Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Side 15
sínu. Hann settist aftur niður og fór að
hugsa. Hann var bæði undrandi og skelfd-
ur. Skömmu síðar heyrðist hvell hringing.
„Dorina, frúin!“ hrópaði þjónninn um leið
og hann flýtti sér að bregða sér í jakkann.
Hann þaut til að opna dyrnar, en þegar
hann sá að Micuccio ætlaði að koma á eftir
honum þá snarstansaði hann og sagði við
hann: „Vertu hérna kyrr. Ég skal láta hana
vita að þú sért hérna.“
„Æ, æ,æ ... “ stundi syfjuleg rödd hand-
an við tjaldið og rétt á eftir birtist stór og
mikil kona, digur að sama skapi og sóðaleg
til fara. Hún dró á eftir sér annan fótinn
og gat með herkjum opnað augun. Hún var
með ullarsjal upp fyrir nef og gullitað hár.
Micuccio leit á hana forviða. Hún var
ekki minna undrandi og glennti upp skjánar
framan í þennan ókunnuga mann. „Frúin,“
endurtók Micuccio, þá rankaði Dorina
skyndilega við sér. „Ég er að koma, ég er
að koma,“ sagði Dorina og reif af sér ullar-
sjalið og fleygði því bak við tjaldið og hent-
ist síðan áfram með öllum líkamsþunga sín-
um í átt til dyranna.
Sjón þessarar nomar með litaða hárið og
skipunarorð þjónsins voru fyrir Micuccio
mikill óheillaboði, sem hann mátti síst við
núna eins aumur og hann var fyrir. Hann
heyrði skræka rödd Mörtu frænku „þarna
inn í borðstofuna, inn í borðstofuna."
Og þjónninn og Dorina gengu á undan
þeim með stórkostlegar blómakörfur.
Micuccio rak út höfuðið til að sjá fagurlega
uppljómuðu borðstofuna í hinum endanum
og hann sá íjöldann allan af prúðbúnum
mönnum og heyrði kliðinn af tali þeirra.
Honum sortnaði fyrir augum. Hann var svo
sleginn, svo hrærður að hann tók ekki eftir
því sjálfur að augu hans voru orðin full af
tárum. Hann lokaði þeim og þarna í myrkr-
inu hnipraði hann sig saman eins og hann
væri að reyna að bægja frá sér þeim sárs-
auka sem hlátrasköllin ollu honum. Þau
komu frá Teresinu. Ó, guð minn góður,
hvers vegna hló hún svona?
Niðurbælt óp fékk hann til að opna aug-
un aftur, hann sá Mörtu frænku standandi
fyrir framan sig en átti erfitt með að bera
kennsl á hana. Hún var með hatt á höfðinu
og virtist alveg vera að sligast undir þykkri
og fínni flauelskápu. „Ha, þú héma,
Micuccio?
„Marta frænka ... “ hrópaði Micuccio
hálf óttasleginn. Hann stóð þarna og hélt
áfram að horfa á hana. „Hvernig stendur á
þessu? An þess að láta nokkurn vita? Hvað
gerðist? Hvenær komstu? Endilega í kvöld
- ó, drottinn minn dýri!“
„Ég kom hingað ... “ stamaði Micuccio
og vissi ekki hvernig hann ætti að halda
áfram.
„Bíddu!“ greip Marta frænka fram í fyrir
honum. „Hvað er hægt að gera? Hvað er
hægt að gera? Sérðu ekki allt þetta fólk,
væni minn? Þetta er gestaboð, sem Teresína
er að halda í kvöld ... Bíddu, bíddu hérna
smástund . .. “
„Ef þú ... “ reyndi Micuccio að segja,
þótt hann mætti varla mæla af geðshrær-
ingu „ef þú heldur að ég ætti að fara ... “
„Nei, bíddu bara smástund," flýtti gamla,
góða konan sér að svara honum, vandræða-
leg á svip. „En ég . .. “ hélt Micuccio áfram
„veit ekki hvert ég ætti að fara í þessari
borg og á þessari stundu ... “
Marta frænka fór frá honum og gaf hon-
um bendingu um að bíða með hanska-
klæddri hendinni og fór inn í borðstofuna,
sem opnaðist eins og hyldýpi. Það hafði
skyndilega slegið þögn á allan hópinn. Svo
heyrði hann Teresínu segja hátt og snjallt:
„Afsakið mig eitt augnablik, herrar mínir.“
Og honum sortnaði aftur fyrir augum þar
sem hann beið þess að hún birtist. En Teres-
ína lét ekki sjá sig og menn tóku aftur tal
saman í borðstofunni. Nokkrum mínútum
síðar, sem honum virtust vera heil eilífð,
kom Marta frænka hins vegar aftur hatt-
laus, kápulaus, hanskalaus og ekki eins
vandræðaleg á svipinn á og áður. „Við skul-
um bíða hérna svolítið, ha?“ sagði hún við
hann. „Ég verð hérna hjá þér ... Núna eru
þau að borða kvöldmatinn. Við verðum hér.
