Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Síða 10
KÍNVERJU/'
UM 15MILL
EFTIR SÓLVEIGU K. EINARSDÓTTUR
Þaó tekur sinn tíma fyrir yfirvöld aó kenna hundr-
uóum milljóng Kínverjg aó stara ekki ó útlendingg
og þó Peking sé ef til vill vanari feróamönnum en
margar aórar borgir í Kína gleymg þeir sér og stara
óspart enda sumir feróamenn hólfgeró vióundur í
þeirra augum. Kínverjar eru samt kurteisir og hjólp-
samir - engipn skyldi þó búast vió bióraóamenn-
ingu hvorki ó pósthúsum né matsölum..
:
KÍNVERSK klippimynd, vitnisburður um
tryggð við fornar hefðir og fádæma
fínlegt handverk.
IMANNÞRÖNGINNI inni í miðborginni
í hita og raka hásumarsins stóð at-
hafnasamur maður með sveðju á lofti.
Á gangstéttinni fyrir framan hann
lágu þrír svínsskrokkar - til hliðar
stóð vog. Hlutaði slátrarinn sundur
skrokkana að ósk vegfarenda og gátu
þeir fengið hvern þann part sem þeir
kusu helst. Brá hann síðan kjötbitanum á
vigtina, vafði inn í bréf og afhenti gegn borg-
un. Peking er ein af stærstu borgum heims,
miðstöð menningar- og stjórnmálalífs í Kína.
íbúar taldir yfir 10 milljónir og nær borgin
yfír 16.000 ferkílómetra svæði eða á stærð
við Belgíu. Öldum saman hafa safnast hing-
að ómetanlegar minjar sögu og menningar
kynslóðanna. Múrinn mikli, Keisarahallirnar,
Sumarhöllin og Ming-grafirnar eru heims-
fræg. Byggingalist þessara staða sannar
snilli kínverskrar alþýðu og laðar að ferða-
menn úr öllum heimshornum. Peking er í
senn sögulegur gimsteinn og iðandi stórborg
sem sogar nú að sér menningu Vestur-
landabúa eins og til þess að glæða austur-
lenskar menningarhefðir. Hitt er svo annað
mál hvort menn telja hamborgara og Mikka
mús sérstaklega vel til slíks fallna. En Pek-
ingbúar sækjast eftir að gera borg sína að
nútímalegri heimsborg og lái þeim hver sem
vill.
Júlí eða ágúst er ekki rétti tíminn til þess
að dvelja í Peking. Hiti, raki og mengun
gera ferðalangnum erfítt fyrir. Mengunin
svífur eins og hvít þoka yfir öllu. Á sumrin
(júní, júlí, ágúst) er meðalhitinn 26 gráður á
Celcíus, mjög heitt og rakt, auk þess moskító-
flugur og regn í júlí.
Haustið er best til heimsókna. Vorið
(apríl-maí) er stutt, rykugt og þurrt en vetur-
inn hins vegar kaldur, frost allt niður í mín-
us 20 stig. Ef ferðalangar eiga þess nokkurn
kost, þurfa þeir að komast út úr borginni
og sjá sveitina og landið. Enn búa þrír af
hveijum fjórum Kínvetjum utan borga. Land-
rými er afar verðmætt og fólk býr þétt til
þess að meira land sé aflögu fyrir kornrækt.
Það tekur sinn tíma fyrir yfirvöld að kenna
hundruðum milljóna Kínveija að stara ekki
á útlendinga og þó Peking sé ef til vill van-
ari ferðamönnum en margar aðrar borgir í
Kína gleyma þeir sér og stara óspart enda
sumir ferðamenn hálfgerð viðundur í þeirra
augum. Kínveijar eru samt kurteisir og hjálp-
samir - enginn skyldi þó búast við biðraða-
menningu hvorki á pósthúsum né matsölum.
Einhver komst þannig að orði að maður yrði
að vera snar í snúningum og grípa gæsina
þegar hún gæfist eða grípa í tómt.
Milli flautandi farartækja
Það er óbjörgulegt ástand að vera einn í
framandi landi. Þóttist blaðamaður því hafa
himin höndum tekið er kínversk vinstúlka
birtist honum til halds og trausts. Reyndist
HIMNAMUSTERIÐ er stærsti og best varðveitti helgidómur i Kína. Musterið var byggt 1420. Bænasalurinn er hringlaga, 38 m undir
loft og 30 m í þvermál. Á myndinni sést loftið í bænasalnum, sem þykir einstakt. Hér færðu keisarar Ming- og Quing-ættar fórnir
og báðu um góða uppskeru.
hjálp hennar ómetanleg. T.d. slapp blaðamað-
ur oft ódýrar úr klóm leigubílstjóra en Vestur-
landabúar sem áttu sér engan kínverskan
málsvara.
Að taka strætó er ævintýri í sjálfu sér.
