Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1997, Síða 5
RAGNHEIÐUR Jónsdóttir.
og þessi sama heimsmynd birtist svo síðar í
íslenskum bókmenntum, ljóðum atómskáld-
anna, en þau róttækustu í hópi þeirra vildu
ekki einungis formbyltingu heldur hugsa allt
upp á nýtt og töldu sig ekki geta stuðst við
neitt úr fortíðinni. Þetta gekk náttúrulega
ekki upp enda sama vitleysan og meðferðar-
form, þar sem stórgallaður einstaklingur er
brotinn niður og síðan byggður upp á nýtt
eins og kenningin mælir fyrir um: sögulaus,
gallalaus - plast.
Við eigum kannski erfitt með að skilja
stemmningu þessara ára en þegar maður sér
kvikmyndir frá Evrópu eftir stríð þar sem
eyðileggingin blasir við verður manni ljósari
þessi vantrú á tjáninguna en ítrasta form
hennar er þögnin. Þess vegna reyna lista-
mennirnir frekar að sýna en segja - form-
hyggjan nær yfirhöndinni. Formið á að koma
skipulagi á óreiðuna og svipaða formþvingun
sér maður í heimspekinni. Samkvæmt tilvist-
arstefnunni er - „veran“ karlkyns, neindin,
þ.e.a.s. neikvæða hliðin, er kvenkyns. Þetta
er að sjálfsögðu einföldun og ég vona að
Sartre snúi sér við í gröf sinni! Hlutverk
kvenna er einungis að styrkja hina sködduðu
sjálfsmynd karla og þær skulu vera þarfir
þjónar. Einstaka mennta- og listakonum, svo
sem Simone de Beauvoir, tekst að marka sér
sérstöðu með því að hafna hinu hefðbundna
kvenhlutverki - taka sér stöðu með strákun-
um. Ég sé ekki að íslenskar listakonur hafi
farið þá leið. Að vísu fór Ásta Sigurðardóttir
óhefðbundnar leiðir og ögraði borgaraskapn-
um í lífi sínu og listsköpun. Menn hafa talað
sorgmæddir um að þessi sami borgaraskapur
hafí drepið í henni listamanninn en þegar
maður skoðar gagnrýni og önnur skrif um
bókmenntir frá þessum árum er ekki einleikið
hversu lítið er skrifað um Ástu og lítið mark
tekið á því sem hún var að gera. Það skyldi
þó ekki vera að ungu uppreisnarmennirnir
hafi átt þátt í að svo fór sem fór?
Deilur þvert á pólitiskar linur
Þótt myndlistarmennimir hafí rutt braut
fyrir módemisma í bókmenntum og að vissu
leyti tekið á sig skellinn á undan atómskáldin
og verið kallaðir úrkynjaðir og siðspilltir var
þrætan um bókmenntir háværari enda áttu
þær miklu meiri ítök í íslendingum, heldur
Dagný áfram. - Þessara deilna sér stað í
dagblöðum og hámenningarritum svo sem
Nýju Helgafelli, Birtingi og Tímariti Máls og
menningar og þær ganga þvert á allar pólitísk-
ar línur. Menn skiptast í fýlkingar, atómskáld-
in annars vegar fulltrúar hefðarinnar hins
vegar og svo þeir sem vilja fara milliveginn,
hleypa nýjungum inn í bókmenntimar án
nokkurra byltinga. En hvað sagði almenning-
ur? Nú, smám saman gerðist það sama og
með myndlistina, almenningur lét þetta yfir
sig ganga, maldaði ekki í móinn, leyfði menn-
ingarvitunum að geisa en fór sjálfur í bíó og
hélt þess á milli áfram að lesa bækur sem
úthrópaðar höfðu verið sem hallærislegar og
gamaldags. Fólk yppti öxlum og sagðist bara
ekki skilja það sem ungu skáldin voru að
gera. Hefðbundin ljóðagerð og raunsæisskáld-
sagan héldu velli meðal lesenda.
Dagskipanir frá Laxness
- Þú segir á einum stað í ritgerðinni að
móderníska skáldsagan hafi átt erfitt upp-
dráttar hér á landi og skýrir það beinlínis
svo: - Yfír skáldsögunni ríkti Halldór Laxness.
