Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 14
f t Mynd: Guðný Svava Standberg. eftir fer hann líklega að borða. Hann á auðvelt með allt sem ég á ekki auðvelt með: vera snyrtilegur, ganga beinn, yfírvegaður, slakur. Eg er kubbslegur, stutt- ur, feitlaginn, oft illa tilhafður, oft með hausinn á undan mér eins og naut þegar ég er niðursokkinn í hugsanir mínar - og það er ég mjög oft. Ég held að hann hugsi líka á meðan hann gengur, en hann getur gert það í þessari stöðu - opinn fyrir heimin- um. Eg vil loka heiminn úti, sjá sem minnst • af honum. Ég sé nóg af honum samt, of mikið, hofgyðjur ... Litur hefur merkingu - við þekkjum öll afstöðumerkingu lita innbyrðis, litastigann, ljóst,dökkt,heitt,kalt. Litur kallar fram hugblæ, ekki alveg þann sama hjá öllum, en nokkuð líkt. Ljósgrænt getur táknað ; svalan vordag eða eitthvað annað svalt - aldrei hita, litur kvöldroðans táknar kvöld- roðann, samsetning af brúnu í átt að mjög | dökkbrúnu getur táknað festu, þunga. A meðan liturinn er brúnn er hann lokaður, verði hann svartur hefur hann opnast, er orðinn ómælisdjúp. Ef meginflötur myndar er rauður, dökk- rauður, hefur hún aðra áorkan en ef hann væri gulur - báðir litimir koma á móti áhorfandanum, geisast út úr myndinni. Grá- blár, grænblár flötur tekur áhorfandann til sín, býður áhorfandanum upp á að sökkva, týnast í víðáttu ... Eru þessi blámaafbrigði tákn himinsins, óendanleikans sem við höfum horft á svo lengi? Rauður flötur talar annað mál, hann er æstur, það hefur eitthvað óskaplegt gerst, Kain hoggið Abel, Abel blæðir út. Dökkgrænn flötur er hlýlegur, minning um gras, lauf, sléttu? En strax og grænt nálgast blátt og lýsist, kólnar það. Hug- leiðsluteppið er gjarnan blágrænt eða grá- | __ blátt... Óhlutbundin list í málverki spannar lýs- andi kyrrð, upphafna samkennd, og frá því til reiðiæðis, ógnandi grimmdar, og allt þar á milli. Ég mætti honum aftur í dag, síðdegis, þegar ég var að koma heim eftir að hafa snætt létta máltíð. Ég var þreyttur og hlakk- aði til að hvfla mig - og halda svo áfram að rissa upp punkta fyrir fyrirlesturinn. Lík- lega var ég ekki kurteis, ekki tillitssamur, því ég var þreyttur. Ég starði á hann, skoð- aði hann, sökkti mér inn í andlitið á honum. Hann tók eftir því en lét það ekki snerta sig. Það var eins og það væri slæða fyrir sjónum hans sem hleypti aðeins nógu mikl- um uplýsingum í gegn til þess að hann ræki sig ekki á; maður var þúst sem hreyfð- ist, hús var stór kassi o.s.frv. Meir þurfti hann ekki, meir vildi hann ekki. Hann virt- ist vilja vera í burtu þó hann væri á staðn- um, vera eins og dæmdur til að vera hér en reyna að kömast burt, inn í sjálfan sig. Hvar værum við ef við kæmumst ekki í burtu inn í okkur sjálf? Án þess héldi ég ekki út hér, þar sem ég þekki engan og kæri mig heldur ekki um það. Það er enginn sem mig langar til að kynnast. Það bregður að vísu fyrir áhugaverðu andliti kvensam- kennara, en þörfin er ekki nógu sterk, ég stend ekki í því. Ég vildi gjaman kynnast honum, brjóta innsiglið, en hann kærir sig greinilega lítið um það. Kyrrt ljós í umhverfi sem hreyfist, hratt ljós í umhverfi sem stendur kyrrt. Kyrr miðja sem breytileg fyrirbæri snúast um. Háttbundin hreyfing í hvirfingu um fasta miðju, dans verunnar séður af skapandan- um. Kyrrðin leysist upp og hverfíst út í rým- ið, árekstrar, brot, nýjar