Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Side 9
PLÁNETURNAR sjö sem lýst var í ritum stjörnuspekinga fram á 18. öld. VÍSINDI FYRIR þúsundum ára, þegar menn fóru að veita því at- hygli að börn sem fæddust um vetur voru frábrugðin þeim sem fæddust að sumri til, fóru þeir að velta ástæðunni fyrir sér. Aldirnar liðu hver af ann- arri en smám saman rann það upp fyrir ýmsum spekingum að kannski hefðu himin- tunglin áhrif á persónuleika fólks þegar við fæðingu, ekki síst máninn sem virtist hafa áhrif á sjávarföll og jafnvel sálarlíf fólks. Svo virtist sem sumt fólk gæti orðið tunglsjúkt, eins og það var kallað, eða yfirmáta róman- tískt þegar tunglið var fullt. Ef máninn gat haft þessi áhrif, hvað þá um sólina og stjörnurnar? Smám saman rann það upp fyrir nokkrum fornum stjörnuglópum að hægt væri að kenna stjörnum himinsins um mismunandi hegðun fólks. Kenningin var kannski athyglisverð en auðvitað algert bull. Máninn er svo nálægur jörðinni að hann sýn- ist mörgþúsund sinnum stærri en Venus og Mars, næstu nágrannar okkar í sólkerfinu. Þessir nágrannar okkar eru hins vegar svo langt í burtu að þeir geta ekkihaft nein áhrif á lífið á jörðinni, hvað þá á persónuleika fólks. Nókvaemar spór Þar með heldurðu kannski að málið sé afgreitt, en bíddu aðeins og lestu áfram. Svo virðist sem þessir svokölluðu stjörnuspeking- ar (sem eiga ekkert sameiginlegt með stjörnu- fræðingum, eins og margir vita) hafi eitthvað til síns máls. Hver er t.d. ástæðan fyrir því að tvíburafólk er ólíkt sporðdrekafólki? Hafa þá stjörnuspekingar rétt fyrir sér eftir allt saman? Nei. Það er nú eitthvað annað. Fyrir nokkrum öldum héldu flestir, jafnvel menntamenn, að sólin og allar stjþrnurnar á himninum snérust um jörðina. I dag vita menn auðvitað betur, en margir stjörnuspek- ingar haga sér samt eins og jörðin sé miðja alheimsins. Þeir halda að Venus, Mars, Júpít- er og allar hinar stjörnunar hafi bein áhrif á líf okkar. Þeir halda jafnvel að ákveðin ljós- merki á næturhimninum (stjörnumerkin í Dýrahringnum) hafi álíka mikil áhrif, ef ekki meiri. Þeir hafa einfaldlega rangt fyrir sér. Sumar fjarlægar stjörnur mynda einskonar mynstur á næturhimninum. Flestar þessara stjarna eru margfalt stærri en sólin okkar, aðrar eru heilar stjörnuþokur. Fjarlægð þeirra frá jörðu er allt frá nokkrum tugum ljósára að nokkrum milljónum ljósára. Ef haft er í STJORNUSPEKI EÐA VILLUTRU? EFTIR ÞORSTEIN EGGERTSSON Stjörnuspeki á ekkert skylt vió vísindi. Astæóan er kannski sú aó vísindamenn og stjörnuspekingar hafa misskiliö lögmál stjörnuspekinnar frá upphafi. VISAR á venjulegri klukku benda á ákveðna tölustafi og gefa þannig til kynna hvað tímanum líður. Það eru þó ekki tölu- stafirnir sem stjórna visunum. Þeim er stjórnað frá miðju klukkunnar. Á sama hátt hafa fjarlæg stjörnumerki engin áhrif á Jörðina. Gagnvart henni eru þau aðeins einskonar tölustafir á risastórri klukku- skífu, en sólin er f miðjunni. huga að ljósið þýtur áfram með um 300.000 kílómetra hraða á sekúndu verður strax ljóst að ekki er hægt að gera sér neina raunhæfa grein fyrir svona fjarlægðum. Þar að auki sjáum við þessar stjörnur ekki eins og þær líta út í dag, heldur eins og þær litu út þeg- ar ljósið lagði af stað frá þeim. Þegar við horfum á heiðskíran næturhimin, þá erum við í rauninni að horfa mismunandi langt aftur í fortíðina. Ef