Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Page 11
IBSEN, KANT OG SANNLEIKS- RUKKARINN Villiöndin eftir Henrik Ibsen verður jólaleikrit Þjóð- leikhússins. KRISTJAN G. ARNGRIMSSON fjallar hér um siðferði og sjólfsblekkingu í Villiöndinni. IBÓKINNI Drög að frumspeki siðlegrar breytni sem kom fyrst út árið 1875 fullyrti þýski heimspekingurinn Imm- anuel Kant að einungis það sem maður gerði af skyldurækni hefði siðferðilegt gildi. Það sem maður gerði af ein- hverri annarri ástæðu, eins og til dæm- is vegna hræðslu við refsingu eða af gróðafíkn, væri annaðhvort siðlaust eða hefði alls ekkert með siðferði að gera. Ein kunnasta setningin sem höfð er eftir Kant er þessi: „Ein- ungis tvennt vekur mér lotningu, stjömuhi- minninn yfir höfði mér og siðalögmálið í btjósti mér.“ Það er einungis þegar athafnir manns ráðast af virðingu fyrir siðalögmálinu að at- hafnir manns hafa siðferðilegt gildi. Persóna Gregers Werle í leikritinu Villiönd- in, sem Henrik Ibsen skrifaði á árunum 1882-4, virðist við fyrstu sýn vera skýrt dæmi um mann sem gerir einungis það sem skyldan býður honum án þess að leiða hugann að afleið- ingunum. Hann er sannfærður um að þær lyg- ar og blekkingar sem fjölskylda Hjálmars Ek- dals er flækt í sé að gera útaf við dótturina, Hedvigu, og að honum beri að gera vini sínum Hjálmari ljóst hver sannleikurinn í málinu er. Afleiðingar sannleikstrúboðs Gregers eru skelfilegar og fjölskylda Hjálmars, og líf fólks- ins í kringum hann, er í rúst. Eins og Relling læknir kemst að orði, lífíð væri ekki svo slæmt ef maður fengi að vera í friði fyrir sannleiks- rukkurum á borð við Gregers. Sióferóilegt gildi athafna Til þess að komast að raun um hvort athöfn hefur siðferðilegt gildi, samkvæmt siðfræði Kants, þarf maður að athuga tvennt: hver er ástæða athafnarinnar, og hvaða grundvallar- reglu lýtur hún? Sýna þarf fram á, að grundvall- arreglan geti gilt fyrir alla jafnt. í þessu er fólginn kjarninn í siðfræði Kants og nefndur er skilyrðislausa skylduboðið. Það kveður á um, að athafnir manns eigi að vera í samræmi við grundvallarreglu sem maður getur viijað að verði að almennu lögmáli. Kant hélt því fram, að einungis virðing manns fyrir siðalögmálinu gæti orðið til þess að athöfn hefði siðferðilegt gildi. Langanir og einkahagsmunir eða hlýðni við yfirvöld svipta athafnir öllu siðferðilegu gildi. Hvernig getur maður vitað hvort grundvall- arreglan sem maður hlýðir geti orðið að al- mennu lögmáli? Maður athugar hvort einhver mótsögn sé fólgin í því að ætla henni altækt gildi. Kant nefndi sem dæmi mann sem fær peninga að láni en veit sem er að hann mun ekki geta endurgreitt þá. Hver er sú grundvall- arregla sem liggur að baki gjörðum þessa manns? Hana mætti orða eitthvað á þessa leið: Þegar ég er í fjárhagsvanda er mér leyfílegt að fá peninga að láni án þess að ætla mér að endurgreiða þá. Kant benti á, að ef þetta yrði að almennri reglu myndi „loforð" hætta að vera til, því öllum yrði ljóst að sá sem gæfí „loforð“ þyrfti alls ekki að hafa nein fyrirheit um að standa við orð sín og þess vegna hefði „loforð“ í raun glatað merkingu sinni. Þar er mótsögnin komin. Dálítið öðru vísi mótsögn kemur í ljós ef tekið er annað dæmi, sem Kant nefndi einnig. Þar segir af eiginhagsmunasegg nokkrum sem ekki tekur tillit