Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Blaðsíða 14
SURALDIN FRA SIKILEY SMÁSAGA EFTIR LUIGI PIRANDELLO Hann sá nú í myrkrinu sem umvafði hann þá hyldjúpu gjá sem hafði myndast á milli þeirra. Þetta var ekki lengur hún, þessi kona þarna, ekki Teresína hans. Þessu var öllu lokið fyrir löngu, fyrir langa löngu og hann, þetta fífl, þessi heimskingi var núna fyrst að átta sig á þessu. Býr Teresína hér?“ Heimilisþjónninn var enn á skyrtunni með ákaflega háum kraga um hálsinn eins og hálfgerðri hengingaról. Hann mældi unga manninn út frá hvirfli til ilja, þar sem hann stóð þarna fyrir fram- an hann á stigapallinum. Hann leit út eins og rakinn sveitalubbi með kragann á grodd- aralegum frakkanum brettan alveg upp að eyrum. Báðar hendur hans voru stirðar og helbláar af kulda. í annarri hendi hélt hann á skítugum pokaskjatta, en í hinni á gam- alli töskudruslu svona til mótvægis. „Teresína? Og hver skyldi það vera?“ Spurði svo hinn um leið og hann lyfti þykk- um, samangrónum brúnunum sem líktust einna helst yfírvaraskeggi, er rakað hefði verið af honum og fest þarna til þess að það týndist ekki. Ungi maðurinn hristi fyrst höfuðið til að losa sig við sultardropa af nefbroddinum og svaraði svo: „Teresína, óperusöngkon- an,“ hrópaði heimilisþjónninn upp yfír sig með undrunarsvip og hæðnisglott á vör: „Haldið þér að það sé hægt að kalla hana svona bara Teresínu? Hver eruð þér með leyfi?“ „Er hún heima eða er hún ekki heirna?" spurði ungi maðurinn um leið og hann yggldi sig og saug upp í nefíð. „Segið henni að það sé Micuccio og hleypið mér inn.“ „En það er enginn heima á þessari stundu," svaraði þjónninn með frosið bros á vör. „Frú Sína Marius er ennþá í óper- unni... “ „Og líka Marta frænka?" greip Micuccio fram í. „Eruð þér bróður- eða systursonur hennar?“ Þjónninn varð allt í einu stimamjúkur. „Gjörið þér svo vel, gjörið þér svo vel að ganga í bæinn. Það er enginn við. Frænkan er líka í óperunni. Þær verða ekki komnar aftur heim fyrir klukkan eitt. í kvöld verður haldin hér veisla í tilefni af... Hvernig eruð þér skyldur frúnni? Eruð þið kannski systkinaböm?" Micuccio fór hjá sér eitt andartak. „Við erum - nei, við erum í rauninni ekki systk- inaböm. Ég er Micuccio Bonavino, þér vitið það. Ég er kominn hingað í tilteknum erinda- gjörðum." Við þetta svar þótti þjóninum full ástæða til að hætta að þéra hann og fara að þúa hann. Hann vísaði Micuccio inn í dimma herbergisskonsu við hliðina á eldhúsinu, þar sem einhver hraut hástöfum. „Sestu hérna. Ég kem rétt strax með lampa." Micuccio leit fýrst í áttina þangað sem hroturnar komu, en hann gat ekki greint neitt. Síðan leit hann inn í eldhúsið þar sem matreiðslu- maðurinn var að elda kvöldmatinn með að- stoð hjálparkokksins. Lyktin af hinum ýmsu réttum sveif á hann. Hún steig honum svo til höfuðs að hann svimaði. Hann hafði ver- ið fastandi frá því snemma um morguninn. Hann var að koma frá Messina-héraði. Hann hafði verið heilan sólarhring í lest. Þjóninn kom með lampann og hrotugauk- urinn bak við tjaldið, sem hékk á snúru, er strengd hafði verið þvert yfir herbergið muldraði í svefnrofunum. „Hver er þarna?“ „Svona, Dorina, á fætur með þig!“ Hróp- aði þjónninn. „Sjáðu hér er kominn Hr. Bonvicino." „Bonavino" leiðrétti Micuccio, sem blés í kaun. „Bonavino, Bonavino, kunn- ingi frúarinnar. Þú steinsefur. Dyrabjöllunni er hringt og þú heyrir ekkert. Ég á eftir að leggja á borðið. Ég get ekki gert allt, þú hlýtur að skilja það, Fylgjast með kokkn- um, sem ekkert kann og fólkinu sem kem- ur... “ Fyrst dró hún ýsur, síðan teygði hún úr öllum skönkum, loks stundi hún þungan eins og færi um hana kuldahrollur og þann- ig tók hún aðfinnslum þjónsins. Hann þaut í burtu um leið og hann hrópaði: „Allt í lagi, bíddu bara!