Dorina leggur hér á borðið fyrir okkur og
við borðum saman. Við tölum saman um
gamla daga, ha? Ég get varla trúað því að
ég sé hér ein með þér, væni... þarna inni
er heill hópur af fyrirmönnum. Hún, vesal-
ingurinn, fær engu að ráða um það.. .
Starfið situr auðvitað fyrir öllu, er það ekki?
Og hvað skal gera? Þú hefur séð dagblöðin!
Stórglæsilegur listasigur, vinurinn minn! En
fyrir mér er þetta eins og að ganga á vatni.
Ég get varla trúað því að ég sé hérna með
þér í kvöld . . . “
Og góða, gamla konan, sem hafði látið
dæluna ganga svona af eðlisávísun og til
þess að Micuccio fengi engan tíma til að
hugsa, brosti að lokum og neri saman hönd-
unum um leið og hún leit á hann, angurvær
á svip.
Dorina flýtti sér að leggja á borðið fyrir
þau vegna þess að gestimir voru þegar
bytjaðir að borða í borðstofunni í hinum
endanum.
„Kemur hún?“ Spurði Micuccio, dapur í
bragði og með grátstaf í röddinni. „Bara til
þess að ég geti séð hana.“
„Auðvitað kemur hún,“ flýtti gamla kon-
an sér til að svara um leið og hún leitaðist
við að leyna þeirri klípu, sem hún var í.
,tJafnskjótt og henni gefst tækifæri til þess.
Ég er þegar búinn að segja þér það.“
Þau horfðu hvort á annað og brostu eins
og þau könnuðust nú fyrst hvort við annað.
í uppnámi sínu og kreppu höfðu sálir þeirra
ratað á leið til að ná saman þessu brósi.
„Þú ert Marta frænka,“ sögðu augu Micucci-
os, „og þú ert Micuccio, alltaf sami góði
drengurinn," sögðu augu Mörtu frænku.
En allt í einu leit gamla konan niður fyrir
sig, svo að Micuccio gæti ekki lesið meira
úr augum hennar. Hún neri aftur saman
höndunum og sagði: „Við skulum borða.“
„Ég er reglulega svangur," hrópaði hann
rólegur og glaður í skapi.
„Fyrst borðbænina, ég get farið með hana
héma fyrir framan þig,“ bætti gamla konan
við kankvís á svip. Hún deplaði augunum
og signdi sig.
Þjónninn kom inn með fyrsta réttinn.
Micuccio fylgdist vei með því hvernig Marta
bar sig að þegar hún fékk sér af fatinu.
En þegar svo röðin kom að honum og hann
rétti upp hendurnar, áttaði hann sig á því
að þær vora óhreinar eftir þetta langa ferða-
lag. Hann roðnaði, fór hjá sér og leit á þjón-
inn, sem var nú hinn viðmótsþýðasti, kink-
aði til hans kolli og brosti eins og hann
væri að hvetja hann til dáða. Til allrar ham-
ingju kom Marta frænka honum til hjálpar.
„Svona, svona, Micuccio, ég skal skammta
þér.“
Hann var henni svo þakklátur fyrir þetta
að hann hefði getað kysst hana. Eftir að
hann var búinn að fá á diskinn sinn flýtti
hann sér að signa sig jafnskjótt og þjónninn
var farinn. „Gott hjá þér, væni minn!“ sagði
Marta frænka við hann. Og hann var al-
sæll og allt var nú í stakasta lagi og hann
fór að borða eins og hann hefði aldrei bragð-
að mat fyrr á ævinni og án þess að muna
eftir höndunum né þjóninum.
