Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Síða 16
IBRETLANDI hefur það færst í vöxt
að skáld nýti sér margs konar miðla
við ljóðflutning sinn. Aaron William-
son hefur nær einstaka stöðu á þess-
um vettvangi. Ég hafði heyrt um
geminga skáldsins og viðbrögð fólks
sem hann skildi stundum eftir í ein-
hvers konar losti. Þar sem áhorfend-
ur hörfuðu undan, stigu á tær og hrösuðu
hveijir um aðra. Áður fyrr las hann ljóð
sín sem texta og notaði leikmuni og áhrifa-
meðul. Atriði hans og flutningur nú eru
aðeins hann sjálfur og langt ljóð þar sem
nokkrum sinnum heyrast „orðaskil".
Brian Catling er eitt þekktasta gerninga-
skáld Bretlands. Verk hans eru sögð vera
einstök sambræðsla af ljóðlist, skúlpýúr og
gemingalist. Hann hefur unnið með íslend-
ingunum Magnúsi Pálssyni og Steinari
Siguijónssyni sem hann lætur vel af. Hann
’ segir heymarleysi Aarons verðmæta ein-
angmn er hafi áhrif á alla hans ósnortnu
tilvist til að hafa stjórn á, smakka og svara
fyrir sig með því að bera fram skýrt mál
sem áheyrendum, er ekki geta tjáð sig á
því, finnist vera lipurt og umsnúinn teygjan-
legur kraftur sem flögrar á milli öfga.
„Hann færir talið frá þröngu umráðasviði
munnsins svo tilvist þess verður aðskilin
og verður eins og eldfjall er skekur svæðið.
Krampar og líkamleg útrás Aarons era
ekki tilfinningalegar merkjasendingar,
heldur árásárgjöm uppstokkun til að leiða
hjá sér heyranlegar rásir og endurstýra
hljóðpúlsi verksins. Talið er lifandi og neit-
ar að verða steingert á lítilli hillu milli tungu
og eyra. Sprengifimar hreinsanir og losun
~ tungumálsins er meinlega vinda sér úr lík-
ama hans eru ekki ertingarvaldur. Geming-
ar hans era svo mikil sambræðsla að venju-
legar skýringar og þýðing mæltra orða
verða úreltar."
í átjándu aldar sýningarskurðstofu, sem
er líka safn sem minnir á lækningu og þján-
ingu, kom Aaron fram auk þriggja annarra
á dagskránni. Plássið var lítið og svitinn
mikill eftir þennan hlýja dag í London.
Aaron birtist yfírvegaður áður en hann
spymir við fótum öskrandi með stunum og
veini. Stappar með hrynjandi svo gólfíð
■ hljómar, fer í ballettlegar stellingar, snýr
upp á sig í skrítnar stöður og kreistir út
angist með grettum og skælum. Skyndi-
lega, frá bergmáli þessa skipulagða stjórn-
leysis, óskýr straumur af hljóðum. Hann
pínir út átakanleg brot af orðum með afsk-
ræmdum líkamsstellingum. Heldur ræður
með augunum, einnig puttum og andlits-
vöðvum. í þetta skipti er þögn í salnum og
hann virðist ná athygli allra, jafnvel augn-
sambandi vegna nálægðar og smæðar salar-
ins. Stundum er hann sópran og lætur hátt
eins og hann heyri í sjálfum sér. Þetta er
ekki látbragðsleikur heldur leikur með lík-
amsfangelsið. „Bullmálið" veldur hlátra-
sköllum sumra áhorfenda. Oft er hann fynd-
inn í alvöraleik. Það er hlegið eins og venju-
lega þegar fólk verður vandræðalegt. Nálg-
ast stundum fáránleikann þegar það er far-
ið út fyrir orðin og venjubundna talmálið.
Það er erfítt að halda sig á mörkunum. En
á köflum er hann þungur með Artaud-ísk
svipbrigði og framstæð öskur, skerandi
lengst innan úr djúpi sjálfsins, svo að fólk
fyllist samúð með manninum sem er að
reyna ná sambandi. Hann byggir upp hrynj-
andi með tungunni og ógreinilegum djúpum
hljóðum. Missir öflugt heymartækið og það
endurvarpar óþægilegri hátíðni, skerandinn
skapar skrítna tónlist. Sumir kaflar ein-
kennast af grimmu samtali við sjálfan hann,
augljóslega með granninn í hrynjandinni.
