Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1997, Blaðsíða 2
SAN FRANCISCO-BALLETTINN FÆR GOÐAR UMSAGNIRI EDINBORG „LISTAHÁTÍÐIR GERAST EKKI BETRI EN ÞETTA“ SAN Francisco-ballettinn á bjarta framtíð, segir m.a. ídómunum. Helgi Tómasson sést hér á æfingu með einum dansara sinna. SAN FRANCISCO ballettinn undir stjórn Helga Tómassonar hefur í þessari viku kom- ið fram á Edinborgarhátíðinni og er með sýningar til morguns, sunnudags. Flokkur- inn hefur fengið jákvæðar umsagnir í bresk- um blöðum og í blaðinu The Scotsman sagði „það er mikið af hæfileikafólki í þessum mjög svo aðlaðandi dansflokki og við fáum að njóta þess í næstum heila viku. Listahá- tíðir gerast ekki betri en þetta.“ Ballettinn hefur í Skotlandi lagt áherslu á verk Balanchines sem var stjórnandi New York-ballettsins þegar Helgi var meðal aðal- dansara þar. í The Scotsman sagði að ball- ettinn gerði rússneska danshöfundinum, sem flutti til Bandaríkjanna, verðug skil, en gagnrýnandi dagblaðsins The Times var ekki jafn hrifinn: „Þótt [dansararnir] hafi tileinkað sér tungumál Balanchines tókst flokknum ekki alveg að ná fram ágengninni eða glæsileikanum sem danshöfundurinn hafði vissulega í huga.“ í dagblaðinu The Herald var farið lofsam- legum orðum um dansarana, jafnt konurnar sem karlana. „Tækni er eitt af því sem rnaður tekur aðeins eftir þegar það vantar - við höfum öll séð óstöðugleika þegar dansarar lenda og þvingaðar lyftur og gefið frá okkur and- varp,“ sagði í blaðinu. „En yfir SFB hvílir andi þöguls sjálfstrausts sem fullvissar áhorfandann um að slíkt muni ekki setja blett á skemmtunina: þau eru þjálfuð, ein- beitt og sem meira er hafa þau að sama skapi einsett sér að fá sjálfsfullnægju úr dansinum." Ballettinn hefur einnig flutt dansa eftir David Bintley, Mark Morris og Helga í Edin- borg. The Herald finnur að dansinum „Criss- Cross“ eftir Helga. í blaðinu segir hins veg- ar að á meðan Helgi færi upp verk eftir höfunda á borð við David Bintley ætti San Francisco-ballettinn að eiga glæsta framtíð. VERK SVERRIS HARALDSSONAR A HULDUHOLUM Á ANNAÐ ÞÚSUND GESTA SKOÐAÐ SÝNINGUNA 1979, Móðir náttúra, blýantur 32x32. YFIRLITSSÝNINGU á verkum Sverris Haraldssonar, Sýnishorn úr ævistarfi á Hulduhólum, lýkur 31. ágúst. A annað þúsund manns hafa heimsótt Hulduhóla síðan sýningin var sett upp í samstarfi við Mosfellsbæ í tilefni 10 ára afmælis bæjarins 9. ágúst síðastliðinn. A sýning- unni eru 134 verk, skúlptúrar, málverk, teikningar, skreytingar og fleira, sem spannar allan feril Sverris, frá tólf ára aldri til síðasta aldursárs. Utilokað reyn- ist að framlengja sýninguna af þeirri ástæðu að flest verkanna eru í einkaeign og hefur því daglegum opnunartíma verið breytt og er nú opið frá kl. 14-21 nema mánudaga. „LIF OG STARF SÉÐ GEGNUM BLEIK GLER- AUGU LANG- ANNA MINNA“ SÝNING á verkum Urs Liithi, EIle-Mie Ejdrup Hansens og James Grahams verður opnuð í Norræna húsinu í dag kl. 15. Þessi sýning er liður í ON ICELAND 1997, sem er alþjóðleg sýning sem einkum lýtur að tímatengdri myndlist, það er verkum þar sem ljósmyndir, myndbönd, tölvur og gern- ingar eða afleidd tækni eru megin miðlarnir. Á sýningunni mun Urs Liithi sýna ljós- myndaverk í 180 hlutum sem nefnist „Líf og starf séð gegnum bleik gleraugu Iang- anna minna“. En í því verki kemur hann inn á mörg helstu svið ljósmyndarinnar eins og hún er notuð sem nyndlistarmiðill. Elle-Mie Ejdrup Hansen sýnir einkum verk sem byggjast á upplýsinga- og fjar- skiptatækni. Arið 1995 framkvæmdi Elle- Mie hið umdeilda verk „Friðarskúlptúr" þar sem lasergeisla var skotið þúsundir kílómetra eftir vesturströnd Danmerkur á milli rústa þýskra varnarvirkja frá seinni heimsstyijöld. James Graham kallar sýningu sína „IKEA“. Hann raðar Ikea-húsgögnum upp Morgunblaóið/Jim Smart ELLE-Mie Ejdrup Hansen að hengja upp verk sín í Norræna húsinu en þau byggjast einkum á upplýsinga- og fjarskiptatækni. í líki verka Kasimirs Malevich. í texta sem fylgir sýningunni setur James upp hlið- stæður inilli hins einkennandi nytjastíls Ikea-húsgagnanna og viðhorfa sem birtast jafnt í mótmælendatrú og ýmsum grund- vallarstefnum innan módernismans, svo sem De Stijl og suprematisma. ON ICELAND er viðamesta verkefni sinnar tegundar sem sett hefur verið upp á íslandi en sýningin hófst 26. júlí með gerninga- og myndbandahátíð í Nýlista- safninu. Verkefnið er unnið í samvinnu við fjölda stofnana og einstaklinga en aðalskipu- leggjandi þess er Hannes Lárusson. Um- rætt verkefni er styrkt af Norræna menn- ingarsjóðnum. Sýningin verður opin daglega kl. 14-19. