Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Qupperneq 5
Cabot-höfði, austast á Nova Scotia. Landslagið er ekki mikilfenglegt, víðast hvar lágar hæðir eða flatlendi, en upphaflega var þett land allt skógi vaxið. markvist unnið að því að fá innflytjendur til landnáms á óbyggðum svæðum. I bókinni er birt bréf frá „yðar hlíðnum þjóni“, J. Anderson til yfírboðarans, P.C. Hill, sem titl- aður er „Province Secretary" eða héraðsrit- ari. Þar segir m.a. svo: „Ég fór frá Halifax til íslands 7. mai sl. og kom til höfuðstaðar íslands síðasta dag júnímánaðar. Þegar eftir komu mína þangað auglýsti ég í þremur blöðum og birti yfirlýs- ingu stjómarinnar um aðstoð við innfiytjend- ur. Ég fór síðan norður í land og heimsótti alla þýðingarmikla staði og hélt hátt í 18 fundi, þar sem ég lýsti náttúrufari, jarðvegi og veðurfari í Nova Scotia og hversu heppi- legt landið væri til að taka við innfiytjendum. Ég kom líka á fót fjórum umboðsaðilum á Norðurlandi og einum í Reykjavík, sem einn- ighefur umboð fyrir Allan-skipafélagið. Þessi agentar taka niður nöfn verðandi innfiytjenda og koma þeim á framfæri við mig þegar þeir eru reiðubúnir til að fara og innheimta 5 dali frá hverjum þeirra sem tryggingu. Heima í Halifax gerði ég ráðstafanir til að prenta á íslenzku 1500 eintök bæklingi um innfiutning á fólki til Nova Scotia og munu agentar á íslandi fá bæklinginn þegar hann er tilbúinn. Á heimleið í Glasgow gekk ég frá því að auðugur kaupmaður þar í borg, R. Sliman, fer til íslands til þess að kaupa hesta og sauðfé af þeim sem vilja gerast útflytjend- ur. Nokkru síðar kom Sliman til íslands og hefur nú keypt og flutt með sér 1100 hesta nú þegar og áætlar að flytja 500 síðar, ásamt með sauðfé sem fylla mun tvö skip. Slík verzlun er okkur mjög til hagsbóta og gerir verðandi útflytjendum auðveldara fyrir. Eftir að hafa gert allt sem hægt var til að stuðla að útflutningi fólks frá íslandi, yfirgaf ég höfuðstaðinn 12. sept. með 19 útfiytjendum og kom til Pictou þann 3. októ- ber. “ Strax dregió úr aóstoóinni Bréf frá Innflytjendaskrifstofunni í Hali- fax sýna, að landnemum var talin trú um að fijósamt ræktunarland biði þeirra, enda þótt reyndin yrði allt önnur. Lýsingar Ander- sons á landgæðum reyndist eintómt skrum, en auk þess gerðist eitthvað í stjórnkerfínu eða pólitíkinni, sem varð til þess að fyrri loforð um aðstoð reyndust haldlaus. Árið 1875 tóku sig upp 17 fjölskyldur frá íslandi og komu til Quebec á haustmánuðum og fram í nóvember. Seinna,1877 og tvö næstu ár þar á eftir bættust við fleiri íslenzk- ar ijölskyldur sem allar settust að á Nova Scotia og þar bjuggu um það er lauk 200 íslendingar. í svari til íslendingsins J. Straumijörð, sem hefur í hyggju að bætast í hópinn og hefur sent bréflega fyrirspurn, er sagt þann 16. júní 1876, að stjórnin vilji styrkja 20 íslendinga til viðbótar við þá sem komnir eru með því að afhenda þeim land og muni byggja bjálkahús handa hverri fjölskyldu. Áður höfðu karlmenn fengið vinnu fyrir venjuleg laun við vegargerð frá Moseland til Musquodoboit. J. Straumfjrð er sagt að nú hafí verið dregið úr þessari aðstoð og landnemar verði að sjá um sig sjálfír. Lands- kikar standi til boða, þó ekki ókeypis. Kaup- verðið er 25 dalir og má greiða það með afborgunum á fimm árum. Þetta eru þó aðeins smáskikar, 