Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Blaðsíða 6
ÚR Bláu kápunni sem naut mikilla vinsælda leikhúsgesta vorið 1961. Frá vinstri eru Jóhann Konráðsson, Björg Baldvinsdóttir, Aðalsteinn Jónsson, Ragnhildur Steingrímsdótt-
ir, Brynhildur Steingrímsdóttir, Halldór Helgason, Júlíus Oddsson, Egill Jónasson, Sigtryggur Stefánsson, Sigríður P. Jónsdóttir, Haraldur Sigurðsson og Árni Valur Viggósson
JÓN Norðfjörð f hlutverki Skrifta-Hans f
Ævintýri á gönguför árið 1933.
UPPHAF sjónleikja á Akur-
eyri má rekja allt aftur til
ársins 1860 að því er fram
kemur í bókinni Saga leik-
listar á Akureyri eftir
Harald Sigurðsson. Danir
settu þá mark sitt á bæinn
og þótti leiklistin nærtæk
upplyfting í fásinninu uppi á íslandi. í fyrstu
voru danskir leikþættir alls ráðandi í leiklist-
arlífi bæjarins og var leikið í vöruskemmum,
salthúsum og sláturhúsum. Er fram liðu
stundir var farið að leika á íslensku og verk
eftir íslenska höfunda sett á svið. Þá urðu
það mikil umskipti er Samkomuhúsið var
reist en þangað hafa bæjarbúar og gestir
sótt leiksýningar í um 90 ár.
Blósió mönnum eldmóó í brjóst
Nokkrir áhugamenn gengust fyrir því
árið 1916 að koma Skugga-Sveini á svið
og og í mars 1917 setti Kvenfélagið Framtíð-
in Andbýlingana upp. „Telja má sennilegt
að hinar ágætu undirtektir sem sýningar á
Skugga-Sveini og Andbýlingunum hlutu
hafi glætt áhuga manna til skipulegra starfs
og glæsiieikinn á sýningum frú Stefaníu
kann einnig að hafa blásið mönnum eldmóð
í brjóst og sveipað leikstarfið einhvers konar
dýrðarljóma," segir í Sögu leiklistar á Akur-
eyri um stofnun Leikfélags Akureyrar vorið
1917, en stofnfélagar voru 14 talsins.
Atvinnuleikhús merk timamót
Ein merkustu tímamót í sögu Leikfélags
Akureyrar urðu árið 1973 þegar atvinnuleik-
hús var stofnað á Akureyri, en þá voru 5
fyrsta skipti fastráðnir leikarar, alls átta, á
LEIKFELAG AKUREYRAR 80 ARA
ATVINNULEIKHÚSIÐ
VAR HEIMSMET
r
Attatíu ár eru í dag, laugardaginn 19. apríl, lióin
frá stofnun Leikfélags Akureyrar. Tímamótanna er
minnst í kvöld meó hátíóarsýningu á Vefaranum
mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness í leikgeró
Halldórs E. Laxness og Trausta Olafssonar en þetta
afmælisverk var frumsýnt um liðna helgi. MARGRET
ÞORA ÞORSDQTTIR kynnti sér sögu leikfélagsins.
REGÍNA Þórðardóttir og Ágúst Kvaran í hlutverkum sínum í Fröken
Júlíu, sem sýnt var 1933..
vegum þess. „Það er gríðarlega mikilvægt
fyrir allt landið að slík starfsemi sé ekki
bundin við höfuðborgarsvæðið, þó það gangi
kraftaverki næst að halda úti atvinnustarf-
semi í leiklist í svo litlu bæjarfélagi,“ segir
Trausti. „Leiklist er það listform sem fram-
ar öðru hentar til að sýna lífið í öilum sínum
ijölbreytileika og gefa áhorfendum tækifæri
á að lifa sig inn í aðstæður annarra og spegla
sjálfa sig í þeim.“
Trausti segir að það að vera atvinnuleik-
hús á landsbyggðinni sé stolt Leikfélags
Akureyrar, en geri um leið miklar kröfur
til þess. „Eins og vera ber eru sömu list-
rænu kröfur gerðar til þess og atvinnuleik-
húsanna á höfuðborgarsvæðinu," segir hann
og bætir við að samkeppnisaðstæður þess
séu nokkru erfiðari þó ótrúlega oft hafi tek-
ist að fá allra bestu listamenn á sínu sviði
til starfa fyrir norðan.
Ekki á brauói einu saman
Jón Kristinsson hefur mjög komið við
sögu Leikfélags Akureyrar, var á sviðinu
meira og minna í yfir 40 ár og gegndi
mörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið var
m.a. formaður þess í 12 ár. I hans huga
er stofnun atvinnuleikhúss fyrir tæpum ald-
arfjórðungi stærsta skrefið sem stigið hefur
verið i sögu þess. „Þetta var þróunin, Leikfé-
lag Reykjavíkur var orðið atvinnuleikhús og
maður fann fyrir vaxandi kröfum um að
slíkt hið sama myndi gerast hér. Það var
líka sífellt erfiðara að manna þrjú til fjögur
leikverk á ári með áhugafólki sem var við
æfingar í frítíma sínum. Ég hef einhvern
tíma sagt að það væri líklega heimsmet að
starfrækja atvinnuleikhús í 12 þúsund
manna bæ eins og Akureyri var á þessum
árum, en þetta var mikill merkisatburður,"
segir Jón.
Á þessum tíma þótti mörgum að pening-
um sem varið var til atvinnuleikhúss væru
betur komnir í önnur og þarfari verk að
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. APRÍL1997