- Margir bókmenntamenn voru á þessum
tíma sárir út í Halldór fýrir það sem þeir túlk-
uðu sem dagskipanir í greinum og fyrirlestrum
um hvernig menn ættu að skrifa og hvernig
ekki. Hann sagði að menn ættu að skrifa
raunsætt og menn tóku mark á því sem hann
sagði. En það var rétt sem Drífa Viðar hélt
fram í grein í kvennatímaritinu Melkorku að
hann var of stór til að vera viðmið, enginn
íslenskur rithöfundur, hvorki karl né kona,
stóðst þar samjöfnuð. Eigi að síður voru menn
stöðugt að miða sig við hann og sumir rithöf
undar stældu eldri verk hans sér til vansa. í
þeim hópi voru engar konur. Þær héldu sig
þó fast við raunsæið eins og hann en voru
að reyna að breyta því innan frá - eins og
hann var líka að gera á sjötta áratungum.
En hvort sem það er Halldóri að þakka eða
kenna urðu ekki umtalsverðar formbreytingar
í íslenskum prósaskáldskap fýrr um miðjan
sjöunda áratunginn og hafa þar helst verið
nefnd Guðbergur Bergsson og Svava Jakobs-
dóttir en á undan þeim höfðu Thor Vilhjálms-
son og Steinar Siguijónsson verið að gera
róttæka hluti. Bókmenntir eftirstríðsáranna
hafa bara svo lítið verið kannaðar og sjálf-
sagt á margt markvert eftir að koma í ljós.
Og eitt og annað er þegar komið í ljós. Þú
manst kannski eftir því að hver át það eftir
öðrum að 79 af stöðinni eftir Indriða G. Þor-
steinsson, sem kom út 1955, væri ekkert
annað en stæling á Hemingway. Nýjar túlkan-
ir á sögunni staðhæfa að þetta sé bara kjaft-
æði. Kristján B. Jónasson hefur t.d. skrifað
mjög sannfærandi greiningu á henni þar sem
hann segir að þarna komi Indriði með vélina
og tæknina, hin nýju viðmið borgarbúans inn
í íslenskar bókmenntir. Ný boðskipti taka við
af gömlum, fjölmiðlunin er komin til valda,
eins og skipandi röddin í hátalaranum I 79
af stöðinni minnir okkur á.
Kellingabækurnar
Skýrslur um útlán almenningsbókasafna
voru talsverður mælikvarði á vinsældir höf-
unda. Árið 1957 sýndu þessar skýrslur að
Elínborg Lárusdóttir og Guðrún frá Lundi
voru meðal þeirra höfunda sem mest voru
lesnir. Báðar skrifuðu þær sveitalífssögur en
mjög ólíkar. Sögur Guðrúnar eru að mínu
mati sambærilegar við sögur Jóns Trausta
og Elínborg fjallar mikið um spíritisma og
stenst að mörgu leyti samjöfnuð við Einar
H. Kvaran í skáldsagnagerð. Nú, opinber stað-
festing á vinsældum þeirra virðist hafa komið
illa við suma. A.m.k. skrifar Ragnar í Smára
grein í Nýtt Helgafell þar sem hann fer háðu-
legum orðum um þessa ágætu rithöfunda og
af skrifum hans má draga þá ályktun að sé
það staðreynd að þjóðin lesi bækur eftir þær
sé það svo skammarlegt að best sé að þegja
um það!
Og þögnin varð hlutskipti þeirra og ann-
arra skáldkvenna. Að vísu má segja að þær
hafí allar verið spyrtar saman í óskilgreindan
hóp kellingabókahöfunda og sumir voru jafn-
vel svo riddaralegir að bæta nokkrum ónafn-
greindum köllum í þann hóp. Ungir og vel
menntaðir bókmenntafræðingar gerðu harð-
vítugar árásir á hið epíska raunsæi sem árum
saman hefði verið allsráðandi í íslenskri sagna-
gerð og beindu spjótum sínum einkum að
körlum, svo sem Guðmundi G. Hagalín og
Kristmanni Guðmundssyni. Þó að sumir risu
upp til varnar raunsæinu höfðu ungu mennirn-
ir fljótlega betur í bókmenntalegri umræðu
og fulltrúar hefðarinnar urðu smám saman
að sætta sig við að vera álitnir gamaldags
og hallærislegir. Á konumar var varla minnst
en þó mátti lesa milli línanna að stöðnun og
niðurlæging íslenskra bókmennta væri þeim
að kenna. En almenningur las þessar bók-
menntir og gat með engu móti skilið hvað
var niðurlægjandi og hallærislegt við þær. Það
er því lítið samræmi milli þess sem almenning-
ur vildi lesa og þess sem bókmenntafræðing-
arnir vildu að liann læsi. Og þetta kemur
fjöldabókmenntum ekkert við; aldrei hefur
verið þýtt jafnmikið af þeim og á sjötta og
sjöunda áratugnum og þangað sótti fólk
drauma og skemmtun á meðan íslenskir kven-
höfundar voru frekar í því að reyna að vekja
fólk af draumunum og segja óskemmtilega
hluti, a.m.k. á köflum.