í hvert skipti sem þjónninn fór inn í borð-
stofuna eða úr henni gegnum vænghurðina
barst samt sem áður kliður af ógreinilegu
tali eða þá hlátrasköll. Micuccio sneri sér
við kvíðafullur á svip og horfði svo í augu
gömlu konunnar, en þau voru í senn dapur-
leg og hlýleg. Það var engu líkara en hann
væri að leita þar skýringa, en hann gat
ekki lesið annað úr þeim en bón um að spyrja
einskis meir í bili og geyma allar frekari
skýringar til betri tíma. Og þau brostu
bæði hvort til annars og fóra aftur að borða
og tala um fjarlæga þorpið sitt, um vini og
kunningja, sem Marta frænka var áfjáð í
að fá fréttir af.
„Viltu ekkert að drekka?"
Micuccio rétti fram höndina eftir flösk-
unni, en í sömu andrá opnaðist vængjahurð-
in inn í borðstofuna. Þar var skijáf í silki,
ys og þys og það var eins og herbergið yrði
á augabragði baðað í svo sterkum ljósbjarma
að Micuccio var nærri blindaður. „Teres-
ína,“ og röddin brast, svo agndofa var hann.
„Ó, hvílík gyðja!“
Kafijóður í framan, með uppglennt augun
og gapandi munn hélt hann áfram að horfa
á hana, alveg þrumu lostinn. En hvemig í
ósköpunum stóð á því að hún leit svona út?
Með beran barm, berar axlir, bera hand-
leggi, öll skrýdd skínandi gulli og fegursta
skrúða... Hann sá hana ekki lengur
frammi fyrir sér sem lifandi veru. Hvað var
hún að segja við hann. Þetta var ekki rödd
hennar, augu hennar né hlátur. Hann kann-
aðist ekki við hana lengur. Hún átti ekkert
sameiginlegt með þessari draumsýn hans.
„Hvernig hefurðu það? Þér líður betur
núna, Micuccio? Það er gott að heyra .. .
þú varst veikur, ef mér skjátlast ekki...
Við sjáumst bráðum aftur... þú ert hérna
í góðum höndum hjá mömmu. Er það ekki
fínt?“
Og það skijáfaði í silkikjólnum hennar
um leið og hún forðaði sér inn í borðstofuna.
„Viltu ekki borða meir?“ spurði Marta
frænka svolítið kvíðafull á svip. Hún var
að reyna að lina áfallið, sem Micuccio hafði
orðið fyrir.
Hann leit naumast á hana. „Borðaðu,“
sagði gamla konan með áherslu um leið og
hún benti honum á diskinn.
Micuccio smeygði tveimur fíngrum niður
um skítugan og krumpaðan kragann og dró
hann niður til að ná betur andanum.
„Viltu ekki borða eitthvað?" Hann renndi
fingranum upp og niður eftir hökunni eins
og hann væri að heilsa einhveijum, en með
því vildi hann segja: „Mig langar ekkert í
meira. Ég get það ekki.“ Hann þagði lengi,
alveg bugaður og niðursokkinn í draumsýn
sína, sem var nú nýhorfín og muldraði síðan
í barm sér: „En hvað hún hefur breyst.“
Og hann sá að Marta frænka hristi höfuð-
ið bitur á svip. Hún hafði líka hætt að borða
eins og hún væri að bíða eftir einhveiju.
„Það er alveg óhugsandi," bætti hann við
svona eins og við sjálfan sig um leið og
hann lagði augun aftur.
Hann sá nú í myrkrinu sem umvafði hann
þá hyldjúpu gjá sem hafði myndast á milli
þeirra. Þetta var ekki lengur hún, þessi
kona þama, ekki Teresína hans. Þessu var
öllu lokið fyrir löngu, fyrir langa löngu og
hann, þetta fífl, þessi heimskingi var núna
fyrst að átta sig á þessu. Þeir vora löngu
búnir að segja honum það þarna heima í
þorpinu og hann hafði þijóskast við að trúa
þeim. Og að hvers konar fífli gerði hann
sig núna í þessu húsi? Ef allir þessir fyrir-
menn, ef jafnvel þessi þjónn hefði bara vitað
að hann, Micuccio Bonavino, hefði lagt á
sig allt þetta erfiði og komið alla þessa löngu
leið, þijátíu og sex tíma í lest, trúandi því
í alvöra að hann væri ennþá trúlofaður þess-
ari gyðju, en hvað þau hefðu hlegið, þessir
herramenn og þessi þjónn og kokkurinn og
hjálparkokkurinn og Dorina! En hvað þau
hefðu öll hlegið ef Teresína hefði leitt hann
fram fyrir þau þarna í borðstofunni og sagt:
„Sjáið, þessi vesalings maður, þessi flautu-
spilari, segist vilja vera maðurinn minn.“
Hún var heitbundin honum, það er satt. En
hvernig gat hún vitað að hún yrði það sem
hún er nú orðin? Og það var líka satt að
hann hafði greitt götu hennar og stutt við
bakið á henni fýrsta spölinn. En meðan hún
hafði náð svona langt, svona ótrúlega langt
hafði hann staðið í stað og haldið áfram
að leika á flautu á sunnudögum á þorpstorg-
inu. Hvemig gæti hann nokkum tíma náð
henni eða komist til jafns við hana? Það
væri algjörlega óhugsandi. Og hvað voru
þessir smáaurar sem hann hafði eytt í hana
eftir að hún var orðin fín dama? Hann blygð-
aðist sín aðeins við tilhugsunina um að ein-
hver kynni að grana hann um að vilja gera
kröfu til þessara smáaura með því að koma
hingað. Óg hann minntist þess nú að hann
var með í vasanum peningana sem Teresína
hafði sent honum meðan hann var veikur.
