Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1997, Blaðsíða 12
KARL-ERIK BERGMAN
EKKERT VAL
Aðalsteinn Ásberg Sigurósson þýddi.
í þokunni á Tíu-grunni
vörpuðum við trollinu út.
Strituðum og drógum í fjóra tíma
með 2x200 hestöflum.
Einungis í ratsjánni sáum við skerin
og hina bátana.
A bergmálsdýptarmælinum birtust litlir svartir kekkir
og máfarnir í kjölfarinu voru til vitnis.
Þegar við hættum og höluðum inn
færðist harka í leikinn.
Silfurhvítur risapoki vall upp
einsog skafl meðfram bátnum.
En ellefu tonn af streymingi er engin Ijóðlist.
Við bryggjuna bognuðu bök
og hnúar hvítnuðu á skóflusköftum.
Ellefu tonn af streymingi í minkafóður
meðan fjöldi fólks deyr úr næringarskorti
þyngir skóflurnar og kassana til muna.
En næsta morgun,
á slaginu fimm,
vörpum við aftur trollinu á Tíu-grunni.
Höfundurinn er sjómaður og rithöfundur ó Álandseyjum. Ljóöió er úr bók, sem heitir Ljóó
ó londi og sjó og komin er út ó íslenzku í þýóingu Aóalsteins Ásbergs Siguróssonar.
ORÐAFORÐI 7
AMBASSADOR, DIPLOMAT,
RÆÐISMAÐUR, EMBÆTTI,
AMT OG AMBÁTT
EFTIR SÖLVA SVEINSSON
AMBASSADOR er
sendiherra af hæstu
gráðu, en sendimenn
erlendra ríkja hafa
margvísleg tignarheiti
og stöðutákn, allt eftir
því hvað þeir eru hátt-
settir. Orðið er komið
til okkar úr dönsku máli, ambassadar,
en Danir fengu það með frönskum sendi-
mönnum. Orðið er dregið af keltnesk-lat-
nesku orði, ambactus sem merkir þjónn
eða vikapiltur, enda eru sendiherrar að
þjóna landi sínu og landsmönnum þegar
þeir eru sendir til annarra landa. Þetta
kemur fram í gotnesku biblíunni. í Mark-
úsar guðspjalli er frá því greint er Jesús
ræðir við lærisveina sína og segir: „Ef
einhver vill vera fremstur, þá sé hann
síðastur allra og þjónn allra.“ Wulfila bisk-
up ritar andbahts þar sem stendur þjónn
í íslenskri þýðingu.
Diplómat er stjórnarerindreki, að jafn-
aði háttsettur í utanríkisþjónustunni.
Þetta orð hefur verið á vörum manna
þessa öld, sótt til Danmerkur eða Eng-
lands, dipiomat. Orðið er hins vegar grískt
að uppruna. Diploma merkir á grísku blað
brotið í tvennt, dregið af diploun, að tvö-
faida. Stjómarerindrekar afhenda trúnað-
arbréf þegar þeir koma til annarra landa
sem sendiherrar, það er diploma ef svo
má segja, og sá sem ber slík bréf er dipló-
mat. A erlendum málum merkir diploma
líka prófskírteini, leyfisbréf sem færir
mönnum tiltekin réttindi.
En flest ríki eiga líka ræðismann í öðr-
um löndum til þess að gæta hagsmuna
einstaklinga og fyrirtækja. Þeir eru yfir-
leitt búsettir þar sem þeir gegna skyldum
sínum. Danir eiga til dæmis ræðismenn í
nokkmm kaupstöðum á íslandi sem allir
eru íslenskir. Ræðismaður er gamalt orð,
þýðing á latneska orðinu consul, en á lýð-
veldistíma Rómar, um það bil 500-44 f.
Kr., voru tveir konsúlar kjömir í öldunga-
ráðinu til þess að fara með framkvæmda-
valdið. Consiiium þýðir ráð, ráðstefna á
latínu og af því er orðið dregið. Konsúlar,
ræðismenn, eiga að gefa þau ráð sem duga.
Af ambactus er einnig dregið ambátt
sem merkir ófrjáls kona. Ambassadorar
eru að því leyti til ófijálsir að þeir verða
að hlíta mjög nákvæmum siðareglum og
hefðum sem skapast hafa í samskiptum
ríkja. Og þeir þurfa líka að gegna skyldum
sem kunna að stríða gegn skoðunum
þeirra. Þeir eru að framfylgja stefnu
stjórnar og eiga og mega ekki hafa skoð-
anir á efninu. Þeir eru þjónar þeirra stjórn-
valda sem fólu þeim að ganga vika sinna
í ókunnum löndum; með sínum hætti eru
þeir þrælar.
Ambassadorar eru embættismenn, en
embætti er skylt orðinu ambátt. í got-
nesku er til orðið andbathi sem merkir
þjónusta. Embætti getur einmitt merkt
messa sem er guðsþjónusta.
íslandi var áður skipt í ömt, stjórnsýslu-
umdæmi, en amt er einmitt skylt emb-
ætti. Hér voru amtmenn frá 1688-1904,
umboðsmenn Danakonungs, eins konar
ambassadorar konungs og fóru með til-
tekin völd, gengu erinda hans.
