Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1997, Blaðsíða 7
EG NENNI ekki að klóra í gamlar
minningar og ég hef andstyggð
á mönnum sem eru alltaf að
troða sér í sviðsljósið," segir
hann hvasst þegar ég spyr
hvort hann vilji ekki líta yfir
farinn veg í tilefni afmælisins.
Við erum sest inn í hlýlega
stofuna í einbýlishúsi hans niðri við Elliða-
árnar. Það er síðdegi og hann hefur nýlega
kvatt þýsk hjón sem voru í heimsókn hjá
honum.
Ég flýti mér að bæta því við að það sé
gaman að kynna hann fýrir yngri kynslóð
lesenda blaðsins. Sjálfri finnst mér saga hans
bæði átakamikil, óræð og þrungin miklum
tilfinningum eins og hún er sögð í bók um
listamanninn sem heitir einfaldlega Jóhannes
Geir og er gefin út af Listasafni ASÍ og
Lögbergi. Þar skrifar æskufélagi hans af
Króknum, Siguijón Björnsson prófessor, um
ævi hans og um list hans fjallar Aðalsteinn
Ingólfsson.
„Ég vil helst tala bara um sýninguna,"
segir hann ákveðinn þar sem hann situr og
hallar sér fram í áttina til mín eins og til að
heyra betur. Hann heldur fast við sitt, að
minnsta kosti fyrst um sinn.
„Mér þótti afar vænt um það þegar sveit-
ungar mínir pöntuðu þessa myndaröð hjá
mér fyrir þrem árum en hún er byggð á sögu
Skagafjarðar á Sturlungaöld," segir hann
hlýlega. „Er það einstakt framtak af bæjarfé-
lagi út á iandi og lýsir menningaráhuga for-
svarsmanna þess. Ég er líka mjög þakklátur
forráðendum Listasafns ASÍ að sýna mynd-
unum áhuga.
Þegar ég gerði þessar myndir hafði ég
nokkra mánuði til að ljúka verkinu vegna
sýningar á Króknum sem ákveðin var sumar-
ið 1994. Þarna rak einnig á eftir mér mót
vinabæja frá Norðurlöndum ásamt alþjóðlegu
þingi sagnfræðinga á Akureyri og áttu þátt-
takendur þar að koma í Skagafjörð eftir þing-
ið og skoða sögustaði.
Áður en ég hóf verkið las ég mér mikið
til og ræddi við fróða menn en myndirnar
eru þijátíu talsins, stór olíumálverk, frum-
myndir í olíukrít og tússteikningar. Ég vildi
hafa myndirnar með raunveruleikablæ og
ÞAR SEM
ELDURINN
ER
KVEIKTUR
I mörgum málverkum Jóhannesar Geirs er aó finna
mikla dramatík. Sögulegu stemmningsmyndirnar
hans sem byggóar eru á atburóum úr Sturlungu
eru þar ekki undanskildar. I dag veróur opnuó
í Asmundarsal sýning á þessum verkum sem
upphaflega voru sýnd í heimabyggó hans,
Sauóárkróki, fyrir þrem árum. Jóhannes varó
sjötugur í júní og heimsótti HILDUR EINARSDOTTIR
listamanninn af þessu tvöfalda tilefni.
Morgunblaóið/Einar Falur
Jóhannes Geir.
heimildalega sem réttastar enda voru þær
einkum ætlaðar skólafólki.
Meðan ég var að mála upplifði ég atburð-
ina úr Sturlungu svo sterkt að mig dreymdi
suma þeirra á nóttunni, en ég vaknaði ósærð-
ur. Sýnir þetta kannski best hve frásagnar-
þörfin er mér eiginleg,“ segir hann kíminn.
- Hefurðu sérstakt dálæti á Sturlungu?
„Já, ég get ekki neitað því enda hafði ég
góðan kennara í barnaskóla sem hét Friðrik
Hansen. Kunni hann að glæða áhuga okkar
á fornbókmenntunum. Það var sérstaklega
þegar Friðrik var þungur á morgnana, en
honum þótti gott í staupinu, að hann stóð
upp við töflu og hélt fyrirlestur um Örlygs-
staðabardaga. Hann gerði krítarstrik eftir
töflunni endilangri sem táknaði Héraðsvötnin
og sagði: „Hér er Reykjatunga." Hann setti
punkt fyrir neðan strikið. „Blönduhlíð,
Miklabæ, Víðivelli og Silfrastaði punktaði
hann fyrir ofan strikið. „Á þessum stað bíður
Sturla með átta hundruð menn.“ Hann krít-
aði bæ mikinn þar sem Miklibær átti að vera.
