Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Blaðsíða 2
TRIO REYKJAVIKUR I HAFNARBORG
Nýtt íslenskt
og klassík
Ashkenazy
vill til Prag
VLADIMÍR Ashkenazy hefur óskað eftir því
að verða aðalstjórnandi tékknesku filharmón-
íunnar í Prag og mun stjóm hljómsveitarinnar
taka ákvörðun um hvort sú
verður niðurmiðjan þennan
mánuð, að því er fullyrt er í
Aftenposten. Hefur blaðið
eftir talsmanni sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í Berlín, þar sem
Ashkenazy er stjómandi, að
hann muni starfa áfram í
Berlín, hvort sem hann fái
starfið í Prag eður ei.
Þjóðverjinn Gerd Albrecht
gegndi stöðunni í Prag en lenti upp á kant
við yfirvöld menningarmála í Prag og sagði
upp á síðasta ári. Þá hafði hann stjómað tékk-
nesku fílharmóníunni, sem einnig hefur geng-
ið undir nafninu Böhmen-fílharmónían, í hálf-
an annan áratug. Ástæða þess að hann á
ekki lengur upp á pallborðið hjá Tékkum er
sú að æ ríkari þjóðernisstefnu gætir í menning-
armáium sem og á öðrum sviðum þar í landi,
og eiga útlendingar því erfitt uppdráttar. Þó
styðja fímm af átta stjórnarmeðlimum ráðn-
ingu Ashkenazys.
Ashkenazy endumýjaði nýlega samning sinn
í Berlín og gildir hann til ársins 2000. Á blaða-
mannafundi hljómsveitarinnar í vikunni sagðist
hann telja sig bundinn henni, stefnt væri að
mörgum spennandi verkefnum og að hann
vonaðist til að eiga nokkur góð ár í Berlín.
SÍÐUSTU tónleikar Tríós Reykjavíkur á
þessu starfsári verða haldnir í Hafnarborg,
menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar,
á morgun, sunnudag, kl. 20. Tríóið skipa
þau Peter Máté, píanóleikari, Guðný Guð-
mundsdóttir, fiðluleikari, og Gunnar Kvar-
an, sellóleikari. Frumflutt verður nýtttríó
eftir John Speight sem nefnist „Out of a
Gothic North“. Ónnur verk á efnisskránni
verða tríó í A-dúr eftir Haydn og hið vold-
uga tríó í H-dúr op. 8 eftir Brahms í til-
efni hundrað ára dánarafmælis hans.
Að sögn Guðnýjar er hið nýja verk
Speights afar skemmtilegt, sérstaklega að
því leyti að hann nýtir hljóðfærin á mjög
áhugaverðan hátt í því. „Hann leggur
áherslu á samspil, bæði tveggja og alls
tríósins og auk þess komum við líka mjög
mikið fram í hlutverki einleikara í verk-
inu. Þetta er því skemmtilega samansett
tríó. Andstæður eru líka mjög miklar í
því, það eru í því bæði kraftmiklir og ofur-
veikir kaflar.“
Meðlimir tríósins segja að þau hafi reynt
að spyija Speight um tilurð verksins og
tilvísun en hann hafi sagt að hann vildi
helst láta tónlistina tala sínu máli sjálfa.
„Titlinum fylgir til dæmis engin skýring,"
segir Gunnar, „en hann skírskotar senni-
lega til þess að Speight hefur búið hér á
landi mörg undanfarin ár. Speight er
breskur að uppruna. Hann byrjaði sinn
feril hér á landi sem söngvari, hefur bæði
fengist við ljóðasöng, óperusöng og
kennslu. Hann hefur svo í sívaxandi mæli
látið til sín taka sem tónskáld."
Verk Haydns sem flutt verður er samið
árið 1785 og því á síðari hluta ævi hans.
Gunnar segir að Haydn hafi verið mikil-
væg^ur brautryðjandi í samningu kammer-
verka og það liggi eftir hann ógrynni pía-
nótríóa og strengjakvartetta. „Þetta verk
er stutt, aðeins í tveimur þáttum, og af-
skaplega fallegt. Það er mikil heiðríkja í
þessu verki.“
H-dúr tríó Brahms er fyrsta píanótríóið
sem hann samdi en síðar á ævinni endur-
samdi hann það. „Þetta er líklega stórbrotn-
asta píanótríóið sem Brahms samdi,“ segir
Gunnar. „Eins og alltaf er Brahms mjög
klassískur í sinni formgerð. Þetta er geysi-
lega áhrifamikið og stórbrotið tríó, það er
svo voldugt og þétt ofið að það er næstum
því sinfónískt. Það má með sanni segja að
þetta sé hveiju tríói verðugt verkefni.“
Tríó Reykjavíkur á tíu ára afmæli á
næsta ári og í tilefni þess verður lögð
áhersla á íslensk verk.
