Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 8
SKJÁBLIK, Ijósaskiltasindur, ímyndafár, rótleysi og lífsmettun þeirra sem hafa „reynt allt, gert allt“ þegar á unga aldri, offlæði upplýsinga, ofsaðn- ing, útkulnun, fánýtisvitund og flathyggja - þetta er akurinn sem póstmódernisminn sáir f. Erró túlkar þennan tíðaranda í „Næturriddurum“, 1988. TÍÐARANDI í ALDARLOK, 4. HLUTI INNTAK PÓST- MÓDERNISMANS EFTIR KRISTJAN KRISTJANSSON Ekkert vekur djúpar geóshræringar í veröld postmódernismans; viróinq eóa samúó meó útjösk- uóu alþýóufólki er þannig kennd gærdagsins, aó ekki sé minnst ó hversdagslega „ónægju“. Leit sam- tíóarinnar er aó skammærri alsælu, grunnri en ókafri. fyrirsjáanlegu marki. í stað þróunar sjá þeir glundroða - og c) er svo lítið annað en bein afleiðing þeirrar hólmgöngu. Fyrst engin skyn- samleg stefna er í gangi sögunnar er borin von að setja traust sitt á staðleysur („útópíur") þar sem sinna fínnist að lokum í öllu óráðinu. Nær er að byggja sér hlátraheima mitt í Ginnunga- gapinu, eins og Baudrillard, eða tileinka sér efahyggju og stóíska ró Derridas. Jameson velur þá leið að tefla fram sem andstæðum nokkrum lykilhugtökum módern- isma og pm-isma og skýra inntak hins síðara í ljósi þeirra.2 Meðal hugtakapara hans eru: HVORKI fall módernismans, sem rifjað var upp í ann- arri grein, né hugmyndir forsprakkanna, sem rakt- ar voru í hinni síðustu - sumar langsóttar, aðrar fjarstæðukenndar, allar þrútnar af ásetningsöfg- um - skýra til hlítar það dávald er postmód- ernisminn (pm-isminn) hefur yfir mörgum samtíðarmönnum okkar. Ástæðna þess hlýtur einnig að vera að leita í samfélagsgerð nútím- ans sem léð hefur frækomum pm-ismans fijó- an jarðveg. Það er samfélagsgerð þar sem forskeytin hrað-, fjöl- og skyndi- loða við flest. Skjáblik, ljósaskiltasindur, ímyndafár, rótleysi og lífsmettun þeirra sem hafa „reynt allt, gert allt“ þegar á unga aldri, offlæði upplýs- inga, ofsaðning, útkulnun, fánýtisvitund og flathyggja - þetta er akurinn sem pm-istar sá í. Að einhveiju leyti var hann þegar tilbú- inn til pælingar á lokaskeiði módernismans, samanber lýsinguna á börnum Búa Árlands í Atómstöðinni, ærðum af hringlanda. En höf- uðmunurinn er sá að módernistar brugðust við öngþveiti nútímalífs með því að grípa enn fastar í hugmyndir síð-húmanismans um fírr- ingu og endurlausn; hjá pm-istum er húman- isminn hins vegar farinn veg allrar veraldar og þar með vonin um bölvabætur í óskalandi framtíðar. Þrátt fyrir aragrúa greina og bóka um pm-ismann hefur fáum lánast að draga saman kjarna hans á hnitmiðaðan hátt. Þeir sem næsta hafa komist því, að mínum dómi, eru Dick Hebdige og Fredric Jameson. Hebdige leitar samkenna pm-ista í þrenns konar afneit- un þeirra: afneitun á a) heildum, b) tilgangs- hyggju og c) draumalöndum.1 Samkvæmt a) er tími miðstýringar, stöðlunar og sam- bræðslu sjónarmiða á enda. Margbreytileika mannslífsins verður ekki þröngvað í spenni- treyju samlyndis og sátta: Fornafnið „við“ er til dæmis óhæfuorð að svo miklu leyti sem það vekur hugmynd um almannaviljann, al- mannasmekkinn - líkt og svarthol í ómælis- geimnum sem svæli upp öll frábrigði. Það er jafnvel frágangssök að nota sakleysislegt orðasamband eins og „næst skulum við snúa okkur að ...