Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 13
EG ætla að skrifa í þessa fallegu bók sem einhver gaf mér, ég man ekki lengur hver, skrifa það sem mig langar til að skrifa. Hér. Hún verður því að dagbók, að hluta rissbók fyrir efni sem ég nota kannski síðar. Þetta er stór og mikill háskóli með mikla myndlistardeild. Eg á að kenna tækni hinna ýmsu aðferða við myndsköpun, frá þeim elstu til þeira nýjustu. Mér sýnist þeir ætla að nota mig mikið. Ég held ég verði að meira og minna allan daginn. Nú, þegar þessu misseri lýkur, ræð ég mér sjálfur. Þá get ég farið þangað sem ég hef efni á og gert það sem mig langar til - sem verður þá að hafa einhvern tilgang, ég þyrfti að geta selt árangur vinnunnar, eða taka fljótt aftur svona stöðu, kannski minni kennslu? Hef ekki áhyggjur af því núna. Ég var að erindast í bænum fyrst eftir komuna hingað, þá rakst ég á mann sem mér fannst eftirtektarverður, óvenjulegt að sjá svona mann á götu í háskólabæ. Hann var óaðfinnanlega klæddur, grannur og geislaði ró og virðuleik. Ég varð mér óþægi- lega meðvitaður um sjálfan mig, kubbsleg- an, feitlaginn, losaralega klæddan, illa rak- aðan með of mikið hár! Já, ég gerði mér góða grein fyrir mismuninum - en það breytir engu, ég er þessi tuddalegi vinnu- þjarkur, spenntur, innra með mér á valdi verkefnis og vandamála tengd þeim, og þar inni er engin sérstök ró fyrr en vandamálin eru leyst, þ.e.a.s. þau af þeim sem eru leys- anleg. Hann var greinilega í klæðskerasaumuð- um frakka, þar undir í jakkafötum með vesti, klassískri skyrtu og viðeigandi bindi, í fallegum skóm, höfuðfatslaus, vel rakaður og hárið vel snyrt. Svona ert þú ekki! sagði ég við sjálfan mig og var auðvitað ánægður með það. Ég hef fengið litla íbúð í ekki mjög hárri blokk með stórum og vel hirtum húsagarði. Húsið er brúnrautt og ég kann vel við það, sérstaklega þennan húsagarð þar sem eru göngustígar, gosbrunnur í miðju af gamalli gerð, allt minnir nokkuð á spænska höll - og er það ánægjulegt. íbúðin er svo lítil að ég mun varla geta unnið þar nema skrifað og kannski rissað eithvað smávegis. Ég hef vinnuaðstöðu í skólanum en ég veit ekki hvenær ég á að geta nýtt mér hana. Gæti samt orðið, ég veit það ekki ennþá. Ég hrökk við þegar ég kom heim um daginn. Granna snyrtimennið kom út úr íbúð á sama gangi og ég. Ég sá hann svo aftur í kvöld þegar ég kom heim. Hann var að stíga út úr íbúðinni, sennilega að fara að fá sér að borða, efast samt um að svona fínir menn menn borði, melti o.s.frv. Dyrnar á íbúð hans voru opnar þegar ég gekk fram- hjá. Ég sá þar inni móta fyrir einhveiju, eða skugga einhvers sem ég hef ekki alveg áttað mig á. Ég kom nær honum í þetta sinn. Hárið er grásprengt, andlitshúðin jafn- lit, depurð í augum, hendur vel snyrtar. Það mætti halda að hann væri af aðalsættum og hefði ekki annað að gera en að líta vel út. Það er nú samt ólíklegt, þá ætti hann varla heima hér - en hvað veit ég svosem. Ef ég á að hafa þennan mann fyrir augun- um allan tímann sem ég er hér, gæti ég trúað að þegar þessi bytjunarkrampi er lið- inn hjá og allt farið að ganga eins smurt og það getur, fari ég að hugsa meira um það hvernig ég lít út. Væri kannski ekki verra! Ég hef líka rekist á hann í háskólanum og tekist að spytja hvað hann kenni. Hann kennir rökfræði og stærðfræðilega rökfræði. Já, auðvitað, svona grein þar sem maður þarf að vera rólegur, án djúpsambands við hreyfiöflin, ofninn í líkamanum, aðeins hugsa... Líklega til þess að ég sætti mig