Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Page 6
AUGA ALDAR- INNAR í MADRÍD Morgunblaóið/ BUNUEL og fuglarnir Augg gldarinnar er fyrsta sýningin um kvik- myndageróarmann sem haldin er í listasafni. Luis Bunuel er líklega þekkt- asti kvikmyndageróar- maóur gf spænsku þjóó- erni. Hann var ekki hrif- inn gf söfnum frekar en aórir súrrealistar. Sumum fannst því skondió aó hann skyldi veróa fyrstur inn á safn. ÞORRI JQ- HANNSSON veltir fyrir sér útkomu sýningarinn- ar á margmiólunaröld. MADRID er hráslaga- leg að morgni stað- sett á miðri hásléttu Kastillíu og orðin sjálfstjórnarhérað. A stjórnarbyggingu Madrídhéraðs við miðsvæðið Puerta del Sol sá ég eitt áhugaverðasta listaverk borgarinnar. Klukkuturn og framhlið bygg- ingarinnar eru niðurrifin vegna viðgerða en í staðinn hefur verið komið fyrir tjaldi þar sem framhliðin öll með klukku og blakt- andi fánum er máluð. Þetta blekkti all- lengi. Einnig var þar með betri tónlistarvið- burðum sem ég hélt í fyrstu að væri lúðra- sveit í tilefni hátíðardags. Var þar spiiuð blanda af pasadoble og flamenco af sígauna með trompett, öðrum er lék á hljóðgervil með trommuheila. Á gangstéttinni dansaði og steppaði vel vaxin vera í þröngum kjól flamengodans, er nær var komið var það auðvitað karlmaður, virkilega spænskt. Sí- gaunakona otaði söfnunardisknum að veg- farendum enda sjá þær um öflun pening- anna en Madríd er yfírfull af betlurum af flestum þjóðernum, mörgum ágengum þrátt fyrir þrettán ára sósíalisma. Bunuel var fæddur 1900 og vakti fyrst athygli með gemingamyndinni Andalúsíu- hundinum ásamt Dalí en olli geysilegri hneykslan með fyrstu mynd sinni í fullri lengd „Gullöldinni" er var frumsýnd 1930. Þar sem kirkju og yfirvöldum var ekki hlíft var hún bönnuð í heimalandinu á tímum hinnar afturhaldsömu fyrri lýðveldisstjórn- ar. Honum tókst að fjármagna myndina vegna stuðnings ríks anarkista í Katalóníu sem var síðar skotinn af þjóðernissinnum í borgarastríðinu. Kannski höfðu þeir séð myndina. Dalí sem var skrifaður fyrir hand- riti myndarinnar var ekki hrifínn eins og segir í játningabók hans. Þegar Dalí barst fréttin til fískimannaþorpsins Torremolinos um að Bunuel hefði hafíð tökur án hans, taldi hann það hin verstu svik sem væru vegna áhrifa marxistavina leikstjórans. í augum Dalí urðu himinháar hugmyndir hans að litlum dúkkum í túlkun Bunuels. Snillingurinn var ekki ánægður með að myndin varð andklerkleg og guðlaus og sagði félaga sinn aðeins hafa haldið eftir frumstæðustu meiningum hugmynda sinna og breytt þeim í samansafn stamandi ímynda. Ímynda er voru gersneyddar hinni árásargjörnu Ijóðrænu er væru grundvöilur snilligáfu listmálarans. En þótt leikstjórinn hefði skorið niður og nánast slátrað hand- riti Daiís þá gat hann ekki losnað við allt vegna nákvæmra sviðsfyrirmæla og það varð nóg til að slá í gegn. Þremur dögum eftir frumsýninguna í París efndu ungir konungssinnar til upp- þota í Studio 28 með fýlubombum og skammbysum og brutu upp sýningarkassa súrrealista. Lögreglan skarst í leikinn, blöð- in fordæmdu. Sýningar voru stöðvaðar og Dali var hræddur um að vera vísað frá Frakklandi. Land án brauös Fyrst er komið að herbergi 1933-36, þar eru tvö sjónvörp sem sýna aftur og aftur nokkur atriði frá hátíð í þorpinu La Alberca þar sem menn ríða undir hana sem strengd- ur er á bandi yfir götuna og reyna að ná hausnum. Stórar baklýstar myndir úr fíl- munni eru á veggjunum. Þetta eru atriði úr stuttri heimildamynd, Las Hurdes frá 1933. Glerborð með bókum og plötum og einhveiju um tímabilið, blaðaúrklippum. Innanfrá í litlum svörtum sal er myndin Las Hurdes sýnd. Hún er um afskekkt svæði og þorp ósnortin af siðmenningunni með harðri lífsbaráttu og miðaldamenningarstigi að sögn þular. Þeim finnst þetta þorp og hátíðin miðaldaleg og viliimannsleg. Þeir beina sjónum að ungbarni hlöðnu trúarlegu og kristilegu glingri en minnir þá meira á villimannaþorp í Afríku en