Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1997, Blaðsíða 16
LIFIAF DJASSINUM ÍNEWYORK Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleikari hefur gefió út sinn fyrsta hljómdisk. Hún segir í samtali við GUÐJQN GUÐMUNDSSQN fró diskinum og dvöl sinni í heimsborginni. SUNNA Gunnlaugsdóttir píanó- leikari hefur haldið um tíu tónleika hér á landi ásamt tríói sínu að undanförnu. Á tónleikunum hefur verið kynnt efni af geislaplötunni, Far far away, sem kom út í Bandaríkjunum fyrir skemmstu. Sunna býr í New York ásamt sambýlismanni sínum, Scott McLemore, sem jafnframt er trommuleikari tríósins. Þau ætla reyndar að ganga í það heilaga 19. júlí næstkomandi á Seltjarnarnesi þar sem Sunna er fædd og uppalin. „Eg ákvað fyrir einu ári að gefa út disk. í New York og New Jersey eru margir tón- listarmenn að koma sér á framfæri og flest- ir eru þeir með tónlist sína á spólum til að kynna sig. Mér fannst að ég hlyti að standa betur að vígi ef ég hefði gefið út disk. Mér fannst líka að það væri verðugt takmark fyrir ári síðan að gefa út þennan disk, það yrði hvetjandi fyrir mig á allan hátt,“ segir Sunna. Diskurinn var tekinn upp á tveimur dög- um í bænum Jonkers skammt norðan Man- hattan. Hljóðverið er í eigu trommuleikarans Steve Davis og er það eingöngu til upptöku á djasstónlist. Diskurinn er gefinn út af útgáfunni Stinky Dog sem Sunna og Scott stofnuðu sérstak- lega um þetta verkefni. Byrjaði aó leika á orgel Sunna byrjaði ung að árum að spila_ á orgel en hóf píanónám 18 ára gömul. „Ég vissi það strax sem barn að ég vildi ekki verða klassískur píanóleikari. Þá hélt ég að ekkert annað kæmi til greina en að spila klassík á píanóið. Samt hlustaði ég á óperur og aðra sígilda tónlist af plötum sem pabbi átti. En mér fannst að það hlyti að vera svo þungt og stíft að vera klassískur píanóleik- ari,“ segir Sunna. Hún lék dálítið á hljómborð með popp- hljómsveitum áður en píanónámið i FIH hófst fyrir alyöru. Hún lék m.a. með Tón- skröttunum. í FiH fékk Sunna meiri áhuga fyrir órafmagnaðri djasstónlist og skildu því leiðir með Tónskröttum. Að loknu fimm ára námi segir Sunna að það hafi komið yfir sig leiði. „Á tímabili vissi ég ekki hvað ég ætlaði að gera við iif mitt. Ég byijaði í háskólanum í stærðfræði en hætti. Síðan talaði ég við Sigurð Flosason, [saxófónleikara og kennara í FÍH], um skóla í Bandaríkjunum og skrif- aði út og ákvað að skella mér í frekara tón- listarnám við William Paterson College í New Jersey. Þangað fór ég árið 1993. Ég held ég hafi verið afskaplega heppin með skóla. Hann er staðsettur rétt utan við New York og því stutt að sækja tónleika. Ég var mjög vel undirbúin frá FÍH í bóklegum grein- um, hljómfræði, tónheyrn og fleiru, en ég kunni engin iög. Hérna heima eru allir með bókina, The Real Book, en þarna úti sáust ekki þessar bækur og allir kunnu lögin. Mér fannst allir mjög sterkir spilarar. Ég var eiginlega hætt að æfa mig hérna heima en úti ákvað ég að taka mig á. Reyndar var fyrsta árið úti ákaflega skemmtilegt. Hægt að velja um tvær djassútvarpsstöðvar og endalausir tónleikar. Ég saknaði einskis á íslandi fyrsta árið. Annað árið var erfitt og mér fannst ég ekki ná þeim framförum sem ég vildi. Pete Malinverni hét píanókennarinn minn, afskaplega góður píanisti og mjög strangur kennari. Ég