Strætisvagnar og reiðhjól eru aðalfarartækin
fyrir utan gula fólksflutningavagna (sem
taka 12-15 farþega) og leigubíla. Allir í
strætó!
Þeirri kínversku fannst fjarskalega gaman
að taka strætó en blaðamaður var á glóðum
um að týnast gjörsamlega eða bráðna í troð-
fullum vagni í hitanum. Eiginleiki Kínveija
- reyndar Japana líka - til þess að sofna í
lestum eða strætisvögnum - er með eindæm-
um. Ævinlega virtust þeir þó vakna til þess
að fara út á réttri stöð. - Einnig bygginga-
verkamenn sem unnu við stækkun hótelsins,
þar sem blaðamaður dvaldi, sváfu á vinnupöll-
unum í hádegishléinu.
Nánast hvergi voru umferðarljós. Öryggis-
belti óþekkt fyrirbæri. Fólk þræðir leið sína
milli flautandi farartækja. Lögregluþjónar
stjóma umferðinni frá litlum umferðareyjum.
Eru þeir ekki öfundsverðir af starfinu. Samt
virðast vera reglur í óreglunni en víst er um
það að blaðamaður þakkaði sínum sæla í
hvert sinn er hann komst heilu og höldnu
gegnum borgina. Sjái maður út um glugga
á farartækinu ber margt fyrir auga saman-
ber svínin hér í upphafí. M.a. sá blaðamaður
tvo kínverska karlmenn sitja á stólum á gang-
stéttinni með hvít klæði yfir sér. Létu þeir
klippa hár sitt á þessari gangstéttarhár-
greiðslustofu.
Hvar sem er í heiminum virðist þveginn
þvottur á mánudögum og svo er einnig í
Peking. Þvottur hékk á snúrum milli tijáa á
aðalgötunum og betra að taka það ekki svo
að hann sé til sölu. Hvergi sáust klemmur
enda óþarfar í stafalogni. Eru Kínverjar eink-
ar hreinlegir og snyrtilega til fara. Gífurleg-
ar byggingarframkvæmdir stóðu yfir í Peking
og kvað sú kínverska hið sama vera tilfellið
í öðrum kínverskum borgum. Vonandi gleyma
yfirvöld þó ekki sveitunum því þá mun bilið
milli hinna ríku og fátæku dýpka og stefna
í óefni. í hótelþorpi blaðamanns sást fjöldi
glæsilega klæddra Kínveija, margir hveijir
akandi í Mercedes Benzum. Virtist enginn
vafí leika á því að stétt nýríkra er risin upp.
Kínveijum fjölgar um 15 milljónir á ári
vegna betri heilsugæslu og fæðu þannig að
í sífellu er þörf á meiri mat. Mikil áróðursher-
ferð stjórnvalda hvetur fólk til þess að eiga
aðeins eitt barn og sérstakt leyfi þarf frá
staðaryfirvöldum til þess að eignast annað
barn og fylgja því aukin skattgjöld. Bændur
og ýmsir minnihlutaþjóðflokkar mega þó
eignast tvö og jafnvel þijú börn.
Fjöldinn allur vill eignast son svo á áróð-
ursveggspjaldi sést kínverskur stjórnmála-
leiðtogi fagna sérstaklega lítilli stúlku. Allt
til þess að fá fólk til þess að sætta sig betur
við dóttur. Áberandi er hversu mikið dálæti
Kínveijar höfðu á börnum. Hvar sem farið
er, sæta þau sérstakri umönnun og ástúð.
Hreinum og fallega klæddum er þeim hamp-
að á allan máta.
Eitt af s|ö undrum veraldar
Keisari Qin (221-210 f.Kr.) sá sem hóf
byggingu múrsins mikla til þess að veija
Kína frá nágrönnum í norðri, réð aðeins yfir
einum þriðja þess sem við köllum Kína í
dag. Síðar var haldið áfram að bæta við
múrinn uns hann varð 5.000 km langur. í
dag er múrinn eftirlæti ferðamanna - einkum
hlutinn rétt norður af Peking. Þangað
streyma tugir rútubíla fullir af útlendingum
og Kínveijum - og múrinn þar sem áður
gátu riðið fimm riddarar samhliða, ganga
nú 15 ferðamenn hlið við hlið - mannþröng
eins og í miðborg Peking - einkum ef um
sunnudag er að ræða. Skemmir þetta tals-
vert fyrir þar sem þetta veraldarundur er
eitt hið tilkomumesta sem ferðamaður sér á
lífsleiðinni og nokkuð sem best er að njóta
í næði. En sé maður á eigin vegum og kaup-
ir sér far aðra leiðina snemma dags er hægt
að dvelja þarna yfir daginn. Freista gæfunn- g
ar með far heim. Gangan upp múrinn líkist h
helst afar brattri fjallgöngu. Kemur sér þá
10 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. APRÍL1997