Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Qupperneq 12
OKEYPIS TIL
KAUPSKIP á Seyðisfiröi 1882.
KAUPMANNAHAFNAR
EFTIR ÞORLÁK AXEL JÓNSSON
Möguleikarnir til aó komast til Hafnar voru allgóó-
ir lengst gf einokunartímanum. Kaupmenn uróu
aó flytjg ókeypis alla sem höfóu reisupassa og
hægt var aó hafg meó sér nesti til feróarinnar.
ISLENDINGAR máttu fara ókeypis með
skipum einokunarverslunarinnar á
milli íslands og Kaupmannahafnar frá
1684 til 1787. Þessi staðreynd hefur
látið lítið yfír sér í baráttusögu þjóðar-
innar. „Einangrun íslands hefur verið
rofín!“ Hversu oft hafa landsfeður og
-mæður ekki haft þetta heróp á vörum
þegar ný eimskip eða flugvélar hafa verið
tekin í notkun nú á 20. öld? Jón Sigurðsson
forseti og aðrir sögumenn sjálfstæðisbarátt-
unnar drógu upp mynd af einangraðri þjóð
undir útlendri stjórn, sem hafði tapað skipum
sínum og frelsi. Nú var „mál vílmögum að
vinna erfiði", eins og Jónas orti, og ijúfa ein-
angrunina. Þetta hafa allir sannir Islendingar
viljað síðan. Var þjóðin einangruð? Skipti ein-
hveiju máli í því efni að hægt var að komast
ókeypis úr landi? Var ísland einangrað frá
Kaupmannahöfn eða áttu sér kannski stað
fólksflutningar til höfuðborgarinnar?
Vandamál er að finna heimildir um ferðalög
á tímabilinu. Lagabókstafir, skjalasöfn emb-
ætta og einstaka athugasemdir samtíma-
manna gefa okkur þó ákveðna mynd.
Tóku allir sér vegabréf eða reisupassa, eins
og þeir voru kallaðir, hjá amtmanni eða land-
fógeta í samræmi við lög frá 1674? Jón sagn-
fræðingur Aðils ályktaði; „var þessu eigi fram-
fylgt mjög stranglega" en Magnús amtmaður
Gíslason áieit um 1760 að of margir létu
nægja að fá passa hjá sýslumanni.' Er ekki
einmitt líklegt að útvegun á gildum reisupassa
hafí verið fyrirhafnarinnar virði, af því að þá
voru kaupmenn skyldugir að flytja ferðalang-
inn? Menn á flótta undan yfírvöldum viðhöfðu
að sjálfsögðu ekki slík formlegheit, fangar
fóru í járnum og mörg dæmi eru þess að fólk
færi utan með eriendum fískimönnum, það
gerði til dæmis Jón Ólafsson Indíafari.2
Á einokunartímanum sigldi um það bil 21
skip árlega til landsins á um 24 hafnir.* Lands-
menn hafa því átt tiltölulega auðveldara með
að komast í farkostinn til útlanda heldur en
nú í lok 20. aldar, þegar allir þurfa fyrst að
ferðast suður á Miðnesheiði. Ferðin tók að
sjálfsögðu lengri tíma en nú, jafnvel mánuð
eða meira og farþegum var stundum skipað
til vinnu um borð. Skipstjóri kallaði í kæru-
máli að þeir hefðu verið látnir „þrífa undan
sér“ en farþegamir lýstu erfíði, löngum varð-
stöðum og kaðalhöggum. Stúdentinum í hópn-
um var þó hlíft við slíku.
Farþegar höfðu með sér nesti til ferðarinn-
ar. Hörmangarar, sem ráku nútímalegt fyrir-
tæki á mælikvarða síns tima - vildu bara
græða peninga og virtu fornar venjur við-
skiptavinanna að vettugi - buðu fyrstir ein-
okunarkaupmanna fæði til sölu á leiðinni. ís-
lendingar létu það ekki á sig fá og höfðu áfram
með sér nesti.
Einokunarkaupmenn voru skyldugir að taka
sendingar til íslenskra námsmanna í Kaup-
mannahöfn, mat og klæði. Kaupmönnum var
illa við þetta, ekki nóg með fyrirferðina, held-
ur var hægt að selja vörurnar úti með stór-
hagnaði og hann ætluðu þeir sjálfum sér.
