Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1997, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1997, Page 10
 HETJAN Siegfried, tákn germanskrar forsögu, hér í kvikmynd frá 1922. á mjög frumstæðu stigi. Reynt hefur verið að fínna líkur á námugreftri í Harz-fjöllum, en ekkert hefur fundist í þá veru. Germanskir karlmenn höfðu mikla ömun af vinnu, iðnaður og landbúnaður voru ekki að þeirra skapi. „Konumar urðu að sjá um húshald og búskap auk þeirrar frumstæðu akuryrkju sem stunduð var, konur og böm og gamalmenni, eða allir þeir sem ekki töldust færir ránsferða eða bar- dagahæfír," skrifaði Tacitus. A fyrstu öld e.Kr. virðist aðskilnaður karla og kvenna um verk og skyldustörf skerpast, sem getur stafað af nálægð Rómvetja, hættu- legur óvinur ógnaði germönskum lífsháttum og meiri áhersla var nú lögð á heræfíngar og skæruhemað milli þjóðflokka, þar með jókst ánauð kvenna og vinnufólks. Frumstæóar þjódir Hugmyndir manna um trúarbrögð Norður- Evrópumanna em óljósar. Fomleifafræðingar hafa án árangurs leitað helgistaða germanskra þjóðflokka. Enginn veit hvar „Tanfana", helg- asti staður Maser-þjóðarinnar var. Ekki vita menn heldur hvar „Irmisul" eða „heimssúlan", helgistaður fom-Saxa, lá. Ef til vill var það hin heilaga eik, gífurlegt tré eða trésúla. Þó hafa fundist blótstaðir í Thiiringen og víðar. Þær leifar sem fundist hafa af blótstöðum benda til framhalds veiðimannahátta steinaldar meðal germanskra þjóðflokka. Siðir og trúar- brögð steinaldar lifðu lengur meðal Germana en annarra þjóða Evrópu. Það hefði verið óvinnandi verkefni fyrir Rómveija að þvinga Germani til siðaðs lífemis og framleiðsluhátta. Rómversk valdapólitik fólst í fyrsta lagi í hemaðarsigri og valdatöku, í öðm lagi í kennslu rómverskra framleiðslu- hátta, handiðna og landbúnaðar og í þriðja lagi í aukinni framleiðslugetu. í landi Oðins- dýrkenda hefði þessi pólitík aldrei náð að festa rætur. Neyð og fátækt Germana urðu til þess að Rómveijar urðu að hefja aðgerðir gegn þeim. Smáárásir illa búinna stríðsmanna vom Róm- veijum þreytandi, en mælirinn varð fullur árið 16 f.Kr. þegar germanskur þjóðflokkur sigraði rómverska herdeild innan landamæra stórríkis- ins. Ágústus keisari undirbjó innrás í Germa- ' niu og unnið yar að vamarmannvirkjum við Rín og víðar. Árið 15. f.Kr. héldu 15 hersveit- ir yfír Alpana í átt til landamæranna við Dóná. Þessarar herferðar er getið í fomum heimildum en það var ekki fyrr en árið 1992 að fomleifa- rannsóknir sönnuðu hinar skriflegu frásagnir. Við Oberammergau fundust vopnaleifar sem sýndu að þar hafði komið til orrustu milli róm- verskra herdeilda og þjóðar Raetema, kelt- neskrar þjóðar sem hugðist stöðva herdeildim- ar á leið til landamæranna við Dóná. Einnig hafa fundist merki um átök í Bayem og Rhein- land-Pfalz, en þau svæði vom lítt byggð eftir að Keltar hurfu þaðan á árabilinu 50 fyrir til 50 eftir Krist. Keltnesk menning á þessu svæði virðist hafa horfið gersamlega, hvers vegna veit enginn. Rannsóknir vitna um herferð Dms- usar og töku strandlengjunnar sem lá að Norð- ursjó um 11 f.Kr. Árið 5 e.Kr. sigldi rómversk flotadeild allt til Skagerak og kannaði á leið- inni nokkrar eyjar í Norðursjó, þar á meðal Borkum og svæði sem nú nefnist Helgoland. Hemaðarsigrar á norðurslóðum vom mjög kostnaðarsamir og „Germanía er svo fátækt land, að þar er engan ránsfeng að hafa“ var viðkvæðið. Hersveitimar urðu að taka með sér vistir í herferðimar. Leifar hafa fundist vfðar í Germaníu austan Rínar um herbúðir Róm- veija, skipalægi og birgðastöðvar. Eftir ósigur Vamsar létu Rómveijar af frekari tilraunum til landvinninga austan Rínar. Veórótta og árásir í rúmlega 