Hann roðnaði. Hann skammaðist sín og
stakk hendinni í jakkavasann, þar sem pen-
ingaveskið var.
„Ein af ástæðunum að ég kom hingað,
Marta frænka,“ flýtti hann sér að segja
„var sú að ég vildi skila ykkur aftur pening-
unum, sem þið senduð mér. Hvað átti þetta
að heita, greiðsla, endurgreiðsla? Ég sé ekki
betur en Teresína sé orðin stórstjarna! Ég
sé - ekkert. .. það er alveg óhugsandi!
En þessa peninga, ég átti alls ekki skilið
að fá þá frá henni. Þetta er allt búið. Tölum
ekki meira um það. En varðandi peningana,
þá er þetta því miður ekki öll upphæðin ... “
„Hvað ertu að segja, elsku drengurinn
minn?“ greip Marta frænka fram í fyrir
honum, niðurbrotin og með tárin í augunum.
Micuccio gaf henni merki um að þegja. „Ég
eyddi þeim ekki. Ættingjar mínir eyddu
þeim á meðan ég var veikur án þess að ég
hefði hugmynd um það! En þetta era pening-
arnir að frádregnu því smáræði sem ég
eyddi. . . manstu ekki? Hugsum ekki meira
um það. Hér er afgangurinn. Og nú er ég
farinn.“
„Ha? Ætlarðu að ijúka svona burt?“ hróp-
aði Marta frænka og reyndi að halda í hann.
Bíddu að minnsta kosti þangað til að ég er
búin að segja Teresínu það. Heyrðirðu ekki
að hana langaði til að sjá þig aftur? Ég
ætla að fara að segja henni að .. . “
„Það er ekki til neins,“ svaraði Micuccio
henni ákveðið. „Láttu hana vera hjá þessum
fínu herrum. Þar líður henni vel, þar er
hennar rétti staður. Ég, vesalingurinn, er
búinn að sjá hana og það nægir mér...
Farðu líka, farðu líka til þeirra ... Heýrirðu
ekki hvernig þau hlæja? Ég vil ekki að það
sé hlegið að mér. Ég er að fara... “
Marta frænka lagði þessa óvæntu ákvörð-
un Micuccios út á versta veg, sem reiði- eða
afbrýðisemiskast. Vesalings gömlu konunni
fannst núna að allir sem sæju dóttir hennar
hlytu að grana hið versta. Hún sjálf var
óhuggandi og grét tímunum saman út af
þessum ljóta grun. Hún var endalaust hijáð
af innibyrgðum harmi, þar sem hún hrærð-
ist þarna nauðug, viljug, í þessu taumlausa
andstyggilega óhófi, sem engri almennilegri
manneskju var í rauninni bjóðandi upp á
og síst af öllu þreyttri og gamalli konu.
„En ég,“ missti hún út úr sér „get ekki
lengur litið eftir henni, væni minn.“ r
„Hvers vegna?“ spurði Micuccio þá og
þegar hann horfði í augu hennar skaut
skyndilega upp í huga hans óvæntum gran
og svipur hans myrkvaðist.
