Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1997, Blaðsíða 13
HIÐ NYJA
OFURMENNI?
Bandaríski óskarsverólaunaleikarinn Nicholas Cage
er genginn í lió meó mönnum eins og Arnold
Schwarzenegger og Sylvester Stallone sem einn
gf eftirsóttustu hasarmyndaleikurum dagsins, aó
sögn ARNALDS INDRIÐASONAR, sem skoóar hvaó
Cage sér vió hasarmyndirnar og m.g. hvernig hann
ætlar aó fara aó því aó leika Superman eóa
Ofurmennió í væntanlegri mynd Tim Burtons.
HVER hefði trúað því að
Nicholas Cage yrði ein-
hverntíma eftirsóttasta
hasarmyndahetja kvik-
myndanna? Ólíklegri leik-
ari er varla til í buffhlut-
verkin og það var sannar-
lega ekkert sem benti til
þess að hann yrði ofurhetjuleikari þegar hann
hreppti, mjög svo verðskuldað, Óskarsverð-
launin fyrir besta leik í aðalhlutverki í mynd-
inni „Leaving Las Vegas“, Ferðinni frá Veg-
as, fyrir tveimur árum. Ekkert í fyrri og bet-
ur þekktari myndum leikarans benti til þess:
Peggy Sue giftir sig, „Birdy“, „Raising Ariz-
ona“, „Moonstruck". Hann var yfirleitt fremur
veikluleg, rómantísk hetja oft haldinn ein-
hverri sjálfseyðingarhvöt í jaðarmyndum, sem
margar hverjar sáust ekkert alltof mikið.
Skapandi ad leika ■ hasarmynd
Núna allt í einu er hann hasarmyndahetja
númer eitt. Hann mun leika sjálfan Superman
eða Ofurmanninn í endurgerð Tim Burtons
myndarinnar um sterkasta klæðskipting has-
arblaðanna, Clark Kent. Cage í hlutverki Stál-
mannsins? Hvernig ætlar hann að fara að
því? „Mig langar að sýna fram á að hetjudáð-
ir hans eru sprottnar af því að hann vill njóta
viðurkenningar. Hann er utangarðs, var tekinn
í fóstur, finnur að hann er öðruvísi og veit
hvað það er að vera öðruvísi en aðrir og er
óöruggur með sig.“
Á hitt ber að líta að kannski er enginn leik-
ari í dag sem fer betur með formúluhlutverk
hasarmyndanna en Nicholas Cage. Við höfum
fengið tvö fín dæmi um það tvö undanfarin
sumur, Klettinn og Fangaflugið. Eini verulega
ferski þátturinn í formúluafþreyingunni var
Cage. Hann er einnig væntanlegur þetta sum-
ar í nýjustu hasarmynd Hong Kong leikstjór-
ans, John Woos, „Face/Off“, á móti John
Travolta. Og Cage er ekki alfarið genginn í
björg hasar-
myndanna.
Næstu tvær
myndirnar
sem hann
gerir á und-
an Ofur-
menninu eru
amerísk end-
urgerð Wim
Wendersmyndarinnar Himinninn yfir Berlín
frá 1987 og spennumynd leikstjórans Brian
De Palma, Snákaaugu, „Snake Eyes“. En af
hveiju ætti óskarsverðlaunahafinn að vilja
vera í formúluhasarmyndum? Af hveiju ekki
setja markið hærra? „Á ýmsan hátt finnst
mér það meira skapandi að leika í þessari
tegund bíómynda en næstum því nokkurri
annarri," segir hann í viðtali við Time. „Hasar-
myndir njóta stórkostiegrar útbreiðslu, allir
fara og sjá þær. Og almennt séð hefur karakt-
erleikurinn í þeim ekki verið upp á marga fiska
- boðið er uppá brot af samtölum og svo er
klippt yfir í sprengingarnar." í öðru viðtali
segist hann vilja sjá fleiri myndir í ætt við
„High Noon“ með Gary Cooper og sem lýsa
„. .. riddaramennsku er fær mann til þess að
fresta brúðkaupinu sínu og gera það sem
gera þarf.“
Tilvalin endurnýjun
Endurnýjunar er sannarlega þörf þegar
skoðuð eru þijú helstu hasarmyndabuff sam-
tímans og Cage getur sem best verið leikarinn
sem tekur við af þeim. Schwarzenegger er
fimmtugur, Stallone er 51 árs og Harrison
Ford er hálfsextugur. Cage er aðeins 33 ára.
Og ólíkt hinum þremur, kannski að Ford und-
anskildum, getur hann raunverulega leikið.
Stallone, hetja hinna þöglu Rambómynda, seg-
ir: „Nic gefur karakter hasarhetjunnar aukna
vigt, dekkri, margræðnari og samræðufúsari."
Cage sjálfur segir að hasarhetjur hans „geti
fundið til ótta og eru ekki hræddar við að
gráta“.
Eins og mörgum er kunnugt heitir Nicholas
Cage ekki Cage heldur Coppola og er bróður-
sonur leikstjórans Francis Ford Coppolas.
Þegar hann leitaði að nýju eftirnafni til þess
að mynda fjarlægð frá hinum fræga frænda
sínum fór hann í hasarblöðin og fann hetjuna
Luke Cage með hnefa harða eins og stál og
bijóstkassa, sem hrinti frá sér byssukúlum.