300 ár héldu virkin við Rín fátækt- arbælum Evrópu í skefjum. Hinar stöðugu ránsferðir Germana og varðstaða Rómveija lömuðu hemaðarmátt Rómar þegar litið er til lengri tíma. Fomleifafræðingar hafa endursagt sögu um árás á landsetur í Regensburg-Hart- ing, Villa mstica. Hinir bláeygðu og ljóshærðu germönsku risar réðust fyrst til inngöngu í vistarvemr húsráðenda, þar sem þeir drápu íbúana með öxum, höfuðleðrið var flegið af konunum. Síðan hófst einhvers konar trúarat- höfn og henni fylgdi sundurhlutun líkama hinna myrtu, 13 talsins, og síðan var líkams- hlutunum varpað í bmnninn í húsagarðinum. Ástæðan fyrir flölda árása inn fyrir landa- mæri Rómarríkis gat verið lækkandi hitastig. Um 300 e.Kr. kólnaði í Evrópu samfara auk- inni úrkomu. Þetta hafði þær afleiðingar að fólki fækkaði vegna hungursneyðar og byggð- ir lögðust af vegna flutnings þeirra sem eftir skrimtu til suðlægari svæða. Á 4. öld hækk- aði yfirborð sjávar svo mjög að byggðin við strandlengjuna að Norðursjó eyddist. Næring- arskortur og hungursjúkdómar tóku sinn toll og þeir sem eftir lifðu leituðu burt. Á 5. öld þegar ástandið var hvað verst héldu Jótar, Englar og Saxar burt úr átthögum sínum og til Englands. Farið var yfír hafið á róðrarbát- um. Einn slíkur bátur fannst í mýrlendi í Danmörku 1863. Báturinn tók 45 manns. Sunnar í álfunni var engin fyrirstaða leng- ur, þjóðir tóku sig upp úr átthögum sínum og héldu suður. Þjóðflokkar eins og Alemannar og Gotar héldu án fyrirstöðu yfír landamærin við Rín og Dóná. Árið 476 svipti Odovakar síðasta rómverska keisarann völdum, Romulus Augustulus. Þar með er talið að fomöld ljúki. Upplausn stórríkisins átti sér langan aðdrag- anda, en hin endanlegu endalok urðu þó eftir að mestu hættu sem ógnaði ríkinu var bægt frá, með sigri Aetiusar á Húnum á Katalón- svöllum 451. Róm hafði verið rænd 410. Þótt aðsetur síðustu keisaranna væri í Ravenna á 5. öld, þá báru þeir ennþá titilinn Imperator Romanorum. Þjóðflutningamir heflast með innrás Húna, en sú innrás varð til þess að margar þjóðir lögðu á flótta í suðurátt. Þessar þjóðir stóðust ekki skyndiárás siðlausra hjarðmanna að aust- an, vegna fátæktar fyrst og fremst. í aldir hafa menn velt fyrir sér ástæðunum fyrir þjóð- flutningunum einmitt á 4. og 5. öld. Þjóðask- ari tók sig upp og sundraði heimsríkinu á skömmum tíma - ein öld er skammur tími í sögu mannkynsins. Ýmsar ástæður ollu því að fyrirstaða Rómveija var veikari en á fyrri öldum, svo að innrásin tókst. Hún tókst m.a. vegna þess að Germanir höfðu að nokkm til- einkað sér verkmenningu og hemaðartækni Rómveija. Rómveijar höfðu tekið germanskar þjóðir sem málaliða og þannig kynntust bar- baramir aðferðum sem þeir beittu gegn fyrr- verandi hermrn sínum. Spurt er: „Hvers vegna héldu Vandalar frá Slesíu til Norður-Afríku, Búrgundar frá hémð- unum umhverfís Berlín til Spánar, Langbarðar frá svæðunum umhverfís Hamborg til Norður- Ítalíu?" Fomleifafræðingar og sagnfræðingar svara þessu á mismunandi hátt, en eitt svarið er. „Þessar þjóðir höfðu gjömýtt forsendumar fyrir framtíðarbúsetu, landþrengsli takmörk- uðu frekari fjölgun og afurðagetu og lausnin var að halda til svæða sem tryggðu þjóðflokkn- um vaxtarrými. Hungrið var kveikjan en ekki hetjan Siegfried og blóðbræður hans sem vora hetjur, skírlífar, hreinsiðaðar og heiðarlegar. Hin germanska hetja reynist önnur en sú upp- dregna goðsaga sem unnin var í hina klass- ísku gerð á 19. öld. Önnur mynd blasir nú við af fram-Germön- um, sem þjófskum, svikulum og oft afskræmd- um af næringarleysi og hungri, þjóðum flat- hyggju og lágkúra, friðarspillum. Og eftir sigurinn á Rómaveldi tók þetta lið við sem stjómendur