Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Blaðsíða 6
MYNDLISTASKOLINN I REYKJAVIK Á AFMÆLISSÝNINGUNNI verða sýnd nemendaverk unnin í skólanum i vetur. Á TÍMA- MÓTUM Myndlistaskólinn í Reykjavík ó fimmtíu ára afmæli um þessar mundir og í tilefni þess efnir hann til sýningar ó verkum nemenda og myndum og munum úr safni skólans. ÞRÖSTUR HELGASON ræddi við skólastjóra skólans, Valgerói Bergsdóttur, um hlut- verk hans, gildi og framtíð sem þrótt fyrir 1 hús- næóiskröggur er björt aó hennar mati. ÞRÖNGT mega sáttir sitja. Kennslustund í barnadeild á fyrstu starfsárum ÚR KENNSLUSTUND i portrettmálun. Nemendur í almenningsfræðslu, endurmenntun og á framhaldsskólastigi nú á vorönn voru á þriðja hundrað, flestir i teiknun og málun en einnig i myndasögugerð, formfræði, keramik og skúlptúr. TÖFRAHEIMAR myndlistarinnar hafa opnast fyrir mörgum í Myndlistaskólanum í Reykja- vík. í þennan skóla hefur al- menningur, jafnt böm sem full- orðnir, leikir og lærðir, getað leitað sér fræðslu um myndlist síðastliðin fimmtíu ár en skól- inn var stofnaður af Félagi íslenskra frí- stundamálara árið 1947. Á vorönninni sem nú er að Ijúka voru nemendur skólans rúm- lega 360 talsins, börn og unglingar í dagdeild- um og fullorðnir síðdegis og á kvöldin. Kennslugreinar skólans eru bæði almennings- fræðsla í myndlist, áfangakennsla á fram- haldsskólastigi, endurmenntun og fræðsla í myndlist fyrir börn og unglinga. Að sögn Valgerðar Bergsdóttur, skóla- stjóra skólans, stuðlar skólinn að almennri fræðslu um myndlist. „Hingað koma börn úr grunnskólunum sem hafa sérstakan áhuga á myndlist. Hér læra þau ekki aðeins að munda pennsil eða móta úr leir, nám þeirra hér mótar afstöðu þeirra til myndlistar, þrosk- ar skynfæri þeirra til að taka við myndlist og njóta hennar. Mörg dæmi eru um að krakkar komi hingað á grunnskólaaldri og haldi svo áfram í gegnum alla sína skóla- göngu, framhaldsskólann og jafnvel háskól- ann. Þetta nám skilar sér einnig í öðru námi. Það er löngu viðurkennt hvað tónmennta- kennsla hefur mikið gildi og sést það á styrkj- um sem veittir eru til slíkra skóla. Og mér finnst eins og þetta viðhorf sé einnig að verða ofan á um myndlistina, að hún gegni stóru hlutverki í uppeldi barna. Við sjáum þetta endurspeglast í breyttu viðhorfi til handverks sem nú er mikið talað um að þurfi að efla.“ UM 140 nemendur voru f barna- og ungl- ingadeildum skólans nú á vorönn en mörg dæmi eru um að krakkar sæki skólann meðfram öðru námi, bæði með grunn- skóla, framhaldsskóla og háskóla. Fræðsla fyrir börn og f ullorðna Um 140 nemendur voru í barna- og ungl- ingadeildum við skólann á þessari vorönn. Myndlistarfræðsla barna við skólann er auk verklegrar kennslu í meðferð leirs og lita og vinnu að eigin hugmyndum og úrvinnslu, fræðsla á listabókasafni og heimsóknir á sýningar. í barnadeildum var viðfangsefni vorannar Reykjavík og er það jafnframt þema vorsýningarinnar sem jafnframt er afmælis- sýning skólans. Aðalsteinn Ingólfsson fjallaði af því tilefni um myndgerð húsa í meðförum íslenskra myndlistarmanna í fræðandi fyrir- lestri sem sérstaklega var fiuttur fyrir barna- og unglingadeildir. Myndgerð í nemenda- vinnu barnanna hefur einkum beinst að hús- um í næsta nágrenni skólans sem er staðsett- ur í miðju borgarinnar með útsýni yfir miðbæ- inn. Börnin hafa einnig fengið vinnuaðstöðu í sölum ráðhúss Reykjavíkur í því skyni að sjá yfir og teikna mannlíf og fugla við Tjörn- ina. Myndþemað tók einnig til myndskreyt- inga við ljóð borgarskáldsins Tómasar Guð- mundssonar. Allt frá stofnun skólans hefur mikil áhersla verið lögð á myndlistarkennslu barna og unglinga. Fyrsti kennari í barnadeildum var Unnur Briem. Ragnar Kjartansson tók við barnakennslu um 1956. Börnin unnu undir hans leiðsögn samvinnuverkefni sem prýða skóla og stofnanir innan borgar. Sýningar á nemendavinnu barna úr skólanum hafa und- anfarin ár verið í Listasafni íslands og í Norræna húsinu. Barna- og unglingadeildir hafa reynst sigursælar á erlendum sýningum, þar er þekktastur grafíktvíæringurinn í Torun í Póllandi en þar hafa nemendur skólans unnið til gullverðlauna í þrígang, íyrst árið 1986 og nú seinast árið 1994. Myndlistaskólinn í Reykjavík sér um al- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.