Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 2
HAMSKIPTI FYRIR LÍFIÐ nefnist dansleikur sem Svöluleikhúsið frumsýnir í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20.30. Þetta er dansleikur fyrir tvo dansara, innblásinn af sögunni um úlfakonuna í bókinni, Konur sem hlaupa með úlfum (e. Women who run with the Wolves). LaLoba, úlfkonan, skríður yfir holt og hæðir og safnar alls kyns beinum, þó sérstaklega úlfabeinum. Hún syngur yfir bein- unum þar til úr hrúgunni verður úlfur sem hleypur og hleypur þar til hann breytist í hlæjandi konu. Verkið er samið af Auði Bjarnadóttur, sem einnig er leik- stjóri, og Láru Stefánsdóttur sem dansar annað hlutverkið í sýningunni. Auður segir að undirþema sýningarinnar sé líf- dauði-líf. „Sýningin er innblásinn af sögunni um LaLoba þótt við segjum ekki þá sögu í henni. Fólk vill oft hafa einhveija sögu þegar það horfir á dans, það vill skilja með huganum en mig langar svolítið til þess að fólk horfi með hjartanu og hlusti með líkamanum. Eg vil að fólk þori og geti horft á dans eins og það hlustar á tónlist, mig langar til að kalla þessa sýningu ljóðadans. Hún er full af drama og tematík, í henni eru myndir og sagnir." Lára segir að áhersla sé lögð á einfaldar og skýrar hreyfing- ar í dansinum sem tengist myndverkunum sem systir hennar Ragnhildur Stefánsdóttir hefur gert. „Við reynum að vera ekki með of mikið af aukahreyfingum sem oft eru fyrir í dansi. Við reynum þannig að koma inntakinu til skila á sem einfaldastan hátt. Við notum oft öðruvísi orku en er í tónlistinni, þegar hún er mjög hröð hægjum við á og svo framvegis. Þetta getur ver- ið erfitt, það getur verið krefjandi í dansi að gera lítið. Annars má segja að við höfum unnið þetta verk í mjög miklu samstarfi við bæði tónlistina og myndverkin í henni. Myndverk- in lýsa sköpun en verkið fjallar einmitt um fæðingu og endur- teknar fæðingar, við fæðumst aftur og aftur. Og einhvern veg- inn finnst mér að sýningin hafi þróast út í það að verða eins konar ljóð; þetta eru hugsanir sem tengjast frumhugmyndinni um hringrás lífsins, líf-dauði-líf. Við erum alltaf að ganga í gegnum umbreytingar, hamskipti, og þetta verk fjallar kannski um það að hafa hugrekki til þess að ganga í gegnum þau.“ Áskell Másson er höfundur tónlistarinnar í sýningunni en hann segir að Auður og Lára hafi valið tónlistina í sýninguna. „Þarna er til dæmis fyrsta verkið sem ég samdi á ævinni, sautj- án ára gamall. Ég flutti þetta verk fyrir sjónvarpið einu ári Morgunblaóið/Ásdís „VIÐ erum alltaf að ganga í gegnum umbreytingar, hamskipti, og þetta verk fjallar kannski um það að hafa hugrekki til þess að ganga í gegnum þau,“ segir Lára Stefánsdóttir um dansleik- inn Fyrir lífið sem frumsýndur verður í Tjarnarbíói í kvöld. seinna og þá upptöku heyrði enskur danshöfundur sem hingað hafði komið og nýlega stofnað íslenska dansflokkinn. Hann vildi endilega fá mig í lið með flokknum og þar vann ég í fyrsta skipti með Auði sem leikstýrir þessari sýningu í dag. Ég hóf því snemma að vinna með ballettdönsurum. Þetta var síðla árs 1973. Þessi sýning hefst á því að ég spila langt trommusóló, síðan er tónlistin ýmist flutt af segulbandi eða af mér sjálfum á svið- inu. Og alls konar hljóðfæri eru notuð, selló, trommur af öllum gerðum og bjöllur svo eitthvað sé nefnt.“ Ásamt Láru dansar Jóhann Björgvinsson í sýningunni. Bún- inga hannar Þórunn E. Sveinsdóttir og ljósahönnun er í höndum Lárusar Björnssonar. Morgunbloðió/Anna Bjarnadóttir GUNNAR Kristinsson semur tónlist með aðstoð tölvu heima hjá sér í Basel. GUNNAR KRISTINSSON SÝNIR í HAFNARBORG Sviss. Morgunblaðið. MÓTETTUKÓR HALLGRÍMS- KIRKJU HEFUR STARFSÁRIÐ MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju er að hefja 16. starfsár sitt. Verkefni vetrarins verða mjög fjölbreytt. Fyrsta verkefnið eru upptök- ur á jólatónlist fyrir hljómdisk sem kemur út fýrir jólin. Þar verða fluttir sálmar og mótettur sem hljómað hafa á jólum í Hall- grímskirkju undanfarin ár. Þann 7. desember mun kórinn flytja þessa tónlist á aðventutónleikum. 