Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1997, Qupperneq 19

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1997, Qupperneq 19
.. Morgunblaðið/Kristinn OSSUR Geirsson stjórnar Skólahljómsveit Kópavogs á æfingu. Framtíðartónlist Skólahljóm- sveit Kópa- vogs 30 óra SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs er þrjá- tíu ára í dag. Verður af því tilefni mikið um dýrðir í bænum og ber hæst útgáfu geislaplötu, þar sem hljómsveitin flytur sýnishorn af þvi sem hún hefur verið að fást við síðasta kastið en aukinheldur verður afmælisriti, þar sem saga hljóm- sveitarinnar er sögð í máli og myndum, dreift til Kópavogsbúa á næstu dögum. Afmæliskaffi verður fyrir alla velunnara hljómsveitarinnar í Félagsheimili Kópa- vogs milli kl. 17 og 19 í dag en hátíðardag- skránni lýkur með tónleikum í Háskóla- bíói 8. mars næstkomandi. Stofnað var til Skólahljómsveitar Kópa- vogs haustið 1966 en afmælisdagurinn er miðaður við fyrstu tónleika sveitarinnar, sem haldnir voru við Kársnesskóla 22. febrúar 1967. Stofnandi hljómsveitarinn- ar og stjórnandi lengst af var Björn Guð- jónsson en Össur Geirsson leysti hann af hólmi árið 1993. Gekk hann fyrsttil liðs við hljómsveitina árið 1972, þátíu ára gamall, og hefur „verið viðloðandi hana síðan“. Um 130 börn og unglingar taka þátt í starfi Skólahljómsveitar Kópavogs og seg- ir Össur að færri komist að en vilji. „Við getum einfaldlega ekki tekið við fleir- um.“ Er hópnum skipti i þrennt eftir aldri og getu. í a-sveit eru nemendur í 4.-6. bekk grunnskóla, í b-sveit nemendur í 6.-8. bekk og í c-sveit nemendur í 8.-10. bekk. Þá eru í hljómsveitinni fáeinir ungl- ingar sem lokið hafa grunnskólaprófi og hafa „ekki getað hætt,“ svo vitnað sé í Össur. Fær hver nemandi hljóðfæra- kennslu tvisvar sinnum í viku og samæf- ingar eru jafnmargar. Að sögn Össurar varð hljómsveitin fljótt áberandi í menningarlífi Kópavogs, auk þess sem hún hefur alltaf kostað kapps um að halda tónleika um víðan völl — hefur meðal annars farið í utanlandsferð- ir með „misreglulegu millibili", svo sem stjórnandinn orðar það, síðast til Dan- merkur og Svíþjóðar 1995. Þá eru æfingabúðir úti á landi fastur liður í starfi Skólahljómsveitar Kópavogs og segir Össur að oftar en ekki sé efnt til tónleika í kjölfarið. Hljómsveitin kem- ur, að sögn stjórnandans, að meðaltali fram átta til tíu sinnum í mánuði yfir veturinn, en mesti annatíminn er fyrir jólin. Össur segir að efnisskrá hljómsveit- arinnar sé fjölbreytt en þar beri þó mest á hefðbundinni lúðrasveitatónlist, íslensk- um lögum, dægurlögum, lögum úr kvik- myndum og söngleikjum svo eitthvað sé nefnt. Á tónleikunum í Háskólabiói verður meðal annars flutt tónlist úr söngleiknum My Fair Lady, óperunni Aidu og kvik- myndinni Sting, auk íslensks efnis. Sænsk mynd- list í anddyri Norræna hússins SÆNSKA listakonan Lena Cronqvist heldur sýningu í anddyri Norræna húss- ins á sautján grafíkblöðum og þremur skúlptúrum og verður hún opnuð í dag, laugardag. Sýningin tengist sænskri bókakynn- ingu sem verður í Norræna húsinu og hefst kl. 16 í dag. Eiginmaður Lenu, rithöfundurinn Göran Tunström, er gestur a bókakynningu eins og sagt er frá annars staðar í Lesbókinni. Lena er fædd árið 1938. Hún stund- aði nám við Konstfackskolan og Lista- háskólann. Hún hefur haldið sérsýning- ar í Svíþjóð og erlendis frá 1965 og tekið þátt í samsýningum, meðal annars í