Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Blaðsíða 5
Þeim veiti því ekki af meiri
aðstoð frá hinu kyninu ogjafn-
vel samkeppni, þar sem þeim
sé óhollt að þurfa aðeins að
leggja sína eigin mælistiku á
sjálfa sig.
Magnús veltir einnig fyrir
sér þeirri spurningu hvort kon-
ur séu færar um að gegna
ýmsum embættisstörfum,
hvort rétt sé að þær leggi fyr-
ir sig guðfræði, læknisfræði,
lögfræði og aðrar slíkar fræði-
greinar. Niðurstaða hans er sú
að konur séu hæfar til að
gegna slíkum embættum, hljóti
þær nauðsynlega menntun til
þess. Einkum virðast honum
konur mjög vel fallnar til að
verða læknar og sálgæslu-
menn. Hann bendir á að í frum-
kristninni hafi safnaðarstjórar
verið valdir úr hópi kvenna, þar
störfuðu ekki bara líknarbræð-
ur heldur og líknarsystur.
Magnús telur nokkurn vafa
geta leikið á því hvort konur
séu jafnhæfar til að gegna
dómarastörfum og karlar, en
þar miðar hann við það hversu
enn virðist langt í land með
að þær fái tækifæri til þeirrar
menntunar sem slík störf kreij-
ast. Hann segir að á því geti
þó ekki leikið nokkur vafi að
hin næma, vakandi og þrosk-
aða réttlætistilfínning kvenna,
næmt og öruggt mat þeirra á
réttu og röngu, hljóti að gera
þær hæfar til að fara með
dómsvald, einkum sem með-
dómarar við þá dóma þar sem
ekki er krafist sérstakrar vís-
MAGNÚS Eiríksson var fæddur 1806 á
Skinnalóni á Melrakkasléttu, tók embætt-
ispróf í guðfræði frá Kaupmannahafnarhá-
skóla, en sneri sér síðan að ritstörfum og
varð ötull liðsmaður kvenna í réttindabar-
áttu þeirra.
indalegrar þekkingar og sérhæfni. Þannig
fengju konur æfmgu í þessum málum og jafn-
framt þroska og með því að konur gegndu
dómarastörfum myndi réttarfarið í mörgum
tilfellum njóta mikils góðs af afskiptum þeirra.
Magnús telur konur afburðavel hæfar til
læknisstarfa. Hann vekur athygli á því að af
fornsögum sé auðsætt að á Norðurlöndum
hafi konur verið prýðislæknar, bæði fyrir og
eftir kristnitöku. Hann bendir m.a. á að kven-
þjóðin eigi í fórum sínum frumlegt innsæi eða
eðlisávísun sem geti oft komið að hinum
mestu notum í torræðum sjúkdómum. Þessa
náttúrugáfu eigi konur í mun ríkari mæli en
karlar.
Magnús og Stwart Mill
Klara Raphael vildi lyfta kvenþjóðinni á
hærra stig sjálfsvirðingar og frelsis, henni
sjálfri til heilla og mannkyninu í heild. Til að
ná því marki taldi hún nauðsynlegt að breyta
uppeldi kvenna og breyta jafnframt almenn-
ingsálitinu þannig að viðurkenning fengist á
því að konur væru sjálfstæðar og hugsandi
verur. Hún vildi að konur fengju aðstöðu til
að taka þátt í heimsþróuninni og veita mann-
úð og menntun sem rækilegast brautargengi.
Þessa skoðun hennar rökstyður Magnús mjög
rækilega. Hann færir mörg gild rök fyrir því
að jafnrétti kvenna og frelsi sé ekki aðeins
sjálfsögð mannúðar- og réttlætisskylda gagn-
vart hinu undirokaða kyni, heldur muni það
og reynast til mikilla heilla fyrir framfarir og
þroska mannkynsins í heild.
í grein sinni um Magnús Eiríksson (Skírnir
RITHÖND Magnúsar Eiríkssonar.
MATTHILDE Fiebiger, danska liðsforingja-
dóttirin, sem skrifaði bók þar sem í fyrsta
sinn var hreyft rækiiega við kvenfrelsis-
máium í Danmörku.
