Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Side 12
eftir Amór Siguijónsson, 1967). í byrjun 17.
aldar hætti stjómin sjálf að kaupa og flytja
brennistein enda fór hann þá mjög áð falla í
verði í Evrópu.Var brennisteinsnámið því í
minni metum á 17. og 18. öld og fengu þá
ýmsir einkaleyfi til brennisteinsverslunar.
Brennisteinsvinnsla var einn liður í Inrétting-
um Skúla Magnússonar, fógeta, en var lítt
arðbær.
Fiildaböi um helgar
Á 18. öldinni virðast Íslendingar famir að
nota jarðhitann talsvert mikið, einkum til
baða og þvotta. Þeir Eggert of Bjarni minn-
ast m.a. á fjöldaböð hér í Reykjavík: „Hver-
inn í Laugamesi er allvatnsmikill og sjóðandi
heitur, enda þótt skál hans sé fremur gmnn.
Baðlaugin er allstór og djúp. Heiti lækurinn
frá hvemum fellur í hana, en einnig kalt
vatn, sem temprar mjög hitann í lauginni.
Samt er lækurinn, sem úr henni fellur fram
hjá túni í Laugamesi og svo til sjávar, volg-
ur. Fyrir neðan baðlaugina eru tveir eða þrír
staðir, sem hentugir era til að baða sig í, og
era þeir notaðir til þess, þegar vatnið í aðal-
lauginni er of heitt á sumrin eða hún offyli-
ist af fólki, því að margir koma að Laugar-
nesi frá nágrannabæjunum til þess að taka
sér bað í lauginni. En einkum er laugin þó
sótt af farmönnum úr Hólminum og starfs-
fólki Innréttinganna í Reykjavík á laugar-
dags- og sunnudagskvöldum". Svo ekki hefur
síður verið kátt í laugunum þá en nú.
Auk þvotta nefna Eggert og Bjarni að í
Ölfusi hafí fólk notað hveraleir til að loft-
þétta keröld með vetrarforða svo sem skyri,
saiketi og siátri. Þeir minnast á þurraböð eða
gufuböð í Þingeyjarsýslu og Ámessýslu. Þor-
valdur Thoroddsen, sem er á ferðinni rúmri
öld síðar, nefnir þurrabað á Sturlureykjum
og einnig segir hann að sums staðar veiti
menn heita vatninu um kálgarða og kartöflu-
garða og fái þar mikla uppskera. Um slíka
jarðhitakálgarða era fjölmörg dæmi norðan-
lands, sunnan og vestan.
Jaréberanir
Fyrstu jarðboranimar á íslandi vora fram-
kvæmdar af Eggerti og Bjama með jarð-
nafri Danska Vísindafélagsins í Laugamesi
árið 1755 og í Krísuvík ári síðar. Þeir kom-
ust niður á fast berg í Laugamesi (í 14 feta
dýpi), en niður í 32 fet dýpst í Krísuvík. í
seinni holunni sem þar var borað komust þeir
* í 9 feta dýpi, en „þá fór að koma hreyfíng
á jarðveginn, og þótt holan kringum nafarinn
væri harla þröng, tók þunnur grautur að
spýtast þar upp með ógnarkrafti", svo notuð
séu orð Eggerts. Eftir þetta lágu jarðboranir
eftir heitu vatni niðri á á íslandi þar til árið
1928 að borað var eftir heitu vatni við laug-
amar í Reykjavík og tveim árum síðar var
fyrsta hitaveitan lögð frá þeim og náði til
70 húsa. Síðan hafa verið boraðar holur sem
samtals era nálægt 700 km, sem er u.þ.b.
jafnlangt leiðinni milli Reykjavíkur og Egils-
staða. Dýpsta borhola landsins er 3085 m
djúp og er norðan við Sjómannaskólann í
Reykjavík (við gamla Framvöllinn).