1-2 ekrur, ogtekið er fram að sú landareign sé til lítils nema íslending- ar geti jafnframt lifað af fiskveiðum. Það er með öðrum orðum komið annað hljóð í strokkinn og ekkert annað en magrir kostir sem standa til boða. Bréfíð á J. Straum- ijörð að fá þegar hann kemur með sitt fólk á Innflytjendaskrifstofuna í Quebec, svo hann geti þá ákveðið hvort hann komi til Nova Scotia, eða fari vestar í landið. Bréfíð er skrif- að í júní 1876, en nokkru áður, þann 24. marz sama ár, hafði J. Straumfjörð, þá „staddur í Reykjavík" skrifað svo til Innflytj- endaskrifstofunnar í Halifax: Kæri herra. Ég sendi yður þessar línur til að segja yður að ég ætla til Nova Scotia í sumar og að 130 sálir munu fara með mér. Ég get ekki sagt til um það núna hvenær við förum af landinu, þar sem við vitum ekki hvenær skip kemur sem getur tekið okkur. Ég reiði mig á að þérgetiðgert nauðsynlegar ráðstaf- anir vegna komu þessara innfiytjenda og vonast eftir sömu gæsku sem landar mínir hafa mætt hjá yður. Um 500 sálir hafa bókað sig til Kanada á þessu ári og stór hluti þeirra hefur ekki ákveðið hvert í landið hann fer, svo það er mögulegt að enn fleiri æski þess að komast til Nova Scotia, einkum efþeir fá góðar frétt- ir af löndum sínum þar. “ J. Straumijörð kvartar yfir því að póstur hafí allur orðið eftir í Leirvík á Hjaltlandi, því skip kom aðeins við í Granton. Þvi hafi dregist svo mjög að skila uppýsingum. En hann vill gjarnan vita, segir hann, hveiju innflytjendur megi búast við í Nova Scotia. Upplýsingar þar um biður hann um að séu sendar til Mr. G. Lambertson í Reykjavík, sem sé á vegum R. Sliman í Leith. Ennfrem- ur segir J. Straumfjörð í þessu bréfi: „Sigtryggur Jónasson er hérna og reynir að fá fólk til að fiytja til Nýja-Islands í Kanada, en en ég tel að það sé ekki rétti staðurinn. “ „Vió trúum þvi aó jaróvegur sé afbragósgóóur..." Embættismenn skrifast á um komu íslend- inganna. Fyrrnefndur Anderson, sem tókst á hendur ferðina til íslands, segir í bréfí til Campbells á Innflytjendaskrifstofunni: „Ég legg til að samráð sé haft við kaupmenn í Lockeport (á Nova Scotiajsem vantar vinnu- afl og að þessu fólki verði komið fyrir í East Shelburne. Ef þessir „gentlemen “ taka að sér að veita íslendingum vinnu í framtíð- inni um leið og þeir hafa vald á ensku, þá kaupi stjórnin land í Osborne, Green Harbo- ur og stöðum nálægt Lockeport, þar sem það er ódýrt. Þar verði byggðir litlir bústað- ir sem seldir verði á niðursettu verði með afborgunum til fimm ára.“ Enda þótt menn þar vestra þekktu ekki mikið til íslands og Islendinga, er jákvæður tónn í því sem embættismenn skrifa, saman- ber eftirfrandi línur úr bréfí frá James D. VanBuskirk til Alonzo J. White, sem er „kommissari" og úthlutar löndum: „Við höfum gert ráðstafanir til að taka frá sérstakt land vegna innflytjenda frá ís- landi og sendum hér með yfirlit þar um. Við viljum leggja áherzlu á, að við höfum lagt okkur fram um að velja aðeins land sem hentar til ræktunar; þar sem landið er lægst og eins þar sem það er grýtt, er það venju- lega frátekið vegna timburframleiðslu. Við trúum því að jarðvegur sé afbragðsgóður til landbúnaðar og eins og hann er nú, er hann þakinn ríkulegum gróðri og mörgum trjáteg- undum. Sumar þeirra henta til skipasmíða. Vegurinn um þetta svæði er að verða tilbú- inn og