betur við erfiðið, hefur mér verið boðið að halda fyrirlestur undir lok misserisins. Ég má ráða um hvað ég tala, en segja samt frá því í tíma, vegna auglýsinga og annars. Ég vissi eiginlega strax um hvað ég ætla að að tala: efnið í óhlutlægum myndum. Ég hef hugsað mikið um það, lifað með því og hef mína reynslu af því. Það er enn nauð- synlegt að árétta að í óhlutlægri Iist sé efni, ákveðið efni - og ég hef gaman af því! Ég rissa upp hugmyndir á þessi blöð. Þau eru að verða mér kær. Ég vinn svo fyrir- lesturinn upp úr rissinu. Ágætt, eftir hvíld og léttan mat sest ég gjarnan og skrifa í þessa bók. Ég hef hvort sem er engan til að tala við, þekki engan hér og það er enginn sem mig langar til GRANNT SNYRTI- MENNI r (Ur dagbók gestakennara) SMÁSAGA EFTIR ÞORVARÐ HELGASON Vió erum öll efni í svíviróilegar skepnur, getum öll oróió þaó ef aóstæóur eru þannig. Ef svo væri ekki geróust ekki svíviróilegir hlutir. Stríó hefur verió leyfileg svíviróa, margir hafg notió þeirrar útrósar. Þaó ryóst ekkert út sem ekki er inni fyrir. Svíviróan er í blóói okkar, hug, sálarminningum kynstofnsins. að kynnast - ekki enn. Líklega kynnist ég samt einhverri einmana konu sem leggur lag sitt við gestakennara, hef ekki séð hana ennþá. Ég hef oft hugsað um efnið í óhlutlægum myndum, en ekki í rithæfum orðum. Verð að byrja á því. Óhlutlægt merkir: ekki mynd af einhveiju sem maður sér fyrir utan sig, hlutum, fólki, landslagi. Er slík mynd án sambands við raunveruleikann? Hún er sett saman úr litum og formum, flatarformum eða línum sem litirnir koma fyrir í. Já, ég er að hugsa um þennan fyrirlest- ur, finnst hann mjög ögrandi. Ég þarf oft að kenna allan daginn og get á meðan ekki hugsað um þetta. Á leiðinni heim er ég oft niðursokkinn í málið, velti fyrir mér nýrri hlið á því. T.d.: litur hefur merkingu, hann er fulltrúi ákveðinna hughrifa. Það finna ekki allir það sama, þó er nokkurt samræmi þar á milli. Litur ber ákveðna merkingu. Líklega er það of mikið sagt, hann ber merkingu, breytilega eftir einstaklingum, eftir gerð einstaklinga. Sama gildir um form. Umhverfi okkar er fullt af formum, við erum umlukin formum, formuðum hlutum frá því við opnuðum augun. Mörg breyta um merk- ingu, eins og t.d. konubijóst fyrir mann. Óhlutlæg form hafa tilvísun, bera merk- ingu, ekki skýra eins og tölur en samt - og sú merking verður skýrari þegar við reyn- um ekki að lesa röklega, heldur opna okkur fyrir, opna inn í lítt síaða skynjun okkar, þangað sem ýmislegt fer sem ekki er séð meðvitað, ekki tínt, lesið né túlkað, heldur er aðeins þar. Við eigum aðgang að því, beinastan ef við reynum ekki að túlka, skilja, skýra, en horfa á það sem tákn, merki um óljósa hluti, atburði í sálunni sem samt ger- ast og eru. Það er úr þessu rými, þessum brunni sem hinn óhlutbundni málari eys - og þeir sem kunna að opna sig fyrir því sama í sjálfum sér meta hann. Við erum nefnilega öll, í huga okkar, stödd í heimi sem enginn sér nema við sjálf, og þar er margt óhreint á sveimi. Inni í okkur er heill heimur af myrkri og fáránleg- um leik sem við verðum að hemja í nógu sterkum fjötrum. Stundum hittum við hann fyrir í myndum - og undrumst, brosum eða verðum hrædd. Hrædd? Já. Svífa ofan úr skýstöfuðum sólheimi ofan í myrkrið, myrkrið djúpa og svarta þar sem við getum öskrað af fögnuði á meðan það umlykur okkur, mjúkt, svart, útilokandi allt annað. Af því við erum mann- eskjur, fólk með reynslu af draumum, löngun- um og þrám, hlýtur það allt að hafa