Saltvinnsla
Upphafsmaður saltvinnslu á íslandi með
=- jarðhita var Skúli Magnússon, landfógeti, en
hann lét m.a. efnagreina sjó frá íslandi í
Kaupmannahöfn árið 1752. Skúli lét ekki þar
við sitja, heldur fékk þá Eggert Ólafsson og
Bjama Pálsson til að gera tilraun til salt-
vinnslu úr sjó við hverahita á Reykhólum í
Barðastrandarsýslu 1753. Lýður Bjömsson,
sagnfræðingur, hefur skrifað ítarlega um til-
raunimar og tildrög þess að saltverksmiðja
var reist á Reykjanesi við ísafjarðardjúp árið
1773 og um rekstur verksmiðjunnar þar til
henni var lokað 1793 (Lýður Bjömsson, 1977).
Það er með ólíkindum hve nákvæmar heimild-
ir er að finna um allt sem lýtur að undirbún-
ingi og rekstri saltverksmiðjunnar í bréfasafni
rentukammersins í Kaupmannahöfn og öðrum
heimildum sem Lýður vitnar til.
Danskur embættismaður, Conrad Walther,
konstmeistari við saltverkið í Wallöe, var
ráðinn til að koma saltverksmiðjunni á fót
og fór hann til íslands ásamt múrsveini, timb-
urmanni og Jóni stúdent og síðar sýslumanni
Amórssyni, en hann var síðan forstöðumaður
saltverksins í þá tvo áratugi sem það var
starfrækt. Ársframleiðslan fór upp í 298
tunnur eða 90 tonn. Heildarframleiðslan var
um 1100 tonn. Saltið var heldur lélegt og
ekki sambærilegt að gæðum við innflutt salt.
Saltið dró í sig blý úr suðupönnunum og físk-
ur varð blakkur.
Mjög fróðlegt er að lesa í ritgerðum Lýðs
Bjömssonar um aðbúnað saltkarlanna í
^ Reykjanesi, en þeir voru þrír. Saltkarlar
skyldu auðsýna forstöðumanni hlýðni og var
honum heimilt að hýradraga þá um ein til
tvenn daglaun fyrir óhlýðni. Þeim var bannað
að kvænast, „með því að laun saltkarlanna
nægi ekki fjölskyldumönnum, en einhleypir
geti auðveldlega lifað af þeim ogjafnvel safn-
að sér fyrir bústofni", eins og segir í bréfí
Jóns sýslumanns Arnórssonar til rentukamm-
ersins dags. 20. september 1783. Þar kemur
einnig fram sú skoðun að hjónabönd salt-
karla gætu orsakað aukin sveitarþyngsl í
hreppnum, og vafalítið yrði mun erfíðara að
ná saltkörlunum upp úr rúmum sínum til
þess að moka frá dælunum að næturlagi eft-
ir að þeir væra famir að sofa hjá eiginkonum
sínum.
Hilaveilur
Fyrsta leiðslan fyrir heitt vatn var líklega
byggð af mönnum Snorra Sturlusonar í Reyk-
holti fyrir 1228, eins og að framan er getið.
Næstu hitaveituleiðsluna lagði Stefán B.
Jónsson (1861-1928) bóndi á Reykjum í
Mosfellssveit árið 1908 til að hita hús sitt.
Hún var liðlega 2 km löng frá hver sem stóð
álíka hátt og efri hæð íbúðarhússins. Sjálf-
rennsli var því á heita vatninu inn í íbúðarhús-
ið en þar vora miðstöðvarofnar í hveiju her-
bergi á neðri hæðinni. Stefán hafði dvalið
12 ár í Bandaríkjunum og var nýfluttur að
Reykjum og verkfróður vel. Heita vatnið
notaði Stefán á ýmsan annan hátt á Reykj-
um, m.a. til garðyrkju og svo bjó hann út
baðlaug í ánni. Stefán lét Óskar Halldórsson
þá garðyrkjumann og síðar útgerðarmann
gera fyrstu tilraunina með tómatarækt hér
á landi á Reykjum árið 1913. Fyrsta jarðhita-
gróðurhúsið á landinu var svo byggt á Reykj-
um í Mosfellssveit árið 1924, rúmum áratug
eftir að Stefán flutti þaðan. Sveinn Þórðar-
son, sagnfræðingur, hefur tekið saman
áhugaverða grein um Stefán og framkvæmd-
ir hans við beislun jarðhitans á Reykjum
(Sveinn Þórðarson, 1993).