til hlutskiptis annarra en sjálfs sín. Hann lítur ekki svo á að sér beri skylda til að aðstoða þá sem eru illa stæðir, heldur skuli hann fyrst og fremst hugsa um eigin hag. Eins og Kant benti á þá er ekki hægt að finna röklega mótsögn í þessu viðhorfi mannsins, en hins vegar er þetta ákaflega óskynsamlegt, því ef allir hugsuðu fyrst og fremst um sjálfan sig og létu'sig afkomu ann- arra engu varða gæti sá dagur komið að slík staða mála bitnaði á manni sjálfum. Það er að segja, með því að vilja að allir hugsi einung- is um sjálfa sig gæti maður verið að grafa sína eigin gröf. En sagan er alls ekki öll sögð. Þótt maður aðhafist eitthvað sem rekja má til fullkomlega rökréttrar og skynsamlegrar grundvallarreglu er ekki þar með sagt að sú athöfn hafi siðferði- legt gildi, að mati Kants. Ef kveikjan að athöfn manns er eitthvað annað en virðing fyrir siðalög- málinu (það er, skyldurækni) er athöfnin án alls siðferðilegs gildis. Jafnvel þótt athöfnin sé í samræmi við það sem skyldan krefst, það er að segja, þótt maður geri nákvæmlega það sem manni ber skylda til að gera en gerir það af annarri ástæðu en skyldurækni þá hefur athöfn- in ekki siðlegt gildi. Kant nefndi sem dæmi verslunareiganda sem gætir þess jafnan að snuða aldrei viðskiptavini sína. Ef verslunar- maðurinn telur þetta einfaldlega skyldu sína, burtséð frá hagsmunum, þá hefur athöfn hans siðlegt gildi. En ef hann gerir þetta til að halda í viðskiptavinina eða vegna þess að faðir hans sagði honum að maður ætti aldrei að snuða viðskiptavini sína, þá hafa athafnir mannsins ekkert með siðferði að gera. Kant lagði alla áherslu á að kveikjan að sið- legum athöfnum gæti einungis verið skyldu- rækni vegna þess, að einungis slíkar athafnir eiga rætur að rekja til vilja manns sjálfs. Það er að segja, einungis það sem manns eigin skynsemi býður manni að gera hefur siðferði- legt gildi. Einungis slíkar athafnir eru óháðar Iöngun manns, þrá og ytri áhrifum. Kant var því á endanum að hugsa um frelsi manns. (Það er ekki þar með sagt að manni ber engin skylda til að rétta öðru fólki hjálparhönd, þvert á móti, samanber orð Kants um eiginhags- munasemi.) Sennilega er það út af þessu sem' svo mörg- um er í nöp við siðfræðikenningu Kants. Mað- ur myndi svo gjaman vilja að tilfínningar manns séu ekki bara réttlætanlegar heldur líka göfugar, svo að maður geti verið stoltur af þeim. Mann langar til að geta fundist maður vera göfugur og góður af því að maður hefur samúð með öðrum. Kant virðist hafa viljað meina okkur þéssa göfgi. Vefwr blekkingar Gregers Werle er sannarlega ömurleg per- sóna. En er hann dæmi um mann sem einung- is gerir það sem skyldan býður, það er, leiðir sannleikann í ljós, hvað sem það kostar, og veldur þannig öðru fólki ómældum hörmung- um? Má líta á hann sem fórnarlamb kantísks skyldusiðferðis? Hugmyndir Hjálmars Ekdals um sjálfan sig og hlutskipti sitt eru út í hött. Hann telur sig vera uppfínningamann, elsk- andi föður og fyrirvinnu fjölskyldu sinnar. Allt er þetta blekking. Það er í raun kona hans, Gina, sem heldur ljósmyndastofunni gangandi og sér fyrir fjölskyldunni. Og Hedvig er, að því er virðist, ekki dóttir Hjálmars, heldur Werles, föður Gregers. Gregers álítur það vera skyldu sína að leiða hið sanna í ljós og kveðst vilja „leggja grunn- inn