1924) segir Ágúst H. Bjarnason m.a.: „í þessu
riti sínu um kvenfrelsið beitir Magnús mörgum
sömu röksemdum og Stuart Mill beitti 18
árum síðar í riti sínu um „kúgun kvenna“
(1869).“
í doktorsritgerð sinni um Magnús Eiríks-
son, 1938, tekur séra Eiríkur Albertsson und-
ir þessa skoðun Ágústs og segir:
„Þetta er alveg laukrétt og er Ágúst pró-
fessor Bjarnason sá eini rithöfundur er um
Magnús Eiríksson hefir ritað er sýnt hefur
fram á þetta merkilega samhengi. Um þetta
sem og margt annað merkilegt og frumlegt
í skoðunum Magnúsar hefur verið vendilega
þagað. En þó bera þessi bréf Magnúsar um
kvenfrelsismálið af öllu því er um það var
ritað í Danmörku á þeim árum og má teljast
að öllu leyti stórmerkilegt. Og síðar hefir
honum ekki verið ætluð nein uppreisn í þessu
efni af Dana hálfu. í ágætri ritgerð um dönsk
menningarmál er sagt frá því hvernig kven-
frelsishreyfingin hófst í Danmörku. Er þar
réttilega skýrt frá því að Matthildur Fiebiger
(Klara Raphael) hafi fyrst hreyft þessum
málum, en aðalmannsins, Magnúsar Eiríks-
sonar, er þar að engu getið. Hefði þó miklu
minna orðið úr þessu skrafi skáldkonunnar
ef Magnús hefði ekki fellt styrkar stoðir þekk-
ingar sinnar, gerhygli og röksemda undir
þetta hennar hjartfólgna mál.“
Þijú síðustu bréf Klöru renna raunar stoð-
um undir þá skoðun Eiríks Albertssonar að
þurft hafi bréf Magnúsar til að hnykkja á
röklegu gildi þeirra í þágu kvenréttindabarátt-
unnar. Þótt rödd Klöru hljómi fersk og nútíma-
leg í umfjöllun hennar um stöðu kvenna og
nauðsyn úrbóta er hún samt sem áður barn
síns tíma og þrjú síðustu bréfin eru háróman-
tísk ástarsaga með endi sem varla er hægt
að líta á sem nokkra haldbæra lausn á vanda-
málum kvenna, jafnvel ekki á tímum Klöru
sjálfrar.
í stuttu máli kynnist Klara þeim eina rétta,
sem er henni sem „sólin og sannleikurinn"
þar til sú staðreynd rennur upp fyrir henni
að með því að giftast honum hlýtur hún að
svíkja þann eið sinn við Guð að þjóna honum
einum í þágu velferðar mannkynsins. Sá boð-
skapur Krists að enginn geti þjónað tveimur
herrum er mjög miðlægur í trú Klöru og það
þýðir að til þess að standa við eið sinn verður
hún að fóma jarðneskri ást. Þessi staðreynd
fær svo mjög á hana að hún leggst fárveik
í rúmið og er vart hugað líf, hún hlýtur að
fórna unnustanum. Til þess kemur þó ekki
því að unnustinn kemst, að vandlega hugsuðu
máli, að raun um að hann vill heldur sætta
sig við að lifa í hjónabandi með Klöru þar sem
aðeins er boðið upp á systurlegan kærleik en
missa hana, hann lofar að „ónáða hana aldrei
með ástríðum sínum“ og lítur raunar á þessa
lausn sem frelsun fyrir bæði.
Saga Magnúsar sjálfs fékk því miður ekki
jafnfarsælan endi. Hans örlög urðu þau að
fóma öllum jarðneskum gæðum fyrir sann-
færingu sína og sjálfur kvæntist hann aldrei.
Vegna trúarskoðana sinna, sem gengu svo
mjög í berhögg við það sem kirkjunnar menn
töldu rétt og satt, missti hann þá framfærslu
sem hann hafði haft af því að leiðbeina ungum
guðfræðinemum. Var hann því oft upp á náð
og miskunn vina og velunnara kominn en þá
átti hann þrátt fyrir allt marga.
„En það sem barg Magnúsi svo að kjör
hans urðu þó ekki verri en þau urðu, var
hans merkilega framferði, einfeldni, umburð-
arlyndi, blíðlyndi og þolinmæði," segir Matthí-
as Jochumsson í grein sem birtist í Iðunni
1916. Og ef gluggað er í bréfasafn Magnús-
ar, þó ekki sé nema í þau fáu bréf sem þar
eru til frá konum, kemur berlega í ljós að
Magnús er maður sem lifir samkvæmt sann-
færingu sinni, hann er tilbúinn að greiða hvers
manns götu og leysa hvert það vandamál sem
konurnar bera undir hann, jafnvel tilfmninga-
mál sem varla hefði hvarflað að þeim að bera
undir nokkurn annan karlmann á þeim tíma,
mál sem auk heldur margar samtímasystur
þeirra hefðu aðeins svarað með hneykslun.
Magnús lést í Kaupmannahöfn 3. júlí 1881.
Sýnlahern úr
bréfasaf ni Magnúsar
Útdráttur úr bréf frá sænskri konu sem
leitar í nauðum sínum til Magnúsar.
„Vegna greina eftir yður sem ég hef séð í
tímaritinu Sannleiksleitandinn (Sanningssök-
aren) leyfi ég mér hér með að ónáða yður
með bréfi og fyrirspurn. Ritstjórinn var svo
vinsamlegur að láta mér í té heimilisfang yðar.