TRÍÓ Reykjavíkur leikur nýtt verk eftir John Speight í Hafnarborg á morgun og verk eftir Haydn og Brahms.
Yfirlitssýning á
verkum Asmundar
Keisaradjásnin
til Texas
Washinjjton. Reuter.
TÖLUVERT hefur þokast í deilu rúss-
neskra og bandarískra stjórnvalda um
dýrgripi rússnesku keisaraættarinnar,
sem Rússar lánuðu til sýninga í Banda-
ríkjunum. Eftir að sýningu á þeim lauk
í Washington og flytja átti þá til Texas
kröfðust Rússar þess að endurheimta
þá, þrátt fyrir að þeir hefðu lánað grip-
ina í tvö ár. Lokuðu þeir bifreið, sem
flytja átti munina til Texas, og var hluti
þeirra síðan fluttur í rússneska sendi-
ráðið.
Nú bendir allt til þess að af sýning-
unni í Texas verði en hins vegar er
óvíst að munirnir verði sýndir á fleiri
stöðum í Bandaríkjunum, eins og ráð-
gert hafði verið. Rússnesku djásnin
voru flutt til Houston í Texas um helg-
ina og verður sýningin opnuð 11. maí.
Hvorki Bandaríkjamenn né Rússar
vilja gefa upp í hverju samkomulag
þjóðanna felst, en í Bandaríkjunum
grunar marga að Rússar hafí viljað fá
meira greitt fyrir munina en þeir sömdu
um í upphafi.
YFIRLITSSÝNING á verkum Ásmundar
Sveinssonar verður opnuð í Ásmundarsafni
við Sigtún í dag kl. 16. Þar getur að líta
höggmyndir, teikningar og málverk sem
spanna allan feril listamannsins.
Hin síðari ár hafa verið settar upp sýning-
ar í Ásmundarsafni sem gefíð hafa innsýn í
ólíka þætti listsköpunar Ásmundar Sveins-
sonar. Að þessu sinni er sett upp yfirlitssýn-
ing á verkum listamannsins, eins konar sam-
antekt fyrri sýninga.
Að sögn Gunnars Kvarans, forstöðumanns
Listasafns Reykjavíkurborgar, er sýningin
sérstaklega hönnuð fyrir nemendur og ferða-
menn sem muni í Ásmundarsafni eiga aðgang
að öllum helstu öndvegisverkum Asmundar,
auk þess að geta lesið þróunar- og þroskafer-
il listamannsins.
Ráðgert er að yfirlitssýningin standi
minnst í þtjú ár en á þeim tíma mun hún,
að sögn Gunnars, taka breytingum — til verði
„sýningar inni í sýningunni". Skipt verði um
einstaka myndir og ýmsu efni bætt við, svo
sem ljósmyndum og skissum. Gunnar segir
að með þessum hætti verði hægt að draga
fram ýmsa athyglisverða þætti í Iist Ásmund-
ar svo sem fjölbreytileika í efnisnotkun og
einstaka þema.
Gunnar segir að hér sé á ferð ný hugsun
hjá Listasafni Reykjavíkurborgar og fróðlegt
verði að fylgjast með framvindu sýningarinn-
ar, þar sem öðrum þræði sé litið á Ásmundar-
safn sem fyrirmynd Hafnarhússins, það er
að segja þeirrar starfsemi sem muni verða
þar í framtíðinni. „Við höfum aldrei átt safna-
hús, þar sem safn borgarinnar er sýnt, og
því er nauðsynlegt að til séu hugmyndir um
það hvernig slíkt safn eigi að þróast þegar
húsið verður tekið í notkun," segir Gunnar
og bætir við að gera megi ráð fyrir að sam-
bærilegar sýningar við yfirlitssýninguna á
verkum Ásmundar verði útfærðar af meiri
hugmyndaauðgi og á ítarlegri hátt í Hafnar-
húsinu en þekkst hefur til þessa.“
MENNING/
LISTIR
í NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Listasafn íslands
yerk í eigu safnsins til sýnis út maí.
Ásmundarsafn, Sigtúni
Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveins-
sonar
Kjarvalsstaði, Flókagötu
Sýning verkum eftir Larry Bell, einnig sýn.
á verkum eftir Kjarval til 11. maí.
Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastr. 74
Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrím
til loka maímánaðar.
Hafnarhúsið við Tryggvagötu
Eggert Einarsson sýnir til 18. maí.
Gallerí Hornið
Magdalena M. Hermanns sýnir til 28. maí.
Mokka, Skólavörðustíg
Helgi Sigurðsson sýnir til 6. júní.
