Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Page 17

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Page 17
RANNSÓKNIR Á ÍSLANDI UMSJÓN: SIGURÐUR H. RICHTER Islenska ströndin er frekar vogskorin ef frá er talin suðurströndin. Inn í hana ganga flóar, firðir, víkur og vogar. Nokkurs ósamræmis gætir í nafngiftum á slíkum svæðum en al- mennt er talað um firði þegar um er að ræða tiltölulega mjótt og langt svæði sem afmarkast af landi á þrjá vegu en er opið fyrir hafí á einn veg. Gildi fjarðanna fyrir þjóðfélagið er marg- víslegt. í firðina hefur þjóðin í gegnum aldirn- ar sótt hluta lífsbjargarinnar. A síðustu árum og áratugum hefur aukið magn sjávarfangs verið sótt í firðina og þá gjarnan tegundir sem ekki hafa verið nýttar áður svo sem hörpudiskur, rækja og nú á síðustu árum ígulker. Þá er ótalið það hlutverk sem firðir og flóar hafa sem uppeldissvæði nytjafiska við ísland. Einnig eru firðirnir mikilvæg úti- vistarsvæði og má þar nefna íjöruferðir, sportveiði og skemmtisiglingar. En þar sem firðirnir eru frekar lokaðir fyrir hafinu úti fyrir getur ýmiskonar mengun orðið þar í meira mæli en fyrir opnu hafí þar sem þynn- ing mengunarefna verður meiri vegna virk- ari blöndunar. RENNSLI í Fnjóská. HAFFRÆÐI EYJAFJARÐAR EFTIR STEINGRÍM JÓNSSON Til aó ótta sig ó straumum í Eyjgfirói voru straum- mælar lagðir við dufl báðum megin í mynni fjarðar- ins, en Háskóli Islands, Háskólinn á Akureyri og Hafrannsóknastofnunin hafa haft samvinnu um gerð reiknilíkans af firóinum. Rannsóknir Þegar útibú Hafrannsóknastofnunarinnar var flutt til Akureyrar 1991, og samstarf hófst við sjávarútvegsdeild Háskólans á Ak- ureyri, þótti eðlilegt að rannsóknir, sem þess- ir aðilar stæðu að, beindust fyrst að hinu nánasta umhverfi og var Eyjafjörðurinn ákjósanlegur vettvangur. Ráðist var í að rannsaka grunnþættina í vistkerfi fjarðarins til að skapa undirstöðu fyrir frekari rann- sóknir á lífríki hans. Eyjafjörður hentar að ýmsu leyti vel til slíkra rannsókna. Hann er tiltölulega lítið og vel afmarkað svæði en er þó einn stærsti fjörður landsins, 60 km lang- ur og 15 km breiður í mynninu. Hann hefur til að bera verulegan fjölbreytileika, bæði hvað lífríki og umhverfisþætti varðar. Farnir voru 15 leiðangrar á tímabilinu frá lokum apríl 1992 til miðs ágústs 1993. í þessum leiðöngrum var mældur hiti, selta, ljómun (sem er mælikvarði á magn svifþör- unga), súrefni og næringarefni svo og fram- leiðni svifþörunga. Sýni voru einnig tekin af örverum, svifþörungum, dýrasvifi (þar á meðal hrognum, fisklirfum og seiðum) auk botndýra. Ymsir ytri þættir hafa áhrif á líf- ríkið í sjónum og þá ekki síst nálægt landi. Til að hafa einhveija hugmynd um þessa þætti voru framkvæmdar ýmsar mælingar, svo sem vindmælingar og straummælingar auk þess sem Orkustofnun lét í té mælingar á ferskvatnsrennsli til fjarðarins. Árslióabreytingar Allt líf á okkar breiddargráðum er mjög háð árstíðabreytingum og það á ekkert síður við um lífið í sjónum en líf á landi. Því er afar mikilvægt að fylgjast með árstíðabreyt- ingum á umhverfisþáttum og reyna að skilja eðli þeirra og áhrif á lífríkið. Sem dæmi um slíkar árstíðabreytingar er sýnt á 1. mynd ferskvatnsrennsli Fnjóskár til fjarðarins. Rennslið er tiltölulega jafnt yfir veturinn en eykst síðan mjög snögglega þegar snjóa ieys- ir og nær hámarki í maí eða júní eftir ár- ferði. Rennslið helst síðan stöðugt og heldur lágt yfir sumarmánuðina en með haustrign- ingum koma oft litlir toppar í