Þannig varð Nicholas Cage til. Francis frændi
notaði hann í nokkrar myndir sínar („Rumble
Fish“, „The Cotton Club“, Peggy Sue giftir
sig) en Cage var staðráðinn í að komast áfram
á eigin spýtur. „Ég er ennþá Coppola," segir
hann, „en ég varð að heita Nicholas Cage til
þess að vita hvort ég kæmist áfram á eigin
forsendum. Ég breytti aldrei nafninu lagalega
séð en það er í vegabréfinu og í ökuskírtein-
inu. Það er ég.“
ER ÞETTA fugl, er þetta flugvél, er þetta Nicholas Cage? Næsti Superman.
Nýjasta myndin, „Face/Off“, er 28. myndin
sem hann leikur í á 15 árum. Hann er kvænt-
ur leikkonunni Patricia Arquette og þau eiga
það sameiginlegt ásamt öðru að hafa bæði
farið með aðalhlutverk í myndum David Lynch,
hann í „Wild at Heart“ en hún í Truflaðri
veröld, „Lost Highway“. Cage og Lynch
smullu saman eins og aldavinir og skildu hvor
annan fullkomlega eftir því sem Lynch segir.
„Einu sinni við upptökur á myndinni sagði ég
við Nic að hann þyrfti að syngja óperu,“ er
haft eftir leikstjóranum. „Hugmyndin var að
hann vaknaði eftir að hafa dreymt bómullar-
hnoðra um nóttina. Þegar hann lítur undir
rúmið sitt er hnoðrinn auðvitað þar og hann
krýpur niður að honum og tekur að syngja
óperu framan við einn einstakan bómullar-
hnoðra í tunglskini. Það eru ekki margir sem
maður getur talað við um atriði eins og þetta,
sem raunverulega vissu hvað maður er að
fara, en Nic ljómaði allur upp eins og jólatré."
Nicholas greifi
Cage á það til að sýna af sér kynduga hegð-
un; hann lagði húsvagninn sinn í rúst við tök-
ur á „The Cotton Club“, át lifandi kakkalakka
í „Vampire’s Kiss“ og þegar hann lék í Fanga-
fluginu gerði hann það reglulega að hlaupa
upp um alla veggi og hljóða af lífs og sálar
kröftum, eftir því sem leikstjórinn, Simon
West, segir. Að sögn vina Cage
er hann þó mjög tekinn að róast
í seinni tíð. Líkt og starfsbróðir
hans, Robert De Niro, undirbýr
Cage sig vandlega áður en kemur
að upptökum. Þegar hann lék
pönkara í „Valley Girl“ bjó hann
í bílnum sínum. Þegar hann „
r
i Æ 1
■ Á
J
lék blinda víetnamhermanninn í „Birdy“ gekk
hann um alla daga með sáraumbúðir. Þegar
hann lék drykkjusjúklinginn, sem er ráðinn í
að drekka sig í hel í Ferðinni frá Vegas, tók
hann myndir af sér dauðadrukknum á mynd-
bandsupptökuvél. Þegar hann hitti fyrst nú-
verandi eiginkonu sína, Patriciu, reyndi hún
að losna við hann með því að setja honum
óframkvæmanleg skilyrði fyrir þeirra hjúskap.
Ef hann uppfyllti þau skyldi hún giftast hon-
um. Á meðal þess sem hann útvegaði henni
áður en hún blés leikinn af voru svartar orkíde-
ur og eiginhandaráritun bandaríska rithöfund-
arins J. D. Salingers, sem verið hefur í felum
frá frægðinni hálfa sína ævi. Patricia og Cage
slitu samvistir í nokkur ár, áttu börn með
öðrum en kvæntust fyrir tveimur árum. Þá
tekur Cage gamlar Drakúlamyndir mjög alvar-
lega, að sögn, og horfir reglulega á „Nosfer-
atu“ eða „Dracula" og „The Phantom of the
Opera“ er einnig í miklu uppáhaldi. Hann
sagði einhverntíma að hann mótaði sinn lífs-
stíl talsvert eftir Drakúla greifa.
Og svo er það Ofurmennið. Tim Burton er
réttur leikstjóri fyrir myndina. Um það er
engum blöðum að fletta. Kannski má búast
við jafnmyrku og drungalegu borgarlandslagi
og í fyrstu tveimur Batmanmyndunum, sem
Burton gerði að metsölumyndum, og hetju sem
syrgir æsku sína. Cage hefur mjög ákveðnar
skoðanir á því hvernig síðasti Kryptonbú-
inn á að vera. „Ég mundi gera Su-
perman að viðrini, en fallegu viðr-
ini að því leyti að hann lætur sér
annt um fólk. Ég ætti ekki í erfíð-
leikum með að tala um einmana-
kennd hans og hvernig honum líð-
ur eins og ókunnugum, fellur aldr-
ei inn í samfélagið og þarf því
stöðugt að vinna hetjudáðir svo
fólki falli vel við hann.“ Gæti
eins verið að tala um Bat-
man. Þeir Burton eiga
sjálfsagt eftir að
falla í faðma á
tökustað.
A MOTI John Travolta í „Face/Off“
OLA
I
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. ÁGÚST 1997 13