miðað við hvað hann kostaði er hann merkilega góður. Þetta verður blómstrandi byggð mitt á milli Caribou-gullsvæðisins og Mooseland-gullsvæðisins, þar sem góðir markaðir verða. “ En einkum og sér í lagi vekur eftirfar- andi umsögn um íslendinga athygli í bréfí VanBuskirk: „Skoðun okkar á íslendingum, að svo miklu leyti sem við getum dæmt um það eftir skamma dvöl meðal þeirra, er í hæsta máta jákvæð; þeir eru mjög iðnir, reglusam- ir og heiðarlegir menn, fúsari til að meðtaka reglur og siði landsins en nokkrir aðrir inn- fiytjendur sem við höfum kynnst. “ L. Stafford, sem er „Immigration Agent“ í Quebec svarar þessu bréfi með dálitlum kvörtunartóni, segir: „Viðleitni okkar til að örva íslenzka innfiytjendur hefur reynzt nokkuð dýr og enda þótt þeir muni á endan- um reynast góðir landnemar, þá vænta þeir of mikils strax. “ Svo er að sjá að stjórnvöld hafí skyndilega stigið á hemlana og jafnvel reynt að letja innflytjendur, sem áður höfðu verið hvattir til fararinnar. í júlí 1876 sendir embættis- maður svohljóðandi símskeyti til Innflytj- endaskrifstofunnar í Quebec: „Sir, ég hef alveg nýlega fengið eftirfar- andi símskeyti frá Mr. S. Tonasson um borð í SS Verona í Wick: „Vonast til að ná Granton annað kvöld með 559 fullorðna íslenzka útflytjendur; meira en helmingurinn vill fara til Nova Scotia, er eitthvað hægt að gera til að koma í veg fyrir það?“ Svarið var svohljóðandi: „Stjórn Nova Scotia veitir enga lyálp né uppörvun nema til 20 fjölskyldna. Ef þessi fjöldi sem þér nefnið er að koma, þá get ég ekki séð hvernig á að koma í veg fyrir það, aðeins verður þetta fólk að skilja að við mótmælum því. Það fær líklega enga vinnu og ef það kýs að hunza síendurteknar aðvaranir og búa við skort og eymd, þá getur það cngum um kennt nema sjálfu sér.“ islenzk baejanefn í Nova Scefia. íslendingar hafa látið allar viðvaranir sem vind um eyru þjóta, eða aldrei heyrt þær. Á árinu 1877 er stór hópur íslendinga kominn til Nova Scotia og 28 bústaðir af 30 hafa fengið íslenzk nöfn. Þar voru Sólheimar, Grænavatn, Staðatunga, Staður, Hléskóg- ar, Bólstaðahlíð, Vatnsdalur, Vindhæli, Vatnshlíð, Hvammur, Laufás, Laufskóg- ar, Engihlíð, Fljótshlíð, Hlíðarhús, Fagra- hlíð, Brautarholt, Fljótsbrekka, Brúar- land, Lundur, Hlíð, Árnes, Austurhlíð, Ljósavatn, Baldurshagi, Hjarðarholt og Árbakki. í bókinni er birt skrá yfir heimilisfólk á þessum bæjum; nöfnin allavega afskræmd. I flestum tilvikum eru þama hjón með stóra barnahópa. Aldursforseti er Sigríður Hin- riksdóttir í Vatnsdal, 78 ára, næstelzt er María Rögnvaldsdóttir í Laufskógum, 63 ára, en flestir eru miklu yngri; svo til allt fólk á bezta aldri og mörg börn. í íslenzku nýlendunni var 12 ára drengur, upprennandi rithöfundur, sem síðar átti eftir að skrifa þekktar og vinsælar bækur, Brasil- íufarana og / Rauðárdalnum. Hann hét Jó- hann Magnús Bjarnason. Um bernskuslóðir sínar á Nova Scotia skrifaði hann: „íslenzka nýlendan á Nova Scotia var á nokkrum hæðum eða hryggjum um 50 mílur austan við Halifax. Þessir hryggir voru vaxn- ir þéttum skógi sem reyndist landnemunum erfiður. Jarðvegurinn var slæmur og grýtt- ur. Hér og þar voru mosavaxnar mýrar með runnagróðri. Ár, lækir og tjarnir voru alls- staðar og vatnið var tært og gott. Lofts- lagið var heilnæmt, andvarinn hressandi og það var aldrei kalt á vetrum né mjög heitt á sumrum.