Gerðuberg, Gerðubergi 3-5
Magnús Tómass. sýnir til 25. maí.
Gallerí Handverk & Hönnun
Elísabet Ásberg sýn. skartgripi til 19. maí.
Sjónarhóll, Hverfisgötu 12
Sigrún Eldjárn sýnir til 25. maí.
Önnur hæð, Laugavegi 37.
Max Nenhaus sýnir út maí.
Galleríkeðjan, sýnirými
Sýningar í maí: Gallerí Sýnibox: Ragnheiður
Ragnarsdóttir. Gallerí Barmur: Bjami H.
Þórarinsson. Gallerí Hlust: Hannes Lárusson.
Gallerí 20m2: Rúrí og ísak Eldh.
Gerðarsafn, Hamraborg 4, Kóp.
Anna-Eva Bergmann sýnir til 8. júní.
Gallerí Myndáss
Vilmundur Kristjánsson sýnir ljósmyndir.
Þjóðarbókhlaðan
Ásjónur skáldsins. Myndverk af Halldóri
Laxness, til 23. maí.
Myndlistaskólinn í Reykjavík
Afmælissýning til 12. maí.
Listhús 39, Strandgötu 39, Hf.
Iva Sigrún Björnsdóttir sýnir til 26. maí.
Hafnarborg, Strandgötu 34, Hf.
Sparistellið. Tólf listamenn sýna postulín til
19. maí.
Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9
Anna Sigríður Siguijónsd. sýnir til 28. maí.
Listasafn Sigurjóns, Laugarnestanga 70
Skólasýn. á völdum verkum Siguijóns.
Hlaðvarpinn, Vesturgötu 3
Haraldur Jónsson sýn. til 15. maí.
Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b
Samsýning til 18. maí.
Norræna húsið við Hringbraut.
Antti Linnovaara sýnir til 11. maí.
Ingólfsstræti 8, Ingólfsstræti 8
Anna Líndal sýnir til 25. maí.
Gallerí Fold við Rauðarárstig
Sossa sýnir til 25. maí.
SPRON, Álfabakka 14, Mjódd.
Aðalheiður Valgeirsdóttir sýn. til 8. ágúst.
Byggðasafn Hafnarfjarðar
Undir Hamrinum. Af lífi hafnfirskrar al-
þýðu; sýning til út sept.
Sunnudagur 11. maí.
Tríó Reykjavikur frumflytur tríó eftir John
Speight i Hafnarborg kl. 20.
Hanna Dóra Sturludóttir og Jónas Ingimund-
arson halda tónl. í Gerðarsafni kl. 20.30.
Ingibjörg_ Marteinsd., Einar S. Einarsson,
Kristinn Árnason og Órn Falkner halda tónl.
í Kópavoskirkju kl. 21.
Alina Dubik og Pavel Manásek halda tónl.
í Háteigskirkju kl. 20.30.
Mánudagur 12. mai.
Málmblásarakvintett úr Lúðrasv. konung-
lega danska lífvarðarins heldur tónl. í Hafn-
arborg kl. 20.30.
Karlakór Keflavíkur heldur tónl. í Fella- og
Hólakirkju kl. 17.
Þórunn Guðmundsdóttir og Kristinn Örn
Kristinsson halda söngtónl. í Bústaðakirkju
kl. 20.30.
Burtfararpróf Bjamveigar Ingibjargar Sig-
bjömsdóttur píanóleikara kl. 20.30 í sal Tón-
listarskóla FIH.
Þriðjudagur 13. maí.
Haraldur Vignir Sveinbjörsson. Burtfarar-
próf í píanóleik kl. 20.30 í Gerðarsafni.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Villiöndin mið. 14. maí.
Fiðlarinn á þakinu lau. 10., fös. 16. maí.
Köttur á heitu blikkþaki, sun. 11., fim. 15.
maí.
Litli Kláus og Stóri Kláus, sun. 11. maí.
Listaverkið lau. 10., fös. 16. maí.
Borgarleikhúsið
Dómínó lau. 10., fös. 16. maí.
Svanurinn fim. 15. maí.
Konur skelfa lau. 10. maí.
BarPar lau. 10., fös. 16. maí.
Krókar & kimar, ævintýraferð um leikhús-
geymsluna frá 13-18 alla daga og til kl. 22
sýningardaga.
Loftkastalinn
Áfram Latibær sun. 11. maí.
Á sama tíma að ári sun. 11.
Skemmtihúsið
Ormstunga sun. 11. maí.
Kaffileikhúsið
Vinnukonurnar sun. 11., fös. 16. maí.
Leikfélag Akureyrar
Vefarinn mikli frá Kasmír lau. 10. maí.
2 IESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/IISTIR 10. MAÍ 1997