“ Micuccio brosti og fylgdi honum eftir með augunum gegnum aðra hálfrökkva stofu og alla leið inn í stóru og fagurlega uppljómuðu borðstofuna í hinum enda hússins, þar sem stóð glæsilega búið borð, og virti þetta allt fyrir sér alveg hugfanginn uns enn hærri hrotur en fyrr fengu hann til að líta aftur á tjaldið. Þjónninn var á eilífum hlaupum fram og aftur með pentudúk undir arminum og jagaðist ýmist út af Dorinu, sem var ennþá sofandi eða þá út af kokkinum, sem var greinilega nýgræðingur, og hafði verið feng- inn eingöngu til að sjá um þessa kvöld- veislu. Aumingja þjónninn fékk engan frið fyrir látlausum spumingum frá honum. Og til þess að hann fengi nú frið fyrir sér þá þótti Micuccio hyggilegast að geyma þær spurningar, sem hann hefði viljað beina til hans. Hann hefði vitanlega átt að segja honum eða að minnsta kosti gefa það í skyn að hann væri unnusti Teresínu, en hann vildi það ekki, þótt hann vissi það ekki sjálf- ur af hveiju það stafaði, nema ef til vill vegna þess að þá hefði þjónninn orðið að umgangast hann Micuccio sem húsbónda sinn og þar sem hann sá hann þarna svo óþvingaðan og glæsilegan, þótt jakkalaus væri, þá hraus honum hugur við tilhugsun- inni einni að gera slíkt og annað eins. En eitt skiptið sem hann fór framhjá gat hann samt sem áður ekki stillt sig um að spyija MYND: Sigríður Sigurjónsdóttir. hann: „Afsakið, hver á þetta hús?“ „Við, svo lengi sem við búum hér,“ flýtti þjónninn sér að svara honum. Og Micuccio stóð þarna og hristi höfuðið. Hamingjan sanna, það var þá satt. Hagur hennar hefur heldur betur vænkast. Hún er orðin vellauðug. Þjónninn sem hefur á sér heldrimannabrag, kokkurinn og hjálpar- kokkurinn og svo þessi Dorina sem hrýtur þarna. íjónustuliðið sem hleypur eftir hverri skipun Teresínu og stjanar við hana. Hver hefði getað trúað þessu? Hann sá aftur fyrir sér í huganum óvist- lega kvistherbergið þama suðurfrá í Mess- ina, þar sem Teresína bjó með móður sinni. Fyrir fimm árum í þessu fjarlæga kvisther- bergi. Ef hann hefði ekki verið þeim innan handar, þá hefðu mæðgurnar dáið úr hungri. Og það var hann, enginn annar en hann, sem hafði fundið íjársjóðinn sem fólginn var í hálsi Teresínu. Þá var hún alltaf syngjandi eins og spörfugl uppi á þaki, sér ómeðvit- andi um fjársjóð sinn. Söngur hennar var beiskjublandinn. Hún söng til að gleyma örbirgð sinni, sem hann gerði sitt ýtrasta til að létta og hann gerði það þrátt fyrir það stríð sem hann þurfti að standa í út af því við foreldra sína, einkum móður sína. En hvemig gat hann yfirgefið Teresinu í þessu ástandi eftir fráfall föður hennar? Að yfirgefa hana vegna þess að hún var alls- laus meðan hann sjálfur hafði þó atvinnu sem flautuleikari í hljómsveit bæjarins? Það var dálagleg ástæða eða hitt þó heldur! Var hann kannski með hjarta úr steini? Það var guðdómlegur innblástur, óvænt lán að hann skyldi koma auga á hversu óvenju hljómfögur rödd hennar var, þegar enginn einasti maður hafði veitt því at- hygli. Þetta gerðist einn gullfallegan apríl- dag, þar sem þau stóðu við kvistgluggann, sem var eins og rammi utan um dökkbláan himininn. Teresína var að raula ástríðu- þmnginn lagstúf frá Sikiley. Micuccio mundi enn eftir ljúfum söngtextanum. Teresína var döpur í bragði þennan dag vegna þess að faðir hennar var nýlátinn og líka vegna óvildar og þvermóðsku foreldra hans. Og hann mundi það líka að hann var svo dapur að augun fylltust táram þegar hann heyrði hana syngja hann, þótt hann hefði heyrt hana syngja þennan lagstúf ótal sinnum hafði hún aldrei sungið hann svona. Hann var svo hrifínn að daginn eftir fór hann með hljómsveitarstjórann, vin sinn, upp á kvistherbergið til mæðgnanna án þess að láta þær nokkuð vita af því