Þetta er langt ljóð en ekki leikþáttur, né
leiklist. Frassið út úr honum í upplýstu
myrkrinu verður eins og stjörnur í geimn-
um. Gegnblautur af svita fer hann aftur inn
í sig og lokar líkamanum með öfugu faðm-
lagi, verður vondur, ef ekki reiður og urrar
valdsmannslega einhvers konar útgáfum
af orðum. Er það ytri veran í samræðum
við þá innri? Á stundum bendir hann mikið
samtímis í flestar áttir þar sem puttarnir
virðast notaðir til hálfdáleiðslu þeirra sem
horfa á en ekki undan.
Kona frá samtökum heymarlausra, sem
var í fylgd hunds er var sérmerktur heymar-
lausum, var hálfmiður sín eftir gerninginn.
Ástæðan var að táknmál fíngra Aarons var
furðulegra en hljóðin, hún hafði aldrei séð
*■ aðra eins afskræmingu á táknmáli. Þessi
leiðsla byggist eingöngu á persónu hans
og návist hans er meira en kröftug. Þetta
er meðvitað atriði með hápunktum og lægð-
um, grimmd, angist og húmor. -Þetta minnir
AARON Williamson í ham. Ljósmynd Bleddyn Butcher.
FRÁ (H)LJÓÐI
ÞAGNARINNAR
Enska skáldið Aaron Wiliamson er heyrnarlaus fyrr-
um pönksöngvari sem með gerningum sínum kannar
tungumálið og leitar nýrra tjáningarleióa. Hann
hefur þegar fundió eigið tjáningarform, m.a. með
líkamanum og kokhljóðljóðum. ÞORRI
JOHANNSSON fór aó sjá hann og heyra.
mig á að hljóðljóð eru oft íhugun sem kemst
nær kjarna tungumála og orða. Hér er
gengið miklu lengra og farið um víðara svið.
Aaron er fæddur 1960. Höfuðverk hans
era ljóðabækumar Cathedral Lung 1991
og A Holythroat Symposium sem seldust
upp og vora endurprentaðar. Hann hefur
ferðast með gerningaverk sín um N-Amer-
íku og Evrópu. í síðasta skipti sem Allen
Ginsberg kom til Bretlands að lesa 1995
var Aaron meðal þeirra sem komu fram
með honum í Royal Albert Hall.
í gemingunum tjáir hann sig sem lista-
maður. En í hinu daglega lífi tjáir hann sig
á okkar tungumáli og er fær varalesari.
Hann hefur því margt fram yfir okkur á
hávaðasömum bar. Höfuðumfjöllunarefni
Aarons er heyrnarleysið og höftin sem
fylgja því í mannlegum samskiptum, skil-
yrðing líkama og tungumáls. Ofsafengið
innra líf manneskju sem er einangrað í
þögn, gremjan og takmörk samskipta í orð-
um. Að áhorfendur séu óvart þátttakendur
með hljóðum og orðum er kaldhæðið. En
einnig hluti þess sem gerir verkið svo
kraftmikið og frumlegt. Fólk veit oft ekki
hvernig á að taka þessu, segir Aaron. Hann
AARON með Bodran, írska trommu.
Ljósmynd Adrian Franklin.
byijaði að missa heyrn við sjö ára aldur,
leyndi því og hélt áfram í venjulegum skól-
um þangað til hann var sextán ára. „Ég
var hræddur við félagslega og persónulega
höfnun og kaus að segja fólki ekki frá því
að ég væri heyrnarskertur."
Honum tókst að blekkja flesta kennar-
anna. Aaron segist hafa vitað sannleikann
um tíu ára aldur þrátt fyrir von hinna full-
orðnu um kraftaverkalækningu. „Mér
fannst heimurinn líða hægt og hljótt frá
mér. Um nætur þjáðist ég í einrúmi. En
ég útilokaði frá mér hryllilegar hugsanir
um einangran. Ég ákvað að fallast aldrei
á þann möguleika að rofna úr tjáskiptum."
Heyrnin hvarf smátt og smátt. Ungling-
ingsárin einkenndust af höfnun og grimmd
og voru erfið. Þá gerðist hann pönksöngv-
ari er leiddi hljómsveitina „Cat Wax Ax
Company" er skar sig úr með árásar-
gjarnri og kraftmikilli raddbeitingu. Ef
hlustað er á útgáfur þeirrar hljómsveitar
er auðheyrt að lítið hefur verið eftir af
heyrninni. En enn syngur hann Hank Will-
iams lög og spilar undir á gítar yfir glasi
í samkvæmum. Tónlistin er ástríða og
hann kemur ennþá fram með tónlistar-
mönnum. „Ég vildi oft óska þess að ég
gæti hlustað á nýjar plötur. En ég fæ
mikið út úr því að lesa vandaðar umsagn-
ir. Ég er mjög næmur fyrir titringi," skýr-
ir Aaron út. Eins og aðrir heyrnarlausir
finnur hann taktinn í gegnum gólfið og
getur séð hrynjandi tónlistarmanna á með-
an þeir spila.