“ í rituðu máli því að slíkt gefur til kynna að ritari og lesandi eigi eitthvað sameiginlegt! Hebdige rekur, eins og fleiri, hatrið á fornafninu „við“ til upplausnar í „villta vinstrinu" í kjölfar stúdentaóeirðanna og inn- rásarinnar í Tékkóslóvakíu í lok 7. áratugar- ins. Með b) ganga pm-istar á hólm við allar hugmyndir um að mannkynssagan eða mann- lífíð yfirleitt stefni að einhveiju náttúrulegu, Módernismi Djúpskoðun Söguleg samfelldni Langvinnar geðshræringar Tvíhyggja hins innra og ytra Firring sjálfsins Einstaklingseðli Nýsköpun Pm-ismi Úthygli Sögulegt sundurleysi Skammvinn alsæla Einhyggja Splundrun sjálfsins Höfnun einstaklingseðlis Endurvinnsla Jameson skýrir þijú fyrstu hugtakapörin með vísun annars vegar í þekkt málverk Van Goghs af slitnum skóm bóndakonu og hins vegar í mynd Andy Warhols, Demantsryks- skór. Öllum sem túlkað hafa fyrra listaverkið, þar á meðal heimspekingnum Heidegger,8 hefur orðið starsýnt á gildi þess sem grun- kveikju dýpri sanninda: um hlutskipti alþýð- unnar, erfiði sveitalífsins og svo framvegis. Mynd Warhols er hins vegar lítið annað en safn dauðra hluta á striga; henni er ekki ætl- að að vekja neinar dýpri hugsanir eða tilfinn- ingar. Pm-isminn japlar þannig á skelinni en skyrpir kjarnanum - eða hafnar því að nokk- ur kjarni sé til. Afleiðingin er meðvituð yfir- borðsmennska og úthygli, ekki aðeins í listum heldur hvar sem er. Það er ekki kyn þótt pm-istar hafni djúpskoðun þegar þeir neita því um leið að nokkur samfelldni sé fyrir hendi í sögu hópa eða einstaklinga. Sjálfu „sögu“- hugtakinu er í raun ofaukið þegar lífið er skilið, í anda pm-ismans, sem röð ótengdra augnablika - sem röklaust jakahlaup milli ólíkra „texta“ í heimi þar sem enginn blákald- ur veruleiki er til, aðeins „sam- líki“. Þriðja einkennið, sem ráða má af listaverkunum tveimur, er náskylt hinum tveim: Ekkert vekur lengur djúpar geðshrær- ingar í veröld pm-ismans; virð- ing eða samúð með útjöskuðu alþýðufólki er þannig kennd gærdagsins, að ekki sé minnst á hversdagslega „ánægju". Leit samtíðarinnar er að skammærri alsælu, grunnri en ákafri. „Jou- issance" er franska orðið yfir hana: einhvers konar uppnumn- ingarhroilur, rafmagnað sam- band við „textaheiminn" sem maður býr í á viðkomandi augnabliki. Fjórða hugtakaparið snertir þungamiðjuna í heimspeki pm- ismans. Öll hefðbundin tví- hyggja ytri og innri heims - eðlis og yfirborðs, sýndar og reyndar, efnis og anda - er husluð. í staðinn kemur ein- hyggja textatilverunnar þar sem viljinn er ekki lengur „vald kjarna mannsins yfir útjöðrun- um"1 - vegna þess að enginn kjarni er til - heldur (eins og allt annað) skuggamynd á tjaldi. Þar með er firringarhugtakið líka úr sögunni því að firring gerir ráð fyrir einhveiju sönnu sjálfi sem leiðst hefur á villigöt- ur, en pm-istar skyrpa á slíka draumsýn. Við erum það sem við sýnumst vera, splundruð og klofin! Það sem meira er: Fótun- um hefur einnig