rennslið. Fersk- vatnið eykur lagskiptingu í firðinum sem getur verið mjög mikilvægt fyrir þróun svif- þörunganna. Hvernig seitan og hitinn í firðin- um breyttist úti fyrir mynni Hörgár er sýnt á 2. mynd en þar sést glöggt hvernig fersk- vatnsrennslið hefur áhrif á lagskiptinguna í firðinum, auk þess sem aukin upphitun hjálp- ar til við að mynda létt yfirborðslag en eðiis- þyngd sjávar eykst með aukinni seltu og lækkandi hitastigi. Straumar Til þess að átta sig á straumum í Eyja- firði voru straummælar lagðir við dufl beggja megin í mynni fjarðarins. Innstreymi í fjörð- inn á sér stað vestanmegin í firðinum en útstreymið austanmegin. Ástæðan fyrir þessu er sú að á hafstrauma virkar svokallaður Coriolis-kraftur sem veldur því að á norður- hveli jarðar sveigir hann allt sem hreyfist til hægri við hreyfistefnuna. Krafturinn á rætur að rekja til snúnings jarðarinnar um möndul sinn. Irminger-straumurinn, sem fellur aust- ur með Norðurlandi, leitar því vestanmegin inn í firði og flóa þar um leið og hann kem- ur að mynni þeirra. Þó þarf fjörðurinn að vera nægilega breiður og er þar um ákveðið samspii milli lagskiptingar sjávar og Coriolis- kraftsins að ræða. Sjórinn sem þarna kemur Gildifjaróannafyrir pjód- félagiö er margvíslegt. Þangad hefurpjódin sótt hluta lífshjargarinnar og par eru uppeldissvæói nytjafiska. inn í fjörðinn er saltari en sjórinn sem til staðar er í firðinum og heldur hann sig að öllu jöfnu vestanmegin fjarðarins og það myndast þannig einskonar hringstreymi í firðinum. Þetta veldur því að jafnseltulínur í firðinum liggja mjög oft langsum eftir firðin- um eins og dæmi er sýnt um á 3. mynd. Eitt dæmi sem sýnir þessa hringrás, og margir þekkja eflaust vel og auðvelt er að sjá með berum augum, er þegar leysingar verða á vorin og Eyjafjarðaráin streymir mórauð inn í pollinn. Þá sveigir hún strax til austurs eða til hægri við hreyfístefnuna og síðan má oft fylgja henni marga kíló- metra út eftir firðinum þar sem hún heldur sig upp við land á tiltölulega mjóu belti. SELTA í Eyjafirði dagana 29.9.-1.10 1992. Punktarnir sýna hvar seltan var mæld. Líkanasmíó Til þess að átta sig betur á straumum í Eyjafirði hafa Háskóli Islands, Háskólinn á Akureyri og Hafrannsóknastofnunin haft samvinnu um gerð reiknilíkans af firðinum. Þá eru settar upp jöfnur fyrir þá krafta sem máli skipta fyrir straumana og þessar jöfnur síðan leystar í tölvu. Hægt er að nota slík líkön til að átta sig á áhrifum breytilegra aðstæðna t.d mismunandi vindátt, fersk- vatnsstreymi o.s.frv. Þetta er mjög mikilvægt þegar meta á dreifíngu mengunarefna. Einn- ig er hægt að nota slík líkön til að átta sig á reki svifdýra, þar á meðal fisklirfa og seiða. Það ber þó alltaf að hafa í huga að þau leysa ekki allan vanda og samnotkun slíkra líkana og mælinga er það sem bestan ávöxt gefur. Þá er hægt að nota mælingarnar til að sann- reyna líkanið. Líkanið er aftur hægt að nota til að gefa heilstæðari mynd af ákveðnum hafsvæðum og til að átta sig á hvar best sé að mæla ákveðna hluti. Höfundur er útibússtjóri Hafrannsóknastofnun- arinnar á Akureyri og dósent við Háskólann á Akureyri. Rannsóknaráð stendur að birtingu þessa greinaflokks. EFRI myndin sýnir hitastigið í gráðum á Celcius úti fyrir mynni Hörgár en sú neðri sýnir seltuna í prómillum á sama stað. Svörtu þríhyrningarnir sýna hvenær mælingarnar voru gerðar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. APRÍL 1997 17,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.