Úrskurðaður algjörlega heymarlaus 27
ára, skipti Aaron um stefnu. Hann hætti
að spila með hljómsveitum og fór í háskóla
þar sem hann náði sér í fyrsta klassa gráðu
í bókmenntum. Nú er hann orðinn doktor
í „hlutkenndri ritun“. Hann hóf einnig feril
sinn sem skáld og gerningamaður, þegar
hann áttaði sig á að hans sérstaka sjónar-
horn gefur honum tilefni til þess að segja
margt um tungumálið í hljóð(við)miðuðum
heimi. Vegna þeirra erfiðleika sem hann
hefur upplifað eru djúpar rætur tilgangs
og sjálfsmeðvitundar í list hans.
Skáldið ögrar og skorar á hólm hefð-
bundnar hugmyndir um fagurfræði í ljóð-
list. Verk hans kanna hið innra líf, ekki
aðeins tilfínningalega eða huglægt heldur
sambandið milli tungumáls og holds sem
heillar hann. Ritstörf hans eins og gerning-
ar, eru róttækar könnunaræfingar. „Ensk
ljóðlist um þessar mundir hefur tilhneigingu
til að vera í vörn í stöðu sem þegar hefur
verið fastsett og kerfisbundin. Það á ennþá
eftir að uppgötva svo margt í tungumálinu.
Orðin sjálf, hvernig þau eru sögð og hljóma
hafa jafn mikla merkingu og meining stafa-
raðanna.“
Þó að Aaron hafí ekki alist upp í heyrnar-
lausu samfélagi og sjái ekki sjálfan sig sem
dæmigerðan heyrnarlausan eða talsmann
þeirra er hann sér meðvitandi um félags-
lega framkomu gagnvart þeim. „Jafnvel
dagblöð með pólitíska rétthugsun gefa
stundum í skyn að heyrnarlausir séu
heimskir. Þegar ég sýni ekki næga kæti
verð ég líka var við það útbreidda viðhorf
að heyrnarlausir séu skapstyggir eins og
Beethoven. Þegar ég næ því ekki sem aðr-
ir segja bið ég viðkomandi að skrifa það
niður. Það er athyglisvert að fyrir suma er
það óhugsandi eins og að athöfnin að skrifa
sé að láta eitthvað frá sér.“
Aaron hefur verið í mörg ár að þróa
gerninga sína og eru hljóðin samansafn úr
hljóðminni hans sem hann hefur samlagað
til sjónrænna atriða. „Að vera heyrnarlaus
hjálpar mér að kanna tungumál sem óstöð-
ugan og breytilegan miðil. Staða mín sem
listamanns er algjörlega staða mín sem
persónu. Þessi yfirlýsing er yfirleitt tor-
tryggð og lítt tekin trúanleg, en ég kýs
frekar að vera á þann veg sem ég er.“ í
ávarpi skrifar Aaron: „Sem heyrnarlaus rit-
höfundur fínnst mér ég ekki taka beinan
þátt í tungmálinu. Þegar ég verð að nota
tungumálið á skrumskældan hátt verður
sjónarhorn mitt líkamlegt. Ég reyni að fínna
áhrifaríka, holdlega árekstra. Gerninga-
vinnan er óaðskiljanleg frá ritstörfum þar
sem það sameinast að endurheimta og setja
tungumálið aftur á sinn stað. í gegnum
margs konar miðla holdgeri ég hina áþreif-
anlegu áletran þess.“
Skrifað hefur verið um Aron að hann
hafí þróað nýja nálgun til að setja fram
verk sín. Hann skapi heillandi ójafnvægi
með radd- og hljóðbeitingu sinni. Það er
ekki orðagljáfur að segja Aaron sannarlega
reyna á þanþol tungumálsins. Aaron Will-
iamson nýtur vaxandi athygli og um þessar
mundir vinnur hann að gerð kvikmyndar í
samstarfi við Ólaf Pál Sigurðsson kvik-
myndaleikstjóra.
y
'16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 1997