fyrirfram. Og þannig byijuðu fyrstu söngtímarnir og í samfleytt tvö ár hafði hann eytt næstum því öllum launum sínum fyrir hana. Hann hafði tekið píanó á leigu fyrir hana, keypt nótur handa henni og greitt söngkennaranum dálaglega þjónk- un. Það var í gamla góða daga! Teresína brann í skinninu að hækka flugið, að komast áfram á söngbrautinni, enda spáði söngkennarinn henni glæsi- legri framtíð og í millitíðinni kyssti hún hann ótal heita kossa í þakklætisskyni. Hvílíka hamingjudrauma áttu þau ekki í sameiningu! En Marta frænka hristi hins vegar höfuðið, bitur í bragði. Hún hafði séð svo margt á sinni löngu ævi, vesalings gamla konan, að hún trúði ekki lengur á framtíð- ina. Hún óttaðist um hag dóttur sinnar og vildi ekki einu sinni að hún hugleiddi þann möguleika að losna úr þeirri örbirgð, sem nú var orðin hlut- skipti hennar. Og svo vissi hún vel hvað þessi bijálæðislegi og hættulegi draumur kostaði hann. En hvorki hann né Teresína hlustuðu á hana og það var til einskis að hún maldaði í móinn, þegar ungt tónskáld, sem hafði hlustað á Teresínu á tónleikum, lýsti því yfír að það jaðraði við glæp að láta hana ekki fá betri söngkennara og frekari tónlist- armenntun. Það ætti að senda hana til Napoli, til tónlistarskólans í Napoli hvað sem það kostaði. Micuccio hafði þá sagt skilið við ættingja sína án þess að hugsa sig tvisvar um. Hann hafði selt litla jörð, sem hann hafði erft eftir náfrænda sinn, prestinn og sent Teres- inu til Napoli til að ljúka náminu. Hann hafði ekki séð hana síðan. Bréf, jú víst hafði hann fengið bréf frá henni meðan hún var í tónlistarskólanum og svo bréf frá Mörtu frænku þegar hún hafði stigið fyrstu skref sín á listabrautinni, eftirsótt af stærstu óperuhúsunum eftir stórglæsilega frumraun sína í San Carlo. Undir þessi illlæsilegu bréf hripuð með skjálfandi hendi á blað af þessari vesalings konu, stóðu jafnan nokkur orð frá Teresínu, sem hafði aldrei tíma til að skrifa; „Kæri Micuccio! Ég tek undir það sem mamma segir. Hafðu það gott og hugsaðu hlýlega til mín.“ Þau höfðu komið sér saman um að hún fengi fimm til sex ára tíma til að spreyta sig á listabrautinni, frjáls og óháð. Þau vora bæði ung og gátu beðið. Og á þessum fimm árum sem nú voru liðin hafði hann alltaf sýnt bréfin öllum, sem vildu sjá þau til að hnekkja þeim rógi sem ættingjar hans báru út um Teresínu og móður henn- ar. Svo veiktist hann, hann var nær dauða en lífi og þá höfðu Marta frænka og Teres- ína sent án þess að hann vissi álitlega fjár- hæð heim til hans. Hluta af henni var eytt á meðan hann var veikur, en afganginn hafði hann hrifsað úr gírugum greipum ættingja sinna og núna ætlaði hann að fá Teresínu peningana í hendur. Peninga, nei hann vildi ekki sjá þá. Ekki vegna þess að honum fyndist þeir vera ölmusa, þar sem hann hafði nú þegar eytt svo miklu í hana, nei hann vildi ekki sjá þá, en hann vissi ekki sjálfur hvers vegna og miklu síður nú þar sem hann var staddur í þessu húsi - peningana, nei hann vildi ekki sjá þá! Þar sem hann hafði beðið f svo mörg ár, þá gæti hann beðið svolítið lengur. Og svo hafði Teresína líka peningana aflögu, sem var sönnun þess að henni var borgið í fram- tíðinni og þar af leiðandi var tími til þess kominn að gamla loforðið yrði efnt, þrátt fyrir vantrú ýmissa á því. Micuccio stóð á fætur, yggldi sig í fram- an eins og til að undirstrika niðurstöðu sína. Hann blés aftur í kaun og stappaði fótunum í gólfið. „Er þér kalt?“ spurði þjónninn um leið og hann gekk framhjá. „Þau eru rétt ókom- in. Komdu hingað inn í eldhúsið. Þar mun þér líða betur." Micuccio vildi ekki fara að ráðum þjóns- ins, sem kom honum í uppnám og fór í fínu taugamar á honum með heldrimannafasi 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.