Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Blaðsíða 13
MÓSAÍKMYND af heilagri
Teresufrá Lisieux.
ÞEGAR heilög Teresa frá Lisie-
ux lést árið 1897, aðeins tutt-
ugu og fjögurra ára að aldri,
var hún gjörsamlega óþekkt
umheiminum. Átján árum síð-
ar, þegar hún var opinberlega
tekin í helgra manna tölu,
voru saman komnir á Péturs-
torginu í Róm hátt í ein miljón pílagríma af
öllum þjóðernum til að votta henni virðingu
sína. Má segja að hún sé einn ástsælasti
dýrlingur okkar tíma. Hún fæddist 7. janúar
1873 í smábænum Aloncon í Norður-Frakk-
landi, yngst níu systkina. Fjögur barnanna
dóu ung, en þær fimm stúlkur sem eftir lifðu,
ólust upp í vernduðu og heilbrigðu umhverfi,
umvafðar ástúð og kærleika. Foreldrarnir,
Lúðvík Martin úrsmiður og kona hans Zelía,
lögðu mikla áherslu á guðrækilegt uppeldi
og þegar tímar liðu áttu allar dæturnar eftir
að gerast nunnur. Teresa var sólin á heimil-
inu og einkenndust þessi fyrstu ár af æsku-
fjöri og áhyggjuleysi.
Raunir bernskunnar
En brátt hefst tímabil andstreymis hjá fjöl-
skyldunni. Teresa er fjögurra ára gömul þeg-
ar móður hennar deyr úr krabbameini eftir
langvinnar þrautir. Er ljóst, að þetta áfall
hafði varanleg áhrif á sálarlíf stúlkunnar.
Glaðlyndið, sem hingað til hafði einkennt
hana víkur fyrir hlédrægni. Hún sem hafði
verið opinská, verður innhverf, uppburðarlítil
og grátgjörn. Seinna lýsir hún þessu tíma-
bili sem því þungbærasta í lífi sínu.
Eftir fráfall móðurinnar flyst íjölskyldan
til Lisieux og taka eldri systurnar að sér
uppeldi hinnar yngri.
Fáeinum árum seinna opnast aftur sárin,
sem móðurmissirinn olli, þegar Pauline, syst-
irinn sem hafði gengið henni í móðurstað,
yfirgefur heimilið til að gerast nunna í Karm-
elklaustrinu í Lisieux.
Barnið fær taugaáfall og er jafnvel óttast
að hún missi vitið fyrir fullt og allt. En þvert
á allar hrakspár batnar Teresu skyndilega.
Það er sem hún vakni af langri martröð og
loks öðlast hún aftur fyrri glaðværð og Iífs-
gleði.
Trúði hún því, að hér hefði heilög Guðs-
móðir gripið inn í líf hennar og alla ævi dýrk-
aði hún hina flekklausu meyju mikið.
En þessu fallega blómi voru fáir lífdagar
ætlaðir. Teresa er 23 ára gömul þegar fyrstu
einkenni berklaveikinnar fara að gera vart
við sig. Hún hóstar blóði og heilsu hennar
hrakaði með hveijum degi.
Hún á aðeins fáeina mánuði eftir ólifaða,
líkami hennar veslast upp og þjáningin held-
ur henni í heljargreipum. Hún fær að reyna
hyldýpi og svartnætti sálarinnar. Eftir að
hafa lifað í trúnaðartrausti til Guðs alla
ævi, þarf hún nú að þola efasemdir og dauð-
ans angist án nokkurrar huggunar. Nóttin í
grasagarðinum kom yfir hana.
En þrátt fyrir allar þessar raunir er hún
ávallt glaðlynd á ytra borði og ber kross sinn
með þolinmæði.
Á þessum löngu mánuðum, á meðan tær-
ingin dregur hana smám saman til dauða,
lýkur hún við að skrifa ævisögu sína, sem
yfirboðarar hennar höfðu falið henni að skrá.
Bókin var gefin út ári eftir andlát dýrlingsins
undir nafninu „Saga sálar“, og vakti hún
geysimikla athygli. Fólk varð gagntekið af
einfaldri fegurð og hrífandi
frásagnarmáta verksins.
„Litla leiðin til heilagleika",
eins og Teresa lýsti henni
er greiðfær öllum mönnum
allra tíma án tillits til
menntunar eða aldurs.
