Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Qupperneq 7
SIGURVEIG Jónsdóttir og Þráinn Karlsson íhlutverkum Höllu og Kára
í Fjalla-Eyvindi leikárið 1972-3.
DJÖFLAEYJAN var tekin til sýninga fyrir tveimur árum, hér eru þær Sigurveig Jónsdótt-
ir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sunna Borg og Bergljót Arnalds í hlutverkum sínum.
ÞÓRHALLA Þorsteinsdóttir í hlutverki Úlfhildar húsfreyju að Rauðá og Guðmundur
Gunnarsson sem Hrafn, hinn seki skógarmaður, í Úlfhildi, sem sýnt var 1955.
RAGNHEIÐUR Steindórsdóttir og Arnar
Jónsson í hlutverkum Elísu Doolittle og
Henry Higgins í My Fair Lady sem frum-
sýnt var í október 1983.
sögn Jóns, en hann benti á að ekki lifði
maðurinn á brauðinu einu saman. Það hefði
líka sýnt sig i áranna rás að ákvörðunin var
rétt og nú væri heilmikil starfsemi kringum
Leikfélag Akureyrar og fjöldi fólks legði
leið sína til bæjarins að sjá leikritin sem
sett væru upp.
Jón segir að oft hafi komið erfiðir tíma
í leikhúsinu, verið erfitt að láta enda ná
saman. „En minningarnar eru góðar og án
þeirra vildi ég alls ekki vera,“ segir hann.
Jón lék á milli 40 og 50 hlutverk, stór og
smá. Eitt erfiðasta hlutverkið var Georg í
Mýs og menn, þá nefndi hann að skemmti-
legt hafi verið að leika Pat í Gísl „og svo
man ég vel eftir Pabba, það var hlýlegt hlut-
verk sem maður þekkti sig svo vel í,“ rifjar
hann upp.
Metnaóarfullt leikfélag
„Leikfélag Akureyrar hefur sett upp leik-
sýningar sem borið hafa hróður þess langt
út fyrir bæjarmörkin, vakið athygli bæði
lærðra og leikra. Að mínu mati hefur Leikfé-
lag Akureyrar frá fyrstu tíð verið gríðarlega
metnaðarfullt félag, verkefnavalið hefur
verið það metnaðarfullt að á stundum er
teflt á tæpasta vað,“ segir Trausti.
MARTEINN skógarmús og Lilli klifurmús,
þeir Skúli Gautason og Aðalsteinn Berg-
dal í Dýrunum í Hálsaskógi sem sýnd voru
í vetur.
Til marks um það hversu öflugt starf
hefur verið á vegum félagsins nefnir hann
söngleiki og óperettur sem það hefur sett
upp í gegnum árin, Leðurblökuna, My Fair
Lady, Fiðlarann á þakinu svo dæmi séu
nefnd um stórvirki félagsins. Þá hafi félag-
ið einnig ævinlega kappkostað að setja upp
sýningar sem líklegar eru til að falla áhorf-
endum vel í geð. Og ekki hefur félagið
gleymt yngstu kynslóðinni á hveijum tíma,
en barnaleikrit eru reglulega sett upp.
Gott fólk við stýrió
„Að mínu mati er starfsemi Leikfélags
Akureyrar þróttmikil, það fólk sem verið
hefur í forsvari fyrir félagið hefur staðið sig
með miklum ágætum og ég vona sannarlega
að félagið beri áfram gæfu til að hafa gott
fólk við stýrið, það skiptir öllu máli. Á þess-
um tímamótum er ég bjartsýnn fyrir hönd
félagsins,“ segir Jón Kristinsson.
„Það er ástæða til að færa þessum átt-
ræða unglingi, Leikfélagi Akureyrar, bestu
óskir í tilefni dagsins og Akureyringum og
landsbyggðarbúum öllum til hamingju með
að hér skuli vera rekið atvinnuleikhús sem
kappkostar að bjóða upp á leiklist sem stenst
allar gæðakröfur," segir Trausti.
3
>
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. APRÍL 1997 T