Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Page 4
ISLENZKA NYLENDAN
Á NOVA SCOTIA
i
|
i
l
GÍSLI SIGURÐSSON
TÓK SAMAN
Áárunum 1875-1879
fluttust 30 íslenzkar
fjölskyldur til Nova
Scotia og var úthlutað
landi á svæði í nánd við
Caribou-gullnámurnar.
En 1883 tók þessi
íslenzka nýlenda sig
upp og fólkið dreifðist
vestar í landið.
Um landnám 30 íslenzkra
fjölskyldna á Nova Scotia,
nálægt strönd Atlants-
hafsins, væri lítið vitað ef
ekki hefði komið út bók
1990 um Caribou-gulln-
ámurnar. Þar hafði fundizt
gull í smáum stíl fyrr á
öldum, en skipulagslítil gullvinnsla með
frumstæðum aðferðum hófst uppúr 1860.
Þangað fóru menn og freistuðu gæfunnar
með handverkfærum líkt og víðar í villta
vestrinu og varð upphaf þess að námubærinn
Caribou reis austan við Halifax. Þá borg
þekkja íslendingar nú betur en áður vegna
TEIKNING sem birtist í lllustrated London News árið 1861 og sýnir gullgröft á frumstæðu stigi á Nova Scotia. Skammt frá þessum
stað var 30 islenzkum fjölskyldum úthlutað afar óhagstæðu ræktunarlandi, en umhverfið hefur verið eitthvað svipað því sem hér er sýnt.
°Halifax
sambandsins sem Flugleiðir hafa komið á
þangað.
í bókinni er kafli sem heitir íslenzka ný-
lendan og þar segir svo: „Saga Caribou ná-
manna væri ekki að fullu sögð ef ekki væri
getið um þátt íslenzku nýlendunnar
á svæði sem þá var nefnt
Markland eða Mooseland
Heights, skógi vaxið ^
svæði inn til landsins,
aðeins fáeinar míl- -
ur frá námu- /, '
CafiboL* . Musqudobit $/> //
-jisfpnska nýlendan)@ © Cðnbou-
r v, ' V, nárruirnar
NOVA SCOTIA.
Landnám ís-
lendinganna var
í Musquodobit-
dal, skammt frá
Caribou-gull-
námunum.
Svo
{ i/>/ virðist sem
íslenzku landnem-
arnir hafi fengið þama
afar erfitt land til ræktunar,
en það er ljóst af bréfum sem til
em frá embættismönnum, að bændur
ætluðu þeir að verða eins og þeir höfðu áður
verið. í þau 8 ár sem þetta landnám stóð
hafa þeir aflað sér tekna við gullgröftinn,
sem þá var þó á frumstæðu stigi og heimild
er fyrir því að einhveijar afurðir svo sem
egg, seldu þeir gullgröfurum._ Ekki er um
það getið í bókinni hve margir Islendinganna
unnu við gullgröftinn, en eiginlegur námu-
gröftur með fullkomnustu tækni þess tíma,
hófst ekki fyrr en 1890 og þá vom íslending-
arnir farnir.
Vitneskja okkar um það sem beið ís-
lenzkra landnema vestra hefur verið afar
takmörkuð. Við höfum yfirleytt staðið í þeirri
trú að landar okkar hafí farið rakleiðis til
Winnipeg og sezt að á litlu svæði, sem nefnt
var Nýja ísland. En það var fjarri því að
vera algild regla. Landnemarnir komu eðli-
lega fyrst til Austur-Kanada, þar sem hluti
þeirra komst strax í einhveija vinnu; til
GULLGRÖFTUR í Caribou-gullnámunum var á frumstæðu stigi árin sem íslenzka nýlend-
an var þar i næsta nágrenni, en landnemarnir öfluðu sér þar einhverra tekna og seldu
þar smávegis afurðir sínar.
HAUSTLITIR í skógi á Nova
Scotia. Rithöfundurinn ungi í
íslenzku nýlendunni, Jóhann
Magnús Bjarnason, sagði
loftslagið gott, aldrei mjög
kalt á vetrum og aldrei of
heitt á sumrin.
dæmis við járnbrautarlagningu, eða ,járn-
veginn mikla“ eins og þeir nefndu fyrirbær-
ið. Menn tóku strax þá vinnu sem bauðst.
Það er eftirtektarvert, að íslenzku landnem-
arnir hafa ekki sózt sérstaklega eftir því að
setjast að á strönd Atlantshafsins með tilliti
til þess að geta stundað fiskveiðar, þá sér-
staklega við strendur Nova Scotia. Hópurinn
sem hér um ræðir og sótti sérstaklega um
landvist á Nova Scotia, hefur ekki eftir því
sem séð verður af bréfum, verið á höttunum
eftjr öðru en ræktanlegu landi.
í bókinni kemur fram að stjórnvöld vildu
einmitt stuðla að landbúnaði á Nova Scotia.
Lengi vel var ekkert gert til að ýta undir
gullvinnsluna, eða bæta samgöngur þangað,
en vissar áhyggjur höfðu menn af því, að
bændur og fískimenn kynnu að yfirgefa jarð-
ir og báta fyrir gullið. Það hafði vitaskuld
sín áhrif þegar blöðin í Montreal fluttu frétt-
ir af gullfundi aftur og aftur um 1860. Það
var í Mooseland - Músarlandinu - sem kennt
er við þetta sérstaka elgsdýr. íslendingar
nefndu það mús og þótti það góð bráð.
Hvatning fró Nova Scotia
Ekki verður annað séð en að frumkvæðið
að landnámi íslendinga á Nova Scotia hafí
komið frá yfirvöldum í Kanada, en þar var
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBÉR 1997