Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Qupperneq 20
FORSETI ALÞJÓÐASAMTAKA RICHARD WAGNER-FÉLAGA í HEIMSÓKN Á ÍSLANDI
WAGNER SAMDI
TÓNLIST FYRIR TAUGAKERFIÐ
Morgunblaðió/Asdís
JOSEF Lienhart. „Richard Wagner hefði ekki skilgreint sig sem þjóðernissinna. Til þess var hann allt of mikill heimsborgari.11
NIFLUNGAHRIIMGURINN var settur upp í Þjóðleikhúsinu fyrir 3 árum.
Óperur Richards Wagn-
ers lýsa tilfinningum og
innri baráttu manneskj-
* unnar sem er óháó tíma
og rúmi. Josef Lienhardt
gegnir forystu í Alþjóða-
samtökum Richard
Wagner-félaga og í
samtali vió HULDU
STEFÁNSDÓTTUR talar
hann um þær breytingar
sem uróu meó óperuupp-
færslum Wielands Wagn-
ers í Bayreuth og vin-
sældir ópera Wagners
sem aldrei viróast dvína.
JosEF Lienhart er- í stuttri heim-
sókn í Reykjavík í boði Richard
Wagner-félagsins á íslandi og
Goethe Institut. Flytur hann fyr-
irlestur í Goethe Institut í dag
kl. 16 sem hann nefnir Szene in
Licht und Farbe og fjallar um óperuupp-
færslur Wielands Wagners í Bayreuth. Ric-
hard Wagner-félögin eru nú 107 víðs vegar
um heim. Josef sem hefur verið forseti Al-
þjóðasamtakanna í mörg ár segist merkja
aukinn áhuga á óperum Richards Wagners
um allan heim, uppfærslur á verkum hans
hafi aldrei verið fleiri en um þessar mundir
og á síðasta ári fengu 11 ný Richard Wagn-
er-félög aðild að Alþjóðasamtökunum.
Wieland Wagner var sonarsonur Richards
Wagners og endurreisti hann starfsemi
(►óperuhátíðarinnar í Bayreuth eftir síðari
heimsstyijöldina ásamt bróður sínum Wolf-
gang, sem er núverandi yfirstjórnandi
Festspielhaus í Bayreuth. Sameiginlega
komu þeir fram með alveg nýjan stíl í óperu-
uppfærslum sem oft er talað um sem Nýja-
Bayreuth eða Verkstæðið Bayreuth til að
leggja áherslu á það að túlkun ópera Ric-
hards Wagners þarfnist reglulegrar endur-
skoðunar.
í leil aó upprunanum
„Eftir að nazisminn leið undir lok var
mikil þörf á að endurskoða túlkun á verkum
Wagners,“ segir Josef. „Leítað var aftur til
upprunalegra hugmynda listamannsins, til
móðurinnar eins og Goethe orðaði það, og
í þessu tilfelli var móðirin leikhús Forn-
j.Grikkja. Leikhús sem byggist á erkitýpum
ástar, haturs og öfundar. Óperurnar áttu
að tala til fólks á öllum tímum.“ Einfaldleik-
inn var í fyrirrúmi, reist var nýtt óperuhús
sem byggðist á gamla hringleikhúsinu og
brynjum, hjálmum og öðrum hefðbundnum
búningum var varpað fyrir róða. Veita átti
áhorfendum sýn á tilfinninga- og sálarheim
persónanna og áhersla var lögð á iýsingu
og litbrigði sviðsins til að miðla tónlist verks-
ins og tilfinningum persónanna skýrt og
laust við allt prjál. Á þessum tíma leikstýrði
og hannaði Wieland Wagner allt útlit sýn-
inga á óperum afa síns.
^ „Richard Wagner var heimsborgari en
ekki sá þjóðernissinni sem honum var lýst
á fyrstu áratugum aldarinnar með uppgangi
nazismans. Hann var ekki vinur Þriðja ríkis-
ins. Hugmyndir hans um fyrirmyndarríkið
voru i anda frönsku byltingarinnar og róm-
antíkurinnar, völd fólksins en ekki einræð-
isherrans,“ segir Josef. „Richard Wagner
lést um aldur fram, skömmu eftir frumsýn-
ingu Parsifals, og það voru eftirmenn hans
sem túlkuðu hugmyndir Wagners mjög ein-
hæft í anda þjóðernishyggju. Ég er sann-
færður um að hann hefði sjálfur kosið leið
alþjóðahyggju en ekki þjóðernisstefnunnar,
leikhúshefð Grikkja og leikhúss mannkyns-
ins alls ekki bara Þýskalands. Wagner var
margbrotin persóna og verk hans bjóða
upp á fjölmarga túlkunarmöguleika."