kristinn sið. Þetta er heimildamynd um fátækt og eymd og hörmungarástand í afskekktum fjalla- þorpum í Extremadura þar sem flestir eru í tötrum og berfættir, veikir, lifa á kartöfl- um og svelta, ungbarn og ung stúlka eru sýnd deyja. Eina sem er ríkmanniegt í ná- grenninu er kirkjan en fylgst er með er líki ungbarnsins er komið þangað með ærinni fyrirhöfn. Algjör eymd og dauði. Las Hurdes er fjallahérað í Extremadura einangrað þar sem ekki var annað en gijót, lyng og geitur. Hásléttur sem áður voru aðeins byggðar stigamönnum og gyðingum sem flúðu rannsóknarréttinn. Bunuel ákvað eftir að hafa lesið lærða ritgerð um svæðið að taka upp Land án brauðs þar. Hann heillaðist af fjöllunum þar sem gleymdir íbúar bjuggu yfir visku og ást á sínu af- skekkta landi. í tugum þorpa var brauð óþekkt og brauðmylsna að utan því dýrmæt- ur gjaldmiðill. Myndin var tekin í mars og apríl 1933. Eftir tökurnar varð fjárvana Bunuel að klippa myndina með höndunum á eldhúsborði í Madrid. Hann sýndi heimild- armyndina valdsmanni til að fá sýningar- Ieyfi. Sá taldi óþarfa að sýna alltaf hinar ljótu og ömurlegu hliðar og fannst að það ætti að sýna þjóðdansana í Alberca sem væru hinir fallegustu í heimi auk þess hefði hann séð vagna fulla af hveiti á svæðinu. Myndin var bönnuð til 1937, með árunum varð hún safngripur. Hylling Mexikó Eftir sigur fasista fór Búnuel í útlegð til Mexíkó og starfaði þar í um þijátíu ár. í sýningarborði eru krotuð handrit af Gran Casino 1949 með útstrikunum og athuga- semdum, La hija del Engano 1950, ljós- myndaverk A. Gironella, bréf frá Octavio Paz, heillaóskabréf frá forsetanum, Mexík- anskur passi Buiiuels en hann gerðist þar ríkisborgari. Leðurmappa Bufluels til að geyma handrit liggur í öðru borðinu með útkrassaða skrá á leðrið yfir handritin. Útkrassað og strikað viðtalshandrit við Bunuel vegna Eyðingarengilsins 1962 Magnaðar ljósmyndaseríur sem sýna verk kvikmyndatökumannsins mexíkanska Gabríel Figueroa sem er tengdur gullöld mexíkanskrar kvikmyndagerðar og vegg- málarahreyfingunni: Diego Rivera, José Clemente Orozco og David Alfaro Sigueri- os. Figueroa sem tók flestar myndir Bufluels í útlegðinni í Mexíkó segist hafa reynt að ná mexíkanskri ímynd í svarthvítu sem er ekki algengt þar né á veggmyndum. Hann er margverðlaunaður og hlaðinn heiðursgr- áðum og titlum í heimalandi sínu og víðar. Síðasta verk hans var að kvikmynda þá frábæru mynd „Undir eldfjallinu" 1983 sem var ein af síðustu myndum John Hustons en áður hafði hann tekið „La noche de Igu- ana“ 1963 eftir sama höfund. Figueroa átti auðvitað stóran þátt í útliti mynda Buftuels. Nokkrar svarthvítar ljósmyndaser- íur hans eru þarna úr Símoni úr eyðimörk- inni 1964; Hinni ungu 1960, Eyðingarengl- inum 1962, Hinum glötuðu 1956 og Nazar- ín 1958. Þarna er samsett portrett af Bufluel eft- ir mexíkanska myndlistarmanninn og vin hans, Alberto Gironella. Þeir kynntust 1962, meðal annars vegna sameiginlegs súrreal- isma, áhuga á myrkari hliðum Spánar og sameiginlegs skyldleika við Goya. Gironella gerir það i málverkinu sem Bufluel gerir í kvikmyndinni að kynna hin illkynja öfl og „element“ á sama tíma, segir í bæklingi. Samklippan samanstendur af tveimur mál- uðum portrettum, forsíðunni af Gollage bók Max Ernst, Gitanes pökkum, fiskidósum o.fl. En Bunuel reykti og drakk mikið dag- lega. Gironella er maður goðsagnarinnar sem hann segir raunverulegustu ímyndir sögunnar. Hann er fæddur 1929 af spænsku og mexíkönsku foreldri. Segist hafa staðið í listrænu stríði í hálfa öld og gegndi mikil- vægu hlutverki í endurreisn mexíkönsku framúrstefnunnar á fimmta áratugnum. Hann hefur myndskreytt margar bækur eins og „Undir eldfjallinu“ eftir Malcolm Lowry enda með dag dauðans og dauðann almennt á heilanum. Onnur bók sem gerist í kringum dag dauðans er „Banderas harð- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐ5INS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.