Einn merkasti framkvöðullinn við nýtingu
jarðhita eftir daga Snorra Sturlusonar var
Erlendur Gunnarsson (1853-1919) bóndi og
sjálfmenntaður smiður á Sturlureykjum í
Reykholtsdal. Hann reisti bú á Sturlureykjum
1886 og hugsaði mest um búskap og jarðabæt-
ur fyrstu búskaparárin. Skammt neðan við
bæinn var mikill hver og snemma mun sú
hugsun hafa vaknað hjá Erlendi, að illt væri
að geta ekki nýtt sér þennan mikla hitagjafa
til að hita bæinn. Árið 1908 gerði hann byrgi
yfír hverinn úr sterkri steinsteypu og lagði
pípu úr því heim til bæjar, en ekki tókst að
ná samfelldu gufurennsli upp í bæinn. Það
var ekki fyrr en 1911 að Erlendi og syni hans
Jóhannesi tókst að smíða gufuskilju í þrónni
við hverinn og ná þannig samfelldu gufu-
streymi upp í þró við íbúðarhúsið. „Í þróna
var settur stór ofn, sem kom í stað miðstöðvar-
ketils og stóð í sambandi við venjulega vatns-
hitun í húsinu", eins og segir í grein Guðmund-
ar Finnbogasonar í Iðnsögu íslands (1943)
um upphaf hverahitunar á íslandi.
Lokaoró
Hér hefur verið stiklað á stóra um notkun
jarðhita á íslandi fyrr á öldum. Það var mik-
ið lánleysi að íslendingar náðu ekki tökum á
að nota heita vatnið til að hita hús sín fyrr
en eftir 1000 ára búsetu í landinu. Nú á
dögum hita líklega engir jarðarbúar hús sín
eins mikið og íslendingar. Við virðumst vera
að bæta upp kuldann og vosbúðina á liðnum
öldum. Fjölmargt er órannsakað í heimildum
um jarðhitanotkun íslendinga fyrr á öldum.
Vonandi munu sagnfræðingar og fornleifa-
fræðingar í framtíðinni fá áhuga og tæki-
færi til að sinna þessum þætti í menning-
arsögu þjóðarinnar sem vert er.
Höfundur er jarðfræðingur og forstöðumaóur
Jarðhitaskóla Hóskóla Sameinuðu þjóðanna,
Orkustofnun, Reykjavík.
Heimildir:
Amór Sigurjónsson, 1967: Ásverjasaga. Helgafell,
Reykjavík, 389 bls.
Ámi Magnússon og Páll Vídalfn, 1982: Jarðabók
Áma Magnússonar og Páls Vidalín. Sögufélagið,
Reykjavík.
Eggert Ólafsson og Bjami Pálsson, 1943: Ferðabók
Eggerts og Bjama. ísafoldarprentsmiðja, Reykja-
vík, 751 bls.
Guðmundur Finnbogason, 1943: Hitun húsa. Iðn-
saga íslands. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavfk, 2.
bindi, bls.293-317.
Ingvar Birgir Friðleifsson, 1974: Jarðhitinn og jarð-
saga íslands. Fyrirlestur á Sögusýningu á Kjarvals-
stöðum, fluttur 26. okt. 1974.
Ingvar Birgir Friðleifsson, 1995: Historical aspects
of geothermal utilization in Iceland. Proceedings
of the World Geothermal Congress, Florence, Italy,
bls. 427-432.
Lýður Bjömsson, 1977: Saltvinnsla á Vestfjörðum
og saltverkið á Reykjanesi. Ársrit Sögufélags fsfirð-
inga, 20. árg., bls. 7-65 og 21. árg bls. 25-69.
Sveinn Þórðarson, 1993: Frumkvöðullinn Stefán B.
Jónson. Fréttabréf Sambands fslenskra hitaveitna,
nr. 91, bls. 2-3.
Þorkelí Grfmsson, 1960: Gert við Snorralaug. Árbók
Hins fslenska Fomleifafélags, bls. 19- 47.