að sönnu hjónabandi". Hann gerir Hjálm- ari grein fyrir hvernig málum er í raun hátt- að, og Hjálmar hafnar fjölskyldu sinni og hót- ar að flytja burt. Hedvig, sem ekki veit betur en Hjálmar sé pabbi hennar, óttast að honum þyki ekkert vænt um hana lengur. Gregers hvetur hana til að sýna Hjálmari hversu mjög henni þyki vænt um hann með því að fóma því sem henni er kærast. Gregers á reyndar við villiöndina, en Hedvig ákveður að fóma sjálfri sér. Gregers segist einungis hafa viljað vel. Hon- um var í mun, það hann hélt að minnsta kosti, að Hjálmar og Gina tækju hvort öðru eins og þau í raun eru, í stað þess að lifa í blekkingu og blindni. Og hver myndi ekki vilja það? Gre- gers segir að þetta verði hann að gera, vegna þess að „hugsjónin krefst þess“. Þessa hugsjón kveður hann búa í brjósti sér, kannski ekki ósvipað og Kant sagði um siðalögmálið. En hér er spumingin sú, hvort Gregers þekki í raun og veru þetta siðalögmál, eða hugsjón, og hvort hún sé raunverulega kveikjan að at- höfnum hans. Ef svo er ekki, þá er ekki hægt að segja að hann sé rekinn áfram af skyldu- rækninni einni saman, jafnvel þótt hann haldi það sjálfur. Ljósmynd/Þjóöleikhúsið VILLIÖIMDIN var sýnd í Þjóðleikhúsinu 1954, Gestur Pálsson í hlutverki Hjálmars Ek- dals, Valur Gíslason í hlutverki Werles stórkaupmanns, Katrín Thors í hlutverki Hedvig- ar, Jón Aðils í hlutverki Gregers Werles og Regína Þórðardóttir í hlutverki Ginu Ekdal. Ibsen Kant Það blasir við að þótt Hjálmar haldi sig hamingjusaman þá er Ekdalfjölskyldan fjarri því að vera heilbrigð fjölskylda. Áður hefur verið nefndur sá blekkingaheimur sem Hjálmar lifír í, og dóttirin Hedvig er ekki síður ringluð, enda bara barn, og veit ekki betur en Hjálmar sé pabbi hennar og að hann sé gáfaður og vinni mikið. Jafnvel þótt hún sinni sjálf þeim störfum sem hún dáir hann fyrir, það er að segja, vinni á ljósmyndastofunni sem fjölskyld- an hefur lífsviðurværi af. Og Gina tekur þátt í blekkingunni - á nútímamæli myndi hún lík- Iega kallast meðvirk. Gregers sér í gegnum þennan blekkingavef, og vill frelsa Hedvigu úr klóm þessa „mýrar- fens“, rétt eins og veiðihundurinn snjalli kafar niður í djúpið til að sækja villiöndina sem hefur bitið sig fasta í botngróðurinn og mun drukkna ef enginn kemur henni til bjargar. (Hugleiðing- ar Gregers um Hedvigu og villiöndina eru reynd- ar alveg einstaklega ófrumlegar og bera fremur vott um oflátungshátt en innsæi.) Gregers virðist vera samviskusamur maður sem telur það skyldu sína að leiða sannleikann í ljós og þannig bjarga Hedvigu (sem er, þrátt fyrir allt, hálfsystir hans) frá þeim grimmilegu örlögum - sem hann ef til vill þekkir einum of vel sjálfur - að alast upp í óheilbrigðri fjöl- skyldu. Það virðist göfugt markmið. En er eitt- hvað til í því að Gregers sé með þessu að gera skyldu sína? Er hann einungis knúinn áfram af virðingu fyrir siðalögmálinu? Svo virðist ekki vera. Margt af því sem hann segir bendir til þess að kveikjan að athöfnum hans sé öllu lítilsígldari (að ekki sé minnst á einfaldari), nefnilega hatur og hefndarþorsti. Hatur Gre- gers beinist gegn föður sínum, sem var móður hans ótrúr; Gregers lítur því svo á, að faðir sinn sé höfundurinn að þeim blekkingavef sem Ekdalfjölskyldan er flækt í, og því hafi faðir sinn neytt sig til