Þetta bara varð svona...
Ólafur Jónsson bókmenntafræðingur skrif-
aði mjög athyglisverða grein í Skími árið
„Hún hverfur aldrei
frá raunsæinu en
hreytir pví innan frá.
Hún heldur fast í
tenginu vid raunveru-
leikann, birtir sann-
fœrandi svipmyndir
úr lífmu sjálfu enger-
ir sérjafnframt Ijósa
grein fyrirpví ab hún
er ab skrifa um sinn
eigin veruleika, ekki
lífib sjálft. “
1981 og fjallar þar um hvemig samfélag
skálda og lesenda hafí verið farið að gliðna
I sundur eftir stríðið. Hann segir þar að sam-
tímis atómljóðunum hafí þróast alþýðleg af-
þreyingarsaga sem hann kennir sérstaklega
við Guðrúnu frá Lundi og hafí notið almenn-
ingshylli og útbreiðslu þrátt fyrir „harða
hleypidóma" eins og hann orðar það. Og hvað-
an komu þessir hleypidómar? Væntanlega frá
þeim sem skrifuðu um bókmenntir og töldu
sig hafa vald til að segja hvað væri gott og
hvað slæmt. Það læðist að manni sá grunur
að þeir sem höfðu þetta vald hafí ómeðvitað
flokkað allar bækur allra kvenna á ámnum
eftir stríð sem alþýðlegar afþreyingarsögur.
Að vísu er þetta aldrei sagt bemm orðum
enda þurfti kannski ekki að segja það. „Þetta
vissu allir," eins og ég segi á einum stað í
lokakafla ritgerðarinnar.
Það hefur voða lítið upp á sig að spyija
gömlu menningarvitana um þetta. Annað-
hvort taka þeir því illa og fínnst verið að ráð-
ast á sig fyrir eitthvað sem hafði allt aðra
merkingu fyrir 35 ámm en það hefur núna
eða þeir segja: „Þetta var ekki meiningin, það
vildi enginn útiloka konurnar, það var aldrei
nein stefna. Maður bað bara stráka sem mað-
ur þekkti að skrifa um áhugaverðar bækur
og þeir skrifuðu um stráka sem þeir þekktu
og svo varð þetta bara svona...“
Ég get vel skilið þessi viðbrögð en mér
finnst nú meiri mannsbragur á því að reyna
að greina það sem gerðist í stað þess að
sópa því undir teppið fræga á þeim forsend-
um að hér hafi eitthvað óskiljanlegt, jafnvel
yfirnáttúrulegt, átt sér stað.
Stefán, Ragnheióur og sálfreeóin
Því hefur stundum verið haldið fram að
Ragnheiður hafi ekki verið tekin alvarlega
sem rithöfundur vegna þess að hún skrifaði
líka barnabækur og þess vegna hafi hún
verið litin svipuðum augum og Stefán Jóns-
son sem ekki hlaut verðuga viðurkenningu
fyrir þær bækur sem hann skrifaði fyrir full-
orðna. Það er mikið til í þessu og I ritgerð,
sem Ingibjörg Axelsdóttir er að skrifa um
hina metnaðarfullu bók Stefáns, Vegurinn
að brúnni, sem kom út árið 1962, sýnir hún
fram á að hún er mikið listaverk þar sem
djúpt er kafað, en það virðist hafa farið fram
hjá gagnrýnendum á sínum tíma - kannski
vegna þess að hann hafði einkum skrifað
fyrir börn. Það er ýmislegt líkt með þeim
Ragnheiði og Stefáni en munurinn er helst
sá að Stefán er mun „retórískari" höfundur
en Ragnheiður notar fá orð. Og I bókmennt-
um getur minna verið meira.
