Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Page 7
listina í víðara samhengi kemur honum fyrst í hug að hugmyndin um hinn einmana listamann sé að hverfa. Ansi margir séu farnir að iðka myndlist - víða um lönd sé „hopp og hí“. Á hinn bóginn líst honum vel á þróunina hér heima. „Það var mikið menningarsjokk fyrir mig sem ungan mann að koma frá Grindavík til Reykjavíkur á sínum tíma og vitaskuld enn meira sjokk að koma frá Reykjavík til Kaupmannahafn- ar. Nú er enginn munur á þessum stöðum. íslenskir myndlistarmenn gefa starfsbræð- rum sínum erlendis ekkert eftir - eru margir hveijir betri ef eitthvað er. Hugsan- lega stafar það af því að þeir eru almennt bjartsýnni en til að mynda þýskir myndlist- armenn, sem hlýtur að eiga rætur sínar í þjóðfélaginu." Konurnar öflugar Annað sem Vilhjálmur gleðst yfir er fram- ganga íslenskra myndlistarkvenna á síðustu misserum. „Þegar ég gekk í Félag íslenskra myndlistarmanna var sárafáar konur þar að fínna enda var ekki gert ráð fyrir að þær hefðu neitt til málanna að leggja. Þetta er auðvitað fjarstæða, því ef við skoðum ís- lenska listasögu komumst við að raun um að þær hafa lagt heilmikið af mörkum, ofm teppi eftir íslenskar konur er til að mynda víða að finna. Það er því ánægjulegt að sjá hve sterkar konur hafa komið til leiks á síðustu tíu til fimmtán árum.“ Að áliti Vilhjálms er framtíð íslenskrar myndlistar björt. Sjálfstæði listamannanna sé alltaf að aukast og alþjóðahyggjan hafi rutt sér til rúms. „Fyrir vikið er spurning hvort hugtakið „séríslenskt" eigi rétt á sér lengur.“ Þá telur hann að popplistin og naum- hyggjan séu komin í öngstræti. í það minnsta bendi slæmir dómar sem listamenn, sem aðhyllast þær stefnur, hafa verið að fá í Þýskalandi síðasta kastið til þess. „Einhver gagnrýnandinn kallaði þessi verk „Laufbild- er“, það er að segja myndir sem bruna hjá og skilja ekkert eftir sig. Andheitið myndi þá vera „Stille Bilder“. Þetta gæti verið til marks um að breytingar séu í aðsigi en eins og við vitum er það einkenni á listinni að breytingar eiga sér stað allt í einu.“ Ánnars er Vilhjálmur þeirra skoðunar að öll umræða um aðferðir, hvort málverkið sé í tisku eður ei og þar fram eftir götunum, sé marklaus enda gangi listin í eðli sínu út á samspil nýjunga og hefða. „Þetta tvennt ■ verður að haldast í hendur. Upphafsmenn nútímamálverksins, Matisse og Picasso, sóttu til að mynda innblástur í fornar hellar- istur, þótt þeir líktu ekki nákvæmlega eftir tækninni - og tækist ekki að gera betur!“ fá að spreyta sig á öllum stærstu hlutverkum heimsbókmenntanna hveiju á fætur öðru undir handleiðslu góðra kennara. Það góða við Central að hann er einn allsheijar leiklist- arháskóli sem skiptist í margar deildir; leik- mynda- og búningadeild, Ijósahönnun, svið- stjórn og leikmunagerð, þar er líka fram- haldsnámskeið fyrir leikara og leikstjóra. Á lokaárinu reka þessar deildir allar saman sitt atvinnuleikhús og á því lærir maður mikið um starfshætti í leikhúsum og að leik- arinn er bara hluti eða einn þáttur af því sem gerir góða leiksýningu að því sem hún er.“ Þegar maður spjallar við Maríu kemst maður ekki hjá því að taka eftir því að kímni- gáfan er alltaf í fyrirrúmi, hún sér spaugi- legu hliðarnar á málunum, ekki síst á sjálfri sér, það kom því mjög á óvart að flest hlut- verkin hennar í Central skyldu hafa verið alvarleg og dramatísk. Hvernig skyldi standa á þessu? „Ég er miklu alvörugefnari þegar ég þarf að tjá mig á ensku, það er mjög erfitt að vera fyndin á öðru tungumáli en sínu eigin og þess vegna fékk ég sjaldnast kómedíu- hlutverkin." Hvað myndirðu helst vilja fást við? „Ég myndi gjarnan vilja prófa að vinna við kvikmyndagerð, það held ég að sé skemmtileg vinna, maður hefur tíma til að vinna að persónusköpuninni og getur náð til miklu fleiri áhorfenda. Kannski dreymir mig um kvikmyndahlutverk af því að ég hef minnst gert að því.