Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Page 10
EFTIR INGVAR BIRGI FRIÐLEIFSSON Jgróhitinn er ein helsta nátturuauólind Islands. Af hverjum hundraó íbú- um á landinu hafa áttatíu og fimm heitt vatn í ofn- um og krönum. Jaróhit- inn sér okkur nú fyrir um 50% af þeirri frumorku sem vió notum. Idag er erfitt að hugsa sér búsetu á íslandi án jarðhitans. En hitaveitur, gróðurhús og gufuvirkjanir eru 20. aldar fyrirbæri sem forfeður okkar þekktu ekki. Þeir sátu skjálfandi í torfbæjum sínum og skrifuðu á skinn við birtu frá grútartýru. Jarðhitinn var þó á sínum stað, oft talinn til óþurftar en stundum nýttur landsmönnum í hag, kristinni trú eða kónginum í Kaupin- höfn. Hér á eftir verður stiklað á stóru í þætti jarðhitans í 1100 ára sögu íslands byggðar. Jarðhiti á landnámsjöröum Heitar laugar og hverir hafa vafalítið verið meðal þess sem vakti mesta undrun landnámsmanna er þeir komu til íslands, enda höfðu fæstir ef nokkrir þeirra séð slík fyrirbæri áður. Hin fjölmörgu örnefni sem byrja á laug og reyk bera þessu vitni: Reykja- vík, Reykholt, Reykhólar, Laugarvatn, Laugabakki, Laugardalur og þannig mætti lengi telja. Trúlega hefur Iandnámsmönnum í fyrstu staðið stuggur af heita vatninu og gufunni. En þetta var kjarkmikið fólk og því hefur varla liðið langur tími þar til farið var að nýta þessa landkosti. Vatnsmiklar laugar og hveri er að finna á fjölmörgum landnámsjörðum og næsta víst að svo hafi einnig verið við landnám. Við samanburð á korti yfir landnámsbæi (þar notaði ég kort í Landnámu, útgáfu Hins íslenska fornritafélags frá 1968) og korti af þekktum jarðhitastöðum, er ekki hægt í fljótu bragði að merkja að landnáms- menn hafi sóst eftir nálægð heita vatnsins (Ingvar Birgir Friðleifsson, 1974). Dæmi eru um jarðhitastaði í landnámi höfðingja sem þó reistu bæi sína fjærri laugunum. Nærtæk- asta dæmið er hér í Reykjavík, en talið er að bæjarstæði Ingólfs hafi verið þar sem nú heitir Aðalstræti, um 3,5 km frá Þvotta- laugunum í Laugardal. Þar hefur sjálfsagt ráðið miklu að stutt var frá bæjarhúsum í vör þar sem hægt var að draga bát á land. Minna máli skipti þótt bera þyrfti þvott um langan veg til lauga, enda var það kvenna- verk. Annað dæmi er landnámsjörðin Breiða- bólstaður í Reykholtsdal, en þar byggði Önundur breiðskeggur bæ sinn hátt uppi í hlíð en sonur hans Tungu-Oddur sótti böð við beitarhús sín við laugar þar sem síðar var byggt höfuðbólið Reykholt. Ekki er vitað með neinni vissu hvenær forfeður okkar hófu að nota heita vatnið eða á hvern hátt, en líklegast er, að þeir hafi snemma farið að nota það til baða og þvotta og hinar heitari laugar og hveri til suðu á mat. Frá fornu fari hafa sjóðandi uppsprettur verið nefndar hverir, sem Egg- ert Ólafsson og Bjarni Pálsson telja í Ferða- bók sinni að merki stór ketill, en hinar kyrru, heitu uppsprettur nefndar laugar. Ekki er ólíklegt að fornmenn hafi fljótlega farið að beygja girði og viðarfleyga í hver- um. Notkunin hefur þó einkum verið til þvotta og baða og virðast fornmenn hafa notað laugarnar mikið, ef dæma skal af frásögnum í t.d. Laxdælu og Sturlungu. Snorralaug í Reykholti er nafnfrægasta laugin, en margar aðrar eru þekktar sem HEITAR laugar og hverir hafa vafalítið verið meðal þess sem vakti mesta undrun landnámsmanna er þeir komu til íslands, enda höfðu f< nokkrir þeirra séð slík fyrirbæri áður og hverirnir voru öld eftir öld til lítils gagns og jafnvel taldir til galla á jörðum vegna þess að þ< verið hættulegir skepnum. Myndina tók Gísli Sigurðsson á hverasvæðinu í Haukadal. NEMENDUR Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna við Snorralaug í Reykholti ásamt greinarhöfundi, sem stendur við enda leiðslunnar frá Skriflu hægra megin á myndinni. Hægt var að stjórna innrennslinu og þannig stýra hitastigi í lauginni. Göng- in sem talið er að Snorri Sturluson hafi látið gera frá lauginni inn í bæinn eru f bak- grunni. Greinarhöfundur telur líklegt að hugmyndin að neðanjarðarleiðslunni frá Skriflu í Snorralaug hafi komið með pílagrímum sem fóru til ítalfu að fá blessun páfans f Róm. Þannig fóru Islendingar í jarðhitaskóla til ítalfu á 13. öld, en glutruðu fljótt niður þekk- ingunni á að leggja vatnsleiðslur. \ Róykjattt’ Roýkfiolflr Rcykjalatiq f>fldíntj!3(JalíilíUifj Theiotareyfcir Krafla Námafjalí Frcmrí Naniuf; Hcykhoti J # Reykjjvik Gcysíi áUr KrysuvikbnHÍartf.letir HIN fjölmörgu örnefni sem byrja á laug og reyk I vitni að landnámsmönnum þóttu fýrirbærin nýstárk ið sýnir flesta þá jarðhitastaði sem nefndir eru í g NOTKUN JARÐHITA 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 1997 J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.