Þorkell Grfmsson og Guðmundur Ólafsson, 1987:
Fomar leiðslur f Reykholti f Borgarfirði. Árbók Hins
íslenska Fomleifafélags, bls. 99-121.
Þór Magnússon, 1972: Sögualdarbyggð I Hvftár-
holti. Árbók Hins fslenska Fomteifafélags, bls. 5-80).
SÓLVEIG KR. EINARSDÓTTIR
A HEIMLEIÐ
Sæll vertu
þú sem getur horft út á hafið
þú sem getur fundið ilm af hlágresi
þú sem getur gengið úti í íslensku
sumri
þú sem býrð í heitu húsi
þú sem færð slátur í haust
en - bíddu hægur
þá flýg ég heim
teyga tært loft
titra í ofvæni
hlusta á regnið
gráta á giugga
gái að berjum
sé hraunið breiða
faðminn blíða
fánann blakta
sé haustliti skarta
prenta þá inn
fletti þeim upp
í hvert eitt sinn
er mig langar
heim
MARÍANNA
Leiðin lá til Texas
að liðnu sumri
laufín féllu
af fölum trjánum
fagurrauð
í glitrandi glaumi
glerhallar San Antóníó
sagðir þú mér sögu
hinnar seytján vetra
Maríönnu
þú með þjáningar
þjóðarbrota Balkan
í silfruðu hári
þú með blikandi ástúð
í brúnum augum
þú, amman, sagðir mér sögu
um snareyga hnátu
sem spretti úr lífsglöðum sporum
seldi Ijóð sín
á sex dali hvert
um ferð þína til Florída
þar sem á fjölunum
ömmustúlkan unga
lék Önnu Frank
leiðirnar lágu opnar
langt út í heiminn
þegar hamrarnir hrundu
ysinn og þysinn þögnuðu
þegar þú sýndir mér mynd
af Maríönnu
af geislandi glaðri ungmey
í gullnum síðum kjól
aðeins sautján ára
í rauðum blóma
á leið á bleikan dansleik
-í tölvunni faldist fjöldi Ijóða
full af depurð
tárin hrynja niður hruma vanga
úr hryggum augum
svört er slæða um háls
svört blúnda í hári
-tvær myndir
feta mín fótspor
yfir kaldar fannir.
Höfundurinn býr í Ástralíu.
ÁGÚSTÍNA
JÓNSDÓTTIR
SKÓG-
ARSPOR
Ein geng ég um haustskóginn
treð marvaðann í Iaufsjó
stikla á bylgjum
sem sáldrast yfir mig
eldrauðir geislar
flæða til mín gegnum möskvana
í kvöldsvalanum
undarlegir hljómar
bergmálsþögn
Einnig hér er lífið á kreiki
smágert stórfenglegt
Skógarhafshljómkviðan
En samt er ég ein
Þögult
Ijóð
Fótatak þræðir
hvítar perlur
í kyrrðina
skínandi
hönd
manns
létt um vanga
ósýnileg tár
í hlýjunni
sérhver perla
skín
í þögn
Höfundurinn er Ijóðskóld og kennari í
Reykjavík. Ljóðin eru úr Ijóðabók, sem
væntanleg er bróðlega og heitir Lífak-
ur. Utgefandi er Fjölvi.
HELGI INGÓLFSSON
DALA-
LÆÐA
AÐ BREKKU NÓTTINA
22. JÚLÍ 1997
Að baki grænna birkiklæða
blakast áfram móðuslæða,
mjakar sér á milli hæða,
mjúk hún fyllir hvilft og laut.
Þakin dulúð, dalalæða,
dúkur yfir gróðurskraut.
Mynd af lægsta skýjaskafi:
í skyndi mara þök í kafi.
Yndi augans, gleðigjafi,
gælir blítt við hól og tind.
Blindar fold með flosi og trafi,
fælist burt ef hrærir vind.
Spaklega í kjarri kvæða-
kvak, er lóur lyngið þræða.
Vakir ei í heimi hræða,
hnúkar rísa á loftsins braut.
Snjakahvít nú höfug læða
húkir þreytt við jarðar skaut.
Höfundurinn er rithöfundur.
12 IESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 1997