“ Eftir því sem Jóhann Magnús segir hefur góð aðstoð verið látin í té við þá sem fyrst- ir settust að; bjálkahús fengu þeir og búsá- höld, útmæld lönd þar sem ein ekra var rudd. Upphaflega átti þetta að vera að láni, en skuldin var aldrei innheimt. Allt gekk vel fyrsta árið, segir Jóhann Magnús. Ennfrem- ur: „Það var lítið um kaffi, en í staðinn var te og sýróp, sem var notað í mat og bætti upp mjólkurskort. Þannig var byrjunin hjá íslenzku nýlendunni í Nova Scotia og sú nýlenda var nefnd Markland eftir að íslend- ingarnir fóru.“ íslenzkur skóli og endalok nýlendunnar i Nova Scolia. Stjórn Nova Scotia setti á laggirnar ís- lenzkan barnaskóla í nýlendunni 1879. Skólahús var byggt en skólinn var aðeins starfræktur í tvö ár. Hinn kornungi rithöf- undur Jóhann Magnús Bjamason skrifaði söguna Eiríkur Hansson á þessum ámm og þar er lýsing á skólanum. Kennarinn var Skoti, Cracknell að nafni, og þótti fram úr hófi mislyndur. Eftirvæntingunni er vel lýst, þegar 25 íslenzk böm mættu í fyrsta sinn í skólann á þokugráum degi, öll mállaus á ensku, en flest læs og skrifandi á íslenzku. Margar vikur liðu án þess að börnin skildu orð af því sem þau vom látin lesa á ensku. Jóhann Magnús lýsir framhaldinu svo: „Smám saman fórum við að skilja meira og meira, en því betur sem við kunnum, þeim mun harðari varð kennarinn við okkur og um síðir náði harkan því stigi að daglega voru fiest okkar lamin meira og minna, jafn- vel þótt við tækjum vel eftir og værum iðin. Væri framburður á einhverju orði ekki rétt- ur, vorum við barin, værum við of sein á morgnana vorum við barin, og fyrir hvert orð sem viðgátum ekki stafsett rétt, fengum við högg á fingurgómana.“ Það hafði smám saman mnnið upp fyrir íslendingunum á Nova Scotia, að hryggurinn í skóginum í Musquodoboit-dalnum, þar sem þeir áttu að bijóta grýtt, magurt og skógi vaxið land til ræktunar, gat ekki talizt fyrir- heitna landið. Vinna í gullnámunni, sem nú var að hefjast fyrir alvöm, hefur ekki höfðað til þeirra heldur. Þær fréttir bárust í nýlend- una 1882, að mikil uppsveifla væri íWinnipeg og að komræktarland stæði til boða í Da- kota. Fólkið ákvað að flytjast „vestur“og virð- ist allt hafa orðið samferða utan ein stúlka sem eignaðist þama fjölskyldu og settist þar að fýrir fullt og fast. í júní 1883 fór hópur- inn til Halifax og þaðan með lest til Montre- al og áfram vestur. Bændabýlin með íslenzku nöfnunum stóðu auð og yfirgefín. í bókinni segir að lokum um íslenzku nýlenduna: „Það er enginn vafi að það var mikill missir fyrir Musquodoboit-dal þegar íslendingamir tóku sig upp og fóru. Þetta fólk var þekkt fyrir reglusemi, dugnað og heiðarleika. Það hefði átt að fá hvatningu, en sú hvatning kom aldrei. Það varð að peði í valdatafli. “ Ekki er nefnt hverskonar valdatafl það var. Hvað munað hefur um brotthvarf íslend- inganna sést bezt af því að sama ár em aðeins 150 manns í námuþorpinu Caribou. Hálfri öld síðar, segir í bókinni, vorú enn sjáanleg ummerki um bústaði íslendinganna. Omerktar grafir voru þar á meðal tijánna, sem höfðu vaxið upp að nýju og enginn hafði haldið áfram búskap á jarðarskikunum. Timburvinnsla hefur í áranna rás eytt þess- um minjum og landið hefur að nýju gengið til ríkisins." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.