Ég er líka sannleiksleitandi, en ég erjafn-
framt óhamingjusöm, gift kona. í sjö ár hef
ég búið með manni, án þess að þekkja sjálfa
mig, hann né heiminn. Foreldrar mínir voru
fátækir og létu mig fúslega frá sér þegar
þeim sýndist framtíð mín tryggð, “ skrifar Lina
Setterström í bréfi til Magnúsar, sem dagsett
er 15. maí, 1880, ári áður en Magnús deyr.
Lina segist ekki ná neinum andlegum
tengslum við mann sinn og vill brjótast úr
viðjum hjónabandsins. Hún vill komast í burtu,
helja nýtt líf og helga krafta sína störfum í
þágu samfélagsins, þar sem hún hafi bæði
getu og vilja til að vinna. Til systkina eða
vina vill hún ekki leita þar sem hún á ekki von
á neinum skilningi úr þeirri átt. Hún sér því
aðeins eina leið færa, að leita til Magnúsar.
„ Vegna skoðana sem þér hafið látið í ljós
í greinum yðar í Sannleiksleitandanum tel ég
að þér aðstoðið fúslega meðbróður eða með-
systur sem þjáist. Ef þér getið og viljið útvega
mér húsaskjól og vinnu, bjargið þér mér frá
glötun til sálar og líkama. Guð gefí að yður
sýnist rétt að gera það, “ segir Lína í niðurlagi
bréfs síns.
í bréfasafninu eru tvö önnur bréf frá Linu
sem sýna að Magnús brást henni ekki heldur
og hún fær skilnað frá manni sínum, þótt aldr-
ei kæmi til þess að Lina flytti til Kaupmanna-
hafnar.
Sannleiksleitandinn (Sanningssökaren) var tímarit
um trúmál og andleg mál sem gefið var út í Uppsölum.
Heimildir:
Ágúst H. Bjamason: Um Magnús Eiríksson, Skímir
1924
Bréfasafn Magnúsar Eiríkssonar í Þ]'óðarbókhlöðu
Clara Raphael: Tolv Breve, Kbh. 1850
Eiríkur Albertsson: Magnús Eiríksson, guðfræði hans
og trúarlíf, Rvk. 1938
Magnús Eiríksson: Breve til Clara Raphael fra Theodor
Immanuel, Kbh. 1851
Matthías Jochumsson: Dvöl mín í Danmörku, Iðunn
1915—’16.
Höfundur er þýðcmdi og guðfræðinemi og vinn-
ur í því sambandi að rannsóknum ó sögu Magn-
úsar Eiríkssonar.
ÞÓRARINN
STEFÁNSSON
LOGI
Kertaloginn minn brennur
og brennur.
Bjartsýnn
á að kertið sem honum
hefur verið úthlutað
endist honum að eilífu.
Það sem loginn minn
veit ekki,
getur ekki vitað
(og leiðir því vandlega hjá sér)
er hversu miklu af kertinu
hann hefur brennt
og hversu mikið er eftir.
Loginn minn gleðst
í súgnum.
Þar logar hann
bæði bjartar og skærar.
(Svolítið flöktandi að vísu)
Hvaða logi skyldi vilja lifa
í lognmollu
allt sitt líf
þegar til er súgur?
(Skítt með það þótt kertið
eyðist örlítið hraðar)
Hvað skyldi loginn minn
hugsa
þegar það rennur upp
fyrir honum
að kertið er búið
og hans bíður bara
að slökkna,
saddur lífdaga?
Sáttur?
Saddur?
Höfundur er nemandi í kennslufræði i
Háskóla íslands.
BRYNJÓLFUR GÍSLASON
NAFNI
Hart stigið niður ungum fæti.
Hlaupið niður stiga.
Gægst inn um dyragætt.
Skriðið upp í rúm til afa,
kúrt að baki ömmu:
Amma, ég er svangur.
Hversu dýrlegir voru þeir dagar
Setið á kampi með Skottu,
súrur stýfðar úr hnefa.
Sólblik á ánni,
heiðin dottar í kvöldbláma,
skaflar í giljum.
Hestar að spegla sig í lognkyrri tjörninni,
álftin að hreiðra sig í hólmanum.
Friðsæld í heimi ungs drengs
á sumarkvöldi hjá ömmu og afa.
Höfundurinn er prestur í Stafholti í
Borgarfirði.
GEIR THORSTEINSSON
VORKOMA
Veistu, mín vina, hvað gerðist í nótt
A vængjunum rótt,
til okkar í bæinn
yfir úrsvalann sæinn,
kom vorið, svo indælt, svo hljótt.
Órofín kyrrð og angan vorsins vitin fyllir
og vetur rétt tyllir
tánum á fjöll
þar ennþá er mjöll
og sólin öldur á sundunum gyllir.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. MAÍ1997 5