Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1997, Blaðsíða 8
JARÐARFÖR á Króknum er ein hinna svokölluðu minningarmynda sem Jóhannes Geir gerði á sjöunda áratugnum. Þykir hún lýsa vel þeim átökum sem áttu sér stað innra með listamanninum á þessum tíma. ég var kominn á fertugsaldur. Tók þá dágóða rispu og fékk nóg. Þegar ég varð fimmtugur hélt ég heljarmikla afmælisveislu og var þá eiginlega að kveðja þetta fólk sem ég hafði verið að drekka með. Síðan hef ég ekki haldið neinar stórveislur. Menn sem hafa keypt af mér myndir hafa stundum verið svo elskulegir að færa mér kon- íaksflösku, þegar þeir hafa sótt myndirnar sín- ar. Venjulega fel ég þær inni í klæðaskáp. Frænka mín sem tekur til hjá mér hefur ráð- stafað þeim eða ég hef notað þær í boðum. í guðanna bænum segðu ekki frá þessu í blaðinu því þá gætu einhveijir farið að hringja og sagst hafa lesið að ég ætti koníak!" Vill hætta að rjúka út um allar trissur að mála f jall Jóhannes Geir hefur aldrei gifst og býr einn en hann hefur átt góðar vinkonur. Hann á einn son, Geir Regin, sem hann átti með Ástu Sig- urðardóttur rithöfundi. Þá voru þau bæði mjög Þaö er ekki nógu hvetjandi ad mála undir álagi. Egþarf meiri ró og nceöi og þáfœöast hugmynd- imar en ég heffast- mótaöar hugmyndir í hausnum um hvaö ég vilgera íframtíö- inni. drepa fyrst sjálfan sig og ætla síðan að skapa líf.“ - Hefur þig aldrei langað til að stofna fjöl- skyldu? „Dreymir ekki alla um að eiga góða fjöl- skyldu? Ætli mér hafi bara fundist ég hafa haft aðstæður til þess. Það hefur verið mikið basl að koma þessu húsi upp og það er ekki hugsað fyrir fjölskyldu heldur sem vinnuað- staða fyrir listamann." - Hvað með Ástu, kom aldrei til greina að stofna fjölskyldu með henni? Hann vill ekki tala mikið um barnsmóður sína, segir þó_ að hún hafi verið örlagamál á þessu sviði. „Ég veit ekki hvað hefði gerst ef ég hefði gifst henni,“ segir hann. „En hug- myndir mínar um eiginkonu á þessum tíma samræmdust ekki því hvernig hún var. Ef til vill var hún bara þroskaðri en ég.“ - Hverjir eru helstu áhrifavaldarnir i list þinni? „Ætli það sé ekki tónlistin en hún hefur HAUGSNESFUNDUR19. apríl 1246. Þar er talin hafa verið háð ein mannskæðasta orrusta á íslandi og féllu þar á annað hundrað manns. Olíumálverk frá 1994. því annars hvarf stemmningin. Það breyttist hjá mér stíllinn í olíumálverkinu á þessum árum. Ég var ekki beint að stæla pasteláferð- ina í olíumálverkinu enda er það ekki hægt. En ég málaði með hálf þurrum olíulitum beint úr túpunni, og áhrifin urðu svipuð og í pastel, en þó aldrei eins mjúk. Síðar vandi ég mig af þessu og fór að mála meira eins og hæfði olí- unni og þá urðu myndirnar massívari." Gat aldrei sleppt mótivinu Það var einmitt á þessum árum, það er á sjötta áratugnum og fram eftir þeim sjöunda, sem Jóhannes Geir málar olíumálverk sem eiga rætur að rekja til bernskuminninga frá Sauðár- króki. Eru þær dökkar og drungalegar en þykja eitt það besta sem hann hefur gert. Ein þekkt- asta þeirra heitir Jarðarför á Króknum. Sýnir hún líkfylgd á leið upp í kirkjugarðinn á Nöfun- um. Önnur heitir Slátrun og lýsir því þegar lömbunum er kippt einu í senn inn til slátrar- ans og þau skorin á háls. Hvað var hann að hugsa þegar hann dró upp þessar drungalegu myndir? „Ég var náttúrulega þunglyndur eins og andskotinn á þessum tíma. Ætli ég hafi ekki verið að hefna mín á sjálfum mér.“ - Fyrir hvað? „Maður var alltaf að vorkenna sjálfum sér og hélt að enginn hefði það skitnara en maður sjálfur." - Þú misstir ungur móður þína, er jarðar- fararmyndin byggð á þeirri reynslu? „Sú mynd er ekki aðeins minning um móður mína heldur var ég að jarða ákveðna lífs- reynslu sem ég hafði orðið fyrir. Listamaður hefur þann möguleika fram yfir aðra sem eiga í andlegum erfiðleikum að hann getur komið erfíðleikum sínum beint eða óbeint frá sér í sinni listsköpun." Jóhannes Geir vill greinilega taka upp létt- ara hjal því hann fer að segja frá því þegar Ragnar í Smára keypti jarðarfararmyndina sem var á samsýningu FÍM í listamannaskálanum gamla. „Hann stoppaði jeppann sinn vjð hjall- inn sem ég bjó í á Laugaveginum, kom inn til mín og sagði: „Hvað á jarðarfararmyndin að kosta?