Yfirvöld urðu að grípa til aðgerða vegna þess-
ara forréttinda námsmanna, verðmæti send-
inga var takmarkað við að vera 8 ríkisdalir
árlega, síðar var það hækkað í 20 rd. og loks
að hver stúdent nyti flutningsréttar í aðeins
fímm ár. Grunsamlegt þótti að námsmenn
fengju æðardún og lýsi til sín út en ekki
matvæli og ullarföt. Við sjálft lá að Hörmöng-
urum tækist að stöðva sendingarnar með öllu
er í ljós kom að einn stúdenta hafði keypt
útlendar vörur fyrir varninginn og sent heimá-
leið með einum skipveija.1
Hveijir íslendinga fengu reisupassa hjá yfir-
völdum? Til þess að fá einhveija hugmynd um
þetta, hefur verið leitað í skjölum amtmanns-
embættisins fyrir árin 1767-1769.1 Þessi þrjú
ár fengu að minnsta kosti 76 reisupassa. Þar
af vitum við að voru 66 karlar og ekki færri
en 7 konur.
Tvær danskar iðnaðarmannafjölskyldur
með börn fóru utan, kaupmaður með þjónustu-
fólki og sömuleiðis skipstjóri með skipshöfn.
Jón Magnússon íslenskur fór til þess að
„forsoge sin lykke". Mesta athygli vekur
hversu margir iðnnemamir - „haandsværks-
drenger“ - voru eða 38, sem er helmingur
farþega, stúdentar voru aðeins 9, ekkert er
kveðið á um starfsheiti 15 þeirra karlmanna
sem fóru. Flestar kvenanna eða Qórar, kölluð-
ust „piger“, voru ef til vill þjónustustúlkur í
liði samferðafólks þó eins líklegt sé að þær
hafi farið til þess að vinna úti, en þar voru
líka madömur og dætur. Bænda er ekki getið
meðal farþega þessi árin.
Ekki er ljóst hvort heimilt er að draga álykt-
anir um utanferðir almennt á tímabili ókeypis
flutninga út frá þessum upplýsingum. Við vit-
um að ráðamönnum þótti nóg um ferðafrelsið
og „misnotkun" almúgans á því. Sumir fóru
jafnvel til útlanda á hveiju ári. Bóndinn
„Magnus Philipsen" var einn af þeim og hafði
„nu udi tvende Aar efter hin anden her til
Staden udreist".6 Það átti ekki að fara í nein-
ar skemmtiferðir. Landsnefndin fyrri, er rann-
sakaði þjóðarhag, skrifaði í skýrslu sína 1771
að ein ástæða fólksfækkunarinnar í landinu
væri að alltof margir færu utan undir þvf
„yfirskyni" að læra iðn en kæmu svo aldrei
aftur.7 Hér er gert ráð fyrir meiri fólksflutning-
um út en heim aftur og fullyrðingar um
fólksfækkun bijóta í bága við þá skoðum að
þjóðin hafi verið einangruð í landi sínu.
Fátt þótti verra en að hverfa úr landi eftir
að hafa hlotið rándýrt uppeldi í stað þess að
vinna bændum. Aftur á móti töldu margir að
íslensk æska þyrfti menntun ef landið ætti
ekki ávallt að vera á eftir nágrannalöndunum.
Björn Magnússon lögmaður vildi auka mennt-
un á sviði landbúnaðar, skipstjórnar og við-
skipta. Hann skrifaði 1757:
... ómissande er ad láta sem flesta sigla
ut af landenu, ecke upp á studia, heldur fyrer
vinnumenn á Amager og Sellande, hvar þeir
lærdu sádverk og bónda arbeid; fyrer skips-
karla og dreinge, kaupmanns karla og dreinge
etc.“*
Á árunum 1784-1788 voru á milli 20 og
30 stúlkur við nám í vefnaði og spuna í Dan-
mörku.* Ólafur amtmaður Stefánsson lét iðn-
nema heita sér því að koma aftur til landsins
að námi loknu. Stjórnvöld í Höfn gerðu ekki
athugasemd við það en áréttuðu að ekki
mætti banna neinum að fara utan til þess að
gerast hermaður eða sjóliði og sögðu engum
skylt að snúa aftur til íslands gæti landið
ekki aflað þeim lífsviðurværis.10
Hagsmunir íslenskrar stórbænda- og emb-
ættismannastéttar fóru ekki saman við þörf
höfuðborgarinnar fyrir vinnuafl, sem hún dró
til sín hvaðanæva úr ríkinu á þenslutímum,
sem voru þar lengst af 18. aldar. Fjöldi Norð-
manna fluttist árlega til Kaupmannahafnar,
frægastur þeirra er líklega skáldið Holberg.
