Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Blaðsíða 17
Af islandsvinum og góóum mólum Þegar hér var komið sögu þótti okkur tilhlýðilegt að breyta til og fá sýnishorn af því sem er að gerast á sviði nútímatónlistar. í ljós kom að af nógu var að taka. Pompidousafnið heldur upp á 20 ára af- mæli sitt um þessar mundir og voru dyr stofnunarinnar opnaðar almenningi upp á gátt yfir afmælishelgina. í tengslum við safnið starfar ein fullkomnasta miðstöð heims á sviði nútímatónlistar, IRCAM, en skammstöfunina mætti þýða „Rannsóknar- og samhæfingarstofnun fyrir hljómburðar- fræði og tónlist“. Það var íslandsvinurinn Georges Pompidou sem árið 1970 fór þess á leit við tónlistarmanninn Pierre Boulez að hann kæmi á fót slíkri stofnun. Boulez lét ekki segja sér það tvisvar, kom IRCAM á laggirnar og stjórnaði afkvæmi sínu allt þar til hann lét af störfum árið 1992. Bygging- in er á mörgum hæðum og stendur við hlið safnsins stóra, á Igor-Stravinsky-torgi nr. 1. Þar er að finna fjöldann allan af hljóðver- um, tónleikasölum og upplýsingamiðstöðv- um, og nánast allt sem lýtur að miðlun hljóðs í hvaða formi sem er. Sem dæmi um fjöl- breytileika starfseminnar má nefna að fram- leiðendur kvikmyndarinnar um geldinginn Farinelli leituðu á náðir stofnunarinnar þar sem þeim reyndist illmögulegt að finna söngvara með slíka rödd í dag. Geldings- vandamálið leystu IRCAM-menn með því að blanda saman rödd sópransöngkonu og kontratenórs með hjálp háþróaðs tækjabún- aðar. Á afmælinu var byggingunni beinlínis snúið við og vantaði bara að innvolsið héngi utan á eins og hjá nágranna hennar, Pompidou. í hverju hljóðveri voru hin mis- munandi starfssvið hússins kynnt, fyrirlestr- ar haldnir á 40 mín. fresti og efnt var til tónleika á heila tímanum allan daginn alla „KONUNGUR næturinnar í Pigalle: Pierre Carré.“ dagana þar sem hljóðfæraleikarar úr En- semble Intercontemporaine fluttu verk eftir mörg af helstu tónskáldum samtímans. At- hyglisvert er að sjá hversu mikla áherslu Frakkar leggja á nýsköpun af þessu tagi og var ekki síður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum almennings: ekki voru færri en 300 manns í biðröð utan við húsið frá morgni til kvölds ... og það til þess eins að fá að hlýða á „örgustu nútímatónlist!“. IRCAM og Ensemble Intercontemporaine skipuleggja tónleika nánast allt árið um kring og eru þeir ýmist haldnir í húsakynn- um IRCAM, í Pompidousafninu sjálfu eða í Cité de la Musique, heimkynnum hljómsveit- arinnar í 19. hverfi. Benda má á tónleika sem haldnir verða í IRCAM 24. júní, þar sem m.a. verður frumflutt tónverk eftir Magnus Lindberg. Útvarp Frakkland, góóan dag Við lukum hringferð okkar með því að hlýða á tvenna tónleika í húsi Radio France - franska ríkisútvarpsins - sem er myndar- leg bygging við Ávenue du Président- Kennedy á hægri bakka Signu. Útsýnið er ekki amalegt: þegar horft er yfir ána blasir Eiffeltuminn við í norðri og Frelsisstyttan franska í suðri; hvorttveggja sígild tákn um frelsi og nýja tíma. Og það var einmitt frelsi og nýir tímar sem útvarp allra Fransmanna bauð upp á um þær mundir. Á hinni árlegu tónlistarhátíð „Présences" voru í þetta sinn frumflutt 29 verk eftir jafnmörg tónskáld á alls 23 tónleikum. í ár var áhersla lögð á að kynna ítalska samtímatónlist og var tón- skáldið Luciano Berio í forgrunni, en eftir hann voru flutt 18 tónverk. Berio, sem fædd- ur er árið 1925, er talinn vinsælasta tón- skáld sinnar kynslóðar í heiminum í dag. Honum hefur tekist á ferli sínum að ná eyrum almennings og opna dyr gamalla og rótgróinna tónlistarstofnana eins og Scala- leikhússins í Mílanó og Parísaróperunnar. Berio var viðstaddur flesta tónleika hátíðar- innar og stjómaði nokkmm verka sinna sjálfur. Á fyrri tónleikunum sem við sóttum voru einungis verk og/eða útsetningar eftir Berio í flutningi Orchestre National de France undir stjórn Andrea Pestalozza. „FRELSI og nýir tímar hjá Radio