“ „Tólf þúsund krónur," sagði ég. Svo heyrði ég ekkert meira frá honum fyrr en hann sendi mér tuttugu og fimm þúsund krón- ur. „Hún á að kosta þetta,“ sagði hann bara. Þetta lýsir Ragnari vel.“ Þegar Jóhannes Geir kom heim frá námi í Kaupmannahöfn hafði módernisminn þegar hafið innreið sína hér á landi. „Ég hef alltaf haft mætur á afstraktlistinni," segir hann. „Hún er ein mesta bylting sem orðið hefur í allri myndlistarsögunni. - Reyndirðu eitthvað við þessa nýju tækni? „Já, það gerði ég og voru Reykjavíkurmynd- irnar mínar sem ég gerði á þessum árum hálf afstrakt. Ég gerði þær undir áhrifum frá Þor- valdi Skúlasyni sem bjó í námunda við mig og ég heimsótti stundum. Ég fann þó að frásagn- arþörfin var afstraktinu yfirsterkari, ég gat aldrei sleppt mótívinu." - Getur þessi frásagnarþörf tengst því að þú ert Norðlendingur, en mér finnst norðan- menn vera miklu meira sagnamenn en Sunn- lendingar? „Það getur vel verið, ég hef ekkert hugsað út í það frá því sjónarhorni." Enn eklci sáttur vió listapólitikina - Þú mættir mikilli andstöðu vegna þess þú hélst þig við fígúratíva málverkið, var það ekki? „Það hafði enginn áhuga á myndunum mín- um á þessum tíma, ekki einu sinni skólabræð- ur mínir sem allir voru farnir að mála af- strakt. Eini maðurinn sem hægt var að tala við var Sverrir Haraldsson, þó hann væri í afstraktinu. Hann var bara svo gáfaður." - Hvað með eldri málarana, voru þeir látnir í friði? „Málarar eins og Gunnlaugur Scheving og fleiri fengu frið en ungum mönnunum eins og mér var mætt af skilningsleysi. Ég var óskap- lega reiður á þessum árum og andmælti þeirri listapólitík sem þá var rekin. Það er þó skiljanlegt að menn með svipaða sýn á listina myndi hópefli. En vilji einhveijir fara aðrar leiðir þá er þeim það auðvitað fijálst. Því aðferðin skiptir ekki máli heldur innihald- ið; hvað er maðurinn að tjá? Þegar aðferðin fer að skipta öllu máli þá er þetta komið út í öfgar. Ég rifja þetta upp núna vegna þess að mér finnst listapólitíkin hér á landi enn bera keim af þessum hugsunarhætti og það hafa ýmsir mætir listamenn orðið til að mótmæla henni. Ákveðnum listamönnum hefur verið meinaður aðgangur að Kjarvalsstöðum, sérstaklega þeim sem mála hlutbundið. Þó með örfáum undan- tekningum. Mín skoðun er sú að ef menn hafa ekki tilfinningu fyrir góðu fígúratívu málverki þá geti menn ekki heldur metið gildi annarrar listar, hvorki afstrakt eða hugmyndalegrar. Hið síðarnenfda hefur mest verið á boðstólum á Kjarvalsstöðum síðastliðin ár og er að mínum dómi oft og tíðum della og einnig gamalt í roðinu ef út í það fer. Þeir sjá ekki myndir eins og við málarar segjum.“ - Ertu beiskur út í lífið vegna þessarar reynslu? „Það er ég ekki. En auðvitað hefur lífið verið erfitt, það vill vera það hjá mörgum. Það eina sem hefur truflað mína persónulegu vel- ferð hin síðari ár er hve ég hef þurft að blanda peningamálum inn í listina. Ég hef í mörg ár verið að reyna að koma yfir mig þaki. Var ég búinn að þvælast á milli sextán staða í Reykja- vík áður en ég fékk þessa lóð og var kominn á fertugsaldur þegar ég byijaði að byggja.“ - Lifðir þú á þínum yngri árum hinu dæmi- gerða bóhemlífi, sast á kaffihúsum og talaðir frá þér allt vit? „Það var nú allur gangur á því. Ég var aldr- ei neinn kaffihúsamaður og hafði andstyggð á því en lá mest í bókum. Mér finnst líka tölu- vert til í því sem Munch sagði um listamennina sem honum fannst full þaulsætnir á kaffihúsun- uin: „De snakker fra sig bildet," sagði hann. Ég smakkaði heldur ekki brennivín fyrr en KVÖLD við Ægissíðu. 