Höfundurinn er cand. mag. í íslensku.
KÁTHE Öien og Kristín Ástgeirsdóttir við opnun sýningarinnar í Sveio.
Á SLÓÐUM
HRAFNA-
FLÓKA
EFTIR KRISTÍNU ÁSTGEIRSDÓTTUR
Sýning ó mólverkum Kathe Öien sem hlotió hefur
heitió: Sagg Flóka Vilgeróarsonar, hefst ó morgun,
sunnudag, í golfskálanum í Hafnarfirói í tengslum
vió víkingahátíóina sem þar stendur yfir.
Fióki Vilgerðarson hét víkingur mikill; hann
bjóst af Rogalandi að leita Snjólands; þeir
lágu í Smjörsundi. Hann fékk að blóti miklu
og blótaði hrafna þijá, þá er honum skyldu
leið vísa, því að þá höfðu hafsiglingarmenn
engir leiðarstein í þann tíma í Norðurlöndum.
Þeir hlóðu þar varða, er blótið hafði verið
og kölluðu Flókavarða; það er þar er mætist
Hörðaland ogRogaland. (Landnámabók)
AU ERU margvísleg störfin
sem hlaðast á herðar þing-
manna. Síðastliðinn vetur
barst óvænt verkefni inn á
mitt borð er mér var boðið
að koma til vesturstrandar
Noregs, nánar tiltekið til
Sveio, en þann stað hafði ég
aldrei heyrt nefndan fyrr. Mér var ætlað það
hlutverk að opna sýningu á málverkum Kát-
he Öien sem hlotið höfðu heitið: Saga Flóka
Vilgerðarsonar.
Það var ekki fyrr en ég ók til norðurs frá
flugvellinum á Karmeyju gegnum Haugasund
í átt til Sveio að ég áttaði mig til fulls á því
hvert ég var komin. Víða blöstu við bauta-
steinar og haugar fornmanna, stærstur var
haugur Haraldar hárfagra sem er hin mynd-
arlegasta hæð. Hafi ég einhvern tíma efast
um norrænan uppruna í það minnsta hluta
íslendinga, hvarf sá efí í þessari ferð, því
hvarvetna blöstu við kunnugleg nöfn sunda
og eyja, dala og bæja. Rétt eins og íslending-
arnir sem fluttust til Vesturheims á síðustu
öld, fluttu norsku landnámsmennirnir staðar-
heitin með sér til nýrra heimahaga.
Þegar komið var á leiðarenda út við strönd-
ina þar sem nú heitir Ryvarden varð mér ljóst
að ég var komin til sjálfs upprunans, næstum
því til upphafs íslandssögunnar ef marka
má heimildir. Við mér blasti staðurinn þar
sem mætast Hörðaland og Rogaland. Þarna
blótaði Hrafna-Flóki hrafnana þijá, þarna
stóð varðan og þarna úti á sundinu lá skip
hans við festar, hlaðið vistum til ferðarinnar
löngu út til Snjólands. Þegar ég lagðist til
hvíldar um kvöldið heyrðist ekkert annað en
gnauð í vindi og lágvær sjávarniður. Þarna
lá ég altekin af því sem Þórbergur Þórðarson
kallaði: að hlusta á nið aldanna. Ég hugsaði:
ef einhvern tím'a er ástæða til merkra drauma
þá er það nú, vitja þú mín Hrafna-Flóki. En
ekkert bar fyrir mig þessa nótt og sannaðist
hið fornkveðna, að eigi er mark að draumum.
Sveitarfélagió Sveio
Sveio er víðlent en fámennt sveitarfélag á
norskan mælikvarða. Byggðin er dreifð, en
á milli tveggja meginbyggðakjarna búa
bændur sem einkum stunda mjólkurfram-
leiðslu. Fyrir norðan er sveitarfélagið Stord
og enn norðar er Bergen. Haugasund er rétt
fyrir sunnan Sveio en þar var miðstöð skipa-
smíða og siglinga fyrr á öldinni. Nú er þar
sannkallaður olíubær. Þar hafa skipasmíða-
stöðvar breyst í þjónustufyrirtæki fyrir olíu-
borpallana og meðaltekjur bæjarbúa eru með
þeim hæstu í Noregi. Þess njóta nágrannarn-
ir í Sveio, en margir íbúanna vinna í bænum
eða á borpöllunum og koma færandi hendi
heim. Þetta er ástæðan fyrir því að Sveio
hefur efni á því að reka listamiðstöð á Ryvard-
en og bjóða lisamönnum starfsstyrki með
íbúð á hveiju ári, en auk þess er rekin öflug
félagsleg þjónusta fyrir íbúana með skólum,
leikskólum og íbúðum fyrir aldraða.
I Sveio er mikið af gömlum timburhúsum,
meðal annars heimsótti ég bóndabæ sem var
byggður á fyrstu áratugm 19. aldar og ber
aldurinn vel. Þar má einnig sjá hús tónskálds-
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚLÍ1997