„Gissur er með tólf hundruð menn að Reykj-
um í Tungusveit.“ Þegar Friðrik var búin að
setja upp stöðuna var eins og hann félli í
trans og það kom þögn, svo sagði hann:
„Hugsið ykkur hvernig þessum mönnum hef-
ur liðið.“ Skólabjallan hringdi í frímínútur
en enginn hreyfði sig. Magnús Bjarnason
reikningskennari stóð á miðju gólfi þegar
frásögninni lauk, var reikningstíminn þá
hálfnaður.
Þegar ég kom á Krókinn í tilefni sýningar-
innar og þurfti að fara í prentsmiðju vegna
sýningarskrárinnar, uppgötvaði ég að prent-
smiðjan var einmitt í gömlu skólastofunni þar
sem Friðrik hafði verið að kenna okkur.
Fannst mér vita á gott að vera kominn þar
sem eldurinn var kveiktur," segir hann.
Hvad wm örlögin?
Þótt Jóhannes Geir hafi í upphafi ekki vilj-
að ræða fortíðina er hann sjálfviljugur kom-
inn á fornar slóðir í frásögn sinni. Það kem-
ur fram í máli hans að fleiri þræðir liggja
til gamla barnaskólans. Faðir hans, Jón Þ.
Björnsson skólastjóri, var þar farsæll skóla-
stjóri í áratugi. Þá var Nonni skólastjórans
duglegur námsmaður, hugði á langskólanám
og settist því í Menntaskólann á Akureyri. í
þriðja bekk ágerðist eyrnamein sem hann
hafði fundið fyrir og varð hann að leita sér
lækninga fyrir sunnan. Um þær mundir var
Kjarval að opna myndlistarsýningu í Reykja-
vík. Jóhannes Geir sem ekki hafði haft mörg
tækifæri til að virða fyrir sér alvöru mynd-
list varð fyrir hugljómun eftir að hafa séð
þá sýningu. Hann ákvað að snúa baki við
menntaskólanámi og setjast í Myndlista- og
handíðaskólann sem þá var nýstofnaður.
- Voru það örlögin sem gripu þarna inn
í, er spurt.
„Hvað eru örlög, ég skal ekkert segja um
það,“ segir hann svolítið þurrlega. „Ég hafði
lengi þjáðst af kvalafullum verk í eyra sem
hafði tafið mig í námi. Kannski hefur það
eitthvað dregið úr mér að halda áfram. Ég
átti þess þó kost að taka próf um haustið.
Þar eð ég gat fengið vinnu á auglýsingastofu
hjá Stefáni bróður mínum sló ég til. Það kom
held ég ekki flatt upp á neinn sem þekkti
mig að ég skyldi velja þessa leið.“
Hér skal fara fljótt yfir sögu. Jóhannes
Geir var tvo vetur í Myndlista- og handíða-
skólanum og naut þar leiðsagnar hins mikil-
hæfa skólastjóra Kurt Zier. Síðan var hann
einn vetur í Konunglegu akademíunni í Kaup-
mannahöfn sem þótti mikil upphefð. Var
hann þar undir handleiðslu Axels Jörgensens
ásamt skólabræðrum sínum þeim Benedikt
Gunnarssyni, en þeir leigðu saman, og Eiríki
Smith. Benedikt og Eiríkur hættu í akadem-
íunni og fóru í einkaskóla Rostrups Bojesens.
Jóhannes Geir var aðeins eitt ár í akadem-
íunni og lýkur því formlegu námi hans þegar
hann er tuttugu og eins árs. „Mér geðjaðist
ekki að námsfyrirkomulaginu og kom því
fyrr heim en ég ætlaði mér upphaflega,“
segir hann.
Fyrstu árin í Reykjavík eftir að hann kom
heim frá námi segist hann einkum hafa mál-
að malbikið. Voru þetta svartkrítar-, pastel-
og olíumyndir. „Seinna þegar vinir mínir fóru
að aka mér út úr bænum, en ég hafði ekki
bílpróf, þá varð pastelhrotan til. Þá málaði
ég mikið landslag. í upphafi naut ég leiðsagn-
ar Jóns Engilberts sem hafði unnið í pastel.
Málaði ég stórar myndir, oftast í aftursætinu
á Mercedes Benz bifreið vinar míns, því það
mátti ekki rigna á þær. Ég fékk góða krítik
á þessar myndir og seldi þær grimmt. Fyrir
þær byggði ég þetta hús,“ bætir hann við.
„Svo varð ég þreyttur á pastelmyndunum og
fór þá að gera verri hluti. Þá hætti ég. Þá
tóku olíukrítarmyndirnar við. Ég var eldfljót-
ur með þær myndir enda þýddi ekkert annað
►
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚLÍ 1997 7