Bækur Ragnheiðar og kvenlýsingar hennar
eru líka svo dásamlega þversagnakenndar,
konurnar eru bæði veikar og sterkar í þung-
lyndi sínu og dellum. Hún er nefnilega mjög
sálfræðilegur rithöfundur og það var ekki
fyrr en ég var komin á kaf í Freud og þá
einkum þunglyndiskenningar hans að ég fann
lykilinn að henni. Á þessum árum var ég
mjög virk í Rauðsokkahreyfingunni og söng
á mannamótum: „Ég þori, ég get og ég vil,“
en þess á milli sat ég uppi í Árnagarði og
kafaði í texta Ragnheiðar og kenningar Fre-
uds þar sem sagði að konur væru móral-
lausar, hefðu tilhneigingu til sjálfspyntinga
og óþroskað jrfírsjálf. Ég var eins og dr.
Jekyll og mr. Hyde og sá ekkert athugavert
við það. En með því að beita aðferðum sál-
greiningarinnar auk margs konar bók-
menntakenninga í glímunni við Ragnheiði tel
ég mér hafa tekist að sýna fram á að hún
og raunar fleiri konur, sem skrifuðu metnað-
arfullar bókmenntir á þessum árum, hafi
undirbúið jarðveginn fyrir módernismann
sem á eftir kom. Einnig finnst mér hún eiga
það sameiginlegt með mörgum módernistum
að efast um tjáningarhæfni tungumálsins -
að orðræðan verður smám saman merkingar-
laus og þunglyndið nær yfirhöndinni og þar
erum við komnar aftur að umræðunni um
tómið I listsköpun eftirstríðsáranna. Þó að
ég vilji ekki lasta breiða epíska frásögn eða
alþýðlega skemmtisögu er fráleitt að telja
Ragnheiði fulltrúa þeirra bókmenntagreina.
Hún hverfur að vísu aldrei frá raunsæinu en
breytir því innan frá. Hún heldur fast í teng-
ingu við raunveruleikann, birtir sannfærandi
svipmyndir úr lífinu sjálfu en gerir sér jafn-
framt ljósa grein fyrir því að hún er að skrifa
sinn eigin veruleika, ekki lífíð sjálft. Það er
ekkert náttúrubamslegt við skrif Ragnheiðar
Jónsdóttur.
■nn er hcegl aó reióast
í ritgerðinni fjalla ég um nokkrar aðrar
konur sem skrifuðu á svipuðum tíma og
Ragnheiður texta sem einkennast af þung-
lyndi. Vettvangur sagna þeirra er oftast nær
borgin og sumar fjalla þær um hlutskipti
listakonunnar sem þarf að fórna sér í þágu
annarra, eiginmanns, barna eða gangast
undir aðra fjötra sem samfélagið leggur á
hana. íslenskt samfélag eftirstríðsáranna
hafði enga þörf fyrir listakonur, allra síst
þunglyndar listakonur, og þeir sem fjölluðu
um listir í atvinnuskyni virtu þær ekki viðlits.
í allri þessari vinnu með Ragnheiði hef ég
að sjálfsögðu stundum efast um mína eigin
dómgreind og oft hefur sú spurning vaknað,
hvort mér hafi ekki bara skjátlast, hvort
Ragnheiður hafi virkilega verið svona góð
fyrst aðrir bókmenntafræðingar vom ekki
búnir að koma auga á það fyrir löngu. En
viðbrögðin, sem ég hef fengið frá lesendum
ritgerðarinnar minnar og þó enn frekar frá
lesendum Ragnheiðar sem eru ótrúlega stór
og fjölbreyttur hópur, hafa yfirleitt verið svo
góð að það hafa vaknað hjá mér aðrar spurn-
ingar. Þó að ein kona eða fjórar hafí fengið
uppreisn æru þýðir það að sjálfsögðu ekki
að endurmati og endurskoðun á þessum kafla
íslenskrar bókmenntasögu sé lokið. Fjölmörg-
um spurningum er enn ósvarað.
Maður heyrir stundum að mesti broddurinn
sé farinn úr umræðunni um kvennabók-
menntir, að allir séu orðnir góðir vinir eins
og Dýrin í Hálsaskógi. En þegar ég vann
að ritgerðinni minni varð ég oft reið og
hneyksluð sérstaklega þegar ég var að vitna
í fáránlegar umsagnir. Þá gat ég ekki stillt
mig um að koma með með athugasemdir
eins og þessa: „Hvað meinar maðurinn eigin-
lega?“ Og nú veit ég að ýmsir hafa hneyksl-
ast með mér, - segir dr. Dagný Kristjánsdótt-
ir að lokum.
Höfundur er kennari.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. ÁGÚST 1997 5