Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1997, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1997, Qupperneq 16
„ÞAÐ ER STÚLKAN MÍN“ EFTIR SIGRÍÐI ÞORGRÍMSDÓTTUR Hólmfríóur Jónsdóttir frá Reykjahiíó skrifaóist á vió Jónas Hallgrímsson skáld þar til hann dó, en háöldr- uó brenndi hún bréfin og vió vitum ekki hvort hún var sá „engill meó rauóan skúf í peysu“ sem Jónas orti um. En til eru bréf hennar og unnustans, séra Jóns Sveinssonar, þeim var meinaó í fyrstu aó eigast. . . . heilsaðu einkum ef að fyrir ber engil með húfu og rauðan skúf, í peysu; þröstur minn góður, það er stúlkan mín. ANNIG orti Jónas Hallgríras- son árið 1844. Fimm árum áður var hann á ferð í Mý- vatnssveit við rannsóknir. Sjálfur segir hann frá því í dagbókum sínum að sr. Jón Þorsteinsson í Reykjahh'ð, ættfaðir Reykjahlíðarættar- innar, hafi „góðfúslega" boðist til að vera leiðsögumaður hans. Ég hef hins vegar heyrt þá sögu að honum hafi verið fengin til fylgdar átján ára yngismær, Hólmfríður Jónsdóttir í Reykjahlíð, dóttir sr. Jóns Þorsteinssonar og Þuríðar Hallgrímsdóttur frá Ljósavatni, áttunda í röð tólf systkina. Ef til vill þótti Jónasi ekki ástæða til að minnast á samfylgd kornungrar stúiku í tengslum við rannsóknir sínar. Þó er sú saga einnig til að Jónas hafi fengið auga- stað á stúlkunni. Var hún ef til vill „eng- ill með húfu og rauðan skúf í peysu“? Sagt er að þau Jónas og Hólmfríður hafi skrifast á til dauðadags hans, árið 1845, sama árið og Hólmfríður giftist sr. Jóni Sveinssyni. En bréfin hans Jónasar eru ekki til lengur, Hólmfríður brenndi þau áður en hún lést háöldruð árið 1915. Lík- legast fyrirfinnast heldur engin bréf frá henni til hans. Og ekki svaraði hún spurn- ingum afkomenda sinna um samband sitt við Jónas. Fannst fólki víst ekki koma það neitt við - og það var líklega hárrétt hjá henni. En forvitnin um ástir og örlög læt- ur ekki að sér hæða. Það er nú einu sinni mannlegt eðli að reka nefið í hluti sem okkur koma ekkert við. Ég, afkomandi Hólmfríðar í fjórða lið, get ekki stillt mig um að hnýsast í einkamál hennar og að velta þeim fyrir mér. Og þótt hún brenndi bréfunum frá Jónasi, þá brenndi hún ekki ástarbréfunum sem hún og Jón sendu sín á milli með leynd í kringum árið 1840. Með leynd, því þeim var meinað að eig- ast . . . Já, Jónasi kann að hafa litist vel á ungu prestsdótturina, en hugur hennar var bundinn öðrum. Það var ungur maður, tuttugu og fjögurra ára, og hafði dvalið í Vogum í Mývatnssveit um svipað leyti og Jónas Hallgrímsson kom í sveitina til rann- sókna. Það er óneitanlega freistandi að skemmta sér við tilhugsunina um að þeir hafi keppt um ástir ungu stúlkunnar. Og því ekki? Var þetta ekki á rómantísku skeiði í íslandssögunni? En hér verður hugarflugið að ráða ferðinni, því ekki finnast neinar heimildir um að þeir Jónas og Jón hafi verið á ferðinni á sama tíma, þótt báðir dveldu í sveitinni árið 1839. Og ekki er að sjá á bréfum Hólmfríðar til unnustans að hann hafi þurft að keppa hart til að vinna ástir hennar. „Guð veit ég elska yður líka,“ segir hún í bréfi til hans árið 1841. En foreldrar hennar voru andvíg þessum ráðahag og meðan svo var kom það ekki til greina. Samþykki yrði að fást. Og þau biðu þolinmóð og skrifuðu hvort öðru löng og hástemmd bréf, þrung- in harmi aðskilnaðarins. Ef til vill yrðu þau að ganga í hjónaband með öðrum, en allt- af skyldu þau elskast, út yfir gröf og dauða. En hver var þessi Jón sem Hólmfríður tók fram yfir aðra menn, jafnvel þjóðskáld- ið rómantíska (kannski gekk hann ekki í augun á konum, þótt ljóðin hans gerðu það . . . ?) Jón Sveinsson var sonur Sveins Pálssonar læknis og Þórunnar Bjarnadóttur, landlæknis. Hann var fædd- ur árið 1815 og lauk námi frá Bessastaða- skóla árið 1839. Þá fór hann norður í land og heimsótti frænda sinn og vin, Bjarna Thorarensen, amtmann og skáld. I norður- ferðinni kom hann við í Mývatnssveit, sem fyrr segir. Kennimenn og „drykkjudónar" Svo virðist sem Jón hafi skrifað Pétri bróður Hólmfríðar fljótlega eftir Mývatns- heimsóknina og falast eftir hönd hennar. Pétur svaraði því neitandi og sagði að Hólmfríður vildi ekki þann ráðahag. Af einhverjum ástæðum sýndi Pétur Hólmfríði þetta bréf sitt og hún varð „brennandi gröm“ þegar hún las það