21. desember flytur Mótettukór Hallgrímskirkju tveggja kóra messu eftir Palestrina í beinni útsend- ingu til fjölda Evrópulanda, en tónleikarnir eru á vegum Ríkisútvarpsins. í lok janúar frumflytur kórinn ásamt Sinf- óníuhljómsveit íslands verkið Dettifoss eftir Jón Leifs á hátíðarsamkomu í Þjóðleikhúsinu í tilefni af 50 ára afmæli STEFs. í byijun mars flytur kórinn norræna kórtónlist og verk eftir eistneska tónskáldið Arvo Párt undir stjóm Eriks Westbergs frá Svíþjóð. Hann kemur til landsins til að æfa Mótettu- kórinn og kammerkórinn Schola cantorum. Hápunktur vetrarstarfs Mótettukórs Hall- grímskirkju verður söngferð til Norðurland- anna í byrjun júní þar sem kórinn heimsæk- ir allar höfuðborgirnar. GARÐAR THOR STYRKTUR TIL SÖNGNÁMS STJÓRN Minningarsjóðs Guðlaugar B. Páls- dóttur ákvað nú á dögunum að veita Garð- ari Thor Cortez styrk til söngnáms. Garðar Thor lauk burtfararprófí frá Söngskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og er nú á leið til framhaldsnáms í Vínarborg. Sjóðurinn var stofnaður árið 1986 til minn- ingar um Guðlaugu Björgu Pálsdóttur sjúkra- þjálfara sem lést af slysförum fyrir aldur fram árið 1986. Foreldrar Guðlaugar, þau Ólöf Karvelsdóttir og Páll Pálsson, stofnuðu sjóðinn og er markmið hans að styrkja tón- leikahald Kórs Langholtskirkju en Guðlaug var félagi í kórnum. SÝNING á verkum Gunnars Kristinssonar, listmálara og tónlistarmanns, verður opnuð í Hafnarborg 27. september. Olíumálverk sem Gunnar hefur málað á undanförnu einu og hálfu ári eru uppistaða sýningarinnar en hann sýnir einnig nokkrar vatnslitamyndir á kaffi- stofu menningar- og listastofnunar Hafnar- fjarðar. Gunnar er búsettur í Basel í Sviss. Hann hefur vinnuaðstöðu handan landamæranna í Frakklandi. Vinnustofan er björt og rúmgóð í verksmiðjuhúsnæði sem hann hefur tekið á leigu ásamt nokkrum svissneskum listamönn- EITT af síðustu embættisverkum Sveinbjörns Bjömssonar háskólarektors var að veita 18.000 dollara styrk úr Háskólasjóði Eim- skipafélags íslands til að styðja við rekstur kennslu í íslensku við íslenskudeild háskólans í Manitoba. Af þessari upphæð greiðast 10.000 kanadískir dollarar á þessu ári og 4.000 dollarar hvort árið 1998 og 1999. Að sögn Neils Barðdal, ræðismanns ís- lands í Manitoba, kom styrkurinn sér mjög Listaverk Gunnars þurfa pláss. Sum þeirra eru mjög stór. Nokkur málverkanna eru dökk. Gunnar segist hafa málað þau upp úr vatns- litaskissum af náttúrunni á íslandi. í bjartari og litskrúðugri myndum segist Gunnar vera að fást við „erkitýpur eða frumform og lá- rétta og lóðrétta krafta á fletinum". Gunnar hefur haldið sýningar bæði á ís- landi og í Sviss. Hann var um tíma með vinnu- stofu í kantónunni Uri í miðjum svissnesku Ölpunum og hlaut sérstök verðlaun kant- ónunnar fyrir listsköpun sína. Myndir eftir hann hanga þar á opinberum stöðum. Sýning- in í Hafnarborg stendur til 13. október. vel og telur hann að nú ætti að vera unnt að halda úti kennarastól í íslensku til fram- búðar. Finnbogi Guðmundsson hóf þarna íslenskukennslu árið 1951, sem Haraldur Bessason, síðar rektor Háskólans á Akur- eyri, tók síðan við. Kirsten Wolf gegnir nú þeirri prófessorsstöðu og segir hún að stuðningurinn sé mjög mikilsverður og lýsi einstakri vináttu við íslendinga í Vestur- heimi. