Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1997, Blaðsíða 6
HINN 30. apríl sl. voru 20 ár síðan ungt listafólk í Reykjavík tók sig til og spennti út regnhlíf sem átti að vera skjól fyrir víðtæka menningarstarf- semi. Þótt félagsskapur- inn hlyti nafnið Gallerí Suðurgata 7 hékk fleira en myndlist á spýt- unni. Hópurinn stóð fyrir útgáfu tímarits, kynnti tilraunakvikmyndir, flutti inn tónlist- armenn, bækur og framsæknustu myndlist sem þá var í boði. Upphafió Húsið sem hafði verið í eigu Hjaltesteds ættarinnar frá því nokkru eftir 1859 stóð nú autt fyrir utan nokkur herbergi sem búið var í og lá raunar undir skemmdum. Þeir bræður Friðrik Þór Friðriksson og Þórleifur V. Friðriksson ásamt frænda sínum Bjarna H. Þórarinssyni tóku að bræða það með sér í byrjun árs 1976 að nota þetta ættaróðai unndir framsækna menningar- starfsemi. Þeir leituðu því til frændfólks síns sem átti hlut í húsinu og kynntu hugmyndina sem var samþykkt eftir nokkrar umræður. Á þessum árum var ekki verið að tvínóna við hlutina, safna hlutafé, semja rekstraráætl- anir eða ganga sérstakan bónarveg til yfir- valda sem svo hefðu það í hendi sér hvort af framkvæmdum gæti orðið. Það er nefni- lega næsta víst að framtakið hefði þá verið dæmt þjóðhagslega óhagkvæmt og strikað út. Það má með nokkrum rétti segja að svo hafi farið því þau fengu ekki 200 þús. króna styrk sem þau sóttu um hjá hinu opinbera. Því var ekki annað að gera en ganga beint til verks, safna liði og heíjast handa. Það var nóg framboð á ungu fólki sem nú tók til við að endurnýja húsið, skrapa burt gamla máln- ingu, lakka, mála og lagfæra. Einnig voru kallaðir til iðnaðarmenn sem sinntu raf- magni, ofnum og pípulögn. En hvernig var þetta ævintýri fjármagnað? Ég efast um að nokkur hafi hugsað út í það. Einn útvegaði málningu, annar hitt og sá þriðji þetta. Bang búið! Svo var opnað með samsýningu. Þetta framtak æskulýðsins vakti verðskuldaða at- hygli almennings og fjölmiðla. Ekki síst vegna umræðu um endurnýjun á lífdögum gamalla húsa sem þá var á byijunarreit. Kjarninn Það er varla á nokkurn hallað þótt sagt sé að þeir Bjarni, Friðrik og Þórleifur hafi verið sá kjarni sem hélt utanum þetta ævin- týri. Auk þeirra stóðu í fremstu víglínu Árni Ingólfsson, Eggert Pétursson, Ingólfur Arn- arson, Kristinn Guðbrandur Harðarson, Karl Óskarsson, Margrét Jónsdóttir, Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson, Örn D. Jónsson og Helgi Þorgils Friðjónsson. Svala Sigurleifs- dóttir gekk snemma til liðs við hópinn og nokkrar konur sem tóku þátt voru tengdar innflutningi á tónlist, s.s. Aagot Óskarsdótt- ir, Kristín Ólafsdóttir o.fl. Halldór Ásgeirsson gekk svo til liðs við hópinn um 1980. Á starfstíma Gallerís Suðurgötu 7 var mikil hreyfing á fólki. Það var ekki nóg með að flestir væru í myndlistarnámi og Háskól- anum heldur þurfti fólk að fara utan í nám og þá losnaði auðvitað um sambandið. Marg- ir stóðu því stutt við. Aðrir fylgdu galjeríinu alla leið og horfðu á eftir húsinu upp á Árbæj- arsafn þar sem það stendur nú. Sýningar og listalii Þann tíma sem galleríið lifði voru haldnar um 50 sýningar íslenskra og erlendra lista- manna. Sem dæmi má nefna að frá 1977- 1979 voru um 25 erlendir listamenn með einkasýningar á móti 17 íslenskum. Þá eru ekki taldar samsýningar hópsins og einstakra meðlima. Þetta hlutfall er ekki einkennilegt því tilgangurinn var m.a. að flytja inn er- lenda list sem auðvitað hafði áhrif á þau ungmenni sem þarna störfuðu. Gallerí Suðurgata 7 nýtur þeirra forrétt- inda að fæðast inn í listrænt tómarúm, SÚM var búið að vera sem virkur félagsskapur framúrstefnumanna og listamenn höfðu gert tilraunir til að opna sýningarsali þar sem þeir gætu sýnt á eigin forsendum t.d. Gallery Output á Laugarnesveginum og Sólon ísland- us í Aðalstræti. En allt stóð það fremur stutt. Líkt og forleikur að Suðurgötu 7. Þessi innflutningur og beinu áhrif að utan fóru fyrir bijóstið á mörgu menningarlega sinnuðu fólki og það var talað um að lista- mennirnir gleyptu erlenda tískustrauma hráa. Þar átti líka hlut að máli hópur eldri lista- manna sem ólust upp við listanna þrískiptu grein