sameiningar. Kyrr miðja er til staðar í báðum tilfellum, spennt kyrr miðja, eftir umrót verður aftur kyrrð. Við erum öll efni í svívirðilegar skepnur, getum öll orðið það ef aðstæður eru þannig. Ef svo væri ekki gerðust ekki svívirðilegir hlutir. Stríð hefur verið leyfíleg svívirða, margir hafa notið þeirrar útrásar. Það ryðst ekkert út sem ekki er inni fyrir. Svívirðan er í blóði okkar, hug, sálarminningu kynstofns- ins. Við eigum flest aðgang að sveipi reiði og æðis í hug okkar. Þessir ólmu hundar, reiðin, hatrið, æðið, eru fjötraðir í sál okk- ar. Við þurfum að viðurkenna tilvist þeirra, annars skiljum við ekki okkur sjálf. Það er miklu auðveldara að snúast gegn þeim ef maður viðurkennir þá, heldur en að neita tilvist þeirra og skilja ekki neitt þegar þeir bæra á sér, strekkja á ólunum og slíta þær ef við höstum ekki nógu ákveðið á þá. Það er að vera manneskja. Óhlutbundna málverkið er oft vitnisburð- ur um þessa baráttu, og eins og við þurfum að kunna að halda hundunum í skefjum, ættum við líka að geta fundið leið að óhlut- bundna málverkinu sem er aðeins vitnis- burður um okkur sjálf. Ég átti síðdegis erindi í efnisgeymsluna og afhendinguna. Ég hafði oft komið þang- að áður og tekið eftir konunni sem hefur umsjón þar, en þá var alltaf fleira fólk. Hún er há, grönn, ljósskolhærð, ekki mjög ung en mjög þokkafull, föl, með kossmunn, grannar og jafnlitar hendur. Ég er alltaf heillaður af fögrum höndum. Núna kom hún á móti mér þar sem ég stóð fyrir framan afgreiðsluborðið - ég át hana með augunum, setti klærnar í hana - og hún, hún stansar og stillir sér upp nógu langt frá borðinu til þess að ég gæti séð hana alla - eða hvað? Við horfðumst í augu, nema ég renndi augunum eftir líkama henn- ar og horfði svo aftur framan í hana, þá gekk hún hægt að borðinu, vaggaði í mjöðm- unum. Ég lauk erindi mínu og þegar ég ætlaði að fara að kveðja og við enn ein þarna inni, leit hún á mig og brosti og spurði hvort ég hefði engan til að hugsa um mig. Hún horfði á skyrtuna mína. Ég vissi að það vantaði á hana tvo hnappa. Þetta er góð skyrta, sagði ég, ég get gert þetta sjálf- ur ef ég nenni, og líka látið gera það. Já, ef þú gleymir því ekki, sagði hún. Á ég að hjálpa þér? Ég vissi auðvitað hvað þarna var að gerast og varð því að gæta þess að verða ekki of ákafur. Eg stillti augu mín á víða sýn og svaraði: Já, gjarnan. Ef þú vild- ir koma milli 9 og 10 í kvöld. Hún vissi í hvaða húsi ég bjó, spurði aðeins eftir íbúðar- númeri. Til er annað djúp, önnur hæð, viðbragð fráhverfunnar, neisins - uppi á bröttum tindi í fjarska, uppi yfir amstri dagsins barna - og miklu aftar svartnætti vonleysisins, inn- hverfrar höfnunar. Hæð neisins er styrkur höfnunar gilda heimsins, uppi í ljósinu ofar amstri dagsins. Þá er neðst víggirðing, múr sem skilur að þann sem þannig býr og hina sem eru fyrir utan, hann varðar ekki lengur um erilsamt snap þeirra. Hann er einn með guði og málar speglunina í auga Guðs. Hinn ólmast og óskapast til að komast í framvarðasveit- ina, fá númer í kapphlaupinu, þegar það tekst ekki, sekkur hann á svartnættið og málar óveðurskýin í auga Djöfulsins. Þetta eru jaðarstöðvar og alls ekki allir sem ná þangað, vilja þangað, láta það eftir sér að fara þangað. Bjallan hringir. Hún er komin. Spyr hvort hún komi of snemma, ég segi já, ágætt segir hún, láttu mig fá það sem þarf