við horfum t.d. á stjörnu sem er í hundrað ljósára Qarlægð frá okkur, þá sjáum við hana eins og hún leit út fyrir heilli öld. Stjörnur sem eru í margra milljóna ljósára fjarlægð geta því verið útbrunnar fyrir löngu þegar ljósið frá þeim sést á nætur- himninum okkar. Kannski sprungu þær í loft upp, jafnvel löngu áður en ísland byggðist. Og stjörnurnar í stjörnumerkjunum svoköll- uðu eru, margar hveijar, þúsundir ljósára hver frá annarri og það í allar áttir. Mýfluga við Mývatn er hlutfallslega nær kálmaðki í Kalkútta og í nánara sambandi við hann en þessar stjörnur sem við sjáum á kvöldhimnin- um hver við aðra. Strengjabrúöur stjörnuhiminsins Stjörnuspekingarnir hafa aðeins rétt fyrir sér að einu leyti; sólin hefur bein áhrif á allt lífið á jörðinni. Svo að kannski hefur vísinda- mönnum yfirsést ýmislegt um leynda krafta sólarinnar, krafta sem ættu þó að liggja í augum uppi. Maður sem dvelur á tunglinu í mánuð eða svo sér jörðina snúast kringum sjálfa sig á 24 klukkutímum. Þetta köllum við sólarhring en ætti auðvitað að heita jarðarhringur, en það er annað mál. Evrópa blasir kannski við tunglfaranum um hádegið en nokkrum klukkutímum seinna sér hann Ameríku birt- ast. Hann sér líka skuggahlið jarðarinnar breytast smám saman meðan tunglið færist úr stað. En þetta vita allir. Hvað þá um lands- lagið á sólinni? Auðvitað eru þar hvorki höf né heimsálfur þar sem hún er gerð úr eilífum eldi og gasi, a.m.k. á yfirborðinu, en samt hljóta ýmis föst kennileiti að vara þarna, þótt þau sjáist ekki. Ef sólin væri eins og jörðin, þá gætum við kannski séð Evrópu hennar í janúar, ef svo má segja, og Ameríku birtast í apríl. Ekki nóg með það. Sólin held- ur í allar pláneturnar sínar með einskonar ósýnilegum kröftum aðdráttaraflsins. Þessir kraftar hafa áhrif á útvarpsbylgjur, sjávar- föll, segulsvið og eflaust ýmislegt annað. Segjum sem svo að þessir kraftar séu eins og ósýnilegir strengir; einn heldur í Júpíter, annar í Satúmus o.s.frv. Svo að þegar jörðin fer í gegn um Júpíterstrenginn, svo dæmi sé tekið, þá fer hún í gegn um einhveija ósýnilega krafta. En þegar Júpíter er hinum megin við sólina, þá virka þeir kraftar ekki á jörðina. Sólin er því, gagnvart jörðinni, eins og miðja á klukkuskífu þar sem togkraftur hverrar plánetu, auk jarðarinnar, er eins og vísir. Stjörnumerkin gætu þá virkað svipað EFST: SÓLIN heldur í plánetur sínar í him- ingeimnum með ósýnilegum strengjum til að halda þeim á brautum sínum. Aðdrátt- arafl hennar dreifist jafnt í allar áttir, jafn- vel langt út fyrir Plútó. Neðri myndirnar: Frá Jörðinni séð virðast stjörnurnar á himninum raða sér upp í mynstur. Með því að draga línur á milli ákveðinna punkta, má fá út allskonar myndir. Þær má auð- veldlega draga atlt öðruvísi og þá tákna þær ekki hrút, naut eða tvíbura o.s.frv. og tölustafirnir á klukkuskífunni. Svo einfalt er það. Það eru því engar áhrifastjörnur í sólkerf- inu okkar. Kraftarnir koma beint frá sólinni. Þetta þýðir með öðrum orðum að hvorki stjörnuspekingar né stjörnufræðingar hafa rétt fyrir sér varðandi stjörnuspekina svoköll- uðu. En þeir hafa kannski ekki fullkomlega rangt fyrir sér heldur. Höfundurinn er texfasmiöur og rithöfundur og hefur að undanförnu búið í Dublin. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. APRÍL 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.