastjórn á frest. Uppreisnaröfl innan IRB hófu þá strax und- irbúning að uppreisn enda höfðu þeir hvort eð er alltaf verið vantrúaðir á Heimastjómarflokk- inn. Mikil leynd hvíldi yfír öllum áætlunum og bresk yfirvöld uggðu ekki að sér. Leið nú og beið í tvö ár á meðan styijöld geisaði í Evrópu. Atburóarós 24. - 29. april 1916 Það tók bresk yfírvöld nokkum tíma að átta sig á því sem gerst hafði í Dublin enda kom uppreisnin þeim gjörsamlega í opna skjöldu þótt bæði Connolly og Pearse hefðu reyndar nánast auglýst hana í blaðaskrifum sínum mánuðina á undan. Sú staðreynd að ekki nokk- ur maður tók þá alvarlega sýnir best hversu fjarstæðukennd uppreisnin í raun var. Að- standendur hennar gerðu sér líka fljótt ljóst að þeir áttu enga möguleika á sigri því þeir voru einfaldlega alltof fáliðaðir og illa vopnum búnir auk þess sem almenningur á írlandi snerist almennt gegn aðgerðum þeirra, þeim til mikilla vonbrigða. í þeirra augum var mál- staðurinn hins vegar heilagur og þeir voru staðráðnir í að falla með sæmd eða allavega gera sitt besta fyrir fóstuijörðina. Að morgni þriðjudagsins 25. apríl hófu breskar herdeildir andsvar sitt gegn uppreisn- armönnum og þjörmuðu fljótt að þeim á öllum vígstöðvum en uppreisnarmenn höfðu tekið sér vígi í öllum helstu byggingum í miðborg Dyflinnar þótt þeim hefði reyndar mistekist að ná völdum í Dublin-kastala. Það tók nokkra daga að vinna bug á upp- reisnarmönnum sem börðust hetjulega. Föstu- dagsmorguninn 28. apríl urðu leiðtogar þeirra að flýja höfuðstöðvar sínar í pósthúsinu enda stóð það í ljósum logum. Daginn eftir var síð- an tekin sú ákvörðun að frekari mótspyrna væri tilgangslaus og myndi einungis kosta saklausa borgara lífíð. Páskauppreisninni var lokið eftir fimm daga skærur á götum úti í Dublin en á þeim stutta tíma höfðu næstum fimm hundruð manns fallið í valinn. Eftirleikurinn Flestir fordæmdu uppreisnina, hvort sem þeir voru írar eða Bretar. Bresk yfirvöld áttu í erfíðri styijöld við Þjóðveija um þessar mund- ir og litu svo á að hér hefðu verið framin föður- landssvik. Þau voru því staðráðin í að refsa grimmilega öllum þeim sem viðriðnir höfðu verið uppreisnina. Hundruð manna voru hand- tekin og á níu daga tímabili voru fimmtán menn líflátnir, þeirra á meðal þeir Pearse, Connolly og Clarke. Engin miskunn var sýnd og til að mynda þurfti að festa Connolly í stól til að hægt væri að leiða hann fram fyrir af- tökusveit því hann hafði særst illa í bardaga. Jafnframt var hinn ungi William Pearse tekinn af lífi þótt hann hefði unnið það eitt til saka að fylgja bróður sínum, Patrick, hvert sem hann fór. Þetta miskunnarleysi vakti skelfingu manna og síðan reiði. Þeir sem fyrst höfðu fordæmt uppreisnina tóku nú að gagnrýna aðgerðir yfirvalda. Allt of seint var hins vegar gripið í taumana og á endanum má segja að Pearse og félagar hafi náð markmiðum sínum því þeir urðu hetjur í augum landa sinna og efldu þannig þjóðemiskennd íra. Aftökumar breyttu reiði í garð byltingarmanna í andúð á breskum yfirvöldum. Þau hundrað manna sem fengu að dúsa í fangelsi um stund urðu einnig að hetjum í augum fólks og þegar þeim var hleypt úr fang- elsi var þegar hafist handa um að halda áfram baráttunni fyrir frelsi írlands. í alþingiskosn- ingum árið 1918 fylktu þeir sér undir merki Sinn Fein, flokks Arthur Griffiths, unnu glæsi- legan sigur og fengu 73 menn kjöma. Þeirri línu er Griffith hafði mótað var fylgt og héldu þingmenn Sinn Fein því ekki á breska þingið í Westminster heldur stofnuðu eigið þing heimafyrir, Dail Eireann. Slíkt var að sjálf- sögðu í óþökk breskra yfirvalda sem voru reiðu- búin að láta hart mæta hörðu. Þar hófst hið eiginlega frelsisstríð íra sem stóð frá 1918 til 1921 þegar Bretar tilkynntu vopnahlé. Eftir erfiðar samningaviðræður var samþykkt að írland yrði sjálfstjómarsvæði innan breska heimsveldisins. í reynd hlutu írar þar fullveldi. Páskauppreisnarmenn höfðu stuðlað mjög að þessari þróun með dauða sínum því Irar tóku þá í tölu píslarvotta. Fórn þeirra var vel til þess fallin að fylkja íram saman í baráttu sinni og skapa samhug milli manna. Bylting sem einungis fáir menn stóðu fyrir varð þann- ig að fjöldahreyfingu löngu eftir að sjálfri uppreisninni var lokið og uppreisnarmenn horfnir á vit feðra sinna. Hitt er annað mál að með samningum árið 1921 var Ulster-sýsla aðskilin syðri hluta eyj- unnar því sem fyrr vildi rúmur meirihluti íbúa þar alls ekki yfirgefa breska heimsveldið. Þar varð til Norður-Irland, púðurtunna sem beið eftir því að springa í loft upp því 40% íbúa vora kaþólskir eins og íbúar hins nýfijálsa írlands. Fengu þeir að gjalda fyrir trú sína á næstu áratugum af hendi stjórnvalda í Storm- ont-kastala og seint á sjöunda áratugnum sauð upp úr. Blóðug átök síðustu 25 ára á Norður- írlandi era sorgarsaga sem ekki skal tíunduð hér. Það er næsta víst að á áttatíu ára afmæli Páskauppreisnarinnar líta írar til fortíðarinnar enda uppreisn þessi jafnan séð sem einn allra mikilvægasti viðburður þessarar aldar. Það er einnig öraggt að írski lýðveldisherinn mun minnast þessara tímamóta á sinn hátt. Von- andi setja þau fagnaðarlæti ekki af stað enn hrikalegri öldu hryðjuverka og manndrápa. Höfundur er sagnfræðingur. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. DESEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.