sundraðra hluta heimsveldisins og þar með hófst tímabil óstjómar sem leiddi til menningarlegrar upplausnar og hrans allrar verkmenningar. Þáttaskilin urðu þegar arftaki Rómar, kirkjan, náði þeim áhrifum meðal þessa ómennska lýðs að hægt var að aga hann til siðmenningar. Kveikjan að flutningunum var ekki stefna þjóða til frelsis og hetjudáða, held- ur „hungur og neyð“ eins og Wolfram sagn- fræðingur frá Vínarborg skrifar. Byggt á grein í timaritinu Spiegel. PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON SUÐURGATA „Það verður aldrei bylting í þorpi“ sagði skáldið að vestan. Þó hafði það gerst meðan skáld þetta sleit barnsskónum að bylting lét á sér kræla í hálfgildings þorpi við Faxaflóa. Ekki var þó sótt að neinni Vetrarhöll í það skiptið heldur varið hús eitt við Suðurgötu að þar mætti herbergjast umkomulaus drengur austan úr sovétum. Vetjendum varð ekki að ósk sinni og var drengurinn fluttur út í heim. Lauk hann þar síðar ævinni í gasklefum nasista enda af kyni Abrahams. Af umstangi þessu varð nokkuð rót í bænum. Þó héldu syrgjendur áfram að bera ástvini sína til grafar þennan spöl frá dómkirkjunni suður í kirkjugarð framhjá þessu húsi sem tendrað hafði eld í hjörtum svo margra. Á þeirri leið vex blómstrið eina kristnum lýð. Undarlegt að helbláan mökkinn skuli enn bera yfir götuna alla leið austan frá Auschwitz. 'kirir Suðurgata, sem hér er ort um, hefur gengið undir ýmsum heitum í gegnum tíðina. Eft- ir að farið var að greftra í því sem nú kallast „gamli kirkju- garðurinn“, þ.e. kirkjugarðurinn við Suðurgötu og fáfróðir menn um sögu Reykjavíkur kalla „Hlíðar- húsakirkjugarð“, kringum árið 1840, var gatan lengi kölluð Kirkju- garðsstígur eða Kirkjugarðsstræti. Gárungarnir kölluðu hana Kærlig- hedsstig, enda var hún vinsæl gönguleið ungra elskenda. Þá var gatan einnig nefnd Líkhússtígur, svo sem sjá má í Ofvita meistara Þorbergs. Varast ber að rugla götu þeirri, sem liggur norðan garðsins og nú kallast Kirkjugarðsstígur, saman við gamla Kirkjugarðsstíg, þ.e. Suðurgötu. Atburður sá, sem fjallað er um í ljóðinu, er vitanlega „Hvíta stríðið“ sk. Saga þess er í stuttu máli sú, að haustið 1921 hugðist Ólafur Friðriksson og kona hans ganga ungum rússneskum gyðingadreng í foreldrastað. Þau bjuggu þá við Suðurgötu 14. Drengurinn reyndist þjást af augnsjúkdómi og notuðu yfírvöld það tilefni til að vísa honum úr landi. Mun það ekki hvað síst WMTd i TnSgrar ........aaSbi'i.öMu.ari^, „t..*...... ——— LAGT UPP i feró frá Melkoti vió Suáurgötu um siáuitu aldamót. hafa verið vegna ótta borgarastétt- arinnar vegna rússnesku byltingar- innar 1917, auk þess sem kommún- istar höfðu nokkuð haft sig í frammi í Vestur-Evrópu, þ.ám. í Dan- mörku. Ólafur var sem kunnugt er, helsti forystumaður róttækra jafn- aðarmanna á þessum tímum. Urðu af þessu nokkur átök í bænum og viðeigandi æsingur og taugaveiklun á báða bóga. Hvað svo sem um þessi átök má segja, þá enduðu þau með því, að drengurinn var fluttur til Danmerk- ur, þar sem hann fékk viðeigandi læknismeðferð og náði fullum bata. Hann kom aftur hingað til bæjarins tíu árum síðar, en festi hér ekki yndi. „Það verður aldrei bylting í þorpi“ segir í upphafi þessa ljóðs. Þau vísu orð eru lánsfjöður frá Jóni úr Vör, nánar tiltekið úr ljóðinu „Verkfall- ið“, sem birtist í ljóðasafninu „Þorp- ið“ árið 1946. Þótt það sé önnur saga, má með nokkrum rétti segja, að þar hafi skáldinu skjátlast, þvi hafi „Þorpið“ ekki valdið byltingu í íslenskri ljóðagerð, varð það a.m.k. tákn hennar. P.J.L. Höfundurinn er skóld i Reykjovik. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. ÁGÚST 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.