Kína. Sýning á verkum hennar var haldin í Norræna húsinu í Reykjavík árið 1988. Sýningin verður opin daglega á opn- unartíma Norræna hússins. Sýningunni lýkur miðvikudaginn 12. mars. LOKATÓNLEIKAR Myrkra músík- daga, íslenska tónlistartvíærings- ins, eru að þessu sinni helgaðir rafeindatónlist. Flutt verða verk fimm höfunda, Kjartans Ólafsson- ar, Lárusar Grímssonar, Ríkarðs H. Friðrikssonar, Hilmars Þórðar- sonar og Helga Péturssonar, og tónleikarnir haldnir á veitingahúsinu Gauk á Stöng í dag, hefjast kl. 17.00. Verkin eru fyr- ir segulband og slagverk segulband, segul- band, segulband og segulband, slagverk, rafg- ítar, tóngervil og stýrðan spuna. Meðal flytj- enda verða Pétur Grétarsson, Hilmar Jensson og Kjartan Ólafsson. Þeir félagar Lárus Grímsson og Kjartan Ólafsson segja að rafeindatónlist hafi alla tíð verið útundan innan um aðra tónlist, en þó unnið sér sess smám saman. Kjartan riflar upp að upphaflega hafi menn framleitt rafeinda- tónlist með útvarpstækjum sem stillt voru á truflanir. „í dag er tæknin orðin milljón sinnum betri og því gerð krafa um að þetta sé fullmót- uð og fullbyggð tónlist." Lárus segir að þegar hann hóf sitt nám í Hollandi í upphafi níunda áratugarins hafi ekki verið minni áhugi fyrir rafeindatónlist en hefðbundnari tónlist. „Það má ekki gleyma því að rafeindatónlist er víða þrælviðurkenndur tónlistarmiðill og hefur skip- að sess í tónlistarlífi nágrannalanda okkar eins og Frakklandi og Hollandi til að mynda.“ Kjartan segir tímatal íslenskra rafeindatón- listarmanna hefjast 1961, en þá voru menn eins og Magnús Blöndal Jóhannsson og Þor- kell Sigurbjörnsson brautryðjendur í þessari gerð tónlistar á íslandi skömmu eftir að álíka tilraunir hófust í öðrum iöndum Evrópu. „Menn stóðu upp og mótmæltu, gerðu hróp að höfund- um og gengu út. Á áttunda áratugnum voru menn farnir að mýkjast í andstöðu sinni, farn- ir að venjast þessum hávaða, en þegar komið var fram á níunda áratuginn má segja að raf- eindatónlist hafí hlotið nokkra viðurkenningu," Lokatónleikar Myrkra músíkdaga veróa á Gauk á Stöng í dag kl. 1 7. ÁRNI MATTHÍASSON ræddi við tvö rafeindaskáldanna fimm sem eiga verk á þeim tónleikum. segir Kjartan og bætir við að síðustu ár hafí tónlistarmenn nýtt sér rafeindatækni æ meir við tónsmíðar og flutning verka og nefnir að á Myrkum músíkdögum að þessu sinni hafi til að mynda sænski saxafónkvartettinn, sem var sérstakur gestur hátíðarinnar, nýtt sér raf- eindatækni við flutning sinn, Camilla Söder- berg hafi samtvinnað blokkflautuleik og raf- eindatól, hollenskur bassaklarinettleikari, Harry Sparnaay, sem einnig var gestur hátíð- arinnar, hafi flutt kórverk eftir Atla Heimi Sveinsson með Hamrahlíðarkórnum og ýmsum rafeindatólum og svo mætti telja. Eitthvaó nýtt eóa eitthvaó gamalt sagt á nýjan hátt Þeir félagar segjast ekki reyna að ganga framaf fólki áheyrendum með tónsmíðum sín- um, sá tími að menn sömdu tónlist til að stuða fólk sé löngu liðinn. „í dag er enginn að reyna að sjokkera fólk,“ segir Lárus. „Á tímum Musica Nova hér á íslandi reyndu menn að hrista upp í fólki,“ segir Kjartan, „og í lokin á þeirri hreyfingu voru menn komnir í blind- götu. Þeir byijuðu sjöunda áratuginn á því að ganga fram af fólki, sem síðan varð að áherslu- atriði frekar en að gera frambærilega tónlist; sumir Musica Nova-manna stóðu á endanum bara í því að sjokkera fólk, frekar en að helga sig tónlistinni. Annað er uppi á teningnum í dag, menn reyna frekar að koma á óvart frek- ar en að ganga fram af folki, reyna að koma með eitthvað nýtt eða segja eitthvað gamalt á nýjan hátt.