að laga, þú getur haldið áfram að vinna á meðan. Ég geri það, sest aftur í stólinn sem ég var í. Ég þarf tíma til að finna aftur þráðinn, það er svo gaman að virða hana fyrir sér. Nei, menn takast á við þessar tilfinning- ar, finna til þeirra, finna djúpt til þeirra, en ná því samt flestir að sigrast á þeim, verða ekki úti á jökultindi eða drukkna í svartri holu, heldur leggja sig fram, taka á og gefa ekki eftir. En verkin bera þess merki að í þeim er háflug upp í heim kaldr- ar fjarlægðar eða köfun í svart ómælisdjúp vonleysis. Mörgum hefur tekist að halda nautinu, snúa það niður við mikið átak, eða koma sér á bak tígrisdýrinu og halda sér í það, í jafnvægi á hveiju sem gekk. Árangur slíkrar glímu getur verið, orðið stórkostleg myndlist. Þessi stóll sem ég sit í er sterklegur legu- stóll með hliðarborði á tveim hæðum, hann er lengri en ég hef þörf fyrir. Þegar ég hafði skrifað um glímuna leit ég upp og horfði lengi á þessa blíðlegu konu við handaverk sitt. Eg skildi Vermeer, vilja fanga fegurð á þessu augnabliki gjafar og alúðar. Þegar verki hennar var lokið, reis hún upp og gekk til mín þar sem ég hálflá, hálfsat í þessum legubekk með reistu baki sem líka mátti leggja niður. Hún stóð og horfði á mig. Ég vissi hvað hún vildi. Ég er ekki skemmtilegur, sagði ég. Ég er frek- ur og vil frið til að vinna mína vinnu, ég er niðursokkinn í mitt starf eða það sem ég hef áhuga á og þá er mér sama um aðra, mér er yfírleitt sama um aðra nema ef ég þarf á þeim að halda, ég er ekki fé- lagi fyrir góða konu eins og þig, skapbráð- ur, heimtufrekur dóni. Það þarf enga frekju við mig, sagði hún. Sestu þama, sagði ég og benti henni á þann hluta af bekknum sem ég náði ekki til. Hún settist og sneri sér að mér. Vertu góð við fótinn á mér. Hún sneri sér að hægri fæti mínum, byrjaði að stijúka hann, yfir ristina með annarri hendinni, undir ilina með hinni, beygja sig niður og anda á tæmar. Hún færði mig úr sokknum og hélt áfram að leika við nakinn fótinn. Hún þreyttist á stöðunni og settist gegnt mér með fótinn í kjöltu sinni, lét hann snerta kvið sinn og Venusarhæðina. Undarlegt hvað stóru tánni finnst gott! Og hvað henni veitist! Ódysseifur sættir sig ekki við þennan fulltrúa til lengdar og vildi sjálfur mæta til leiks - og fékk enn blíðari móttökur sem okkur líkuðu vel. Undursam- leg kona. Ég lét bakið á stólnum niður þann- ig að við gátum legið sem í hvflu. Ég hafði líka teppi við höndina og breiddi yfir okkur. Þessi kona var dýrgripur sem varð að fara vel með. Eftir að hafa legið hjá mér í um hálfa klukkustund reis hún upp og fór fram á baðið. Þegar hún kom aftur var hún snyrt, hrein og ljúfleg og bar engin merki þess sem gerst hafði. Má ég koma aftur? spurði hún. Já, eftir svona viku, tíu daga. Ég þarf að vinna mikið, líka á kvöldin. Eg stóð upp og hjálpaði henni í kápuna. Tíu daga? Já, þakka þér fyrir, sagði ég. Þakka þér. Ódysseifur hneigði _ sig, fann ég. Hún hvarf út í myrkrið. Ég hneigði mig líka, þakkaði, ef þetta var ekki hofgyðja Afródítu þá vissi ég hvemig þær ættu að vera! Orðin, málið, er takmarkað, það segir, getur sagt það sem við erum vön að segja. Það er hægt að spenna það lengra en þær tilraunir takast misjafnlega. Tjáning án máls, t.d. með tónlist er oft beinni, og hún er það ekki síður með litum og formum - 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.