Gamla konan örvinglaðist. Hún grúfði sig
niður og skalf, en hún gat ekki með nokkru
móti stöðvað táraflóðið, sem rann úr augun-
um. „Já, já, farðu bara, væni minn, farðu,“
sagði hún með grátekka. Það er rétt hjá
þér, hún er ekki lengur fyrir þig.“
„Svo þannig er það þá,“ hreytti Micuccio
út úr sér um leið og hann beygði sig yfir
hana og tók aðra höndina á henni með valdi
frá andlitinu. En hún var svo mæðuleg og'
aumkunarverð á svipinn þegar hún baðst
miskunnar, með fíngur á vör, að hann sá
sig um hönd og bætti við blíðri röddu um
leið og hann reyndi að tala í hálfum hljóðum.
„Nú já, svo hún er ekki samboðin mér.
Nú er nóg komið, nú er nóg komið, ég fer
samt sem áður... eða réttara sagt miklu
fremur... Hvílíkur heimskingi get ég ver-
ið, Marta frænka! Ég hafði ekkert skilið!
Gráttu ekki... Hveiju skiptir það annars?
Það era örlögin - eins og sagt er - það
era örlögin."
Hann tók litlu ferðatöskuna sína og
pokaskjattann undan borðinu og hann var
á leiðinni út, þegar hann mundi eftir því
að þarna í pokanum voru fallegu súraldin-
in, sem hann ætlaði að færa Teresínu að ^
heiman.
„Sjáðu, Marta frænka,“ sagði hann.
Hann leysti frá pokanum og hélt með ann-
arri hendinni við opið á meðan hann lagði
ferska ilmandi ávextina á borðið.
„Ef ég léti öll þessi súraldin fjúka í haus-
inn á þessum fínu herrum?“ bætti hann við.
„í guðanna bænum,“ stundi gamla konan
með tárin í augunum um leið og hún gaf
honum bendingu um að hafa ekki hátt.
„Nei, auðvitað ekki,“ hélt Micuccio
áfram, rak upp stórkostlegan hlátur og
stakk pokanum í vasann. „Ég hafði ætlað-
mér að færa henni þau, en nú gef ég þér
þau, Marta frænka og engri annarri.“
Hann tók eitt þeirra og bar það að vitum
Mörtu frænku. „Finndu, Marta frænka,
finndu bara ilminn heiman frá okkur - og
að hugsa sér að maður varð að borga toll
af þessu. Og ekki meira um það. Þau eru
aðeins handa þér og engum öðrum, þú
manst það. Og segðu henni frá mér að
vonandi gangi henni allt í haginn ... “
Hann tók aftur upp litlu ferðatöskuna
og fór. En þarna í stiganum fannst honum
eins og hann væri alveg að tapa áttum.
Hann var þarna einn og yfirgefinn að næt-
urlagi í ókunnugri stórborg fjarri heima-
högunum. Hann var vonsvikinn, bugaður
og niðurlægður. Hann kom að útidyrunum
og sá að það var hellirigning úti. Hann^
hafði ekki kjark í sér til að leggja út á
þessi óþekktu stræti í þessum rigningark-
alsa. Hann gekk aftur inn hljóðum skref-
um, fór upp á neðsta stigapallinn og sett-
ist síðan í neðsta þrepið og studdi olnbogun-
um á hnén og með höfuðið á milli hand-
anna fór hann að gráta í hálfum hljóðum.
Þegar kvöldverðinum var um það bil að
ljúka, birtist Sína Marius aftur í herberg-
inu. Hún kom þar að móður sinni sem var
þar ein og grét líka á meðan fínu herrarn-
ir skeggræddu og hlógu.
„Er hann farinn?“ spurði hún forviða.
Marta frænka kinkaði kolli án þess að horfa
á hana. Sína starði út í loftið annars hugar
og svo stundi hún: „Vesalings maðurinn."
En fyrr en varði var hún aftur farin að,
brosa.
„Sjáðu,“ sagði móðir hennar við hana
án þess að geta stöðvað táraflóðið með
servíettunni. „Hann færði þér súraldin."
„En dásamlegt," hrópaði Sína og tókst
öll á loft. Hún lagði annan handlegginn á
mittið og með hinni hendinni tók hún eins
mörg og hún gat mögulega borið.
„Nei, ekki þangað inn, nei!“ mótmælti
móðir hennar kröftuglega.
En Sína yppti öxlum og hljóp hrópandi
inn í borðstofuna: „Súraldin frá Sikiley,
súraldin frá Sikiley.“
íslenskað hefur Halldór Þorsteinsson.
Pirandello, 1867-1936, var ítalskur rithöfundur,
þekktastur fyrir leikrit sín. Hann hlaut bók-
menntaverðlaun Nóbels 1934.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 1997 1 5