olíulit, striga og pensil. Þeir voru ekki tilbúnir að kyngja einhverri hugmyndalist. Þegar horft er til baka tel ég að inn í umræðuna hafi blandast þjóðernishyggja og ótti við að íslensk sérkenni færu forgörðum í þessari miklu deiglu. Ég hygg þó að sá GALLERI SUÐURGATA 7 Tuttugu ár eru síóan Gallerí Suóurgata 7 var sett á laggirnar. MAGNUS GESTSSON segir hér af því og aóstandendum þess. Galleríió starfaói í um fjögur ár, en hætti 1981, þegar húsió var gefió Árbæjarsafni og lóóin seld. I tilefni afmælisins er nú í Nýlistasafninu sýning á verkum nokkurra listamanna sem tengdust Suóurgötu 7. ótti hafi verið afsannaður þegar Friðrik og Steingrímur fóru að veiða loftanda og nýttu sér ferðabók Eggerts og Bjarna. Auk þess myndskreytti Friðrik íslenska málshætti og orðtök sem vakti mikla athygli. Fleiri félagar hópsins leituðu einnig í íslenskan menningar- arf. En Suðurgötuhópurinn átti hauka í horni á meðal abstraktkynslóðarinnar og annars menningarfólks. Af þeim mikla flölda sýninga sem hópurinn stóð fyrir tel ég að sýningar breska vatnslita- málarans Peters Schmidt lifi lengst í minni myndlistarunnenda, einkum sú sem hann hélt árið 1979. Þar sýndi hann afraksturinn af þeim áhrifum sem hann varð fyrir er hann kom hingað árið 1978. Stemmningin í Suður- götunni var ólýsanleg, ský, fjöll og eyjarnar á Breiðafirði lyftust í heilagri blekkingu og undir og yfir sveif tónlist eftir Brian Eno. Það er ekki ofmælt að með þessari sýningu varð Peter óijúfanlegur hluti íslenskrar lands- lagshefðar. Timaritió Eitt af þrekvirkjum hópsins var að halda úti tímaritinu Svart á hvítu. Oft við erfiðar aðstæður því það var dýrt fyrirtæki. En þó tókst þeim að gefa út 6 tölublöð frá 1977- 1980. Segja má að Suðurgötuhópurinn hafi í grófum dráttum skipst í tvennt, galleríhóp og tímaritshóp sem þó sköruðust margvís- lega. Tímaritið var að mestu í höndum bók- menntasinnaðra háskólanema og má þar nefna Gunnar Harðarson, Árna Óskarsson, Örnólf Thorsson og Þórleifur V. Friðriksson var ábyrgðarmaður að öllum heftunum. Tíma- ritinu var ætlað hefðbundið hlutverk menn- ingartímarits auk þess að vera mótvægi við þá áráttu fjölmiðla að setja „fram einstakar staðreyndir um óskyldustu efni án þess að gerð sé grein fyrir eðli og uppruna viðkom- andi fyrirbæra". (Svart á hvítu, 1. (1977). Bls. 1.) Það er óhætt að segja að þeir sem skrifuðu í tímaritið hafi fylgt þessu eftir með því að setja umfjöllunarefni sín í samhengi. Ein merkasta og eftirminnilegasta tilraun tímaritshópsins og jafnframt myndlistarmann- anna í hópnum var gallerí tímaritsins en það birtist frá 1977-1979 en féll út í 6. og síðasta heftinu. Þetta gallerí í prentmiðli átti rætur í erlendum tímaritum og einskonar galleríi sem birtist í helgarblaði Vísis nokkru fyrr. Flestir listamannanna sem sýndu í tímarit- inu voru íslenskir og tengdust Suðurgötu á einn eða annan hátt en útlendingar voru í minnihluta. Arfurinn Á þessum tímamótum þegar minnst er 20 ára afmælis Gallerís Suðurgötu 7 er ekki úr vegi að spyija hvort sá neisti sem þarna kviknaði hafi skilað einhveiju inn í íslenskt samfélag eða jafnvel samfélag þjóðanna. Þeirri spurningu er óhætt að svara játandi og bendi ég á kvikmyndir Friðriks Þórs og það að flestir sem lögðu hönd á plóginn hafa orðið farsælir listamenn og fræðimenn sem hafa víkkað sýn þjóðarinnar. Þó má segja að syndsamleg þögn hafi ríkt um félagsskap- inn frá því að hann leið undir lok og húsið varð safngripur á Árbæjarsafni, slitið úr líf- rænu sambandi við miðborgina. Sé það borið saman við SÚM virðist Ijóst að sá félagsskap- ur hefur öðlast lengra líf í hugum listunn- enda. Ásæðuna tel ég m.a. vera þá að húsa- kynni þeirra standa á sínum stað enn í dag og hýsa Nýlistasafnið. Höfundur er sagnfræðistúdent og rithöfundur í Reykjavík. Apessum tímamótum þegar minnst er 20 ára afmælis Gallerís Sudurgötu 7 er ekki úr vegi aö spyrja hvort sá neisti sem pama kviknaöi hafi skilad einhverju inn í íslenskt samfélag eöa jafnvel samfélag pjóöanna. Þeirri spumingu er óhcett aö svara játandi. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚLÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.