“ Lárus segir að töluvert sé um að ungt fólk sé að fást við rafeindatónlist en aðstöðuleysi hái mjög kennslu á þessu sviði. „Yfrirleitt er það þó aðallega undir kennaranum komið hvað nemandinn lærir af rafeindatónlist. Sumir kennarar eru svo forpokaðir að nemendur þeirra kynnast ekkert af tónlist sem samið er á þessari öld, hvað þá rafeindatónlist." Kjartan segir að það hljóti að taka tima að koma raf- eindatónlist inn í tónlistarskóiakerfið og bend- ir á að ekki sé langt síðan menn tóku að kenna á klassískan gítar hér á landi. „Það virðist sem skólarnir séu að taka við sér, en það er eðli tónlistarskóla að vera íhaldssamir og kenna gamla tónlist. Enginn fer fram á að hætt sé að kenna gamla tónlist, því við byggjum vitan- lega á þessum gömlu fræðum. Krafa nútímans er að skólarnir taki meira inn af þv í sem er að gerast í dag, því þegar menn koma úr skól- anum, hvaða tónlist sem þeir fara í, verða þeir að kunna skil á flestu." Minimalisminn deyr úr leiöindum Meðal ungs fólk er mikill áhugi á rafeinda- tónlist og víða eru ungmenni að fást við hljóð- gervla, -smala og hljómborð, að semja og spila. Flest fást þau við mínimalíska danstónlist en sprengja það form snemma og fara að semja veigameiri verk. Þessi ungmenni má kalla nýja kynslóð íslenskra tónskálda, sem finnst hún ekki eiga mikið erindi inn í tónlistarskóla og fyrir vikið blasir við að slitni samband milli íslenskrar tónlistarhefðar og tónsmiða framtíð- arinnar. Kjartan tekur undir þetta og segir að þeir sem séu að koma inn í rafeindatónlist- ina núna séu ekki hefðbundir tónlistarnemend- ur. „Þeir koma frekar úr hinni áttinni, hafa verið að semja götutónlist, ef má kalla það svo, verið að pæla í hljóðum og hljómum og semja mínimalíska danstónlist. Mínimalisminn hefur þann eiginleika að deyja út í hvert skipti sem menn fara inn á hann; hann deyr úr leið- indum og ef hann tórir þá deyja þeir úr leiðind- um sem hlusta á hann,“ segir Kjartan og hlær við, en bætir síðan við af meiri alvöru. „Tónlist- arskólarnir eru of íhaldssamir fyrir þá hröðu þróun sem er í dag. Þeir leggja sig ekki eftir því að sinna dægurtónlist eða einhveijum dægursveiflum, en víða í Evrópu, til að mynda í Hollandi, hafa menn verið fljótir að taka við sér og taka rafeindatónlistina inn í skólana." Eins og getið er verða tónleikarnir í kvöld á Gauki á Stöng, sem hefur hingað til verið lagður undir aðra gerð tónlistar. Kjartan segir og að fyrstu viðbrögð manna í tónskáldafélag- inu hafi verið á þá lund að Gaukurinn væri ómögulegur staður fyrir alvarlega tónlist, en staðarvalið réðst ekki síst af því að hvergi væri aðstaða fyrir tónleikahald. Þannig væri til að mynda verið að halda veigamikla tónlist- arhátíð það sem Myrkir músíkdagar eru og þyrfti að halda hana um allan bæ með öllu því umstangi sem því fylgdi, hljóðfæra- og tækjaflutningi. „Við erum bara að laga okkur að tónleikahallarskorti, erum bara þar sem hægt er að flytja tónlist." Morgunblaðið/Jón Svavarsson RAFEINDASKÁLDIN fimm, Hilmar Þórðarson, Ríkarður H. Friðriksson, Lárus Grfmsson, Kjartan Ólafsson og Helgi Pétursson. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. FEBRÚAR 1997 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.