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Þjóðminjasafn íslands Sýningin Kirkja og kirkjuskrúð, miðalda- kirkjan í Noregi og á Islandi. Listasafn Islands í dag opnar sýning þriggja svissneskra listamanna sem er á vegum ON ICE- LAND; sýningin stendur til 28. sept. Sögn í sjón; sýning á verkum sem byggð eru á íslenskum fornritum. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41 - Ásmundarsalur íyar Valgarðsson sýnir til 24. ágúst. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar. Árbæjarsafn I sumar verða sýndar Ijósmyndir frá Reykjavík, ásamt ljóðum skálda. Kjarvalsstaðir - Flókagötu íslensk myndlist til 31. ágúst. í Vestursal eru landslagsmálverk frumheijanna og verk abstraktmálara, í miðrými og á gang- inum verk eftir David Askevold og Árna Haraldsson. í Austursal eru verk yngri málara. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaða- stræti 74 Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ás- grím. Norræna húsið - við Hringbraut í anddyri er ljósmyndasýning frá Sama- byggðum Finnlands eftir Jukka Suvilehto. í kjallara er sýning á verkum Urs Liithi, Elle-Mie Ejdrup Hansen og James Gram- ham. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v/Suðurgötu Sögn í sjón. Hátíðarsýning handrita, opin daglega kl. 13-17. Þjóðarbókhlaða ísland - himnaríki eða helvíti. Sýning út ágúst. Hafnarborg Þrjár sýningar í eigu safnsins: í Aðalsal sýnd landslagsmálverk eftir marga af þekktustu listmálurum landsins; í Sverris- sal valin verk eftir Eirík Smith; í kaffi- stofu tréristur eftir Gunnar Á. Hjaltason. Sjónarhóll Gunnar Karlsson sýnir til 31. ágúst. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Fæner/Spostamenti. ítölsk samtímalist. Valgerður Hafstað í setustofu. Gallerí Hornið Sýning á verkum fínnsku listakvennanna Helenu Junttila og Ullamaija Hánninen til 10. september. Galleríkeðjan Sýnirými Sýnibox: Elsa D. Gísladóttir Gailerí Barmur: Finnur Arnar Arnarson. Listasafn Sigurjóns - Laugarnestanga 70 Sumarsýning á völdum verkum Siguijóns. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Sýning á málverkum Lore Bert. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Fjarvera/nærvera - sýning á verkum Christine Borland, Juliao Sarmento og Kristjáns Guðmundssonar. Byggðasafn Hafnarfjarðar Undir Hamrinum - Af lífí hafnfírskrar alþýðu til 30. sept. Sjóminjasafn íslands við Vesturgötu í Hf. Almenn sýning og sýning á olíumyndum Bjarna Jónssonar. Listaskálinn í Hveragerði Yfirlitssýning á verkum Einars Hákonar- sonar. Norska húsið, Stykkishólmi Sýning á verkum R. Weissaves. Opið dag- lega kl. 11-17. Hulduhólar Sýnishorn úr ævistarfí Sverris Haraldsson- ar listmálara. Opið kl. 14-21 til 31. ág- úst, lokað mánudaga. Perlan Sýning á verkum Ingu Hlöðversdóttur til Laugardagur 23. ágúst Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar. Kári Þormar leikur. Sunnudagur 24. ágúst llallgrímskirkja. Tónleikar kl. 20.30. Kári Þormar, orgelleikari, leikur. Þriðjudagur 26. ágúst Listasafn Siguijóns kl. 20.30. Ilólmfríður S. Benediktsdóttir sópran ásamt Guðna Franzsvni og Gerrit Schuil koma fram. LEIKLIST Borgarleikhúsið Hár og Hitt laug. 23., sun. 24. ágúst. Loftkastalinn Veðmálið fös. 29., laug. 30. ágúst. Islenska óperan Evíta lau. 23., sun. 24., fös. 29. ágúst. Light, Nights, Tjarnarhíói. Sýningar laug. 23., fös. 29. og laug. 30. ágúst kl. 21. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. ÁGÚST 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.