að leiða Hjálmari fyrir sjónir hvernig málum er í raun háttað. Af ofansögðu má draga þá ályktun að Greg- ers sé ekki fjarri því að vera dæmi um mann sem er mótaður af kant- ísku siðferði. At- hafnir hans gætu auðveldlega átt rætur í grund- vallarreglu sem ekkert mælir gegn að verði að almennu lögmáli. Hann hefur bitið í sig að hann sé að gera skyldu sína og því séu gjörðir hans ekki einungis réttlæt- anlegar heldur beinlínis göfugar. En það blasir við að hann er ekki rekinn áfram af skyldurækninni einni saman, þótt hann telji sjálfum sér trú um að svo sé. Þótt það komi ekki beinlínis fram í leikritinu 1 er ljóst að Gregers er umhugað um velferð vinar síns, Hjálmars, og barnsins, Hedvigar. Hann fær ekki betur séð en þetta fólk sé í ■ bráðri hættu, án þess að því sé það sjálfu ljóst, og sér því ekki önnur úrræði en að hafa vit fyrir því. Þannig mætti orða grundvallarregl- una sem Gregers hlýðir þannig, að manni beri að hjálpa þeim sem er í hættu staddur að hon- t um forspurðum, ef hann veit ekki sjálfur að hann er í hættu. Það er engin mótsögn fólgin í þessu og fjarri því að þetta sé óskynsamlegt. Gregers heldur að hann vilji vel, vegna þess að hann heldur að hann sé að gera skyldu sína og hlýði einungis siðalögmálinu í bijósti sér. En hann er í raun og veru á kafí í mýrarfeni sjálfsblekkingar og ekki að gera skyldu sína, heldur lýtur ofurvaldi hvatanna, hefndarþorst- ans, og hefur gert skylduræknina að skálka- skjóli. Honum yfírsést sú einfalda staðreynd að manni getur skjátlast í siðferðisefnum. Þa-ð‘ er því ekki hægt að segja að Gregers sé fórnar- lamb skyldusiðferðis á borð við það sem Kant greindi. Þvert á móti, það er ekki fráleitt að Gregers sé í raun og veru að notfæra sér Ekdalfjölskylduna til þess að koma fram hefnd- um fyrir móður sína og ná sér niðri á föður sínum. Ef sú er raunin þá hefur Gregers geng- ið þvert á mikilvægasta skylduboð kantískrar siðfræði, sem hljómar svona: „Komdu aldrei þannig fram við nokkra manneskju, sjálfa þig eða aðra, að þú sért bara að nota hana í ein- hveiju skyni, heldur ber þér að virða það sjálf- stæða takmark sem sérhver einstaklingur hef- ur með lífi sínu.“ Ef í ljós kemur að Gregers er í raun og veru, þrátt fyrir að hann sjálfur haldi annað, að nota Hjálmar til þess að ná fram sínum eigin mark- miðum þá er útilokað að athafnir hans geti samræmst þeirri grundvallarreglu sem nefnd er hér að framan. Sú regla sem liggur að baki athöfnum hans hlýtur að vera á þá leið, að mér sé heimilt að vanvirða einkalíf annars fólks ef gjörðir þess samræmast ekki þeim hugmyndum sem ég hef um hvemig manni beri að lifa líf- inu. Það er með öllu óhugsandi að þessi regla geti orðið að almennu lögmáli. ÚtSÖIUStaðír: AKRANES: HJA ALLV • AKUREYRI: ISABELLA • E6ILSSTAÐIR: OKKAR A MILLI • GAROABÆR: SNYRTIHÖLLIN • HAFNARFJÖRDUR: HB-BÚÐIN • HÚSAVlK: ESAR • HÖFN HORNAFJÖRÐUR: TVÍSKER • ISAFJÖRÐUR: SNYRTIHÚS SÓLEYJAR • KEFLAVlK: SMART • KÓPAVOGUR: SNÚT • REYKJAVlK: ARSÓL, DEKURHORNIÐ, VERSL. FLIP, SNYRTIV. GLÆSIBÆ, SÚLBAÐST. GRAFARVOGS, HELENA FAGRA • STÓRAR STELPUR • SELFOSS: TÍSKUHÚSIÐ • SIGLUFJÖRÐUR: GALLERÍ HEBA • STYKKISHÓLMUR: HEIMAHORNIÐ • VESTMANNAEYJAR: NINJA LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. DESEMBER 1996 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.