sem hann skrifaði. Þetta var einmitt á móti því sem ég hafði sagt. Ef ég á að segja yður hverja orsök þau báru fyrir verðið þér að lofa mér því að taka það ekki ilia upp fyrir þeim elsku vin! þó hún sé röng!. . . Þau þóttust hafa með sönnu frétt að þér væruð ákaflegur drykkjumaður og að því skapi mislyndur utan brennivíns. Já, ljótt var það og vart að undra að foreldrar Hólmfríðar væru ófús á að gefa dóttur sína slíkum manni. Hans heittelsk- aða trúði samt engu illu upp á hann, en hafði þó áhyggjur, enda þekkti hún böl drykkjunnar frá eigin heimili. Sr. Jón Þor- steinsson var víst „nokkuð mikilfenglegur við vín“, eins og sagt er um hann í ævi- skrám. „Drykkjuskapur föður míns er eina efni tii óánægju í þessum bæ því hann er sá grófasti sem ég hefi heyrt um getið“, sagði Hólmfríður í bréfi til Jóns. Og ef sögusagnirnar eru sannar þá var faðir hennar ekki ónýtur í kvennamálum heldur. Jón Sveinsson taldi sig „tekinn fyrir“ og drykkjuskapur hans sagður miklu meiri en hann var. Að vísu neyddist hann til að umgangast „drykkjudóna", en það var vegna þess að hann var tilneyddur, sagði hann Hólmfríði: HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR. „Ég kvíði fyrir að þér hafið ímyndað yður mig langtum fullkomnari en ég ~er, en - .. . ég ætla að segja fyrst frá geðsmununum, þeir eru voðaiega stórir, i meira lagi viðkvæmir og að því skapi minnugir með og mótgjörða . . . Þá tekur eigi betra við þegar ég þarf að segja yður, að ég sé dauðans lítið að mér til munns og handa. Ég veit ekki sjálf hvernig ég er gáfuð. Þannig lýsti Hólmfríður sjálfri sér i bréfi til unnustans. Myndin sýnir Hólmfrfði háaldraða f hópi afkomenda sinna. JÓN SVEINSSON. Ekki er annað að sjá en að hann hafi verið mesti myndarmað- ur, enda leist stúlkunum vel á hann, sagði hann í bréfi til Hólmfríðar: Ég gladdist af þvíþegar þú fórst að biðja mig um portra- it af mér, því ég sé á því að þér þykir gaman að hafa þó ekki sé nema skuggann af mér. Það er annars undarlegt, svo ég fari nú að spauga, að ykkur stúlkunum skuli lítast vel á mig, því ég sé mig aldrei svo að ég hræðist mig ekki. Því ég stend mér æfinlega sjálfur fyrir hugskotssjónum lengi eftir að ég hef séð mig í spegli, enda skyldi það ei oft verða, ef ég ei þyrfti að vera að skafa á mér granirnar, en - allt um það má ég samt raupa af því og furða mig á, að stúlkunum líst mörgum dável á mig, og því betur sem ég hef lengi kynni við þær. Og það eru fleiri en þú elskan blíða! sem eru með því marki brenndar, svo ei er þér einni að lá, en ég vil nú eng- um unna Ijótleika minn nema þér . . . Ég hugga mig og þig einungis með því, að ef við næðum saman mundi ég hvorki verða mér né þér nein vansæmd eða hug- raun, nei! þvert á móti, því þá mundi öllu því óveðri slota, sem nú bylur á mér í bak og fyrir ... Þú biður mig elskan blíða þess, sem þú mátt skipa mér, nefnilega að forðast selskap með drykkjudónum, ég vil það af hjarta, en - á illt með að kom- ast svo af að ég ei sé stundum með þeim sem öðrum, þar ég verð að hafa umgengni við þá, með því líka ég er sem útskúfaður af flestum hinna; en - ég finn svo mikið til sjálfs míns, að ég vil feginn svo sem get sporna við umgengni þeirra, sem láta svínum og vörgum verr, ég er of vel viti borinn - enda þó kenndur væri, að vera í flokki þeirra hunda, sem bítast og rífast, og sé maður nærri, fær maður orð fyrir sama, þó maður sé meir en saklaus, og hafi óbeit á þess háttar, þetta sem fleira hef ég mátt reyna. Hvergi er þess getið í æviskrám að Jón Sveinsson hafi verið „mikilfenglegur við vín“ eins og nafni hans og tengdafaðir. Hins vegar segir hann sjálfur frá því af og til í dagbókum sínum að hann hafi feng- ið sér ótæpilega neðan í því við viss tæki- færi. En það hefur sennilega ekki verið meira en sjálfsagt þótti af góðum kenni- manni á miðri 19. öld. „Guð veit ég elska yóur lika" Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. Að þeim Jóni og Hólmfríði skyldi meinað að eigast féll fullkomlega að rómantíkinni, ástin var harmræn og elskendur gátu oft ekki sameinast fyrr en í öðru lífi. Jón og Hólmfríður lifðu sig inn í harmleikinn og skrifuðust á leynilega í gegnum Sigurgeir bróður hennar. Hólmfríður var aðeins 19 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.