verið kippt und- an „sum“-inu í „cogito ergo sum“ Descartes; engin einstakl- ingsvitund eða samfellt sjálf er til, engin tengsl milli mín í gær og mín í dag eða á morgun, aðeins geislabrot augnabiiksins. Pm-istar hafa því ekki aðeins grandað 1. persónu fornafninu í fleirtölu heldur einnig í eintölu. Allt hjal um að „égvilji" eða „m/g langi“ er blekking! Hinn pm-íski „dauði höfundarins“ í listum, sem margir hafa velt sér upp úr (meðal annarra franski táknfræðingurinn Roland Barthes6), er þannig miklu djúpstæðari en ætla mætti við fyrstu sýn. Hann markar ekki afturhvarf til ríkjandi hugmynda fyrir upplýsingaröld um höfundinn sem næman skrásetjara fremur en fijóan skapanda6 - skrásetjarinn var þó engu að síður sjálfstæður einstaklingur - heldur uppruna spánýrrar hugmyndar um alla sköpun sem persónulaus „skrif". Lokasamanburður Jamesons, á framleiðslu/nýsköpun módernis- mans og endurvinnslu/eftiröpun pm-ismans, tengist svo marxískri greiningu hans á pm- ismanum sem menningarlegri úthverfu síð- kapítalisma. En þá kenningu skulum við geyma okkur fram í sjöttu grein. Lesendum dylst ekki af lýsingum Hebdiges og Jamesons hversu tilþrifamiklar afleiðingar hinn pm-íski hugsunarháttur hlýtur að hafa á lífs- og heimssýn boðenda sinna; en draga má þær helstu saman í nokkur orð: Öll hefð- bundin fræði og vísindi, þar á meðal sagn- fræði, heimspeki og raunvísindi, eru ekki ann- að en goðsagnaglingur og fordómafítl. Enginn Mannkynssaga (með stóru M) er til, aðeins einsögur (,,míkró-sögur“), og engan lærdóm er hægt að draga af fortíðinni. Sannleikurinn er ekki „veruleiki í orðum", eins og hefðbund- in samsvörunarkenning máls og heims kveður á um, heldur samsafn ríkjandi goðsagna, drottnandi orðræðuvalds, á hveijum tíma inn- an hverrar umræðuhefðar. Hinn sterkari hefur alltaf á „réttu" að standa! Pm-istar afbyggja þá módernísku hugmynd að ekkert samband sé milli tákna og tilvísunar. Vissulega er slíkt samband fyrir hendi en það er, eins og fram hefur komið, öldungis afstætt við tíma og stað: við hefðarvald. Heimssýn nútíma raun- vísinda er þannig ekkert trúverðugri en heims- mynd blámanna eða indíána. Lýðræði, frelsi og aðrar vestrænar siðferðishugsjónir eru blekkingavefír og kúgunartæki, notuð til að framandgera (,,exotify“) Aðra (með stóru A), einkum „frumstæðu náttúrubörnin“ sem við, gömlu nýlenduherrarnir, sjáum enn hvarvetna fyrir okkur utan marka hins vestræna heims. Þessi tvö hugtök, framandgerving og Aðr- ir, njóta mikillar hylli meðal pm-ista og úr hinu síðara hafa þeir búið til nýyrðið öðrun („othering") sem þeir beita í tíma og ótíma. Einn „aðrar“ annan með því horfa á hann ofan- eða utanfrá og steypa mynd hans í mót eigin fordóma. Sé „öðrunin" gerð undir yfir- skini aðdáunar á sakleysi og hreinleik við- fangsins er hún um leið „framandgerving“ (stundum einnig kennd við oríentalisma7). Fórnarlömbin, þeir „öðruðu", eru undirokaða fólkið: konur, samkynhneigðir, þeldökkir og hvers kyns minnihlutahópar. Það spriklar um, holstungið af augliti kúgara sinna sem boða 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.