Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1997, Blaðsíða 11
Kunni tökin ó sönglagaforntinu JÓN Jónsson frá Hvanná var einn af frumkvöðlum íslenskrar dæg- urlagasmíði. Átti hann þátt í að ryðja brautina og móta nýjar hefð- ir í tónlistarmálum ísfirðinga og þjóðarinnar allrar með verkum sínum, svo sem Jónatan Garðars- son bendir á í grein í plötubækl- ingi Töfrabliks, geislaplötu sem inniheldur ellefu af lögum Jóns við ljóð eftir þjóðkunn skáld á borð við Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi, Tómas Guðmundsson, Kristján frá Djúpalæk, Guðmund Inga Kristjánsson og Hreiðar E. Geirdal. Var tónlistin helsta dægra- dvöl Jóns og hefur haldið nafni hans á lofti frá því hann lést langt um aldur fram árið 1963 eftir langvarandi veikindi. Jónatan segir að Jón hafi verið gæfumað- ur, þótt örlagadísirnar hafi spunnið honum þéttriðinn vef sem þrengdi ósjaldan að honum á lífsgöngunni og svipti hann heilsunni á besta aldri. „Jón var aðeins 44 ára gamall þegar hann fékk mjög alvarlega heilablæðingu árið 1954. Næstu níu árin var hann sjúklingur, en lét heilsubrestinn ekki aftra sér frá því að semja lög og koma þeim á framfæri við tónlistarmenn, útgefendur og almenning." Töfrablik inniheldur kunnustu lög Jóns, svo sem Capri Catarina og Selja litla, auk laga sem lítið hafa heyrst hin síðari misseri. Þá eru á plötunni lög sem hvorki hafa birst á prenti né verið leikin opinberlega, „allt miklar perlur“, að því er fram kemur í máli Björg- vins Halldórssonar sem valdi lögin úr nótna- safni Jóns og stýrði vinnslunni. En hver er tilurð plötunnar? „Dætur Jóns komu að máli við mig í fyrra og lýstu áhuga sínum á því að gefa út geisla- plötu með lögum föður síns. Leist mér strax vel á hugmyndina og í kjölfarið fengu þær mér í hendur á fimmta tug laga eftir hann sem þær hafa varðveitt," segir Björgvin. „Þarna var ógrynni mjög góðra laga að finna og það var vandasamt verk að velja úr. Nú erum við hins vegar komin á leiðarenda.“ Björgvin segir það hafa komið sér í opna skjöldu hversu mikið af vönduðum lögum Jón hafi samið sem aldrei hafi komist í umferð — hann hafi bersýnilega kunnað tökin á söng- lagaforminu. „Eg hef gert margar plötur með íslenskum sönglögum en megnið af þessum lögum hefur ekki verið á takteinum fyrr en nú. Þess vegna held ég að verulegur fengur sé að þessari útgáfu, þetta er tvímælalaust efni sem á erindi við okkur,“ segir hann og bætir við að gaman yrði að búa meira efni eftir Jón til útgáfu síðar meir. Björgvin hefur á liðnum misserum verið iðinn við að sækja í dægurlagasjóði eldri höf- unda og draga lagasmíðar manna á borð við Jón frá Hvanná fram í dagsljósið. Segir hann mikið verk enn eftir óunnið á þeim vett- vangi. „Þær leynast víða perlurnar sem þjóð- in veit ekki af — perlur sem mega ekki lenda í glatkistunni. Að mínu mati er besta leiðin til að koma í veg fyrir að það gerist að koma þeim í útgafu. Það hef ég einmitt reynt að gera með íslandslagaplötunum." Björgvin segir vinnuna við plötuna hafa verið feikilega skemmtilega enda hafi Jón frá Hvanná verið sannkallaður „valsakóngur". „Valsinn er eins og við vitum ákaflega smit- andi hljómfall og við rugguðum okkur því fram og aftur við upptökurnar." Fjöldi listamanna lagði hönd á plóginn við gerð plötunnar en söngvarar eru Björgvin Halldórsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Pálmi Gunnarsson, Sigríður Beinteinsdóttir og Ari Jónsson, auk B.H.-kvartettsins. Stjórn upp- töku var í höndum Björgvins. Jon Kjell Selje- seth hljómborðsleikari sá um útsetningar í félagi við Björgvin. Það eru Sund ehf. sem gefa Töfrablik út en Skífan annast fram- leiðslu og dreifingu. Jón Jónsson fæddist 9. júlí 1910 á bænum Hvanná. Stendur hann við samnefnda berg- vatnsá sem rennur í Jöklu í Jökuldal. Var Jón fjórða af sex börnum hjónanna Jóns Jónsson- ar bónda og Gunnþórunnar Kristjánsdóttur Kröyer. Um tvítugt hélt hann vestur í Skutuls- fjörð og ól þar sinn aldur eftir það en lengst af starfaði Jón sem aðalbókari Kaupfélags Isfirðinga. Morgunblaðió/Golli DÆTUR Jóns frá Hvanná við píanóið, þar sem faðir þeirra átti sinar heiiögu stundir. Sönglagagerð sótti snemma á Jón og var hann farinn að raða saman nótum ungur að ámm, þótt ekki léti hann mikið yfír þessum hæfileika, að því er fram kemur í téðri grein Jónatans Garðarssonar. Á ísafírði tók hann virkan þátt í tónlistarlífmu, sem var afar blóm- legt á þessum ámm, starfrækti meðal annars danshljómsveit, þar sem hann lék jöfnum hönd- um á píanó og harmoniku, og lék um árabil á