France." Ljósm. Þórdís Ágústsdóttir. PARISARBORG Hæst bar saxófónkonsert frá árinu 1987 sem heyrðist í fyrsta sinn í Frakklandi þetta kvöld. Einleikarinn Claude Delangle og hljómsveitin fóru á kostum við flutning þessa athyglisverða tónverks en það er ekki oft sem saxófónninn er í aðalhlutverki hjá hefð- bundnum sinfóníuhljómsveitum. Hér bland- aðist hann á afar fínlegan og smekklegan hátt inn í litríka hljóman hljómsveitarinnar. Berio mátti svo til með að minnast Schu- berts eins og „kollegi" hans Henze hafði gert nokkrum kvöldum áður. Fyrir fáeinum árum fékk hann í hendumar skissur er Schu- bert hafði ætlað sem efnivið í 10. sinfóníu sína. Eins og kunnugt er entist honum ekki aldur til en Berio ákvað að „lagfæra" bút- ana og segist hafa beitt aðferðum sem ekki eru ólíkar þeim sem listaverkaviðgerðar- menn beita. Að því loknu tvinnaði hann bútana saman með stuttum millispilum úr sinni eigin smiðju. Útkoman var skondin því í heild var eins og hljómsveitin færi hægt og hægt út af laginu með reglulegu milli- bili en næði alltaf saman aftur eftir dálitla óreiðustund í annars hárómantísku verki. Leonard Slatkin stjómaði hljómsveitinni á síðari tónleikunum, sem jafnframt voru lokatónleikar hátíðarinnar. Á efnisskránni var m.a. konsert fyrir tvö píanó eftir heiðurs- gestinn Berio. Verkið var samið árið 1973 og hafði að okkar mati elst fremur illa - tónlistin hljómaði nokkuð gamaldags og þreytt þrátt fyrir mikil tilþrif og hressilegan leik hljómsveitarinnar og einleikaranna - en það voru systurnar knáu Katia og Mari- elle Labeque. Það má vera að nokkuð hafi dregið úr áhrifamætti Berio-konsertsins að fyrr um kvöldið hafði samlandi hans, Ivan Fedele (f. 1953), stolið senunni. Frumflutn- ingur á sellókonsert hans með einleikarann Jean-Guihen Queyras við hljóðfærið varð að okkar mati óumdeilanlega hápunktur kvöldsins. Verkið býr yfir ótrúlegri spennu sem helst alla leið í gegn þar sem sellóið leikur virtúósískt en ljóðrænt hlutverk á móti löngum, hægum hendingum og þéttofn- um tónvef hljómsveitarinnar. Undir lok kon- sertsins fór hljómsveitarparturinn að gisna og jafnframt tóku ljósin í sal Olivier Messia- en að dofna. Að lokum sat einleikarinn einn eftir í ljósi, hreyfingarlaus, en einmanalegur tónn barst frá óskilgreindum stað í hljóm- sveitinni. í ljós kom að þar var 1. sellóleik- ari hljómsveitarinnar á ferð og endaði verk- ið á samleik þar sem þeir töluðust við með hljóðfærum sínum á hljóðlátan hátt þar til þögnin fékk að lokum að ráða. Tónskáldinu lá augljóslega mikið á hjarta við samningu þessa verks og kom hann því til skila á yfír- lætislausan en mjög sannfærandi hátt. Stjómendur Radio France og Présences 97 höfðu hér farið að dæmi borgarstjóra París- arborgar og boðið til sannkallaðrar veislu ... en þeir útvarpsmenn buðu enn betur: frítt var inn á alla tónleika hátíðarinnar og létu áhorfendur sig ekki vanta frekar en fyrri daginn: troðfullur salur var kvöld eftir kvöld í heilar þrjár vikur. Athyglisverðir tónleikar verða haldnir í sal Olivier Messiaen í húsi Radio France þ. 16. maí. Þá mun Fílharmóníuhljómsveit út- varpsins undir stjórn Vladimir Sedoseev flytja verk m.a. eftir Mozart og Kurt Weill ásamt söngkonunni Ute Lemper. Hringferð okkar er lokið. Og rétt í þessu er að ljúka tónleikum í kirkju Heilags Séver- in í fimmta hverfi. Til hliðar við kirkjutröpp- urnar situr útigangsmaðurinn; einnig hann er að ljúka sinni veislu og það er hann sem mun í dögun vekja íbúa hverfisins með helstu lögum Frank Sinatra og bútum úr þekktum óperuaríum ... og þannig heldur veislan áfram... Jáy sannarlega má fara „á eyrunum “ um Parísarborg allan sól- arhringinn því auk ótal tónlistarvibburba götunnar er ekki óal- gengt ab auglýstir séu á fjórba tug áhuga- verbra tónleika víbs vegar um borgina á degi hverjum. r *■ 4 i" LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. MAÍ1997 1 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.