hafði aldrei haft svo ýtinn og strangan kennara og hann veitti mér gott aðhald. Ég entist hjá honum út allan skólann," segir Sunna. Henni sóttist námið vel og hlaut styrk frá skólanum í ljósi góðrar frammistöðu. Sunna kynntist Scott og bassaleikaranum Dan Fabricatore í skólanum. Þau bytjuðu að spila saman í skólanum og upp úr því reyndi Sunna að bóka tríóið á veitingastaði. „Það gekk illa fyrst og tók marga mán- uði að komast inn. En það tókst og síðan hefur þetta vafið utan á sig. Spilamennskan er betur launuð á íslandi en úti en þar eru fleiri tækifæri til þess að spila. Stundum spilum við á matsölustöðum eða kaffihúsum. Sumir staðirnar borga ekki meira en 20 dollara á mann en ég er alveg hætt að spila á svoleiðis stöðum,“ segir Sunna og hlær. Morgunblaðió/Árni Sæberg SUNNA Gunnlaugsdóttir píanóleikari. Góóir grannar Núna bókar hún alla tónleika tríósins og í sumar hafa þau lifað eingöngu af tónlist- inni. „Maður skrimtir af þessu. Það er kannski ekkert auðvelt því húsnæði í New York er dýrt.“ Hjónaleysin búa í Brooklyn í hverfi sem heitir Park Slope. Þarna býr fjöldinn allur af djasstónlistarmönnum. Sunna segir að þeir hafi sótt í þetta hverfi vegna þess að það er ódýrara að búa en á Manhattan og þar er mikið og fjölskrúðugt mannlíf. „Billy Hart trommari og David Douglas trompetleikari búa í sömu götu og ég. Ég hitti þá þegar ég fer út að hlaupa á morgn- ana. Einnig býr Kenny Barron þarna í hverf- inu,“ segir Sunna. Hún segir að fyrir sig sem djasspíanista sé mjög gott að búa í New York. „Ég vil þó ekki ala upp börn í New York og Scott er alveg sammála mér.“ AÐFERÐIRNAR VIÐ TÓNLISTARSKÖPUN ERU SÍBREYTILEGAR Skúli Sverrisson tónlistarmaóur er búsettur í New York og starfar þgr aó list sinni. EINAR ÖRN GUNNARSSON tók hann tali ó einu elsta kaffihúsi New York-borgar. SKÚLI er fæddur í Reykjavík árið 1986 og hneigðist hugur hans snemma að tónlist. Hann nam bassaleik hjá Jóni Sigurðssyni við Tónlistar- skóla FIH en hélt síðan til náms við Berklee College of Music í Boston þar sem hann lauk BM-gráðu. Hann hefur starfað með fjölda innlendra og erlendra tónlistarmanna. í síðastliðnum mánuði kom út hjá Extreme- piötufyrirtækinu geislaplata hans „Serem- onie“. Extreme-plötuútgáfan hefur staðið að útgáfu verka margra athyglisverðra tón- skálda af yngri kynslóðinni, má nefna Jim O’Rourke, Merzbow, Elliot Sharp og Otomo Yoshihide. Skúli hefur spilað inn á fjölda ífeisladiska og hefur ásamt þýska tónskáld- inu Carsten Tiedemann sent frá sér fjóra hljómdiska í nafni hljómsveitar þeirra, MO BOMA. Undarfarin ár hefur hann meðal annars starfað sem bassaleikari í hljómsveit breska gítarleikarans Allans Holdsworths og leikið með spunameisturum á borð við Derek Bailey og Peter Brotsmann. Ákveóin formgeró tónlistac „Tónlistin á „Seremonie" er beint fram- hald af því sem ég hef verið að gera undan- faiin fimmtán ár,“ segir Skúli. „Þegar ég byijaði að fást við tónlist var ég yfirleitt að glíma við ákveðinn stíl eða form sem voru hluti af því umhverfi sem ég var í. Fyrst var ég í popptónlist sem þróaðist út í djass. Það sem ég er að gera á þessum diski er að skapa tónlist sem að einu leyti er byggð á fastmótuðum hugmyndum en að öðru leyti sjálfsprottin. Við tónlistarsköp- un er gott að hafa ákveðið jafnvægi á milli þessara tveggja grundvallarþátta. í raun og veru er tónlistin á plötunni unnin úr efni sem ég hef tekið upp síðastlið- in þtjú ár. Ég vann að ákveðinni formgerð tónlistar sem ég hljóðritaði. Áhugi minn á raftónlist og „improvisation" mætast í þess- ari tónlist þar sem ég tek ógrynni hljóðrit- aðs efnis og spinn úr því. Þannig er að finna efni sem er allt að þriggja ára gamalt og glænýtt jafnvel í sama tónverki. Mesta vinn- an var unnin á síðasta ári.