bassahorn í Lúðrasveit ísafjarðar. Var ísfirð- ingum vel kunnugt um tónsköpunarhæfileika Jóns og fengu þeir iðulega að heyra lög hans á dansleikjum eða skemmtunum löngu áður en þau náðu eyrum annarra landsmanna. Verólaunalög Á upphafsárum Danslagakeppni SKT, sem góðtemplarar í Reykjavík efndu til í fyrsta Morgunbloóió/Jim Smort BJÖRGVIN Halldórsson. sinn árið 1950, sendi Jón lög sín Vorómar og Saumakonuvalsinn í keppnina og hlutu þau- bæði önnur verðlaun. Árið 1953 hlaut síðan. lag hans Selja litla, við texta Guðmundar * Inga Kristjánssonar frá Kirkjubóli, önnur verðlaun í sömu keppni. Tveimur árum síðar hljóðritaði Smárakvartettinn í Reykjavík lagið og kom það út á 78 snúninga plötu. Varð Selja litla upp frá því eign allrar þjóðarinnar. Skömmu áður en Jón veiktist, eða í mars 1954, samdi hann eitt þekktasta lag sitt, Capri Catarina, sem Haukur Morthens söng inn á plötu fjórurn árum síðar. Ljóðið hafði Davíð Stefánsson mælt af munni fram við blóðheita ítalska blómarós á eynni Capri er hann dvaldist þar ásamt félögum sínum, að því er segir í grein Jónatans. „Jóni var full- komlega ljóst að Capri Catarina var dægur- lagaperla sem gat heillað fólk um allan heim ef rétt væri að málum staðið. Þegar lagið kom út í flutningi Hauks Morthens og hljómsveitar . Jörns Grauengárd öðlaðist það fljótlega mikl- ar vinsældir hér á landi. Haukur átti dyggan hóp aðdáenda í Danmörku, því að hann fór gjarnan með hljómsveit sína þangað og lék á dönskum skemmtistöðum um nokkurra vikna skeið á sumrin. Capri Catarina var eitt þeirra laga sem Danir heilluðust af og hafði Jón spurnir af því.“ Árið 1955 lét Jón heilsuleysi sitt ekki aftra sér frá því að taka þátt í stofnun Félags ís-, lenskra dægurlagahöfunda, hagsmunafélags íslenskra lagasmiða. Stuðlaði félagið meðal annars að aukinni nótnaútgáfu og árið 1956 lét Jón prenta hefti með fimm dægurlögum. Fjórum árum síðar kom út annað dægurlaga- ‘ hefti með sjö lögum eftir Jón, sem Carl Billich hafði einnig skrásett og búið til prentunar. Að öðru leyti hafa verk Jóns Jónssonar frá Hvanná ekki verið aðgengileg fyrir almenning — fyrr en nú. Töfrablik, fyrsta geislaplatan sem hefur aó geyma lög Jóns heitins Jónssonar fró Hvanná, er komin út. Ellefu lög eru á plötunni, þeirra á meóal Selja litla og Capri Catarina, sem borió hafa hróóur tónskáldsins ______um víóan völl. ORRI PALL______ ORMARSSON kynnti sér æviferil tónskáldsins og kom aó máli vió Björgvin Halldórsson sem valdi lögin á plötuna og stýrói vinnslunni. JÓN Jónsson frá Hvanná. „DÁSAMLEGT!" „ÞAÐ ER bara eitt orð yfir þetta — dásam- legt,“ sagði Gunnþórunn Jónsdóttir, yngsta dóttir Jóns frá Hvanná og eiginkonu hans, Rannveigar Elísabetar Hermannsdóttur, þegar hún var spurð að því hvernig tilfinn- ing það væri að vera komin með geisla- plötu með lögum föður síns í hendurnar. Gunnþórunn segir að með plötunni sé margra ára draumur orðinn að veruleika en hún hefur ásamt systrum sínum, Krist- ínu, Elínu og Nönnu, varðveitt nótur föður síns frá því móðir þeirra féll frá árið 1981. „Móðir okkar átti sér þann draum að koma "þessu á framfæri en sjálfsagt hafa ekki verið efni og aðstæður til þess í þá daga. Eðli málsins samkvæmt er hún okkur því jafnframt ofarlega í huga á þessum tíma- mótum.“ Gunnþórunn segir það hafa verið föður síns heilögu stundir að setjast við píanóið og margoft hafi fjölskyldan og vinit\hennar komið saman í stofunni heima á ísafirði, þar sem söngurinn hafi ómað dátt. En hvernig þykir Gunnþórunni Björgvini Hall- dórssyni og félögum hafa tekist til við að færa lögin í nýjan búning — lög sem syst- urnar sungu mörg hver nýsköpuð á sínum tíma? „Ég er afskaplega ánægð með árangur- inn en þetta er náttúrulega tilfinningatengt hjá okkur systrunum — þetta er pabbi okk- ar. Það fer aftur á móti ekkert á milli mála að Björgvin Halldórsson er mikill lista- maður, nákvæmur og fær á þessu sviði. Það kom aldrei annað til greina en að biðja hann fyrir þetta verk.“ Að sögn Gunnþórunnar er tilgangurinn með gerð plötunnar að lög föður hennar fái að heyrast. Einungis lítill hluti tónsmíða hans mun hins vegar vera á Töfrabliki — systurnar eiga miklu meira í fórum sínum. „Vinsældir Selju litlu og Capri Catarinu hvöttu okkur til dáða við gerð plötunnar og nái fleiri lög eyrum almennings núna má vel vera að við höldum áfram á sömu braut, nóg er að minnsta kosti til af efninu.“ HINN ISLENSKI VALSAKÓNGUR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1 2. JÚLÍ 1997 II

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.