Áhrif heilagrar Teresu
frá Lisieux enduróma enn í
dag djúpt í hjörtum manna
um allan heim , og eru þeir
margir sem telja sig hafa
orðið snortna af rósaregni
þeirrar náðar sem hún lof-
aði að senda frá himneskum
dvalarstað sínum.
Þess má að lokum geta,
að í Karmelklaustrinu í
Hafnarfírði, sem er einmitt
af sömu reglu og klaustrið
í Lásieux, er hundruðustu
ártíð Teresu fagnað með
margvíslegum hætti, þar á
meðal mánaðarlegum fyrir-
lestrum sem eru öllum opnir.
Höfundur er leikmaður í ka-
SÉÐ INN íkór Lisieux-basilíkunnar. þólsku kirkjunni.
SMÁBLÓM
GUÐS
EFTIR HEIMI STEINARSSON
Meó því aó inna samviskusamlega af hendi fábrot-
in störf oq leqqja rækt vió smáa hluti, meó því aó
fylla hverja andrá kærieikanum, leitaóist systirTer-
esa stöóugt við „að gefa af skorti sínum allt sem
hún átti, alla sína björg“.
HEILÖG Teresa. Myndin er tekin 1896.
Köllun kærleikans
En raunir bemskuáranna höfðu markað
djúp spor í sálu hinnar greindu og ofurnæmu
stúlku. Snemma fór að bera á einlægri trúar-
þörf hjá henni og löngunar til að helga sig
Guði í einu og öllu, og var hún ákveðin að
Tylgja systur sinni í klaustrið. Aðeins fjórtán
ára gömul sækir hún um inngöngu í hina
ströngu reglu Karmelsystra. Ekki var venja
að taka við stúlkum þetta ungum en Teresa
Martin gefst ekki upp og ber upp bón sína
við sjálfan Leó XIII páfa þegar hún fær að
hitta hann á pílagrímsferð í Róm. Nokkrum
mánuðum seinna berst loks hið langþráða
leyfi. Fimmtán ára gömul segir hún endanlega
skilið við umheiminum til að veija ævinni á
bak við klausturmúra í einlífi og þögn.
24. september vinnur hún hátíðlegt loka-
heiti sitt og eftir það var er hún kölluð systir
Teresa af Jesúbarninu.
En daglegur veraleiki klausturlífsins krefst
mikils af óhörðnuðum unglingnum. Fátt er
til þæginda. Klefamir sem nunnurnar búa í
eru fátæklegir tilsýndar, þar er aðeins rúm
með hálmdýnu, skemill og lítið borð. Á veggn-
um hangir einfaldur trékoss. Þó er það vetrar-
kuldinn í nöpra loftslagi Normandíhéraðs, sem
henni reynist erfíðastur. Henni er ekki svefn-
samt heilu næturnar og hún skelfur af kulda
í hinu óupphitaða kiaustri.
Auk alls þessa þjáist hún vegna fjandsam-
legs viðmóts yfírboðara hússins, sem telur
hana óhæfa.
í þau níu ár sem hún á eftir ólifuð er hún
vanmetin af eigin samfélagi. „Systir Amen“
er hún kölluð þegar hún heyrir ekki til. Aðrar
sögðu: „Hún kom í klaustrið okkar, lifði og
dó, meira er ekki hægt að segja um hana.“
Við þetta bætist að faðir þennar veikist
alvarlega á geðsmunum, svo að hörmulegt
og niðurlægjandi ástand hans verður að mik-
illi þolraun fyrir dætur hans. En það var ein-
mitt við þessar aðstæður, þegar hún bjó við
einvera, sniðgengin af trúarsystrum sínum,
að hún fær að kenna á hinni sönnu einsemd
og fátækt Krists. Það er á þessum tíma sem
hún þróar það sem hún síðarmeir kallar „litla
veginn“ sinn. Með því að inna samviskusam-
lega af hendi fábrotin störf og leggja rækt
við smáa hluti, með því að fylla hverja andrá
kærleikanum leitaðist hún stöðugt við „að
gefa af skorti sínum, allt sem hún átti, alla
sína björg“, (sbr. Mk.12.44) Með áhrifamiklum
einfaldleika blómstrar nú sál hennar á þessum
vegi andlegrar æsku og eflist í heilagleika.
„Saga sálar"
LISIEUX-BASILÍKAN að innan.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. APRÍL 1997 13