líkar uppistöður, lík stef, samt auðvitað óendan- lega ólík að lit, blæ, áorkan. Því skiljum við þegar villidýrið í okkur öskrar. Við öskrum sjaldan þótt við vildum það oft á hvetjum degi - en það er hægt að mála öskrið, dapur- leikann, svartnætti örvæntingarinnar, fögnuð valdsins, sigurgleði morðsins. Þegar ég las þetta aftur núna í kvöld, minnntist ég þess sem gerðist í hádeginu í dag. Líklega hafði mig grunað eitthvað slíkt, því ég lagði mér til betri handklæði, púða og smokka fyrir stuttu - ef á þyrfti að halda. Vegna einhverra breytinga, funda sem komu mér ekki við, átti ég lengra frí um hádegið. Ég gekk út og ætlaði heim. Á leið- inni sá ég konu sem var líka að koma út úr skólanum. Mér varð starsýnt á hana. Hér er næstum allt kvenfólk í síðum buxum svo það er viðburður að sjá kvenfætur. Konan var í stuttu pilsi, í fallegum sokkum og þar að auki með fallega fætur! Ég glápti á þessa fætur og heillaðist, þetta var svo sjaldgæf sjón, og að hún var ánægjuleg sem gerði áfergju mína enn meiri. Mig var farið að dreyma vökudraum frammi fyrir þessum hæfilega grönnu rauðhvítu fótum. Éinmitt, rauðhvítu - nokkuð sem tendrar bál í okkur Ódysseifi og mér! Ég sá yndislega konu með mikið rautt hár og þetta yndisleg litar- aft sem fyrirheit um bjarthvítt hold, mikið af því í bogum og bylgjum, dældum og hæðum. Ef til vill var það einhver minning sem hreif mig og augnablik var ég ekki sannfærður um að það væri nein mennsk kona svo ég deplaði augunum, ég kunni ekki við að hrista mig eins og hundur sem ég hefði helst viljað gera, því ég virtist halda að Venus Botticellis stæði fyrir framan mig, í síðum jakka og stuttu pilsi! Ég veit ekki hvað ég hafði staðið lengi kyrr og starað, þegar ég leit framan í hana brosti hún. Ég sagði stutt: Fylgdu mér. Nei, sagði hún, ég er á bíl, ég ek. Hvert? Ég svaraði því og gekk svo á eftir henni að bílastæðinu, sett- ist aftur í bílinn, ég þorði ekki að sitja frammi í bílnum, ég er viss um að ég hefði orðið að þukla hana. Ég lét mig síga niður í sætið svo ég sæist ekki. Auðvelt því ég er ekki stór. Ég legg hér sagði hún, hvað er númmerið á íbúðinni? Ég svaraði því og steig út úr bílnum. Kominn inn tók ég til það sem þurfti og lagði á náttborðið. Ég var kominn úr peysu og skóm þegar hún kom. Hún tók af sér við fatahengið en tók tösku með sér inn. Líklega dýrmætir fyrir- lestrar um siðfræði í henni! Ég hafði dregið fyrir glugga svo klæðasviptingin fór fram uppistandandi sem mér þykir líka skemmmtilegra. Við vorum því bæði nakin þegar við stigum á beðinn. Ég vissi, skynj- - aði að ég hafði ekkert við þessa konu að tala, það sem hún var í amstri dagsins kom mér ekki við, snerti mig ekki - en líkami hennar og konusál við þessar aðstæður voru unaðsleg. Eftir leikinn lágum við bæði og hvíldumst. Ég var tillitssamur og vildi lofa henni að koma til sín í ró. Ég var að hugsa um hvað ég þyrfti að gera, ég yrði að nota tímann áður en þyrfti að fara aftur til - kennslu. Þá veit ég ekki fyrr en hún rís upp við dogg og fer að stijúka á mér magann og kviðinn og muldra: Ég elska svona mið- jarðarhafslegan maga, dökkan, loðinn og feitan. Árangur þess var að Ódysseifur vaknaði, reisti höfuðið og vildi aftur sigla. Mig grunaði að sú sigling yrði aðallega mér og honum til gamans, en svo var ekki, plægt hafið stundi líka af fögnuði, freyddi og vall og gaus! í höfn gekk ég á land og inn í sturtu og skolaði af mér snarlega, þurrkaði mér utan klefans og sagði henni að hún gæti farið í