“ Sjólfstæói tónlistarmannsins hefur aukist „Oft þegar ég heyri tónlist finnst mér hún vera það sem kallað er „góð og fagmann- leg“. Fyrir mér er það ekki nægileg ástæða til að búa til tónlist að uppfylla þær kröfur enda má spyija hvers virði fagmennska er þegar hún er orðin stöðluð. Sem betur fer er tónlistarsköpun mjög lifandi listform og aðferðir við sköpun hennar síbreytilegar. Stór hluti þeirrar tónlistar sem skiptir máli í dag er búinn til og miðlað til hlustandans með aðferðum sem voru ófyrirsjáanlegar fyrir tíu árum. Þannig að hlutverk tónlistar- stofnana hefur breyst og sjálfstæði tónlistar- SKÚLI Sverrisson. mannsins aukist. Það sama má segja um hlustendur, aðgangur að upplýsingum og efni er stöðugt að aukast og markaðurinn verður skemmtilega margbrotinn fyrir vikið. Ástæða þess að ég flutti til New York tengdist ákveðnum hugmyndum mínum um tónlistarlífið þar og ímynd borgarinnar sem miðstöðvar djassins. Ég komst smám saman að því að áhugi minn og skilningur á djass- tónlist hafði lítið með þetta umhverfi að gera. Áður fyrr tengdi ég djasstónlist New York-borgar við menn á borð við Miles Dav- is og Charlie Parker en í dag lít ég fremur til þeirra ungu tónlistarmanna sem eru að fást við að semja og skapa menningu fram- tíðarinnar." Áhersla á athyglisvert efni Með tilkomu Extreme og annarra slikra útgáfufyrirtækja hafa möguleikar ungra tónlistarmanna vaxið. Ástæðan er sú að þessi fyrirtæki fjármagna upptökur, útgáfu og dreifingu á diskum með nýrri tónlist. Tónskáldunum er þar með gert kleift að senda frá sér verk sem annars hefðu seint eða aldrei fengist flutt þar sem slíkt er afar kostnaðarsamt. Það voru algeng örlög margra ágætra verka að hafna ofan i skúffu sem nótur á blaði og verða jafnvel aldrei annað. Við þau skilyrði var vonlítið að skapa sér feril sem tónlistarmaður utan mennta- kerfisins. Þessi hljómdiskaútgáfa er sífellt að auk- ast og með dreifingu diskanna skapast jafn- framt grundvöllur fyrir tónleikahaldi víða erlendis. Stór kostur við útgáfustarfsemi Extreme er sá að stjórnendurnir eru ekki með fingurna í því sem tónlistarmennirnir eru að gera. Þeir láta það vera að setja lista- mönnum reglur eða skilyrði öfugt við það sem almennt gerist í útgáfugeiranum. Lög á plötum útgáfufyrirtækisins mega vera eitt eða hundrað. Þeir leggja áhersluna á að efnið sé athyglisvert og veki áhuga þeirra til að dreifa því um heiminn. Þessi plata er eitt af mörgum verkefnum mínum. Ég var að ljúka upptökum á nýrri plötu með tveimur klarinettuleikurum, Anth- ony Burr og Chris Speed. Auk þess voru að koma út plötur með Patchora, Ben Mond- er, Jamshied Sharifi og Chris Speed kvart- ett. Ég vonast til að koma heim i haust og taka upp tónlist með Hilmari Jenssyni." 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚLÍ1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.