Við opnun fyrstu hátíðarinnar í Bayre-
uth eftir stríð, árið 1951, var sýnd upp-
færsla Wielands á óperunni Parsifal og
vakti sýningin heimsathygli og ákafar deil-
ur fyrir nýstárlegan stíl. „Fyrsta uppsetn-
ing Wielands vakti mikla reiði meðal fólks
sem sagði að svona mætti ekki fara með
verk Wagners en Wieland stóð fastur fyr-
ir. Þriðja árið var fólk farið að tala um túlk-
unina sem „klassík“ og fimmta árið stóðu
áheyrendur upp og hrópuðu „bravó, bravó.“
Slíkur var styrkur Wielands, jafnvel þegar
hann efaðist sjálfur stóð hann alltaf með
hljómsveitarstjórunum og þeirri leið sem
þeir kusu að fara,“ segir Josef.
Á næstu árum leikstýrði Wieland Wagner
öllum síðari óperum Richards Wagners í
Bayreuth. Hann lést ári eftir uppsetningu
Niflungahringsins árið 1965, aðeins 49 ára
að aldri, og varð mikill harmdauði fyrir leik-
húsheiminn allan og þá ekki síst hátíðina í
Bayreuth. Sagt er að Wieland Wagner hafi
verið einn mesti áhrifavaldur í leikstjórn
ópera á síðari hluta þessarar aldar. „Vel-
gengni Bayreuth-hátíðarinnar má án efa
rekja til þeirra breytinga sem urðu á stjórn-
arháttum þegar bræðurnir Wieland og Wolf-
gang tóku við henni árið 1951. Þeir fengu
frægustu hljómsveitarstjóra heims til að
stýra uppsetningunum og enn þann dag í
dag eru óperuuppsetningar Bayreuth-hátíð-
arinnar eitt mest spennandi verkefni fyrir
hljómsveitarstjóra að takast á við,“ segir
Josef.
Stærstu félaga-
samtök í heimi
Eitt meginmarkmið Alþjóðasamtaka Ric-
hard Wagner-félaganna er að styrkja ungt
tónlistarfólk til ferða á Bayreuth-hátíðina.
Fyrsta félagið var stofnað í Þýskalandi árið
1909 og eru þau yfir hundrað í dag. „Félaga-
samtök höfðu verið bönnuð í Þýskalandi eft-
ir síðari heimsstyijöldina en í lok 4. áratugar-
ins voru þau endurvakin. Fyrir 10 árum
varð ég forseti félaganna í Þýskalandi og
árið 1991 stofnaði ég alþjóðasamtökin sem
eru undir stjórn Þýskalandsfélagsins," segir
Josef. „Félögum utan Þýskalands hefur
fjölgað mjög ört. Þau eru nú um 60, frá
Toronto til Tókýó.“ Alþjóðasamtök Richard
Wagner-félaga eru stærstu félagasamtök í
heimi og meðlimir samtakanna í heild telja
25.000 manns, þar af eru 9.500 í félögunum
í Þýskalandi. Meðlimir íslenska félagsins eru
150.
Josef tekur dæmi af því þegar Berlínar
múrinn var felldur og stjórnarhættir í Aust-
ur-Evrópu tóku að breytast og segir mikla
fjölgun Richard Wagner-félaga í löndunum
í austri hafa orðið strax á fyrstu vikunum
eftir umskiptin. „Richard Wagner-félag í
Moskvu var stofnað 4 vikum eftir að stofnun
fijálsra félagasamtaka var leyfð,“ segir Jo-
sef. Hann skýrir stoltur frá Wagner-félögun-
um þremur á Ítalíu; í Mílanó, Feneyjum og
stofnun félagsins í Róm á síðasta ári. „Að
slíkur áhugi skuli vera á verkum Wagners
í óperulandinu sjálfu, þar sem Verdi og
Puccini ráða ríkjum, er með ólíkindum,“ seg-
ir Josef.
Varðandi framtíðarhorfur Bayreuth-hát-
íðarinnar segist Josef engu kvíða. „Mannleg-
ar ástríður og tónlist, sem nær til tauganna,
eldast aldrei, vinsældir verka eins og Nifl-
ungahringsins um allan heim staðfesta
þetta.“
,20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 1997