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Þjóðminjasafn íslands Sýningin Kirkja og kirkjuskrúð, miðalda- kirkjan í Noregi og á Islandi. I Bogasal eru sýndar ljósmyndir úr finnsku búsetulands- lagi. Listasafn Islands ON ICELAND til 28. sept. Salir 1 og 2: Svissnesk samtímalist; Peter Fischli/David Weiss, Thomas Huber. Úr eigu safnsins, salur 3: íslenskir frumherj- ar. Salur 4: íslensk abstraktlist. Fyrirlestra- salur: Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guð- mundsson, Sigurður Guðmundsson. Listasafn ASI, Freyjugötu 41 - Ásmundarsalur „Blár“, samsýning: Anna María Geirsdóttir, Björk Magnúsdóttir, Hrafnhildur Sigurðar- dóttir, Hrönn Vilheimsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Þóra Björk Schram. Arin- stofa: Jóhannes S. Kjarval. Verk úr eigu safnsins. Til 5. október. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar. Árbæjarsafn í sumar verða sýndar ljósmyndir frá Reykja- vík, ásamt ljóðum skálda. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Kristján Davíðsson i austursal, Sigurður Guðmundsson í miðsal og Samtímalist frá Litháen í vestursal. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaða- stræti 74 Kyrralífs- og blómamyndir ásamt myndum úr Reykjavík og nágrenni. Til febrúarloka. Norræna húsið - við Hringbraut Anddyri: Auglýsingaspjöld eftir Tryggva Magnússon og Jón Kristinsson - Jónda. Til 2. nóv. í ljósaskiptum til 23. nóv. Skartgripa- sýning til 31. des. Sýningarsalur: Vilhjálmur Bergsson, málverk og blönduð tækni. Til 5. okt. tarGet samsýning til 2. nóv. Tryggvi Ólafsson málverk til 30. nóv. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v/Suðurgötu Handritasýning opin þriðjud., miðv. og fimm. kl. 14-16 til 19. des. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Hjörtur Marteinsson, Ásrún Tryggvadóttir og Berit Lindeldt með einkasýn. til 12. okt. Gestur safnsins í setustofu er Eyjólfur Ein- arsson. Ráðhús Reykjavíkur, Nýlistasafn- ið og MÍR-salurinn Sýning sex íslenskra og jakútskra lista- manna: Nikolaj Pavlov, Júrí Spiridonov, Kjuregej Alexandra, Jón Magnússon, Ragnar Axelsson, Ari Alexander Ergis Magnússon. Gallerí Hornið Inga Elín Kristinsdóttir sýnir til 1. október. Galleríkeðjan Sýnirými Sýnibox: Elsa D. Gísladóttir Gallerí Barmur: Finnur Arnar Arnarson. Listasafn Siguijóns - Laugarnestanga 70 Sumarsýning á völdum verkum Siguijóns. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Sýning á málverkum Lore Bert. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Eggert Pétursson, Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristinn G. Harðarson sýna til 2. nóvem- ber. Gallerí Stöðlakot Fríða S. Kristinsdóttir sýnir veflist til 28. september. Gallerí Listakot Dröfn Guðmundsdóttir sýnir til 5. okt. Ráðhús Reykjavíkur Gyða Ölvisdóttir sýnir til 30. september. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9 Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýnir til 3. okt. Sjóminjasafn íslands við Vesturgötu í Hf. Almenn sýning og sýning á olíumyndum Bjarna Jónssonar. Listaskálinn i Hveragerði Björgvin Sigurgeir Haraldsson, Gunnar Karlsson, Jóhanna Bogadóttir, Kjartan Gunnarsson, Pétur Gautur, SoflTa Sæmunds- dóttir og Valgarður Gunnarsson. Byggðasafn Hafnarfjarðar Undir Hamrinum - Af lífi hafnfirskrar al- þýðu til 30. sept. Gerðuberg Listsköpun barna frá Norðurlöndum. Sunnudagur 28. september Hafnarborg: Tríó Reykjavíkur kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þijár systur sun. 28. sept., fim. 2. okt. Fiðlarinn á þakinu fös. 3. okt. laug. 4. okt. Listaverkið mið. 1. okt., fös. 3. okt. Borgarleikhúsið Hár og hitt fös. 3. okt., laug. 4. okt. Hið ljúfa líf laug. 4. okt., fim. 9. okt. Ástarsaga laug. 27. sept., fim. 2. okt.sun. 21. sept. Loftkastalinn Bein útsending sun. 28. sept., mið. 1. okt. Á sama tíma að ári fös. 3. okt., mið. 8. okt. Veðmálið lau. 4. okt. íslenska óperan Cosi Fan Tutte fös. 10. okt. um. ISLENSKUKENNSLA í MANITOBA STYRKT 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.