íslendingar hrifust með af sama fólks-
straumi, einn þeirra var Gottskálk Þorvaldsson
sem fór utan til iðnnáms, gerðist tréskeri og
gat sveininn Bertel er kallaði sig Thorvaldsen.
Við vitum að þau voru miklu fleiri er fóru en
ekki er auðvelt með leit."
Reisupassinn opnaði landanum nýja veröld,
en eðli sínu trúr sem þjónn skrifræðisins,
mótaði hann eiganda sinn að nokkru eftir lög-
málum nýja heimsins. Sjálfu nafni ferðafólks-
ins var breytt og skrifað á dönsku. Gætum
við þekkt aftur sem landa okkar þá Ole
Brandsen og Gudmúnd Pettersen? Kannski
gengi betur með Solveig Johansdatter, að
minnsta kosti þangað til hún giftist og fengi
ættarnafn.
Auðvitað er ekkert vonlaust að rekja mætti
slóð margs þessa fólks úti í Höfn, til dæmis
í kirkjubókum en það hefur lengi verið erfitt
að finna einstaklinga í stórborginni. Árið 1745
barst Pingel amtmanni kæra frá bónda nokkr-
um yfir því að eiginkona hans hefði, gegn
vilja bónda, farið með Skagastrandarskipi til
Kaupmannahafnar. Amtmaður svaraði með
hálfkæringi og bað um hið nýja heimilisfang
hennar; „ellers skulda Mand længe kunde
soge forgiæves i det vidleftige Kiobenhavn."12
Möguleikarnir til þess að komast til Hafnar
voru allgóðir lengst af einokunartímans. Kaup-
menn urðu að flytja ókeypis alla sem höfðu
reisupassa og hægt var að hafa með sér nesti
til ferðarinnar. Söguritarar hafa lengi horft
til þeirrar hagrænu einangrunar sem hlaust
af því að öll utanlandsviðskipti voru bundin
Danmörku. Aftur á móti er ljóst að þjóðin var
ekki einangruð á íslandi, auðvelt var að kom-
ast til útlanda. Samskipti hjáiendunnar og
höfuðborgarinnar voru ekki bundin vöruskipt-
um og háskólamenntun. Ungt fólk leitaði sér
menntunar og tækifæra í Kaupmannahöfn,
sem ekki buðust heima, konur stungu af frá
eiginmönnum, yfírvöld höfðu áhyggjur af
fólksfækkun.
'Sbr. Jón Aðils. Einokunarverzlun Dana á lslandi 1602-
1787. (1919), 349-50, 354.
’Jón Ólafsson. Reisubók.
‘Glsli Gunnarsson. Upp er boðið lsaland. (1987), 85.
‘Sbr. Jón Aðils (1919), 350-55.
'Þj'óðskjalasafn íslands: Bréfabók amtmanns 18. bd.
1766-1768, registur yfir fyrri- og
seinni hluta; Brb. amtm. 19. bd. 1768-1769, registur.
‘Lovsamling for Island 3. (1854), 397.
’Harald Gustafsson. Mellan kung och allmoge. (1985),
162.
“Jón Aðils (1919), 217 neðanmáls.
‘Sbr. Lýður Björnsson, I Upplýsingin á islandi. (1990),
102.
'“Lovsamling 3. (1854), 733-34.
"Sbr. Jón Helgason. Islendingar ( Danmörku fyrr og
stðar. (1931).
"Harald Gustafsson, í Skog och Bránnvin. (1984), 288.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. APRÍL1997