1984 - olíulitir á léreft. ung. Ásta sautján ára og Jóhannes Geir rúm- leg tvítugur. - Ertu einrænn í eðli þípu? „Nei, það held ég ekki. Ég get verið hrókur alls fagnaðar í samkvæmum. En listamaður þarf að kunna að vera einn með sjálfum sér. Hann þarf einnig að hafa eðlilegan samgang við annað fólk því það byijar enginn á því að ekki síður haft áhrif á mig en umhverfið sjálft og önnur myndlist. Sérstaklega eru það verk eftir Bach, Sibelius og Brahms sem höfðu áhrif á mig á þessum tíma, annars er ég alæta á tónlist. Sibelius hefur þó haft sterkustu áhrifin á mig. Hann er svo norrænn og uppbygging verka hans svo klár. Minningarmyndirnar frá Króknum gerði ég undir sterkum áhrifum frá tónlist hans og sama er að segja um ýmsar sögulegar stemmningsmyndir eins og myndirn- ar úr Sturlungu." Hér förum við út í aðra sálma og ég spyr hann hvers vegna hann hafi sýnt jafn lítið opinberlega og raun ber vitni. Síðast sýndi hann er útibú Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis á Álfabakka var opnað fyrir níu árum. „Ætli það sé ekki vegna þess að ég hef ekki haft myndir til að sýna. Vegna húsbygg- ingarinnar hef ég orðið að láta frá mér mynd- ir sem ég hefði viljað eiga. Það fer líka alltaf svolítið í taugarnar á mér að halda sýningu. Það æsir mig dálitið upp og ég get ekki málað í langan tíma á undan. Mér hefur verið boðið að sýna bæði hér og erlendis, þá sérstaklega erlendis. Meðal annars í París þar sem mér var boðið að taka þátt í norrænni sýningu í tengslum við opnun Bastilluóperunnar. Ég hafði bara engan tíma til að standa í því.“ Það kemur fram í máli Jóhannesar Geirs að honum hafi gengið mjög vel að selja mynd- ir hin síðari ár. „Ég er þó ansi hræddur um að ég verði að fara að hætta því að ijúka svona út um allar trissur til að mála fjöll. Það er ekki nógu hvetjandi að mála undir álagi. Ég þarf meiri ró og næði og þá fæðast hugmynd- irnar en ég hef fastmótaðar hugmyndir í hausn- um um hvað ég vil gera í framtíðinni.“ - Ekki er það afstrakt! „Nei, ég er fyrir löngu búinn að gera upp þá hluti. Það er frekar að ég fari út í meiri frásögn. Ég lít nefnilega ekki á mig sem neinn gamlingja. Ég á enn eftir að gera mínar bestu myndir, vona ég.“ BERGLIND DAGNÝ STEINADÓTTIR TÓNAFLÓÐ Ókunnugi fugl! Ég heyri sönginn þinn sem hljómar, hijómar svo blítt. Ég þekki tónana þeir spila, spiia á strengina, inn í mér. Má ég syngja, syngja lagið með þér svo hljómfegurðin fái notið sín. KONA í hvítum kiæðum storkar hún vindinum ögrar, ögrar sjálfri sér finnur að hún, hún er kona þráir svo heitt, að finna köllunina, um hlutskiptið sem henni, henni einni var ætla.ð, ætlað sem konu. Höfundur er Húsvíkingur. KRISTÍN LILLIENDAHL ÆVIKVÖLD / fábreytni daganna fölskvast birtan hér innan við tjöldin og er ekki brot af sér sjálfri. Og svo er líka með mig að ég þekki ekki sjálfan mig lengur sem forðum nam gras undir fótum og vindinn í hári við rísandi sól hvern morgun og á heimleið að dagsverki loknu. í fábreytni daganna heyrist hóstakjöltur í fjarska og einhver dregur skóna á hægferð frammi á gangi. Svo fékk einhver símtal í morgun og verður víst bráðlega sóttur. Honum er fálega tekið af hinum sem bíða eftir kaffi með sviða að hjartarótum. í fábreytni daganna er lífið hér líkt og í konfektkassa smekklega skreyttum utan, haglega gerðum innan. Þar hefur hver moli sitt sæti eftir lögun og stærð og gerð. Svo sitja þeir svona og bíða þögulir sjaldséðra gesta og tímanum verða að bráð. í fábreytni daganna hendir að kemur hér inn til mín gestur og strýkur mér blíðlega um vanga svo mér verður aftur hlýtt. Þó finnst mér við hverja hans komu hún ræni mig reisn og kjarki og ég þrái að verða aftur einn. Svo tekur við matur, kaffi, stofugangur og fréttir. Höfundur er kennari og þroskaþjálfi. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚLÍ 1997 + LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚLÍ 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.