“ Eftir útskriftina fékk María strax tilboð frá umboðsmanni og er komin á skrá hjá virtri umboðsmannaskrifstofu. Það hlýtur að hafa mikla þýðingu fyrir leikara sem stefnir á breskan markað að hafa umboðs- mann? „Jú, en það skiptir kannski meira máli að maður fái réttan umboðsmann, einhvern sem hentar manni. Ég var mjög heppin því ég fékk umboðsmann sem hentar mér mjög vel. Ég geri mér alveg grein fyrir því að það er ekkert auðvelt og gæti tekið dálítinn tíma fyrir mig að fá hlutverk, en ég er alveg viss um að það er eitthvað fyrir mig að gera þarna úti þó að ég sé útlendingur með hreim.“ Hún er á fullu þessa dagana í prufum, leiksmiðjum og viðtölum, ég veit svarið fyrir- fram, en spyr samt: Ertu þá ekkert á leiðinni heim? „Hún elsku mamma mín yrði náttúrlega ofboðslega glöð ef ég flyttist heim aftur, en minni ævintýraþrá virðist ekki vera alveg svalað í bráð.“ BORGIN ER MITT LANDSLAG LISTMÁLARINN Ásgeir Smári Einarsson opnar sýningu í Þýskalandi í lok mánaðar- ins. Stílfærðar borgarlífsmyndir sínar seg- ir hann hafa vakið athygli víða og að út- lendingar hrífist gjarnan af tærleika birt- unnar og heilbrigðum svip fólksins í mynd- unum auk bláma himinsins sem sé svo sér- kennandi fyrir íslenskt landslag. Það er Kreissparbanken í Rtihr-héraði í Þýskalandi sem hefur boðið Ásgeiri Smára að setja upp verk sín í sýningarsöl- um bankans í þremur borgum. Forráða- menn bankans settu sig i samband við lista- manninn eftir að hafa séð verk eftir hann sem er í einkaeign í Þýskalandi. „Reykja- vík er mjög vinsæl í útlöndum og verkum mínum hefur verið afskaplega vel tekið erlendis," segir Ásgeir Smári. „Ég held að ástæðan sé sú að myndirnar eru jákvæð- ar og manneskjuvænar.“ Ásgeir bjó um tíma í Danmörku og flyst þangað aftur í haust, til þess sem hann kallar listræna útlegð. „Eg hef búið í Reykjavík sl. 3 ár, aðallega vegna þess að ég hef ekki viljað fara úr fínu vinnustof- unni minni,“ segir Ásgeir. „Ég hef verið í herbergi fyrir ofan skemmtistað í borginni þar sem jafnan ríkir mikil gleði og glaum- ur að kvöldlagi. Þá er tónlistarskóli í sama húsi svo ég heyri aríur í bland viðjgítartón- list frá því snemma á morgnana. A svölun- um blasir svo við mér sjálf Esjan." Ásgeir segir að það sé eina fjallið í sínu lífi og því skýtur oft upp í bakgrunn verka hans. Borgarlífið er hans landslag og Ásgeir segist ekki gera greinarmun á húsum og fjöllum. „Ég er svo mikið borgarbarn að fyrir mér er Breiðholtið eins og álfahól- ar,“ segir Ásgeir. „Reykjavík er mín borg og fólk gleymir því oft hvað hún getur verið falleg. En ég hætti mér ekki upp í Grafarvog því bersvæðin þar hræða mig. í fyrstu voru borgarmyndir mínar raunsæjar en eftir því sem verkin þróast hef leyft mér meira. Ég nota birtu og skugga til að tjá ákveðið hugarástand. Málverkin eru eins og Ijóðrænar stemm- ur,“ segir Ásgeir. Aðspurður að því hvort hann eigi eftir að mála reykvískar borgar- lífsmyndir í Danmörku segist Ásgeir ein- göngu mála eftir minni og eftir því sem tíminn líði fari staðreyndirnar að skolast til svo úr verði sambland stemmninga frá ýmsum stöðum. „Blái og guli liturinn eru komnir frá íslandi en meðför græna litar- ins hefur Danmörk kennt mér,“ segir lista- maðurinn að lokum. Ásgeir Smári Efnarsson BLÓÐ- RAUTT sólarlag er eitt af verkum Ásgeirs Smára frá þessu ári. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.