baðið. Ég leit undan þegar hún gekk framhjá. Þessu æði varð að ljúka. Ég leit samt á hana þegar hún sneri við mér baki, Ódysseifur kipptist við en ég sló á hann. Klæddur fór ég fram í eldhús að fá mér eitthvað smávegis að borða. Ég hafði lokið því þegar hún stóð tilbúin að kveðja. Fæ ég ekkert nafnspjald? spurði hún. Nei. Ég hafði haft vit á að ijarlægja spjaldið sem var í dyrunum þegar ég kom heim. Blessað- ur, sagði hún þá. Ég hjálpaði henni í utanyf- irfötin og opnaði dyrnar. Ég horfði ekki á hana þegar ég kvaddi hana við dyrnar. Ég vildi helst ekki muna eftir þessu andliti. Það var nafnspjald á borðinu í stofunni. Ég reif það og henti rifrildinu í ruslafötuna án þess að líta á það. Það var of lítill hluti af þessari konu sem gat komið mér við, samband yrði vandræðalegt, við hefðum svo lítið að tala um. Best að reyna að gleyma henni sem auðvitað er ekki hægt. Öll myndlist, hversu formleg sem hún er, er gerð í tengslum við það sem er í djúpum sálar okkar - ýmislega upphafin og göfguð eða ekki. Tákna má skelfingu með húsum, landslagi, upphafna gimd með guðverum, dapurleik með daufri birtu yfir ófögrum hlutum eða landslagi. Óhlutlægnin gerir þetta beint - og því er hugsanlega hægt að setja fram gæða- kröfu - sem þó er hæpið - um styrk hinn- ar hljóðu raddar... r Hnjóti einhver um þetta, er auðvelt að segja við þann, að hljóminn verði hann að gefa röddinni sjálfur - við áorkan verks. Það á aldeilis að nota mann - ég kenni tækni og tæknisögu, frá fresku til ljóss og allt þar á milli, frá hellamálun til raftækni. Ég hef verið beðinn að aðstoða líka við teikni- og málaradeild. í raun er ég að frá morgni og framyfir nón. Vandamál: ef ég borða of mikið í hád. verð ég slappur í kennslu, of lítið, of svang- ur þegar allt er búið og borða þá of mikið og kvöldið ónýtt. Verð að finna góðan meðal- veg þannig ég geti unnið hress eftir síðdegis- hvíld, því ég þarf að vinna, hugsa. Saddur hugsar lítið nema kannski um hofgyðjur Afródítu. Ég hef aldrei haldið fyrirlestur um þetta áður, aldrei fyrr hugsað þannig um það að ég væri reiðubúinn að segja öðrum það sem ég hugsaði. Óhlutbundinn tjáningarmáti. Hvað er það? Af hveiju er hann? Hvernig gerist hann? Hvað segir hann - þannig hljóta spurning- arnar að vera. Ég rissa upp hugmyndir hér í dagbókina, efnivið, skotpalla. Ég get svo notað helgarn- ar til að draga þetta saman, semja samfelld- an texta. Húsið sem ég hef fengið litla íbúð í er eitthvað notað af fólki sem vinnur við skól- ann og gerir litlar kröfur - eða öðruvísi kröfur. í sjálfu sér er þetta aðeins leiguhjall- ur, gamaldags leiguhjallur, en hefur and- rúmsloft og skemmtilegan lit. Ég hefði - gjarnan kosið íbúð með vinnustofu, en það fékkst ekki. Ég hef litla vinnustofu í skólan- um, nota hana ekki mikið. Hér í húsinu er mikill friður, umferðin fyrir utan er ekki mikil og þessi stóri húsagarður er alveg hljóður. Það er því ágætt að hugsa hér þeg- ar maður hefur kraft til þess. Þarf ég að rissa eitthvað upp get ég gert það hér. Ég sé húsagarðinn út um gluggann, varla fólk, sölnuð grös, fölnuð blóm, lauffá tré, stein- hellur. Ég tek ekki mikið eftir fólki, það er líkt fólki af sama sauðahúsi annars staðar. Líkt, já, úr fjarska, utan einn maður. Og hann býr hér í húsinu. Hann er... Mjög sérkennilegur. Hann fær sér göngu í húsagarðinum um það bil sem mér er að byija að líða vel. Á LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 1997 13 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.